Vísir - 22.07.1976, Síða 1

Vísir - 22.07.1976, Síða 1
hús þar sem hann dvelur i góöu yfirlæti. „Þetta var ógurlega sárt, en i dag á ég gullpening og nú liður mér strax miklu betur”, sagöi kappinn þegar fréttamenn ræddu viö hann á sjukrahúsinu. Læknir- inn sem skoöaði hann eftir keppn- ina sagði: „Hann hlýtur að hafa liðið miklar kvalir, og hvernig honum tókst að koma niður úr hringjunum og lenda án þess að reka upp sársaukaóp er mér óskiljanlegt — þvílikur maður”. Einn af öðrum hafa félagar Fugimoto heimsótt hann á sjukrahúsið til að votta honum virðingu sina — og til að sjá gull- peninginn sem hann hampar. Og ánægjan skin úr andliti hins harða japana. gk—. Sá sein sá um að innsigla sigur japana yfir sovétmönnum i fimlcikakcppni karla heitir Shun Fugimoto og er harður karl. Hann átti stórglæsilega æfingu i liringj- unum i lok keppnmnar, og fékk 9.75 i einkunn. En það vissi enginn, nema e.t.v. hann sjálfur, að þegar hann framkvæmdi þessa erfiðu æfingu var hnébein hans brotið. Ekki var hægt að merkjá það á honum að hann liði neinar kvalir þegar hann gekk að hringjunum, eða á meðan hann framkvæmdi æfingu sina. En strax að henni lokinni og hann var búinn að stökkva niður og ljúka æfingu sinni gaf hann sársaukanum lausan tauminn og lagðist á gólfið. Hann var strax borinn i burtu og fluttur á sjúkra- Japaninn keppti fótbrotinn metið féll í gœr — þó bœtti Þórunn Alfreðsdóttir eigið met í 100 m flugsundi — Vilborg og Sigurður keppo í dag ,,Ég held að það sé varla hægt að búast við meiru af krökkunum. Þeir cru þegar búnir að setja tslandsmetlfimm greinum af sex — og eiga góða möguleika á að setja þrjú met til viðbótar i þeim greinum sem eftir eru, sagði Torfi Tómasson, formaður Sund- sambands islands, þegar við höfðum samband við hann i Montreal i morgun. „Þórunn Alfreðsdóttir var eini islendingurinn sem keppti i gær — og hún lét sitt ekki eftir liggja — setti islandsmet i 100 m flugsund- inu og synti á 1:09.63 minútum. Eldra metið, átti Þórunn sjálf og var það 1:09.80 mlnútur. Keppendur i 100 m flugsundinu voru 41 — og varð Þórunn i 37. sæti. Það hafa orðið gifurlegar fram- farir i sundinu, sérstaklega hjá bandarikjamönnum og austur- þjóðverjum sem hafa algjörlega einokað þessar greinar. Það var fyrst í gær að þessar þjóöir unnu ekki öll gullverðlaunin,-en þá skipuðu sovésku stúlkurnar þrjú fyrstu sætin i 200 m baksundinu. Þau Vilborg Sverrisdóttir og Sigurður Ólafsson eiga að keppa i dag, Vilborg i 200 m skriðsundi sem er hennar bésta grein og Sigurður i 400 m skriðsundi — og auðvitað vonumst við eftir tveim Islandsmetum til viðbótar. Sfðasta sundgreinin er svo á morgun, en þá keppir Sigurður i 100 m skriðsundi. Torfi sagði að keppnin á Ólympiuleikunum hefði verið virkilega skemmtileg til þessa og þó að mörg lönd hefðu hætt við að vera með, hefði ekki verið hægt að merkja það á keppninni til þessa. En það yrði kannski meira áberandi þegar frjálsiþrótta- keppnin hæfist. Torfi sagði ennfremur, að öryggisráðstafanirnar væru með ólikindum — og væri varla hægt að snúa sér við fyrir öryggis- vörðum og hermönnum. _bb Bayi fer ekki til Svíþjóðar Heimsmethafinn i 1500 metra hlaupi karla, tansaniumaðurinn Filbert Bayi fær ekki að taka þátt i miklu frjálsiþróttamóti sem á aö fara fram I Sviþjóð 1 uæsta mánuði. Ástæðan er sú að á mótinu verða nokkrir þátttak- endur frá N-Sjálandi, svo sjá má aö mótmæli gegn n-sjálend- ingum eiga ekki einungis við um Ólympiuleikana. Tansaniumenn voru ein fyrsta þjóðin sem dró sig til baka frá Moutreal i mótmælaskyni við að N-Sjáland fær að vera með þar. Ástæðan er sú að n-sjálenskt rugby lið fór i keppnisferð til S- Afriku fyrir stuttu. Einvigi Fil- bert Bayi og n-sjálendingsins Walker i Montreal var beðið með mikilli eftirvæntingu, en aö sjálfsögðu verður ekkert úr þvi. gk Ættum að komast # i 8-manna úrslit! Þórunn Alfreðsdóttir hefur nú lokið keppni á Ólympfuleikunum. Hún keppti i 100 og 200 metra flugsundi og setti tslandsmet i báðum greinunum þótt ekki nægði það til að verða framarlega i hinni hörðu sund- keppni. Ljósmynd Einar. Fimmta íslands- — sagði Gísli Þorsteinsson sem keppir í léttþungavigtinni ó þriðjudaginn Ekki hafa komið fullkomlegar upplýsingar um skiptingu verð- launanna á Ólympiuleikunum i Montreal eftir keppnina I gær, en þannig var staðan þegar keppnisdagurinn var hálfnaður. G s B Bandarikin 8 7 3 A-Þýskaland 6 4 4 Sovétrikin 4 2 3 V-Þýskaland 1 1 1 Búlgaria 1 1 0 Rúmenia 1 1 0 Japan 1 0 2 Pólland 0 2 0 Ungverjaland 0 1 0 Belgia 0 1 0 Bretland 0 1 0 Kanada 0 0 2 Danmörk 0 0 1 Ástralía 0 0 1 Austurriki 0 0 1 íran 0 0 1 ttalia 0 0 1 Holland 0 0 1 „Við höfum æft tvisvar á dag við aðstæður eins og þær gerast bestar,” sagöi Gisli Þorsteins- son, annar tveggja íslensku júdómannanna sem eru fulltrú- ar islands á Ólympiuleikunum i Montreal I viðtali við Visi morgun. En GIsli sem keppir i létt- þun avigt verður fyrsti fs- lendingurinn sem keppir I judó á Ólympiuleikum. „Það rikir töluverð bjartsýni i herbúðum okkar — og við telj- um allgóða möguleika á að komast langt i keppninni, þvi aö við vorum mjög heppnir þegar dregið var I fyrradag. Ég mæti bandarikjmanni, en V____ Viðar spánverja og erum við þegar búnir að afla pkkur ýmissa upplýsinga um þessa menn. Bandaríkjamaöurinn er léttasti keppandinn i léttþunga- vigtinni 84 kíló og er aðeins 1.79 m á hæð. Ég er aftur 1.83 og 93 kíló — og á þessi munur á okkur að vera mér I hag. Hann er hins- vegar mjög sterkur og getur þvi verið hættulegur, sérstaklega þar sem hann er örvhentur.” Gisli sagði að Viöar ætti lika talsverða möguleika á að vinna sinn andstæðing. Spánverjinn sem Viðar ætti að keppa við væri 30 ára og búinn að taka þátt I mörgum mótum, en aldrei náð langt. Hann væri hinsvegar margreyndur keppnismaður sem hefði reynsluna með sér. „Ef mér tekst að sigra banda- rikjamanninn, þá mæti ég annaðhvort glímumanni frá Porto Rico eða Sviss. Eftir þeim upplýsingum sem við höfum þá eru þeir ekki mjög hættulegir — og ef ég sigra einnig i annarri umferð, þá er ég kominn i 8- manna úrslit. Viðar á lika mikla möguleika á að komast i 8- manna úrslit, þvi að ef hann sigrar spánverjann fær hann frekar léttan andstæðing i annarri umferð — eftir þeim upplýsingum sem við höfum.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.