Vísir - 31.05.1976, Blaðsíða 9

Vísir - 31.05.1976, Blaðsíða 9
9 m VTSIR Mánudagur 31. mal 1976. ,Vá maður, ætlún detti sjóinn?’ .Taktu mynd af mér lika. „Hún kann ekki aö keyra, en viö höfum engar áhyggjur af þvl...” „Faröu, þetta er mln róla” FLjósm.: LofturJ V Fréttaljósmyndarar eru ein- staklega hugmyndarikir menn. Tækifærismyndir þeirra sveifl- ast hérumbil jafn mikið og loft- voginn. Þegar er snjór, taka þeir snjómyndir. Þegar er rign- ing, taka þeir rigningarmyndir. Þegar er þoka, taka þeir þoku- myndir. Og þegar er sólskin, taka þeir myndir af léttklædd- um stúlkum. Fréttamennirnir sem skrifa um hugmyndaauðgi fréttaljós- myndaranna eru sjálfir alveg jafnhugmyndaauðugir, auðvit- að, þvi það eru þeir sem skrifa sömu textana með tækifæris- myndunum ár eftir ár. Þetta er nú orðinn nokkuð langur formáli um fréttamenn og fréttaljósmyndara. Ástæðan er sú að ég er búinn að skrifa texta með svona myndaslðum svo oft að mér datt ekkert nýtt i hug. Og þar sem verður að fylla að minnsta kosti eitt og hálft vélritað blað með texta, á svona siðu, var ekki um annað að ræða en byrja á einhverjum „idiótiskum filósóferingum.” Alla vega. Það hefur sést til sólar nokkra undanfarna daga, eins og þið hafið kannske rekið augun i. Loftur Asgeirsson, ljós- myndsri,brá sér I bæinn til að hitta börn. Og hér eru börnin sem hann hitti. —ÓT. „Hæ gæ”. „Ef þú, ljósmyndari, gætir nú gert eins og ég. ( Þá værir þú góð- ur.) Sólarmyndir og rígningarmyndir

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.