Vísir - 22.07.1976, Page 2
)
Rúmenska stúlkan
er ústöðvandi!
— Hún hlaut einkunnina 10 í tveim greinum fimleikanna
í gœr - og er óumdeilanlega drottning Olympíuleikanna
Hin 14 ára gamla fimleika-
stúlka frá Rúmeniu, Nadia
Comaneci, er „drottning”
Óiympiuieikanna I Montreal, á
þvi leikur enginn vafi. Þegar átt-
þraut kvenna lauk þar i gærkveldi
„átti” sú litla hina 18 þúsund
áhorfendur, sem fengu aö sjá
hana gera tvær fulikomnar
æfingar sem gáfu henni 10 i
einkunn. Þar meö hefur hún 5
sinnum fengiö þá umsögn dómara
aö æfingar hennar hafi veriö full-
komnar — en fyrir þessa ieika
hafði slikt aldrei gerst áöur i sögu
ólympiuleikanna.
t gærkveldi kepptu fimleika-
stúlkurnar i frjálsum æfingum,
en áður hafði keppninni I skyldu-
æfingum lokið. Sú sem hlýtur
hæstu samanlagða tölu úr öllum
þessum æfingum, sigrar I átt-
þraut.
Fyrsta æfingin i gærkveldi var
á hesti, sem er lélegasta grein
Nadiu Comaneci. En hún byrjaði
mjög vel. — Það var siðan i
annarri greininni, æfingu á svifrá
sem áhorfendur gerðu sér grein
fyrir þvi að mikill viðburður var
að eiga sér stað. Sú litla sýndi
ótrúlega hæfni og æfingar hennar
voru dæmdar fullkomnar af
dómurum keppninnar. — Áhorf-
endur voru fyrst sem felmtri
slegnir, en siðan voru fagnaðar-
lætin þannig að þakið ætlaði bók-
staflega af húsinu.
Sigurvegarinn frá Munchen,
Ludmila Turishcheva fékk góða
einkunn á svifránni i sinni fyrstu
grein, fékk 9.80 og Olga Korbut
virtist vera með mjög góða
æfingu á jafnvægisslánni. Áhorf-
endur biðu spenntir eftir einkunn
hennar, og þegar upp kom 9.50
trylltist allt i mótmæla öskrum.
Olga virtist mjög miður sin, og
þjálfari hennar, Larissa
Latynina, mótmælti kröftuglega
við dómarana — án árangurs að
sjálfsögðu.
1 þriðju æfingu sinni átti Nadia
að gera æfingar á jafnvægis-
slánni, en áður kom önnur stór
„sprengja”, Nelli Kim gerði frá-
bærar æfingar á hesti og fékk 10 i
einkunn, i fyrsta skipti sem
sovésk stúlka fær þá einkunn. Og
Nadiu virtist brugðið. Myndu
taugar hinnar ungu stúlku þola
álagið? Næst kom Ludmila á
jafnvægisslánni og fékk einkunn-
ina 9.85, og nú var komið aö
Nadiu.
Hún gekk öruggum skrefum að
jafnvægisslánni og ekki var hægt
að merkja taugaóstyrk á hinni 14
ára stúlku. Hún sigldi i gegn um
æfingu sina af fullkomnu öryggi,
og Ludmila sá að hún hafði hitt
fyrir ofjarl sinn. Siðan kom úr-
skurður dómara: Aftur einkunnin
10.
Nadia gat slakað á i siðustu
æfingunni, sem var gólfæfing, en
hún heillaði áhorfendur einnig
þar þegar hún þeyttist um gólfiö,
og lagið sem hún „dansaði” eftir
var, Yes, sir, that’s my baby.
Nadia hlaut 79.275 stig, Nelli
Kim 78.675 og Ludmila
Turishcheva 78.625 stig.
Olga Korbut hafnaði i 5. sæti og
lét i Ijós vonbrigði sin með þvi að
yfirgefa keppnisstaðinn áöur en
keppni lauk. Hún var óblið á svip-
inn og gaut grimmdaraugum til
áhorfenda sem höfðu stutt Nadiu
svo dyggilega. — En svona er lifiö
hjá fþróttafólkinu. Korbut, sem
spilaði á tilfinningar fólksins i
Munchen, þoldi greinilega ekki
velgengni Nadiu litlu sem er aö-
eins 1.53 m á hæð og vegur um 40
kiló. — gk-.
Undankeppnin i 100 metra flug-
sundi kvenna fór fram i gær, en
keppt veröur tii úrsiita i sundinu
seint i kvöid. f undanrásunum
náöi Korneiia Ender bestum
tima. Hún synti á nýju ólympiu-
meti: 1.01.03. Andrea Poliac A-
Þýskalandi synti á 1.01.39. Aörar
sem taka þátt í úrsiitasundinu i
kvöld eru Wendy Quirk Kanada,
Wendy Boglioli USA, Camilla
Wright USA, Rosmarie Gabrieii
A-Þýskaiandi, Lelei Fonoimoana
USA og Tamara Shelofastova
Sovétrikjunum. —gk.
Montreal í dag
Dagskrá Ólympiuleikanna i Montreal i dag, 22. júli:
SUND: ki. 13.30 — 100 metra bringusund kvenna, 400 metra
skriösund karla, 200 metra skriösund kvenna, 4x100 metra
fjórsund karla (allt undanrásir). Kl. 23.00 — 100 metra bringu-
sund kvenna (undanúrslit), 400 metra skriðsund karia (úrslit),
100 metra flugsund kvenna (úrslit), 200 metra skriösund
kvenna (úrslit), 4x100 metra fjórsund karia (úrslit).
DÝFINGAR: ki. 23.00 — Karlar af þriggja metra palli (úrslit).
SUNDKNATTLEIKUR: kl. 13.30 — þrir leikir.
KÖRFUKNATTLEIKUR: kl. 13.00 — Búlgaria—Sovét (konur),
kl. 15.00 — Tékkóslóvakia—Puerto Rico (karlar), Japan —
Tékkóslóvakia (konur), kl. 20.00 — ttalía—Júgóslavia (karl-
ar) kl. 23.00 — USA—Kanada (konur).
HNEFALEIKAR: kl. 17.00 og 23.00 — önnur umferö I Iéttari
flokkum.
KNATTSPVRNA: kl. 19.00 Spánn — A-Þýskaland, ki. 01.00 tran
— Pólland.
HANDKNATTLEIKUR: kl. 21.30 — Sovét — Rúmenia (konur),
A-Þýskaiand—Japan (konur), Ungverjaland — Kanada (kon-
ur), kl. 23.00 — Júgóslavia — Sovét, V-Þýskaland — Kanada,
Danmörk — Japan. kl. 00.30 — Ungverjaland — USA, Pólland
— Tékkóslóvakia, R'úmenia — Túnis.
FIMLEIKAR: ki. 23.30 — Einstaklingskeppni kvenna (úrslit).
LYFTINGAR: kl. 18.30 og 23.00 — Millivigt.
Auk þess veröur keppt I skylmingum, hjólreiöum, hnefaleik-
um, róöri, sundknattleik, landhokky, skotfimi, hestamennsku,
Gömul drottning og ný. Tii vinstri er hin fræga sovéska fimieikakona
Ludmila Turischeva sem var sigurvegari á Ólympiuleikunum I Munch-
en, en sú til vinstri er Nadia Comaneci sem á hug og hjörtu allra sem
hafa séö hana i Montreal, en þar hefur hún fimm sinnum hlotiö
einkunnina 10 fyrir æfingar sinar.
Sovéski fimleika maöurinn Nikolai Andrianov sigraöi I tylftarþraut í fimleikakeppninni I Montreal og skaut þar aftur fyrir sig sigur-
vegaranum frá I Munchen, japananum Kato. Hér sést Nikolai i hringjunum.
Harka að
fœrast í
fótboltann
Þaö var heilmikill flautukon-
sert hjá italska dómaranum
Michelotti sem dæmdi leik Mexi-
kó og israels i knattspyrnu I gær-
kvöldi. Hann var flautandi i tima
og ótima, og þrivegis sendi hann
leikmenn af veili, tvo israels-
menn og einn mexikana. Mexiko
náöi forustu á 20 minútu meö
marki Victors Rangel, og minútu
fyrir hálfleik bætti hann ööru
marki viö.
En þegar 9 minútur voru liðnar
af siðari hálfleik hzfði tsrael
jafnað. Fyrstskoraði YaronOz og
siðan jafnaði Itzhak Shum úr
vitaspyrnu. Þá færðist mikil
harka i leikinn og þrir leikmenn
voru sendir i bað, en fleiri urðu
mörkin ekki.
Frakkar unnu auðveldan sigur
gegn Guatemala þegar þeir
sigruðu með 4 mörkum gegn einU,
og eru frakkar nú öruggir um að
komast i 8 liða úrslitin.
Það ættu n-kóreumenn einnig
að vera, þvi að i gærkvöldi unnu
lút ú heimsmetunum
Loks kom aö þvi! Einveidi
bandariskra og a-þýskra sund-
fólksins var loks rofiö i gærkvöldi.
Þrjár sovéskar sundkonur geröu
sér litið fyrir og hirtu öll verö-
launin i 200 metra bringusundi,
voru á undan þremur a-þýskum
sundkonum og tveim breskum.
Sigurvegari i sundinu varö 16
ára gömul stúlka, Marina Kos-
hevaia sem hafðisett ólympfumet
i undanúrslitunum. Þá syn'ti hún
á 2.35.14 minútum, en i sjálfu úr-
slitasundinu synti hún á nýju
heimsmeti, 2.33.35 minútum.
Gamla heimsmetið átti Karla
Linke.Það var sett i Austurriki á
s.l. ári og var eina heimsmetið
sem stóöst átökin á a-þýska
meistaramótinu á dögunum. —
Marina Iurchenia frá Sovétr. var
önnur á 2.36.08 og þriðja sovéska
stúlkan synti á 2.36.22 mlnútum
en það var Liubov Rusanova.
Siðan komu þrjár a-þýskar i
röð, þar á meðal Karla Linke,
íyrrum heimsmethafinn sem lét
sér nægja að synda á 2.36.97
minútum,eðalangt frá metisinu.
En i 100 metra baksundinu réð
enginn við a-þýsku stúlkurnar.
Þær röðuðu sér i tvö efstu sætin, á
undan þremur kanadiskum stúlk-
um. Ólympiumeistari varð Ulrike
Richter á 1.01.83 minútum sem er
nýtt ólympiumet, en heimsmet
hennar sem er 1.01.51 minúta
stóðst átökin að þessu sinni.
Annars varð röð stúlknanna i úr-
slitasundinu þessi:
1. Ulrika Richter
A-Þýskal. 1.01.83
2. Birgit Treiber A-Þýskal. 1.03.41
3. Nancy GarapickKanada 1.03.71
4. Wendy Hogg Kanada 1.03.93
5. CerylGibs-on Kanada 1.05.15
6. Nadejda Stavko Sovét. 1.05.19
7. AntjeStilleA-Þýskal. 1.05.30
8. Diane Edelijn Hollandi 1.05.53
Bandariska sveitin sem sigraöi
i 4x200 metra skriðsundi I nótt,
setti tvivegis heimsmet i þvi
sundi i gær. Fyrst synti sveitin á
nýju heimsmeti i undanrásum
þegar hún fékk timann 7.30.33.
Það met stóð þó ekki lengi, þvi að
iúrslitasundinusem sveitin hafði
Ástralía vann í
framlengingu!
- en allt stefnir að úrslitaleik milli USA og Sovét í körfuboltanum
Ástralir sigruðu Mexikó i
framlengdum æsispennandi leik
i körfuboltanum i gær, með 120
stigum gegn 117.
Þetta var annað tap Mexikó
og kemur i veg fyrir að þeir
vinni til verðlauna i körfuknatt-
leikskeppninni. Stjarna ástral-
iumanna i gær var Edward
Palubinskas sem skoraði hvorki
meira eða minna en 48 stig, þar
af þýðingarmiklar körfur i
framlengingunni.
Astralia hafði yfirleitt frum-
kvæðið i fyrrihálfleik, og staðan
að honum loknum var 58:57.
Fljótlega i siðari hálfleik náði
Mexikó forystunni og stuttu fyr-
ir leikslok höfðu þeir 11 stiga
forskot. En stórleikur Palub-
inskas sem nú er stigahæstur
allra i keppninni tryggði Astra
liu jafnteflið og framlengingu.
Palubinskas átti stórleik bæði i
vörn og sókn. Hann var besti
maður liðsins i vörninni og hitti
bæði af stuttu og löngu færi i
sókninni þegar hann reyndi það.
Stigahæsti leikmaður i liði
Mexikó i gærkvöldi var Artoru
Guerrero með 40 stig.
Síðan léku bandarikjamenn
gegn júgóslövum, en bæði þessi
lið voru ósigruð þegar hér var
komið sögu. Júgóslavarnir
tóku fljótlega forystuna i leikn-
um og leiddu I hálfleik með
55:51. En i siðari hálfleik náðu
bandarikjamenn að útfæra vel
hraðaupphlaup sin, og eftir það
var ekki um neina keppni að
ræða. Lokatölur 112:93. Stiga-
hæstir voru Adrian Dantley og
Scott May með 26 stig hvor, en
hjá júgóslövum Drazen og
Mirza með 20 stig hvor.
ttalir unnu tékka með 79 stig-
um gegn 69, og Japan van Kúbu
með 97:56, og i siðasta leiknum i
gærkvöldi sigruðu sovétmenn
Kanada meðl05stigum gegn 85.
Þar með fóru vonir kanada-
manna um verðlaun i körfubolt-
anum.en liðið hefur komið mjög
á óvart. Sovétmenn og banda-
rikjamenn hafa nú örugga for-
ystu i riðlakeppninni, en staðan
er þannig:
A tiðill:
Sovét 330 321:239 6
Kanada 3 2 1 273:263 5
Kúba 3 2 1 287:229 5
Mexico 3 1 2 302:330 4
Astralia 3 1 2 286:321 4
Japan 3 0 3 222:309 3
B riðill:
USA 3 3 0 313:273 6
Júgóslavia 3 2 1 276:256 5
Italía 3 2 1 167:175 5
PuertoR. 3 1 2 157:179 4
Tékkósl. 3 1 2 253:242 4
gk~.
algjöra yfirburði i synti hún á
7.23.22 Svo rösklega var tekiö á i
úrslitunum. Þeir sem syntu fyrir
Bandarikin voru: Mike Bruner,
Bruce Furniss, John Naber og
Jim Montgomery. Röð næstu
sveita var þessi:
2. Sovét. 7.27.97
3. Bretland 7.32.11
4. A-Þýskal. 7.38.92
5. Holland 7.42.56
6. Svlþjóð 7.42.84
7. Italia 7.43.39
8. V-Þýskal. var dæmt úr leik, en
siðan var sú ákvörðun dregin til
baka og sveitin fékk þvi 4. sætið á
eftir þeirri bresku, enda timi
sveitarinnar 7.32.27.
Nú hefur verið keppt I 7 karla-
greinum, og hafa bandarikja-
menn unnið öll gullverðlaunin i
þeim. Siðasta sundið sem fór
fram i nótt var 100 metra flug-
sund, og þar sigraði Matt Vogel á
54.35 sek. Þar kom loks að þvi' að
heimsmet stóðst átökin, met
Mark Spitz sem hann setti i
Munchen 1972, 54.27 — er eina
metið sem hann á eftir. Næstir i
röðinni á eftir hinum krúnu-
rakaða Vogel voru:
2. JoeBottom USA 54.50
3. Gary Hall USA 54.65
4. Roger Pyttel A-Þýsk. 55.00
5. Roland Mathes A-Þýsk.55.11
6. Clay Evans Kanada 55.81
7. Hideaki Hara Japan 56.34
8. NeilRogers Ástral. 56.57
Þjálfari bandarisku sundmann-
annahefur lýst þvi yfir að Banda-
Neitaði að
fara heim!
Einn egypti er enn meðal ann-
arra iþróttamanna i Montreal,
þótt egypska óiympiuliðið hafi
farið heim i mótmælaskyni við
þátttöku N-Sjálands i leikunum.
Þetta er þó ekki keppandi, held
ur dómari i hnefaleikum, S.N.
Maghraby að nafni. Hann var
mjögóánægður með þá ákvöröun
aö kalla egypska líðið hcim, og
sagðist ekki fara fet fyrr en að
leikunum loknum!
gk—.
rikin muni vinna öll verðlaunin i
karlagreinunum. — Keppt hefur
verið i 8 kvennasundgreinum og
þar hefur A-Þýskaland unnið öll
gullverðlaunin nema ein sem fóru
til Sovétrikjanna. gk—.
þeir Kanada með þremur mörk-
um gegn einu, eftir að hafa haft
yfir 1:0 i hálfleik. En staðan i
riðlakeppninni á eftir að skýrast
nokkuð, en er þannig i dag:
A riðill:
Brazilia 2 1 1 0 2:1 3
A-Þýskaland 1 0 1 0 0:0 1
Spánn 1 0 0 1 1:2 0
B riöill:
Frakkland 2 2 0 0 8:2 4
Israel 2 0 2 0 2:2 2
Guatemala 2 0 11 1:4 1
Mexiko 2 0 1 1 3:6 1
C riðill
íran 1 1 0 0 1:0 2
Pólland 10 10 0:0 1
Kúba 2 0 1 1 0:1 1
D riðill:
N-Kórea 1 1 0 0 3:1 2
Sovét 1 1 0 0 2:1 2
Kanada 2 0 0 2 2:5 0
gk—■
Glímumaður
slasaður!
Búlgarinn, Petar Kirov, sem
sigraði i grisk-rómverskri glimu
bæði i Mexikó og Munchen,
meiddist i keppni við rúmenann
Nicu Ginge i gær, og mun ekki
taka þátt i keppni á leikunum
meira.
Kirov sem er 33 ára gamall
hafði haft undirtökin i glimunni
við rúmenann, en þegar glima
þeirra var hálfnuð meiddisthann
það alvarlega að talið er vist að
hann keppi ekki framar i
Montreal. gk.
Hún er ekki beint árenníleg hún Iuliya Sememova sem er miðherji
sovéska kvennaliösins i körfuboltakeppninni i Montreal. „Skessan” er
hvorki meira eða minna en 2.10 metrar á hæð, og væri ekki gaman að
lenda i klónum á henni. Sú kanadiska virkar ansi litil við hlið hennar,
en er þó 1.85 metrar á hæö.
Tékkar öruggir
með gullið!
Ekkert virðist geta komið i veg fyrir að
tékkar hijóti gullverðlaun bæði i sveita og
einstaklingskeppninni i nútima fimmtar-
þraut, (hestamennsku, skyimingum, skot-
fimi, sundiog 4000 m viðavangshlaupi). Þeg-
ar ein keppnisgrein er eftir — 4000 m vlða-
vangshlaup. Tékkneska sveitin sem er skipuð
þrem mönnum hcfur hlotið 12.145 stig, en
Ungverjar sem eru i öðru sæti eru með 11.831
stig.
Efstur i einstaklingskeppninni er tékkinn
Jan Baratu með 4.304 stig, Pavel Ledncv frá
Sovétrikjunum er annar með 4.242 stig og
þriðji er Daniele Masali frá ítaliu með 4.232
stig.
Bob Nieman 28 ára gamall kafteinn I
bandariska flughernum sigraði I sundkeppn-
inni I gær — og setti nýtt heimsmet — synti
vegalengdina sem er 300 m á 3:13.6 minútum.
Við það færðist bandariska sveitin úr niunda
sæti upp i fjórða sæti og á þvi mikla mögu-
leika á að hljóta verðlaun i keppninni.
—BB
Gullverðlaun í
afmœlisgjöf!
Pólverjinn Zbigniew Kaczmarek hélt upp á
30 ára afmælið sitt i gær með þvi að sigra i
lyftingakeppninni i léttvigt á Óly mpíuleikun-
um. Hann byrjaöi þó illa I snöruninni — og
eftir að hafa mistekist i fyrstu tilraun varð
hann jafn þeim Korol frá Sovétrikjunum og
Senet frá Frakklandi með 135 kiló eftir snör-
unina.
En i jafnhendingu lyfti hann samtals 172.5
kilóum, og kom þvi út með samanlagt 307.5
kiló sem er nýtt ólympiumet. Korol varö I
öðru sæti með samtals 305 kiló, og frakkinn
Senet þriöji með 300 kiló.
I dag verður keppt i millivigt, og er búist
þar við hörkukeppni milli Peter Wenzel frá
A-Þýskalandi, Yordan Mitkov frá Búlgariu
og sovétmannsins Vartan Militosyan, en þeir
hafa allir náð mjög svipaðum árangri i ár.
•
Sovéskur sigur
Sovétmaðurinn Nikolai Andrianov varð
sigurvegari I fimleikum karla tylftarþraut'
sem lauk í gær. Hann sigraði ólympiusigur-
vegarann frá Munchen, Sawao Kato, örugg-
lega. Nikolai hlaut 116.650 stig, Kato 115.650
stig. t þriðja sæti varð japaninn Mitsuo
Tsukahara með 115.575 stig, og fjórði varö
Alexandr Ditiatin frá sovétrikjunum með
115.525. — gk-
•
Bobby Charlton
kemur ekkii
„Þvi miður varð ekkert úr komu knatt-
spyrnukappans Bobby Charltons hingað til
lands að þessu sinni”, sagði Jón Aðalsteinn
Jónsson, formaður Vikings, i viðtali viö Visi I
gær.
„Charlton var fús til að koma hingað og
leika með okkur einn leik, en þar sem hann
gat stoppað svo stuttt herna gátum við ekki
komið þessum ieik inn á milii leikjanna i 1.
deild — og urðum þvi að hafna þessu góða
boði”.
Jón sagði að Bill Heidock, sem þjálfar
knattspyrnulið þeirra vikinga, og Bobby
Charlton væru mjög góöir vinir — og væri það
i gegnum hann sem Charlton hefði boöist til
að koma hingað. —BB
• •
Oldungakeppni
í golfinu!
N.k. sunnudag fer fram á Nesvellinum öld-
ungakeppni i golfi, og verða ieiknar 18 holur
með forgjöf. Kcppnin hefst kl. 10 árdegis.
Keppnin er opin öllum kylfingum 55 ára og
eldri, en þeir sem eru 50—55 ára og hafa áður
tekið þátt i „öldungakeppni” mega einnig
taka þátt.
Þeir sem hafna I 16 efstu sætunum munu
halda áfram i keppninni, og leika holukeppni
sem standa mun frameftir sumri. Þátttöku-
tilkynningar er hægt að hringja i sfma 17930
rir laugardagskvöld. gk—.
fy
Igg