Vísir - 31.05.1976, Blaðsíða 11
visra
C
n
D
„Geri bora betur
í nœstu keppni"
— sagði Elías Sveinsson sem var íslandsmeistari í tugþraut I
í gœr, en var langt frá sínu besta og ólympíulágmarkinu
„Éghef átt viö smá-meiösli aö
striöa aö undanförnu og þau
ágeröust strax i keppninni þannig
aö ég gat ekki beitt mér sem
skyldi,” sagöi Ellas Sveinsson
KR sem i gær varöi tslands-
meistaratitil sinn i tugþraut. Þó
aö sigur Ellasar I tugþrautar-
keppninni væri aldrei I hættu var
hann langt frá sinu besta, hlaut
aöeins 6.274 stig — á best 7.320.
Árangur hinna keppendanna var
heldur ekki mjög hrósveröur — og
af 16 sem hófu keppnina luku aö-
eins 7 viö allar greinarnar I tug-
þrautinni.
„Þaö þýöir samt ekkert aö láta
hugfallast viö aö ná ólymplulág-
markinu sagöi Elias — „og ég er
staöráöinn i aö gera betur I næstu
tugþrautarkeppni sem veröur i
Póllandi 12. og 13. júnl. Ef mér
tekst ekki upp þar, þá er siöasta
vonin aö ná lágmarkinu i
Meistaramóti Reykjavikur sem
fram fer 19. og 20. júnl.”
Arangur Ellasar i einstökum
greinum var þessi: 100 m hiaup
11.2 sek, langstökk 6.17 m, kúlu-
varp 13.75 m, hástökk 1.85 m, 400
m hlaup 54.3 sek, 110 m gr. hlaup
15.5 sek, kringlukast 38.86 m,
stangarst. 3.50 m, spjótkast 49.50
m og 1500 m hlaup 6.23.6 mih.
Annar i tugþrautarkeppninni
varö Jón Sævar Þóröarson 1R
með 5909 stig. Arangur hans var
þessi: 11.5 — 6.24 — 11.17 — 1.90 —
53.0 — 16.0 — 29.48 — 3.10 — 36.74
— 5:08.1. Þriöji varð svo Björn
Blöndal KR, hann hlaut 5.550 stig.
Auk þess var keppt i 4 x 800 m
boö- og 10 km hlaupi karla og I
3000 m hlaupi kvenna á Meistara-
mótinu. I 4x800 m boðhlaupinu
sigraöi sveit 1R á 8:33.2 mln i 10
km sigraði Gunnar Snorrason
UBK á 34:34.6 minútum eftir
hörkukeppni við Agúst Þorsteins- \
son UMSB sem fékk timann
34:35.4 minútur — og i 3000 m
hlaupi kvenna sigraöi Anna
Haraldsdóttir á 12:35.8 mfiiútum.
Meistaramótiö fór aö þessu
sinni fram á tveim stööum á
Laugardalsvellinum og Mela-
vellinum — þar sem hringhlaupin
voru hlaupin. Ekki var hægt að
nota nema hluta af brautum
Laugardalsvallarins sem þurfa
lagfæringar viö eftir „andlits-
lyftinguna.”
—BB
........
Elias Sveinsson i einni af tiu
greinum tugþrautarkeppninnar
— langstökkinu, sem er önnur
keppnisgreinin. Þar komu
meiösli Eliasar strax i Ijós og
hann varö aö sætta sig viö aö
stökkva aöeins 6.17 m.
Ljósmynd Einar...
Efcf'll -d
ÍBV fékk ósko-
byrjun ó ísafirði
Vestmannaeyingar sigruöu is-
firöinga 2:0 I leik liöanna I 2.
deildinni á tsafiröi á laugardag-
inn. Eftir aöeins 7 sekúndur lá
boltinn i netinu hjá isfiröingun-
um. Tómas Pálsson fékk boltann
úr upphafsspyrnu lék nokkra
metra og gaf fastan bolta fram á
Örn Óskarsson. Varnarmaöur
komst þó á milli og hugöist skalla
frá en boltinn lenti I eigin marki
framhjá úthlaupandi mark-
manni.
Tómas Pálsson var svo aftur á
ferðinni á 17. minútu og skoraöi
meö fallegum skalla eftir fyrir-
gjöf frá Valþóri Sigfússyni.
Eftir þetta fóru isfiröingar aö
sækja i sig veöriö, en lltiö gekk.
Siöari hálfleikur var þófkenndur
og fátt markvert gerðist, sem I
frásögur er færandi.
Völlurinn á ísafiröi er fádæma
lélegur malarvöllur og stórgrýtt-
ur m jög. Hann er auk þess hættu-
legur aö þvl leyti aö hann er
lagöur ofan á gömlu öskuhaugana
og fái menn sár, grær þaö seint og
illa.
—VS
„Hérna haföu þetta, og skoraðu ef þú þorir”, gæti Isfiröingurinn
veriö að segja viö örn Óskarsson, þvi aö engu er likara en örn
hafi fengið einn vel útilátinn á glannann. Eitthvaö viröist hinum
isfiröingnum lika vera heitt i hamsi, þvi aö þaö má sjá hann
reiða steyttan hnefann að baki þeim. Ljósmynd Guömundur Sig-
fússon.
Allar götur síðan 1936 hefur Málningarverk-
smiðjan Harpa verið í fararbroddi, hvað snertir
nýjungar í framleiðslu á málningu, lakki og ýms-
um kemiskum efnum byggingariðnaðarins.
Frá upphafi hefur rannsóknarstofa fyrirtækisins
rekið umfangsmikla starfsemi, sem beinist að
því að reyna þol og gæði framleiðslunnar við
mismunandi íslenzkar aðstæður.
Sérstaða Hörpu meðal málningarframleiðenda
á íslandi er fólgin í því, að Harpa notar ein-
göngu uppskriftir sem hannaðar eru á rann-
sóknarstofunni fyrir hina umhleypingasömu ís-
lenzku veðráttu. Reynsla fengin af nær 40 ára
viðureign við íslenzkt veðurfar tryggir gæði
framleiðslunnar.
LÁTIÐ HÖRPU GEFA TÓNINN
HARPA SKÚLAGÖTU 42
__________________
Nú kveóur |
vió nýjan tón