Vísir - 22.07.1976, Síða 4
■*
- •
Stefán Halldórsson Vikingi, reynir markskot hjá blikunum I leiknum i gærkvöldi. Aö þessu sinni mis-
tókst Stefáni að skora en i siðari hálfleik fann hann leiðina i mark blikanna þótt ekki dygði það liði hans
til sigurs i leiknum. Ljósmynd Einar...
Nú sýndu blikornir
víkingunum klœrnar
— þeir sýndu oft stórgóðan leik og unnu Víking 3:1
ó Kópavogsvellinum í gœrkvöldi
,,Ég sagði það strax að loknum
fyrri leik okkar við Viking sem
við töpuðum fyrir með 1:0 á
Laugardalsvellinum, að við
myndum gera betur á okkar
heimavelli,” sagði Þorsteinn
Friðþjófsson, þjálfari Breiðabliks
i Kópavogi, eftir að iið hans hafði
sigrað Viking 3:1 i tslandsmótinu
I knattspyrnu i 1. deild á Kópa-
vogsveliinum i gærkvöldi.
,,Það var mikill baráttuhugur i
strákunum og þeir áttu fyllilega
skilið að sigra i leiknum”.
Það voru orð að sönnu hjá Þor-
steini, þvi að blikarnir léku einn
sinn besta leik i sumar i gær-
kvöldi og voru vel að.sigrinum i
leiknum komnir.
Breiðabliksliðið lék mjög vel i
fyrri hálfleik og skoraði þá tvö
mörk. Um miðjan hálfleikinn
fékk Gisli Sigurðsson boltann inni
i vitateigi Vikings, lék á tvo
varnarmenn, þann siðari á sér-
lega skemmtilegan hátt —
vippaði boltanum yfir hann með
hælnum — og skaut siðan þrumu-
skoti á mark Vikings sem Diðrik
Ólafsson átti enga möguleika á að
verja. Tiu mínútum siðar bættu
blikarnir öðru marki við, Vignir
Baldursson skaut þá föstu skoti á
mark Vikings, boltinn snerti að-
eins varnarmann — og sigldi i
markið án þess að Diðrik kæmi
nokkrum vörnum við.
Vikingarnir sem voru óvenju
daufir i fyrri hálfleik byrjuðu vel i
þeim siðari — og eftir tiu minútna
leik hafði þeim tekist að koma
boltanum i mark blikanna. Einár
Þórhallsson gerði þá einu mistök
sin i leiknum, lét Óskar Tómasson
„stela” boltanum frá sér. Óskar
sendi siðan fyrir markið þar sem
Stefán Halldórsson var einn og
óvaldaður og skallaði örugglega i
markið.
Flestir bjuggust við að vikings-
liðið myndi láta kné fylgja kviði,
en blikarnir voru ekki á þvi að
gefast upp — og þegar fimm
minútur voru til leiksloka bætti
Selfyssingar
voru heppnir
Selfyssingar unnu mjög mik-
ilvægan sigur i 2. dcild i gær-
kvöidi þegar þeir sigruðu Reyni
á Arskógsströnd mcð tveimur
mörkum gegn cngu. Fyrir leik-
inn voru liðin jöfn á botni deiid-
arinnar meö 4 stig, en nú hefur
Selfoss þokað sér þaöan — hvort
sem þaö nægir til að halda sæt-
inu i deildinni eða ekki.
Sigur Selfoss I gær var mjög
ósanngjarn, þvi að Rcynir sótti
mun meira allan leikinn og hefði
átt að skora nokkur mörk strax i
fyrri hálfleik. En cina mark
hálfleiksins skoraði Sumarliði
Guöbjartsson fyrir Selfoss, rétt
fyrirlok hálfleiksins. Siðan juku
Selfyssingarnir uiuninn i 2:0 I
siöari hálfleik þégar þeir skor-
uðu úr vitaspyrnu, og svo sáu
þeir sjálfir um að skora fyrir
Reyni i eigiö mark stuttu siðar!
t Hafnarfirði léku Haukar og
Þór.og sigraði Þór meö tveimur
mörkum gegn einu. Var sá sigur
veröskuldaður og má nú telja
öruggt að þórsarar séu búnir að
tryggja sér 2. sætið i deildinni og
þar með rétt til að leika viö
neðsta iiöið f 1. deiid um 1.
deildarsæti aö ári.
gk-.
hinn marksækni Hinrik Þórhalls-
son við þriðja markinu — eftir að
stóri bróðir hafði skallað boltann
til hans eftir hornspyrnu.
Samvinna hjá leikmÖnnum
Breiðabliks var mjög góð i þess-
um leik og eiga þeir allir lof skil-
ið, en þó má nefna leikmenn eins
og Einar Þórhallsson, Harald Er-
lendsson, ólaf Friðriksson, Þór
Hreiðarsson og Hinrik Þórhalls-
son.
Vikingarnir voru óvenju daufir
i þessum leik, sérstaklega i fyrri
hálfleik. Róbert Agnarsson var
einna skástur I liði Vikings i
þessum leik, en auk hans áttu þeir
Jóhannes Bárðarson og Óskar
Tómasson góða spretti.
Góður var dómarinn. Grétar
Norðfjörð. —BB
Hreinn
afgreiddi
KA-liðið!
Hinn marksækni leikmaður
Völsungs frá Húsavik, Hreinn
Elliðason, var i miklum ham á
Akureyri i gærkvöldi þegar
V öisungur sigraði K A mjög
óvænt, 4:1 i 2. deild islands-
mótsins i knattspyrnu. Varnar-
mönnum KA gekk illa að hemja
Hrein sem skoraði þrjú mörk og
átti einn stærstan þátt i sigri
Völsungs i leiknum.
KA-liðið byrjaði mjög vel og
eftir 15 minútna leik skoraði
Sigurbjörn Gunnarsson eftir
fyrirgjöf sem markverði
Völsungs mistókst að handsama.
Eftir það náðu Völsungar svo
betri tökum á leiknum, en þeim
tókst ekki að jafna metin fyrr en i
( STAÐAN )
Staðan i 1. deild tslandsmótsins
i knattspyrnu er nú þessi:
Breiðablik: Vikingur 3:1
Valur 11 7 4 0 34:11 18
Fram 11 7 2 2 17:13 16
Akranes 10 5 3 2 14:12 13
Vfkingur 11 6 1 4 15:14 13
Breiðablik 10 4 2 4 12:13 10
KR 11 2 5 4 17:16 9
ÍBK 11 4 1 6 16:17 9
FH 10 1 4 5 6:17 6
Þróttur 11 0 2 9 7:25 2
N æsti leikur i 1. deild er á föstu-
dagskvöld. Þá leika FH og Þrótt-
ur á vellinum i Kaplakrika kl. 20.
Staðan i 2. deild islandsmótsins
I knattspyrnu eftir leikina I gær-
kvöldi er þessi:
KA — Völsungur 1:4
ReynirA—Selfoss 1:2
Haukar — Þór 1:2
ÍBV 10 8 2 0 32:9 18
Þór 11 6 4 1 22:11 16
Völsungur 11 4 3 4 16:14 12
Ármann 10 4 3 3 18:13 11
KA 11 4 3 4 20:18 11
isafjörður 10 3 3 4 13:14 9
Haukar 10 3 2 5 18:20 8
Selfoss 11 2 2 7 13:26 6
Reynir A 10 2 0 7 10:32 3
Næstu leikir verða á laugar-
daginn, þá leika: Völsungur —
Haukar, Ármann—KA, — Reynir
— ÍBV og Selfoss — ÍBÍ.
Bandarikjamenn hafa einokað karlasundkeppnina á Ólympiuleikunum
IMontreal. Á myndinni eru þeir aö fagna þreföldum sigri I 200 m flug-
sundi. Sá sköllótti — Mike Brunner — sigraði á nýju heimsmeti, en þeir
SteveGregg til hægrisem varð annar og William R Forrester sem varð
þriðji óska hvor öðrum tii hamingju.
siðari hálfleik þrátt fyrir nokkur
góð marktækifæri. Þá skoraði
Hermann Jónsson með þvi að
skjóta óvæntu skoti sem mark-
vörður KA misreiknaði. Rétt áður
hafði hurð tvivegis skollið nærri
hælum við mark Völsungs, fyrst
var bjargað á marklinu og siðan
átti Gunnar Blöndal hörkuskot i
þverslá.
Þá var komið að Hreini Elliða-
syni að sýna klærnar. Hann
byrjaði á aö skora tvö mörk með
tveggja minútna millibili eftir
homsþyrnur — og stuttu siðar
komsthann einn inn fyrir vörnina
og sendi boltann framhjá út-
hlaupandi markverði KA i stöng-
ina og inn.
Töluverður hiti var i KA-mönn-
um eftir leikinn vegna þess að
þeirvilja meina að Hreinn Elliða-
son hefði átt að vera i leikbanni i
þessum leik.
Málsatvik eru þau, að i bikar-
leik á Siglufirði fyrir stuttu var
Hreini visað af leikvelli og sam-
kvæmtþviátti hann aðfara i leik-
bann. Siðan hafa tveir fundir
verið haldnir hjá aganefnd en
ekkert skeð i málinu. Dómari
leiksins sem erúr Þór, segisthafa
sent skýrsluna, en hún sennilega
týnst á leiðinni.
Nú biða KA-menn spenntir eftir
þvi hvort skýrslan verði örugg-
lega ekki komin fram fyrir 6.
ágúst, en þá eiga þórsarar að
leika við Völsung. HR/—BB
ABU
VEIÐIVÖRUR
Sport
fiir den Mann
im Mann
DÁM
SJOSTANGA-
VEIÐIVÖRUR