Vísir - 15.08.1976, Blaðsíða 7

Vísir - 15.08.1976, Blaðsíða 7
Sunnudagur 15. ágúst 1976 7 f SKÓLABÆKURNAR fara með í íþróttaferðalög — Ég stunda nám í iþrótta- skóla og lýk prófiá næsta ári ef ég er dugleg og þá veróa ég annaö hvort þjálfari eöa iþróttakennari. — Nei, nei, nei. Þaö er ekkert strákastand á mér, þótt ég sé orðin 19 ára. Ég e ekkert aö hugsa um aö gifta mig strax. — Hver er meðal giftingarald- urinn i Sovétrikjunum? — Ætlihann sé ekki um tuttugu ár. Nei, ég ætla ekki að gifta mig á næsta ári, nema ég verði oröin ástfangin. — Aðaláhugamál mitt utan iþróttanna er popptónlist. Aður fyrr var ég mjög hrifin af Bitl- unum og Rolling Stones, en nú er ég hrifnust af Barry White. — Hvað með rokkið? — Þaö fer eftir skapinu, hvort mér likar rokk eöa ekki. Nei, ég hef ekki keypt neinar Islenskar poppplötur, þvi mér finnst þær dýrar, en hins vegar keypti ég margar plötur i Kanada meöan ég var það. Ég á nokkuð gott hljómplötusafn, enda hef ég lagt mig eftir þvi að safna hljóm- plötum. Þaö besta sem ég geri er að ligg ja uppi i rúmi og hlusta á góða tónlist, sagðiNelli Kim að lokum. Stjörnuspá Vísis á rússnesbu. Þegar hér var komið sögu, vorum við búin að stoppa á Þing- völlum og njóta takmarkaðs út- sýnisþaðan, en eins ogáöur getur var veðriö ekki uppi á það besta, og komin að Geysi. Upphaflega var tilgangurinn að fá gamla Geysi til aö gjósa, en af þvi varð ekki vegna lélegra skilyrða. Þess istaö horfði fólkið á Strokk spýta úr sér og sumir þvoöu sér um hendurnar og I framan upp úr hveravatninu. Ákveöiö var að snæða nestiö á Hótel Geysi, en þegar til átti að taka, fékkst enginn til að fara úr rútunni, fyrr en búiö var að þýða stjörnuspána i laugardags-Vlsi yfir á rússnesku. Siguröur kom á sýninguna 1 hótelinu tók Sigurður Greips- son fyrrverandi glimukónur Islands, á móti hópnum, þuklaöi alla vöðva og tók- Vladimir Sofronov glimutökum og hafði þau orð að þessi drengur væri sterkur. Hann var siðan kvaddur með virktum, en það fyrsta sem iþróttafólkiö rak augun I um kvöldiö á aukasýningunni i Laugardalshöllinni, var Siguröur gamli, sem hafði gert sér ferö i bæinn til að sjá hópinn leika listir sinar. Við Geysi skildu Visismenn við iþróttafólkið, og sneru við, en það hélt áfram að Gullfossi og kom við I Hveragerði á leiðinni til baka Barn náttúrunnar. Eftir sýninguna um kvöldið fékk blaðamaður tækifæri örstutta stund til að rabba svolitið viö Irvinu Devianu, unglinga- meistara sovétmanna I nútima- fimleikum, en atriði hennar vöktu mikla hrifningu á sýningunum. Irvina er 16 ára gömul og hefur frá upphafi lagt stund á nútima- fimleika. Hún sagöist vona að á olympluleikunum I Moskvu 1980 yrðu nútimafimleikar teknir inn sem ný grein, en það land sem sér um olympluleikana hverju sinni má velja eina nýja grein. Reyndar eru það tvær aðrar greinar sem kæmu til greina. svo þetta væri enn allt óljóst. Irvina er i skóla eins og flestir aðrir iþróttamannanna og er hún kom hingað til Islands, hafði hún fengið vikufrest til að taka inn- tökupróf I Iþróttaskóla, en það hefði tekið langan tima. — Ég bý i úthverfi Moskvu, reyndar 40 kilometra frá höfuð- borginni. Ein mesta ánægja min, auk þess sem ég stunda skauta- iþróttina, er i þvi fólgin að fara snemma á fætur á morgnana og fara út 1 náttúruna og finna friðinn og kyrrðina, sagði þessi frábæra íþróttakona að lokum. olalur 'Mnurjonsson Ivltir Mariu F ilatolvái Inin gt*ti lt*si<% a uts\nisskituna. Svetlana Grozdova og \ iadium Solronox liorla a. Elvira Saadi var elst kvenmanna á svningunni, 23 ára. Hún hefur tekið þátt i fjöimörgum mötum, bæði innan Sovétrfkjanna og utan. Hún var i flokkakeppninni á óiympiuleikunum i Montreal og hreppti þar gullverðlaun.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.