Vísir - 15.08.1976, Blaðsíða 15

Vísir - 15.08.1976, Blaðsíða 15
mro Sunnudagur 15. á2úst 1976 15 \ ' „New York er Róm núlímons" jafnvel þýðingarmeira, hann getur ferðast til og frá Bandarikjunum án ótta um nokkur vandræði. Lokakaflinn á, aö þvl er virt- ist, endalausu lagaþvargi i fimm ár lauk á hjartnæman hátt þrátt fyrir þaö aö hér virtist aöallega um formsatriöi aö ræöa. Þegar dómarinn, Ira Fieldsteel, tilkynnti virskuröinn faömaöi Lennon konu sina, Yoko Ono, og allir er voru i dómssalnum hylltu þau ákaft. Lennon, sem var brosandi út undir eyru og meö tárin i aug un- um, var undir eins umkringdur af blaöamönnum. Meöal þeirra sem voru leidd fram sem vitni Lennon til máls- bóta voru leikkonan Gloria Swanson, rithöfundurinn Nor- man Mailer, myndhöggvarinn Noguchi og sjónvarpsstjarnan Geraldo Rivera auk þess voru i dómssalnum tónskáldiö John Cage og leikarinn Peter Boyle, báöir góökunningjar Lenn- on-hjónanna. Yfirheyrslan hófet á þvi aö dómarinn las upp sögu réttar- málsins sem byrjaöi þegar Lennon kom siöast inn i landiö 13. ágúst 1971. Siöan þá hefur Lennon ekki hætt á aö feröast utan Bandarikjanna af ótta um aö vera meinaö um iandgöngu. Er dómarinn haföi lokiö máli sinu var Lennon kallaöur i vitnastúkuna. Hann svaraöi eftirfarandi spurningum er sækjandi hans, Leon Wiides, spuröi: „Hafiö þér nokkurn tima ver- iö dæmdur nokkurs staöar i Bandarikjunum? ” Lennon: „Nei.” „Hyggstu búa i Bandarikjun- um? ” Lennon: „Já „Ætliö þér aö halda áfram aö starfa hér?” Lennon: „Já, ég óska þess aö halda áfram aö búa hér meö fjölskyldu mina og halda áfram aö skapa tónlist.” Þvi næst kallaöi Wildes á nokkur vitni til aö verja málstaö Lennons. Fyrsta vitniö var Sam Trust (nafn viö hæfi þar), forseti ATV Music, sem hefur meö útgáfu- rétt á lagasmíöum Lennons aö gera. „Þaö eru tvær mjög góöar ástæöur fyrir þvi aö Lennon ætti áö vera veitt landvistarleyfi i Bandarlkjunum,” sagöi Trust. „önnur a- sú aö tónlistarllf I Bandarikjunum er I lágmarki eins og er og hin er sú aö Beatles hafa endurreist fyrri vinsældir siöastliöna mánuöi sem styrkir þann grun aö þeir séu þaö merkilegasta sem gerst hefur i tónlist á þessari öld. Ég hef þá trú aö viö eigum eftir aö horfa fram á marga nýja tónlistarviö- buröi ef Lennon er veitt land- vistarleyfi I Bandarikjunum.” Trustbenti einnig á þaö atriöi aö Lennon væri hár skattgreiö- andi og aö ef hann fengi land- vistarleyfi rynnu skattar hans til Bandarikjanna. Rithöfundurinn Norman Mailer sté nasst I vitnastúkuna. Eftir aö hafa kynnt sjálfan sig og svaraö játandi þeirri spurn- ingu hvort hann hafi hlotiö viöurkenningu fyrir verk sln sagöi hann: „Ég tel John Lennon vera mikilhæfan listamann sem hef- ur lagt mikinn skerf til upp- byggingar popplistarinnar. Hann er einn af hinum miklu listamönnum hins vestræna heims. Viö misstum T.S. Elliott til Bretlands og höfum enn aö- eins fengiö Auden 1 staöinn.” Þvl næst las Wildes bréf frá biskupi New York borgar, séra Paul Moore, þar sem hann lýsti Lennon sem uppbyggjanda i New York og hrósaöi honum fyrir aö vera „maöur heiöar- leikans”. Lokavitniö var Gloria Swan- son sem þrátt fyrir ár sin virtist mjög hress á sál og llkama. Hún talaöi mest um heilbrigöa fæöu og á móti eiturlyfjum og sagöist vonast til þess aö Lennon gæti hjálpaö tíl i baráttunni gegn eiturlyfjum. Eftír yfirheyrsluna var Lenn- on opinberlega afhent „græna spjaldiö”. Þar sem spjaldiö var þegar tilbúiö var greinilegt aö máliö hafi veriö afgreitt fyrir yfirheyrslurnar og hún hafi ein- ungis veriö opinbert segul- bandsformsatriöi. En þaö sem sniöugt var viö „græna spjald- iö” var sú staöreynd aö þaö er blátt. Er Lennon svaraöi spurning- um fréttamanna aö loknum dómsúrskuröi kom i ljós aö hann haföi ekki gert neinar framtiöaráætlanir. „Þaö er frá- bærtaövera löglegur á ný. Inn- flytjendayfirvöldin hafa loksins gefiö eftir. Þetta er búiö aö taka langan tima en ég er ekki bitur. Þvert á móti þvi nú get ég hitt vini mina I Japan og annars staöar”. Spuröur aö þvi hvort hann mundi nú sækja um Bandarlsk- an rlkisborgararétt svaraöi hann þvi til aö fyrst um sinn mundi hann láta sér nægja aö njóta ánægjunnar af þvi aö hafa fengiö „græna spjaldiö”. „Aöalatriöiö er aö nú get ég feröast. Þangaö til i dag hafa lögfræöingar minir ekki einu sinni hleypt mér I fri tíl Hawaii af ótta um aö ég kæmist ekki til baka. Og i hvert sinn er ég flaug til Los Angeles var ég dauö- hræddur um aö flugvélinni yröi snúiö til Toronto.” Spuröur aö þvl út af hverju hann kysi aö búa I Bandarlkjun- um svaraöi Lennon: „Ef ég heföi veriö uppi fyrir tvö þúsund árum þá heföi ég viljaö búa i Róm. New York er Rómaborg nútimans. En nú ætla ég heim og rlfa upp tepoka og blaöa i nokkrum feröa- áætlunum!” í byrjun ágúst vann John Lennon loksins strið sitt gegn inn- flytjenda-yfirvöldum Bandarikjanna. Eftir 90 minútna yfirheyrslu á skrifstofu Innflytj- endaeftirlitsins i New York siðasta þriðjudag i júli, var Lennon af- hent hið svokallaða „græna spjald”, sem þýðir það að Lennon getur nú dvalið áfram i Bandarikjunum án ótta um brottrekstur og, — sagði John Lennon við frétta- menn eftir að dómur hafði verið kveðinn upp í móli hans varðandi landvistarleyfi í Bandaríkjunum Umsjón: Halidór Irtgi Andrésson

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.