Vísir - 20.07.1976, Side 11

Vísir - 20.07.1976, Side 11
vism Þriðjudagur 20. júll 1976. VISIR A FERÐ UM LANDIÐ 15 I KELDUHVERFI „Verst þegar borðin fóru að hristast í skriftartímanum" Tún og mannvirki i Kelduhverfi i Norður- Þingeyjarsýslu eru viða illa farin eftir jarð- skjálftana sem þar urðu i vetur. Allt að tveggja metra breiðar sprungur Svéinn að kasta kúlu. Hann sagð- ist ekkert hafa orðiö hræddur i jarðskjálftunum. eru j jarðveginum, hús hafa skemmst, stöðu- vatn myndast, og köld vatnsból orðið að heitum laugum. Þannig mætti lengi telja, og þó eru e.t.v. ekki allar afleið- ingar jarðskjálftanna komnar i ljós ennþá. Visismenn voru á ferð i Kelduhverfi fyrir skömmu, og skoðuðu verksummerki og tóku fólk i sveitinni tali. Við komum fyrst við I simstöð- inni á Lindarbrekku, og þá hittist einmitt svo vel á, að Gunnar Indriðason var að ganga út með kunningjafólki sinu frá Bolungar- vik, og ætlaði að sýna þvl eitthvað af minjum frá jarðskjálftanum. Var það auðsótt mál að visismenn fengju að slást i hópinm Lindarbrekka er einn hinna svonefndu Keldunesbæja i Keldu- hverfi, en á þeim slóðum urðu skemmdir einna mestar i sveit- inni, og aðeins á Kópaskeri urðu jarðskjálftarnir harðari. Viða eru sprungur sjáanlegar, allt frá þvi að vera nokkurra sentimetra breiðar, upp i allt að tveggja metra breiðar gjár, sem sumar hverjar teygja sig marga tugi metra. Eru þær sums staðar á annan metra á dýpt, ýmist þurr- ar eða með vatni og gufu sem streymir upp úr þeim. Ein sprungan gekk undir hlöðu á ein- um Keldunesbæja, og eyðilagðist Aður hafði verið talið að heitt vatn fyndist i Kelduhverfi, en boranir báru þó ekki árangur þar fyrir nokkrum árum. Skammt fyrir norðan Keldu- nesbæi rákumst við á hóp krakka sem voru þar að iþróttaæfingum, og við nánari eftirgrennslan kom i ljós að þarna voru á ferð ung- menni úr Ungmennafélaginu Leifiheppna,oghöfðu fengið ísólf Gylfa Pálmason iþróttakennara til að leiðbeina sér. Raunar kvaðst ísólfur vera meðiþróttaæf ingar hjá ungmennafélögum i allri Norður-Þingeyjarsýslu. „Þetta er nú bara fyrsta æfingin hérna, en þátttakan og áhuginn sem þessir krakkar sýna lofar svo sannarlega góðu”, sagði tsólfur. Við spurðum krakkana hvort þeir hefðu ekki verið neitt hrædd i jarðskjálftunum, og fyrstur varð fyrir svörum Sveinn Jóhannesson frá Ardal. „Nehei, ég var ekkert hræddur. Við vorum i skólanum þegar þetta var, og þetta var bara gaman”. Þórarinn nokkur sagðist heldur ekki hafa verið neitt hræddur, en „það var bara verst þegar boröin fóru að hristast i skriftartimunum”, sagði hann. Eins og áður segir urðu all- miklar skemmdir i Kelduhverfi, eins og viöar á Norðausturlandi. Tjónabætur þær sem koma eiga i hlut þeirra kelduhverfinga eru þó ekki neinar svimandi háar upp- hæðir, þvi alls eiga að koma tvær milljónir til skiptannaáalla sveit- ina. Gunnar i Lindarbrekku kvaö menn vera nokkuð óánægða með þetta, og væru jafnvel uppi raddir um aö neita að taka við þessu fé i mótmælaskyni. —AH. Hér æfa krakkarnir langstökk undir leiösögn tsólfs Gylfa Pálma- sonar. Vatnsbólið sem breyttist I heita laug. J .,■***, „Þaö var verst þegar borðin fóru aö hristast”, sagði Þórarinn. það hey sem var inni. Enn hefur ekki verið gert við hlöðuna, og er þvi tjón bóndans tilfinnanlegt. Gunnar i Lindarbrekku sagöi að fólk hefði vanist þessum ó- sköpum furðu fljótt, og ekki verið um að ræða neina hræðslu meðal fólksins. Hins vegar kvað hann sér ekki grunlaust um að visis- menn þeir er hjá honum dvöldust um tima i vetur hefðu verið tals- vert smeykir. Skammt norðan Keldunesbæj- anna seigstórt landsvæði talsvert, og streymdi þar um vatn, og myndaðist þar á tiltölulega skömmum tima stórt stööuvatn sem enn er til, og ekkert útlit fyrir að hverfi aftur. Er það um tveir kilómetrar á lengd, og allt upp i einn km á breidd. Var þar áöur sandur sem Landgræðsla rikisins hafði að mestu grætt upp. Ekki er enn búið að gefa vatninu nafn, en vafalaust verður að finna þvi eitt- hvert heiti ef það ekki hverfur von bráðar. Við einn Keldunesbæjanna var fyrir landskjálftana kalt vatns- ból, það kaldasta i hverfinu. 1 skjálftunum brá hins vegar svo við, að vatnið fór að hitna, og er nú um 40 stiga heitt. Er þetta vatnsból nú oröinn vin- sæll baðstaður krakkanna i ná- grenninu, en leita veröur annaö eftir neysluvatni. Ein sprungan i túninu á Keldunesbæjum. Þarna hafa greinilega orðið gifurleg átök i jaröskjálftunum í vetur. Myndir Loftur. MÁL: ANDERS HANSEN MYNDIR: LOFTUR ÁSGEIRSSON

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.