Vísir - 20.07.1976, Blaðsíða 13
Útvarp í kvðld kl. 23,
Danskt
Bonna Sönderberg er óperu-
söngkona við sama leikhús og
Lone Hertz. Hún hefur sungið
ótalmörg óperuhlutverk, m.a.
Carmen eftir Bizet. Hún hefur
hlotið margs konar styrki og
verðlaun fyrir söng sinn.
skemmtikvold
Frændur okkar danir munu i
kvöld skemmta okkur með tali
og tónum i þættinum ,,A hljóð-
bergi”.
Listakonurnar Lone Hertz og
Bonna Sönderberg tala saman i
Ijóði og lagi um samband sitt við
áhorfendur og hlustendur, um
lifið og listina og það ,,að vera
til”.
Undirleik annast Torben
Petersen sem er þekktur pianó-
leikari og tónskáld og starfar
við Konunglega leikhúsið i
Kaupmannahöfn.
Þáttur þessi sem er i umsjá
Björn Th. Björnssonar var áður
fluttur á listahátið 1974.
—SE
Lone Hertz er leikkona við
Konunglega leikhúsið i Kaup-
mannahöfn. Hún hefur leikið
fjölmörg hlutverk, til dæmis
Nóru i Brúðuheimili Ibsens.
Einnig hefur hún leikið i kvik-
myndum og fengið mörg verð-
laun fyrir leik sinn Þessi mynd
er af leikkonunni með syni
sinum.
Ný TILGATA um
fund Ameríku
„Sumarið ’76” nefnist þáttur
sem i kvöld hefur göngu sina.
Ætlunin er að þáttur þessi verði á
dagskrá útvarpsins á hálfs-
mánaðar fresti i sumar.
1 þáttum þessum verðbr fjallað
um blandað efni i léttum dúr og
þá gjarnan reynt að taka til með-
ferðar það efni sem er ofarlega i
húgum manna hverju sinni.
I þessum fyrsta þætti verður, i
framhaldi af siglingu skinnbáts-
ins Brendans til Reykjavikur og
för vikinganna til Ameriku, sagt
frá nýrri tilgátu um fund
Ameriku.
Samkvæmt þessari tilgátu er
gert ráð fyrir að sjómenn hafi
fundið Ameriku á undan Kolum-
busi og ku þessi tilgáta byggjast
að einhverju leyti á drykkjusiðum
islendinga á fimmtándu öld.
Komið er við i stúdiói i London
og fylgst með upptöku Islenskrar
hljómplötu.
Þá er sagt frá manni sem hefur
það að atvinnu i fjörutiu stiga
hita að selja islenskar lopapeys-
ur, sem hlýtur að vera gróðalitill
atvinnuvegur.
Stjórnandi þáttarins er Jón
Björgvinsson og mun hann i
framtiðinni reyna að fá aðra
menn með sér til að sjá um þátt-
inn.
—SE
islenskar lopapeysur sjást nú æ
oftar á erlendum herðum. i þætt-
inum „Sumarið ’76” verður
meðal annars rætt um vinsældir
islensku lopapcysunnar i Eng-
landi.
Útvarp í kvöld kl. 21,
Rœtt um fjármál raforkuiðnaðarins
Annar þáttur Páls Heiðars
Jónssonar um orkumálin verður
á dagskrá útvarpsins i kvöld.
Að sögn stjórnanda þáttarins
verður fjallað um fjármál
raforkuiðnaðarins i heild og
fjármál einstakra orkufyrir-
tækja.
Rætt verður um þau vanda-
mál sem við er að striða i orku-
iðnaðinum, svo sem um
greiðslubyrði, þróun á raforku-
verði og fleira.
Þá verður i þættinum fjallað
um spurninguna, hvort sama
raforkuverð eigi að gilda á öllu
landinu.
Meðal þeirra sem rætt verður
við er dr. Gunnar Thoroddsen
iðnaðarmálaráðherra og dr.
Jóhannes Nordal seðlabanka-
stjóri.
Þátturinn hefst klukkan niu
og stendur i eina klukkustund.
—SE
Meðal þeirra sem Páll Heiöar
ræðir við i kvöld cru dr. Gunnar
Thoroddsen iönaöarmálaráð-
herra og dr. Jóhannes Nordal
seðlabankastjóri.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Veðurfregnir og fréttir.
Frá óly mpiuleikunum i
Montreal: Jón Ásgeirsson
segir frá. Tilkynningar.
13.00 Við vinnuna: Tónleikar.
14.30 Miðdegissagan: „Römm
er sú taug” eftir Sterling
North Þórir Friðgeirsson
þýddi. Knútur R. Magnús-
son les (8).
15.00 Miðdegistónleikar
Ronald Smith leikur
Konsert fyrir einleikspianó
eftir Charles? Valentin
Alkan. Byron Janis og
Sinfóniuhljómsveitin i
Chicago leika „Dauða-
dans”, tónverk fyrir piano
og hljómsveit eftir Liszt,
Fritz Reiner stjórnar.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veðurfregnir)
16.20 Popphorn.
17.30 Sagan: „Ljónið nornin og
skápurinn” eftir C.S. Lewis
Kristin Thorlacius þýddi.
Rögnvaldur Finnbogason
les (6).
18.00 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki.
19.35 Sumarið ’76 Jón Björg-
vinsson sér um þáttinn.
20.00 Lög unga fólksins Ásta
R. Jóhannesdóttir kynnir.
21.00 Þrjátiu þúsund milljón-
ir? Orkumálin — ástandið,
skipulagið og framtiðar-
steínan. Annar þáttur.
Umsjón: Páll Heiðar Jóns-
son.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag-
an: „Litli dýrlingurinn” eft-
ir Georges Simenon
Asmundur Jónsson þýddi.
Kristinn Reyr les (13).
22.40 Harmonikulög Viola
Turpeinen og félagár leika.
23.00 A hljóðbergi „Ura ástina
og lifið” danskt kvöld á
listahátið 1974: Upplestur,
söngur og samtöl. Flytjend-
ur: Lone Hertz, Bonna
Sönderberg og Torben
Petersen.
23.40 Fréttir. Dagskrárlok.
Lofsverður
útvarpsþótlur
Sigurður Einarsson skrifar:
„Alltof oft hefur dagskrá
Rikisútvarpsins verið með þeim
hætti að skrifa mætti langa
skammapistla þar að lútandi.
Hafa raunar margir orðið til
þess, og er ekki nema gott eitt
um það að segja að hlustendur
séu vakandi fyrir svo öflugum
fjölmiðli sem Rikisútvarpið er.
En ekki má heldur láta undir
höfuð leggjast að hrósa Útvarp-
inu ef vel er gert, en nú er ein-
mitt nýhafinn útvarpsþáttur
sem er ákaflega skemmtilegur
áheyrnar, auk þess að vera
fræðandi. Þarna á ég við þátt
Hannesar Gissurarsonar, Orða-
belg. Þar er á hispurslausan og
opinskáan hátt fjallaö um ýmis
mál liðandi stundar. og auk þess
að flytja þáttinn þannig að til
fyrirmyndar er, þá hefur
stjórnandi einnig fengið til liðs
við sig menn sem kunna skil á
þvi efni sem um er rætt i það
það og það skiptið. Þættirnir um
rússneska Nóbels-skáldið
Alexander Solzhenytsin voru til
að mynda hreint frábærir.
Vonandi er aö framhald verði
á þessum þáttum Hannesar i
framtiðinni, enda er rödd hans
næstum eins og rödd hrópand-
ans i eyðimörkinni. þeirri eyöi-
mörk sem slepjulegur vinstri
menningar-lýður hefur ráfað
um mörg undanfarin ár '.
Þú neyðist til að fá þér vinnu. Kalli. Ég er hrædd um
að það sé engin framtið i þessu!