Vísir - 02.07.1976, Blaðsíða 6

Vísir - 02.07.1976, Blaðsíða 6
6 ( Lögreglan leitar að leka á bretaþingi James Callaghan, forsætisráðherra, hefur kallað lögregluna til aðstoðar við breska þingið, þar sem rann- sóknarnefnd þess hefur ekki getað komist að þvi hverjum er að kenna alvarlegur ,,leki” leynilegra upp- lýsinga, fyrir tveim vikum. Lekinn fólst i þvi að timaritiö ,,New Society” birti þingskjöl sem skýrðu frá þvi hvernig áætl- un um barnalifeyri hafði verið lögð á hilluna. Verkamanna- flokkurinn hafði lofað þessari áætlun i siðustu kosningum. Höfundur greinarinnar i New Society, Frank Field, neitaði að gefa upp heimild sina. Hann hafði áður sagt fréttamönnum að hann hefði fengið fulla körfu af leyni- skjölum til að vinna úr. Field kallaði aðstoðarmann sinn „Deep Throat”, en svo var nefndur einn af helstu heimildar- mönnum blaöamanna Washing- ton Post, þegar þeir voru aö fletta ofan af Watergate hneykslinu. ^ai#IÍÉ Mp pf||É tMB © 1976 Los Angeles Times Umsjón: Guðmundur Pétursson Föstudagur 2. júli 1976 VISIR LURIE’S OPINION Hér kemur mótherjinn, Carterl oð búa pólverja hœkkanir Reynt undir Ríkisstjórn Póllands hefur nú hafið mikla áróðursherferð til að reyna að sannfæra þjóð- ina um að það sé nauð- synlegt að hækka verð á matvörum. Verðhækkun i siðustu viku var dregin til baka 24 klukkustund- um siðar, eftir miklar óeirðir sem kostuðu nokkra lifið. Útvarp, sjónvarp og blöö eru nú notuð til að sannfæra þjóðina um að það sé efnahagslegt sjálfsmorð fyrir Pólland að halda áfram að niðurgreiða matvörur um sem svarar fimm milljörðum dollara á ári. Það er fimm sinnum hærri upphæð en árið 1970. I einu pólsku blaðanna i dag segir viðskiptafræðingur nokkur að í siðasta mánuði hafi bændur selt rikinu 4.100 lestum minna af svinakjöti en i sama mánuði árið 1975. Það sé vegna þess að rikið kaupi kjötið á of lágu verði og fóðurverð til bænda sé of hátt. Margir pólverjar velta þvi nú fyrir sér hvort þeir eigi eftir að lifa nýjan þátt I sósialiskri verð- lagningu, það er að segja að verð- lag fái að fljóta uppávið, en verði ekki fryst. Öryggis- eftirlitið t Montreal eru menn i æðis- legu kapphlaupi við timann. Það er reynt að ljúka við ólym- piuþorpið og iþróttaleikvang- inn, áður en leikarnir eiga að byrja. Eftir þvl sem nær dregur, vaxa áhyggjur yfirvalda af hugsanlegur skemmdarverk- um, og hefur öryggiseftirlitiö verið hert mjög. Nú fær enginn að fara inn I þorpið, öðruvisi en að gangast undir leit lögreglu- manna, sem einkum eru á varð- bergi gagnvart sprengiefni og vopnum. Myndin hér viö hliðina er tek- in af starfsfólki á leið inn I þorp- ið, en aðrir fá þar naumast að- göngu. Málmleitartækjum er beint að fólkinu og það verður að opna handtöskur sinar og nestismali. Nú eru aðeins gyðingar eftir Það eru nú aðeins um hundrað gyðingar, og á- höfn Air France vélar- innar, eftir i gislingu hjá flugræningjunum i Uganda. ísraelska stjórnin hefur fallist á að semja við ræningjana. í gær var um hundrað föngum sleppt út úr flugstöðvarbyggingunni i Kampala og ræningj- arnir gáfu þá ísrael nýj- an frest, fram á sunnu- dag. Fjörutiu af fimmtiu og þrem föngum sem ræningjarnir vilja fá lausa, eru i tsrael. Stjórnin þar hefur sagt að hún sé tilbúin að semja um að einhverjir þeirra verði látnir lausir. Gad Yacobi, ferðamálaráð- herra ísraels, sagði á fundi með fréttamönnum að það hefði verið mjög erfið ákvörðun að breyta út frá þeirri stefnu ísraels að semja ekki við hryðjuverkamenn. Ef vélin hefði verið i tsrael hefði það aldrei komið til greina, en þar sem hún væri þúsundir milna i burtu, gæti israelsher ekkert gert i málinu. Gislarnir sém sleppt var i gær segja að það hafi verið farið vel með þá. Þeir hafi fengið mat, drykk og læknishjálp og enginn hafi verið beittur ofbeldi. Ræningjarnir hafa að sögn komið miklu magni af sprengiefni fyrir i flugstöðvarbyggingunni og hóta að sprengja sjálfa sig og þá gisla sem eftir eru i loft upp, ef ekki verði gengið að kröfum þeirra. Auk fanganna i tsrael vilja ræningjarnir fá lausa fimm fanga i Kenya, sex i Vestur-Þýskalandi og einn frá hvoru, Sviss og Frakk- landi. Rikisstjórnir allra þessara landa eru i nánu sambandi. Stungið hefur verið upp á þvi að Sameinuðu þjóðirnar taki að sér samningaviðræður, vegna þess hve margar þjóðir eiga i hlut. Idi Amin, forseti Uganda, er i stöðugu sambandi við flugræn- ingjana og hefur verið milli- göngumaður I viðræðum við þá. Hann hefur hvatt israelsku stjórnina til að verða við kröfum þeirra.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.