Vísir


Vísir - 02.07.1976, Qupperneq 24

Vísir - 02.07.1976, Qupperneq 24
Flestir eru sammála um að gjaldeyrisskammturinn til ferðamanna sé orðinn allt VfSIR Föstudagur 2. júli 1976 „Fífl- dirfska að fara út á svona pall, — festingin eins og þegar hengd er mynd á vegg" — segir Hákon Þor- steinsson öryggis- skoðunarmaður Vegna slyssins er varö viO hús eitt viö Lindargötu I Reykjavlk I fyrradag er vinnupallur féll niöur meö tvo menn, leitaöi Vlsir til öryggiseftirlits rlkisins og spurö- ist fyrir hvaöa reglur giltu um frágang svona vinnupalla. Hákon Þorsteinsson hjá öryggiseftirlitinu sagöi að mjög ákveðnar reglur giltu um slíka uppsrtningu, og heföi þeim alls ekki verið fylgt i þessu tilviki. En oft kvaö hann fólk biöja um aö slikir pallar væru skoöaöir og gerö á þeim úttekt. „Þaö er hrein fifldirfska að fara út á svona pall, maöur heföi varla þoraö aö blása á hann eins og hann var” sagöi Hákon. Sagöi hann pallinn hafa veriö festan upp meö átta millimetra boltum sem festir væru I plasttappa. Fjórir metrar voru á milli hverr- ar festingar. „Þetta er svona eins og þegar maöur festir mynd á vegg”, sagöi Hákon. Maöurinn sem slasaöist mest var sjálfur verktaki, og bar þvi ábyrgðina á hvernig festingin var úr garöi gerö. _ah ' - !- 1 Vinnupallurinn, sem enn hangir utan á húsinu viö Lindargötu. Mynd: JA. Gjaldeyrisyfirvöld hafa nú tekiö fyrir aö Islenskar feröaskrifstof- ur selji feröamönnum feröir meö erlendum feröaskrifstofum sem kosta meir en 700 krónur danskar. t Visi I gær sagöi Björgvin Guðmundsson formaður gjaldeyris- nefndar aö þessar reglur geröu Islendingum ókleyft aö feröast meö erlendum feröaskrifstofum. Þessi ákvöröun gjaldeyrisyfirvalda hefur mikil áhrif á ýmsar ferðaskrifstofur og leitaöi Vlsir þvi til forráöamanna þeirra og innti þá álits á breytingunum. „Gjaldeyrisskammturinn ekki í samrœmi við veruleikann" „Núverandi gjald- eyrisskammtur er alls ekki i samræmi við veruleikann", sagði Kjartan Helgason hjá ferðaskrifstofunni Landsýn i samtali við Visi i gær. „Sannleikurinn er raunar sá aö feröaskrifstofurnar eru önn- ur atvinnugreininsem flytur inn meiri gjaldeyri en hún aflar. Hitt er sjávarútvegur.” Kjartan kvaöst fremur litiö vilja segja á þessu stigi um þær breytingar sem gjaldeyrisnefnd hefur gert. Það er aö ekki má lengur selja Islendingum feröir meö erlendum feröaskrifstof- um. ,,Viö hljótum auðvitað aö mótmæla því. En þessi mál eru öll á umræöustigi. Feröaskrif- stofurnar hafa óskaö eftir fundi meö gjaldeyrisnefhd I næstu viku, sagði Kjartan. „Ég veit aö öll þessi mál eru I endurskóöun og ég er bjartsýnn á að þetta leysist”. —EKG BAGALEGT ## — segir ferðaskrifstofa Zoega um aðgerðir gjaldeyrisyfirvalda „Þetta er bagalegt. Cooks er öruggt og gott félag og menn vilja fá feröir meö þvl”, sagöi Geir H Zoé'ga hjá ferðaskrif- stofu ZoCga um aögerðir gjald- eyrisnefnda. En þeir hafa lengi haft umboö fyrir bresku feröa- skrifstofuna Cooks. „Viö fengum bréf frá gjald- eyrisnefnd þar sem að sagði að viö gætum ekki haldið áfram aö selja feröir I gegn um Cooks. Síðan höfum viö ekki selt neinn miða I Cooks feröir. Þaö eru að vfsu ekki margir sem tóku þátt i þessum feröum, þvl viö höfum lagt mesta áherslu á aö búa til gjaldeyri. Viö erum elsta umboösskrif- stofa Cooks I heiminum”, sagöi Geir. „Þaö er leiöinlegt fyrir okkur aö þurfa að segja þeim aö það geti engir farþegar komiö héöan I feröir meö þeim.” Cooks feröaskrifstofan hefur milligöngu um komu farþega hingaö til lands á vegum feröa- skrifstofu Zoé'ga. Geir var spuröur hvort hugsanlegt væri aö þessar aögeröir gjaldeyrisyf- irvalda heföu áhrif á þær feröir. „Ég tel þaö af og frá”, sagöi hann. — EKG „ÞVINGAR ISLENDINGA TIL AÐ KAUPA DÝRAR FERÐIR' „Þaö er veriö aö þvinga Islendinga til þess aö kaupa dýrustu feröirnar”, sagöi Bryndls Torfadóttir skrifstofu- stjóri hjá SAS um nýjustu ráö- stafanirnar ,1 gjaldeyrismálun- um. Þar sem ekki má nú selja islenskum feröamönnum skipu- lagöar hópferðir meö erlend- um feröaskrifstofum. „Þaö eru leyföar yfirfærslur ef keyptur er venjulegur farseö- ill. Þetta þýöir að I þassar ferðir er notaöur fimm tÚ tlu sinnum meiri gjaldeyrir, en ef islenskar feröaskrifstofur seldu islendingum skipulagðar hóp- feröir meðerlendum feröaskrif- stofum. Þetta þýöir þvi aö veriö er aö þvinga fólk i dýrari feröir sem leiöir af sér aö þeir sem hafa peninga ferðast hinir ekki.” Bryndis sagöi aö enn sem komiö er hafi þessi nýjasta ráö- stöfun Igjaldeyrismálunum lltið aö segja fyrir SAS. SAS hefur ekki þann hátt á aö selja neitt i gegn um erlendar feröaskrif- stofur. Hins vegar sagði Bryndís aö ætlunin heföi veriö að SAS seldi feröir I gegn um dönsku feröaskrifstofuna Globetrotter, llkt og Útsýn gerir I gegn um Tjæreborg. „Þessi ráöstöfun kemur algjörlega I veg fyrir þaö”, sagöi Bryndis. —EKG Gjaldeyrisskammtur óbreyttur í 12 ór Gjaldeyrisskammtur til Is- lenskra feröamanna er sá sami nú og fyrir 12 árum. Dagpening- ar opinberra starfsmanna i feröum erlendis er nú 59$ fyrir amerikufara og 145 DM fyrir evrópufara en voru 30-45$ árið 1970. A helmingi þess timabils, sem ferðamannagjaldeyrir hefur staöiö i staö hafa þvi dagpen- ingagreiöslur til opinberra starfsmanna hækkaö mjög verulega eöa um nánast helming I sumum tilfellum. Þessi hækkun á dagpeningum er mjög eölileg og sennilega I réttu hlutfalli viö veröbreytingar á þessum tima. Viöræður standa nú yfir milli gjaldeyrisyfirvalda og feröa- skrifstofanna. Þær snúast um möguleika á einhvers konar rýmkun á gjaldeyrisreglum og þá einkum um hvort leyfa eigi sölu á kynnis- og skoöunarferö- um erlendis I Islenskum krón- um. Ólafur Jóhannesson, viö- skiptaráðherra tjáði Visi aö reglur um feröamannagjaldeyri væru I endurskoöun hjá viö- skiptaráöuneytinu. Einhver skriður virðist þvi vera aö kom- ast á þessi mál. — JOH. ..

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.