Vísir - 02.07.1976, Side 5
VISIR Föstudagur 2. júli 1976
Hver á gjaldeyri
til hasskaupa?
„Athugun á, hvernig
þessi innkaup eru fjár-
mögnuð er einn megin-
þáttur rannsóknar
þessara nýjustu mála.
Við erum að reyna að
skorða þá hlið málanna
af” sagði Ásgeir Frið-
jónsson, fikniefnadóm-
ari i samtali við Visi í
gær.
„Við höfum jafnan kannaö
fjármögnunarhlið þessara mála
mjög ýtarlega, ogsvo virðist, að
innkaup þessi séu ýmist fjár-
mögnuð með samskotum eða
hagnaði af fyrri sölu á fikniefn-
um.
,,Við gerum okkur ljóst að
innkaupin eru greidd með er-
lendum gjaldeyri og að hér er
um háar upphæðir að ræða. Ég
vil þó taka fram i þvi sambandi,
að stærð sendingana segir ekki
allt um innkaupsverð þeirra,
þvi verð á hassi er mjög mis-
munandi eftir löndum.”
Aðspurður um, hvort yfirvöld
gerðu sér nokkra grein fyrir
umfangi smygls á fikniefnum og
tölu neytenda hér á landi, sagði
Asgeir, að engin leið væri til að
giska á slikt með nokkurri
vissu. —JOH
2700 kleinur og
3000 pönnukökur!
— á afmœli Blönduóss
,,Það verða bakaðar
hérna um 2700 kleinur
og yfir 30000 pönnukök-
ur fyrir afmælið”,
sagði Elisabet Finns-
dóttir á Blönduósi okk-
ur i gær, er við spurð-
umst fyrirum hvað liði
undirbúningi hátiða-
haldanna i tilefni 100
ára afmælis Blönduóss.
Elisabet sagði að kosin hefði
verið nefnd fjögurra kvenna til
aðsjá um undirbúning veislunn-
ar, og hefðu þær svo leitað til
þeirra sem væru til með að
leggja hönd á plóginn, og leggja
til eitthvað bakkesli.
Ekki kvaðst hún vita hvað
margt fólk kæmi i veisluna, en
betra væri þá að hafa heldur
meira en minna þegar þar að
kæmi. „Afganginn seljum við
svo bara á basar þegar þessu er
lokið”, sagði Elisabet ennfrem-
ur.
Hún sagði að mikill hugur
væri i blönduósbúum að gera
veisluna og hátiðahöldin sem
veglegust, og einnig væri mikill
áhugi burtfluttra blönduósbúa á
afmælinu. T.d. hefðu Steingr.
Daviðsson fyrrum skólastjóri og
Helga kona hans gefið kauptún-
inu eitt hundrað þúsund krónur
sem varið yrði til kaupa á trjá-
plöntum. Þá :ynnu kvenfélags-
konur og lionsmenn nú að þvi að
fegra bæinn, slá og tina rusl.
—AH
„RYKSUGUVEIÐAR"
ERU HUGSANLEGAR
— en tœpast í miklum mœ/i,
segir veiðimálastjórí
Sovéskt „ryksuguskip” i islenskri höfn.
Það er afskaplega
erfitt að rannsaka
þetta, þvi ekki er að
vænta mikilla upplýs-
inga frá rússum, sagði
Þór Guðjónsson, veiði-
málastjóri i samtali við
Visi, i tilefni af frétt
Visis i fyrradag um
hugsanlegar „ryksugu-
veiðar” rússa á laxi.
,,Það er ekki fyrir það að
synja”, sagði veiðimálastjóri,”
að þeir geti veitt eitthvað af laxi
með þessum verksmiöjuskipum
sinum, sem sögð eru veiða allt,
sem kvikt er i hafinu. Laxinn er
hins vegar það dreifður, að
þarnaer tæpastum mikiðmagn
að ræða”.
Aðspurður, sagði veiðimála-
stjóri, að þrátt fyrir litlar laxa-
göngur, enn sem komið væri,
hefði hann ekki miklar áhyggjur
af, að sumarið i sumar yrði lé-
legt, hvað laxveiði snertir.
„Laxinn er seint á ferðinni i ár
en það hefur komið fyrir áður,
án þess að veiðibrestur hafi af
hlotist”, sagði Þór Guðjónsson
að lokum. —JOH—
LAUQABAS
Simi 32075
Forsíðan
(Front Page)
\
k'í p^ nuis stó
IONICOIOR®^É
PANAV15ION® A UNIVCRSAL FICTURE
Ný bandarisk gamanmynd i
sérflokki, gerð eftir leikriti
Ben Heckt og Charles Mac-
Arthur.
Leikstjóri: Billy Wilder.
Aða 1 hlutverk: Jack
Lemmon, Walter Matthau og
Carol Burnett.
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.10.
Myndin sem beðið hef-
ur verið eftir.
Heimsfræg amerisk litmynd
tekin i Panavision.
Leikstjóri: Koman Polanski.
Aðalhlutverk: Jack Nichol-
son, Fay Dunaway.
ÍSLENSKUR TEXTI
Bönnuö börnum.
Sýnd kl. 5 og 9.
ISLENZKUR TEXTI.
Djöf larnir
The Devils
Siðasta tækifæriff að sjá
þessa heimsfrægu stórmynd
Ken Russels.
Aðalhlutverk: Vanessa Red-
grave, Oliver Reed.
Stranglega bönnuð börnum
innan 16 ára. — Nafnskir-
teini.
Endursýnd kl. 5, 7 og 9.
Lögreglumaðurinn Sneed
(The Take)
Islenskur texti
Æsispennandi ný amerisk
sakamálakvikmynd i litum
um lögreglumanninn Sneed.
Aöalhlutverk. Billy Dee
Williams, Eddie Albert og
Frankie Avalon.
Sýnd kl. 6, 8 og 10.
Bönnuð börnum.
áJÆJARBíP
' Sími 50184
Mandingo
Stórbrotin bandarisk kvik-
mynd um lifið i suðurrikjun-
um á 19. öld.
Sýnd kl. 9.
Bönnuð börnum
tslenskur texti.
TÓMABÍÓ
Sími31182
Busting
Ný skemmtileg og spennandi
amerisk mynd, sem fjallar
um tvo villta lögregluþjóna,
er svifast einskis i starfi
sinu.
Leikstjóri: Peter Hyams. '
Aöalhiutverk: Eliiot Gould,
Robert Blake.
Bönnuð börnum innan 16
ára.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Sameinumst bræður
(Together Brothers)
ISLENSKUR TEXTI.
Spennandi ný bandarisk lit-
mynd, um flokk unglinga
sem tekur að sér að upplýsa
morð á lögregluþjóni. Tón-
list eftir Barry Whiteflutt af
Love Unlimited.
Bönnuð innan 14 ára.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Simi: 16444.
I ánauð
hjá indíánum
Hin stórbrotna og spennandi
Panavision-litmynd um
enska aðalsmanninn, sem
varð indiánakappi.
Aðalhlutverk: Richard
Harris, Dame Judith Ander-
son.
Leikstjóri: Elliot Silverstein.
ISLENSKUR TEXTI.
Bönnuð innan 16 ára.
Endursýnd kl. 3, 5.30, 9 og
11.15.