Vísir - 03.11.1976, Blaðsíða 1

Vísir - 03.11.1976, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 3. nóvember Sjálfstætt vandaó og hressilegx ÆkMmA / ## EG SE EG BIÐ TRAUSTSINS VERÐUR" — sagði Jimmy Carter í morgun Fró Ólafi Haukssyni blaðamanni Vísis í Bandaríkjunum „Fagnaða rlátunum ætlaði aldrei að linna, þegar Jimmy Carter, ásamt fjölskyldu sinni, gekk át af hóteii sinu i Atianta og yfir götuna i aðalskrifstofur demókrata i Georgiu,” sagði Ólafur Hauksson, fréttamaður Visis i Bandarikjunum, i simtali i morgun. ,,Ég bið til Guðs, að ég megi reynast trausts ykkar veröur,” sagði Jimmy Carter, þegar hann loks fékk hljóð flokksbræöra sinna, sem voru hálfærir af sigur- gleði. ,,Þessi hópur hér fyrir framan mig er fulltrúi þeirra tug-milljóna bandarikjamanna, sem beðið hafa þess að sjá þjóð sina samein- ast. — Nú er timi runninn upp til þess að sameina hana og gera hana aftur að stórveldi,” hélt sig- urvegari forsetakosninganna á- fram. Carter gaf hinum sigraða keppinaut sinum, Gerald Ford, gott orð og kvað hann vera mik- inn ágætismann og strangheiöar- legan. Svo tvisýnar höföu kosningarn- ar verið, að það var ekki fyrr en undir klukkan niu i morgun, að fjölmiðlar I Bandarikjunum töldu sig geta spáð af kosningatölum fyrir um úrslitin. Þá var Carter spáð þvi að hijóta atkvæði 272 kjörmanna, eða tveim meir en hann i rauninni þurfti. — I talningunni hefði lengst af munað svolitlu, að i sumum stærstu rikj- unum höfðu þeir skipst á um for- ystuna. Þegar helmingur at- kvæða i Ohio, einu fjölmennasta riki Bandarikjanna (með á aðra milljón kjósendur), hafði verið talinn munaði aðeins 197 atkvæð- um. „Hér i Oregon var gifurlegur kosningaáhugi,” sagði ólafur Hauksson. „Kjörsókn hér sló fyrri met og komst upp i 80%, sem ermeð þvi allra mesta, er gerist i Bandarikjunum.” Eftir þvi sem siðast fréttist veit Ford forseti ekki enn fréttirnar, þvi að hann lagðist til svefns um klukkan átta i morgun, eða klukkustundu áður en kosninga- tölur fóru að skýrast. — Hann var sagður enn i fastasvefni þegar siðast fréttist og ekki til viötals fyrir fréttamenn. — Haft var eftir honum, áður en hann gekk til náða, að hann væri sannfærður um sigur. — ÓH/GP Jimmy Carter brosti sfnu breiðasta I morgun, er ljóst var að hverju stefndi varðandi kosningaúrslitin. Þessi sfmamynd var tekin af honum, ásamt konu hans Rosalynn og Amy dóttur þeirra hjóna, i aðalbækistöðvum Demókratafiokksins I Atianta. Simamynd NTB Verðlagsstjóri: Ber saman vöruverð í Reykjavík og London Tveir starfsmenn verölags- stjóraembættisins I Reykjavfk eru nýkontnir heim frá Lundún- um, þar sem þeir gerðu könnun á verði á ýmsum neysluvörum. Var þessi könnun verö til þess að fá samanburö við verð sömu vara hér á landi. Georg ólafsson, verðlags- stjóri, sagði I samtali við Visi i morgun, að niðurstöður þessar- ar könnunar lægju ekki fyrir fyrren eftir tvær til þrjár vikur, og of snemmt væri aö spá um hverjar þær yrðu. Hann kvað náið samstarf vera milli verð- lagsyfirvalda hér og á hinum Nbrðurlöndunum og hefði verið aflað hliðstæðra upplýsinga um vöruverð þaðan. Aftur á móti heföi reynst nauðsynlegt að senda menn til Englands til þess að gera úttekt á vöruverðinu þar, enda hefðu margir bent á, að mikill verömunur væri á neysluvörum hér og þar i landi. „Við erum ekki að ásaka einn eða neinn i þessu máli”, sagöi verðlagsstjóri „það geta veriö ýmsar skýringar á verðmis- muninum. Við eigum eftir að taka tolla og eðlilega álagningu inn i dæmiö, en talið var rétt að kanna þessi mál gaumgæfi- lega”. Verðlagsstjóri sagði i morg- un, að nú yrði farið að vinna úr þeim gögnum sem aflað heföi verið og þegar þeirri úrvinnslu yrði lokið seint i þessum mánuði yrðu niöurstöður birtar. —ÓR gm Hvernig er dómstóla- kerfið byggt upp? — sjó bls. 14 Rólegt við KrSflu „Stöðvarhúsið hefur eitt- hvað haidið áfram að siga en ég er ekki búinn að sjá niður- stöðurnarfrá þvii gær, þannig að ég veit ekki hvað það er mikið.” sagði Þorkell Erlings- son, verkfræðingur hjá Kröfluvirkjun, viö VIsi í morg- un. „Hins vegar áttum við mjög rólega nótt I nótt. Það getur verið aö einhverjir kippir hafi mælst, en þeir hafa þá verið svo vægir aö ekki fannst fyrir þeim.” — ÓT Þjóðarsólir Islands og r Israels eru líkar — sjó bls. 11 Miklu meiri síldarsðltun en í fyrra Samkvæmt söltunarskýrsl- um Sildarútvegsnefndar var búið að saita aðfararnótt sunnudags samtais 75.576 tunnur, en á sama tima i fyrra 49.912 tunnur. Mest hefur borist til Horna- fjarðar og Vestmannaeyja. Langmesti hluti sildaraflans hefur veiðst i hringnót, eöa tæpar 60 þúsund tunnur. Eins og kunnugt er var 51 hring- nótabáti úthlutað leyfum á vertiðina i ár. Samkvæmt upplýsingum sem Visir fékk i sjávarútvegsráðuneytinu i morgun, voru 36 bátanna bún- iraðfylla kvóta sinn i gær. Niu bátar eru nú á veiðum og hafa fengið einhverja sild, en sex bátanna hafa ekki enn hafið veiðar. —EKG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.