Vísir - 20.07.1976, Side 6

Vísir - 20.07.1976, Side 6
Þriftjudagur 20. júli 1976. VISIR Enga kommúnista! VonlHiÖ er, að iitlir grænir menn taki á móti bandarísku Vik- ing-flauginni, sem lendir á Mars I dag. bessi lending mun kosta banda- risku geimvisindastofnunina 185 milljarða króna, og er tilgangur hennar meðal annars sá að kippa i eitt skipti fyrir öll stoðunum undan marsbúasögum H.G. Wells og annarra vísindahöf- unda. Engu að siður eru geimvisinda- mennirnir ekki vonlausir um að finna lif af einhverju tagi á mars. Þeir telja liklegra að lif á Mars finnist i formi agna i ,,jarð”veg- inum en að plöntu- eða dýralif komi i ljós á yfirborðinu. s>umir visindamannanna eru þó nógu ævintýrasinnaðir til að vona, að fyrstu myndirnar sem Marsferjan sendir frá sér eftir lendinguna veröi af kaktusum eða trjárunnum. Einn visindamannanna, dr. Sagan, sem er meðal bjartsýn- ustu manna stofnunarinnar, telur að þótt reikistjarnan hafi öll verið mynduð úr fjarlægð sé ekki ó- hugsandi að dýr og jurtir komi i ljós, þegar nær kemur. — Það er ekkert sem afsannar að á Mars sé fjölskrúðugt dýralif, frá maurum upp i isbirni, sagði hann i viðtali. — Það eru þvert á móti ástæður til að halda, að stórar lifverur þrifist betur á Mars en þær smáu, sagði dr. Sagan. Starfsfélagar hans telja aftur á móti, að vatnsskortur og sterkir útfjólubláir geislar komi i veg fyrir lif á yfirborðinu. Myndir af sovéskum geimferjum? Vikingsferjan, sem lendir á Mars klukkan rúmlega tólf að'is lenskum tima er i það minnsta ni- unda ferjan, sem reynt er að lenda á reikistjörnunni. Hinar til- raunirnar hafa allar verið gerðar af sovétmönnum, svo ekki er loku fyrir það skotið að fyrstu myndir Vikingsins verði flök sovéskra Marsferja. Aðeins einu sinni hefur sovét- mönnum tekist að lenda mjúk- lega á Mars. Sú lending var i mars 1971. Ferjan sendi frá sér sjónvarpsmyndir i 20 minútur eft- ir lendinguna, en svo illa vildi til, að ekkert sást nema svartur sandstormur. Vikingsferjan átti i morgun að losa sig við geimfarið sem bar hana upp undir Mars og svifa nið- ur á yfirborðið með aðstoð fall- hlifar og eigin eldflaugar. Lendingin hafði upphaflega verið ráðgerð 4. júli á þjóðhá- tiðardegi Bandarikjanna, en hætta varð við það á siðustu stundu er i ljós kom að lendingar- staðurinn var óhentugur. Banda- riskir visindamenn vona, að lend- ingarstaðurinn sem ferjunni hef- ur nú verið valinn á norðurhveli stjörnunnar reynist jafn-sléttur og ljósmyndir gefa til kynna. Meðal verkefnanna, sem ferj- unni er gert að sinna er að teygja út einn arma sinna, grafa undir yfirborðið og taka þar sýnishorn. Sýnishorninu kemur ferjan siðan fyrir i sjálfvirkri rannsóknarstofu um borð, þar sem gengið verður úr skugga um hvort i þvi sé að finna lif á einhverju stigi. 5^« m .. m «r-; Vlkingsferjan, sem lenda átti á Mars kiukkan 12:12 aö islenskum tima eða klukkan rúmlega fjögur aö Marstlma eins og segir i tilkynningu bandarisku geimvisindastofnunarinnar. Greinilegt er að þarlendir visindamenn eru búnir að skipta reikistjörnunni I tlmabelti eins og þau sem tlðkast hér á jörðinni. Fremst á myndinni er þriggja metra armur, sem taka á sýnishorn undir yfirborði reikistjörnunnar. INNRÁS TIL MAI — þjóðsagan um grœnu marsbúana afsönnuð í dag? — hvítir málaliðar ráðnir, því minnihlutastjórn hvítra treystir svörtu hermönnunum ekki of vel Mjög erfitt er orðið fyrir stjórnina að manna her landsins sem skyldi. Nánast allir vopn- færir ungir menn af hvlta kyn- stofninum hafa verið kvaddir i herinn en svartir menn eru þó i meirihluta i hernum. Breska sjónvarpið BBC, sagði i gær, að 80% allra nýliöa i hern- um væru málaliðar frá Vestur- löndum. Málaliðarnir koma einkum frá Bretlandi og Bandarikjun- um en einnig frá Þýskalandi og Suður Afriku. Mannfall hefur orðið I bardög- um i Rhodeslu siðustu daga. Það sem af er árinu hafa 52 her- menn stjórnarinnar fallið i bar- dögum og 517 skæruliðar. Engar tölur eru til yfir fjölda óbreyttra borgara sem fallið hefur, en hún mun all-há og fer hækkandi. Flestir óbreyttra borgara sem fallið hafa eru annað hvort hvitir menn, sem skæruliðar hafa myrt, eða svartir menn, sem brotiö hafa reglur um útgöngubann i landa- mærahéruðunum við Mósam- bik. Frá upphafi átakanna i land- inu hafa 127 hermenn stjórnar- innar og 1130 skæruliðar fallið. Erlendir fréttamenn i Rhodesiu telja að upplýsingar frá stjórn- inni um mannfall séu áreiðan- legar. Hlutfallið milli fallinna hermanna og skæruliða hefur lækkað úr 1 á móti 12 i einn á móti fimm siöustu vikur. Erfitt hefur verið fyrir stjórn- ina að halda uppi snurðulausu Nánast allir vopnfærir hvitir Rhodeslumenn eru nú I hernum. Samt atvinnulifi, þar eð um 15.000 að eru svartir fleiri I her Rhodesiu. Stjórn landsins reynir nú að fá minnsta kosti af hvitum karl- hvita málaliöa erlendis frá og álitur þá sennilega tryggari sér en mönnum landsins eru i hernum. blökkumenn, sem hafa gengið á mála hjá stjórninni. Herinn á i vax- Hvitir ibúar Rhodesiu eru litið andi erfiðleikum með aö halda aftur af skæruliðum. eitt fleiri en islendingar. Mannfall í Rhódesíu Vestur-þýska stjórnin hefur lent i mikium erfiðleikum vegna þeirra ummæla, sem höfðeru eft- ir Helmut Schmidt kanslara landsins um, að Vesturlönd mundu ekki aöstoöa Italiu ef kommúnistar kæmust þar i stjórn. Bretar og frakkar hafa neitað að nokkur slik skilyrði hafi veriö rædd afleiðtogum Vesturlanda og italir hafa mótmælt harðlega. Þýska stjórnin segir, að rangt sé haft eftir kanslaranum, og ummæli hans séu slitin úr sam- hengi og þannig sé auðvelt að mistúlka þau. ítalskir stjórnmálamenn streða nú við að mynda rikisstjórn á ttallu og þurfa til þess velvild eða hlutleysi vinstriaflana I land- inu. Þess er skemmst aðminnast að Schmidt kanslari sagöi rétt fyrir þingkosningarnar á ítaliu, aö kristilegir demókratar ættu skilið að fá rassskell I kosningunum. Heima fyrir hefur Schmidt ver- iö gagnrýndur fyrir opinská um- mæli um vandamál annarra þjóöa. Talsmenn þýsku stjórnarinnar hafa tekið það skýrt fram, að stjórnin mundi harma aðild kommúnista að rikisstjórn á Itaiiu en neitað að hafa skipt sér af innanlandsmálum þar. Ford bandarikjaforseti sagði i gær að hann væri mótfallinn hug- myndinni um þátttöku kommún- ista i rikisstjórn á Itallu vegna þeirra áhrifa sem slikt hefði á Nato samstarfið. Búist er við aö þýska stjórnin fallist næstu daga á að endurnýja lán sitt til itala en það nemur sem svarar 370 milljörðum islenskra króna. Til skuldar þessarar stofnuðu italir árið 1974, og bjargaði hún þá lirunni frá falli. Þrœlahald hjá Sameinuðu þjóðunum Tvær systur frá Filippseyj- um hafa höfðað mál I New York gegn starfsmönnum Sameinuðu þjóðanna og sakað þá um þræiahald. Systurnar flytja málið fyrir hönd erlendra starfsstúlkna, sem þær segja að hafi verið fluttar inn sem ódýr húshjálp. Systurnar halda þvi fram að þeim hafi verið gert að vinna meira en 14 tima á dag, sjö daga i viku fyrir 30 til 40 þús- und á mánuði. Matar- kostnaður, fatakostnaður og önnur gjöld hafi verið dreginn af þeim launum. Onnur systranna hefur unnið á heimilum starfsmanna Sameinuðu þjóðanna i fimm ár og segirc hún að sér hafi verið meinað að nota sim- ann eða taka á móti simtölum eða tala við aðra en fjöl- skyldumeðlimi. Systurnar fara fram á 540 miiljarða króna i skaðabætur fyrir sina hönd og starfssystra sinna.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.