Vísir - 03.11.1976, Blaðsíða 12
(
MiOvikudagur 3. nóvember 1976
VISIR
VISIR Miövikudagur
3. nóvember 1976.
Umsjón: Björn Blöndal og Gylfi Kristjánsson
Vilmundur Vilhjálmsson I hörkubaráttu viA tvo skota f landskeppni islands og Skotlands á Laugardalsvellinum. Vilmundur hefur náö ótrúlegum framförum f
sumarog hann jafnaöi m.a. Islandsmetiö f 200 metrunum. — Ljósmynd BB.
Vilmundur náði bestum
árangri af hlaupurunum
— Hann er með þriðja besta árangur á eftir Hreini Halldórssyni og Erlendi
Valdimarssyni með 959 stig fyrir 10,4 sek. í 100 metrunum I
Vilmundur Vilhjálmsson, hlaupar-
inn góökunni úr KB, sem i haust jafn-
aöi islandsmetiö i 200 metra hiaupi,
þegar hann hljóp á 21.3 sekúndu á
frjálsiþróttamóti i Vestur-Þýskalandi
vann besta afrek islenskra hiaupara á
síöastliönu keppnistlmabiii, sam-
kvæmt stigatöflu. Þaö var þó ekki í 200
metrunum, heldur I 100 metra hlaupi
sem Vilmundur hljóp á 10.4 sekúndum
á móti Belgiu og gefur 959 stig.
Aöeins tveir frjálslþróttamenn náöu
betri árangri I ár, en eins og viö sögö-
um frá I gær voru kastararnir Hreinn
Halldórsson og Erlendur Valdimars-
son. Hreinn hlaut 1078 stig fyrir kúlu-
varp og Erlendur 1073 stig fyrir
kringlukast.
Næstbesta afrekiö af hlaupurunum
ust Asgeirsson 1R i 3000 metra hindr-
unarhlaupi á Ólympiuleikunum i Mon-
treal. Agúst hljóp á 8:54,0 minútum og
setti nýtt tslandsmet. Þessi árangur
gefur honum 954 stig. Agúst vann einn-
ig þriðja besta afrekiö. Þaö var i 1500
metra hlaupi sem hann hljóp á 3:45,4
minútum i Montreal —- og þaö gefur
honum 948 stig.
Þá koma þeir Vilmundur og Sigfús
Jónsson ÍR næstir með 933 stig,
Vilmundur fyrir 400 metra hlaup sem
hann hljóp á 47.3 sekúndum I lands-
keppni tslands, skota og noröur-ira á
Methowbank i Edinborg — og Sigfús
fyrir 10.000 metra hlaup sem hann
hljóp á 30:10.0 minútum sem er nýtt
Islandsmet.
Næsta afrek samkvæmt stigatöfl-
unni er svo 200 metra hlaup Vilmundar
21.3 sekúndur sem gefur 922 stig.
En þannig lltur afrekaskráin i ár út:
100 metra hlaup
VilmundurVilhjálmsson KR 10,4
(959 stig)
SigurðurSigurösson A 10,8
Magnús Jónasson A 10,8
BjarniStefánsson KR 10,9
Björn Blöndal KR 11,0
ólöglegt vegna meðvinds
Vilmundur Vilhjálmsson KR 10,3
Siguröur Sigurösson A 10,6
Björn Blöndal KR 10,8
, 200 metra hlaup
Vilmundur Vilhjálmsson KR 21 3
(922 stig)
Sigurður Sigurðsson A 21,8
BjarniStefánsson KR 22,2
Aðalsteinn Bernharöss. UMSE 22,7
Magnús Jónasson Á 22,9
400 metra hlaup
Vilmundur Vilhjálmsson KR 47,3
(933 stig)
Bjarni Stefánsson KR 47,8
Stefán Hallgrlmsson KR 50,3
AðalsteinnBernharöss.UMSE 50,4
SiguröurSiguröss. A 50,5
800 metra hlaup
Jón Diöriksson UMSB 1:52.8
(880 stig)
Agúst Asgeirsson IR 1:53,6
Gunnar P. Jóakimsson 1R 1:54,0
Gunnar Sigurösson FH 1:58,5
Hafsteinn Óskarsson tR 1:59,5
1500 metra hlaup
Agúst Asgeirsson tR 3:45.4
(948 stig)
JónDiðrikssonUMSB 3:52.1
Gunnar P. Jóakimsson 1R 3:58.9
Sigfús Jónsson IR 4:01.0
Siguröur Sigmundsson FH 4:07.7
5000 metra hlaup
Sigfús JónssontR 14:41.2
(883 stig)
Agúst Ásgeirsson 1R 15:29.0
Emil Björnsson 15:43.0
Agúst Þorsteinsson UBK 15:46.0
Gunnar P. Jóakimsson IR 15:55.8
10.000 metra hlaup
Siefús JónssonlR 30:10.0
(933 stig)
Gunnar Snorrason 34:34.6
AgústÞorsteinsson UBK 34:35.4
AgústGunnarsson 34:55.6
Magnús Haraldsson FH 40:16.0
110 metra grindahlaup
Valbjörn Þorláksson KR 15.0
(848 stig)
Stefán Hallgrímsson KR 15.2
Elías Sveinsson KR 15.2
Jón S. Þórðarson tR 15.5
Björn Blöndal KR 15.8
Hafsteinn Jóhanness. UBD 15.9
400 metra grindahlaup
Jón S. Þórðarson 1R 55.7
(824 stig)
Þorvaldur Þórsson UMSS 55.9
Vilmundur Vilhjálmsson KR 56.5
Agúst Asgeirsson 1R 57.9
TraustiSveinbjörnss. UBK 59.3
3000 metra hindrunarhlaup
Asgeir Asgeirsson 1R 8:54.0
(954 stig)
Jón Diðriksson UMSB 9:31.2
AgústÞorsteinsson UBK 10:07.0
Sigurður Sigmundss. FH 10:16.6
Emil Björnsson 10:30.8
Verður súpan til
að stððva Pröell?
— Annemaría Pröell-Moser hefur sótt um keppnisleyfi
að nýju, en sápuauglýsing gœti stöðvað hana!
Ingi Stefánsson hefur hér séö viö Kolbeini Pálssyni I leik KR og tS á dögunum. KR sigraöi I leiknum og
varö þar meö Reykjavikurmeistari, en meö fyrirvara, þar sem kærumál lR-inga er enn óafgreitt. Flest-
ir telja þó aö KR vinni þá kæru, en dómstóll KKt á eftir aö afgreiöa máliö. — Ljósmynd Einar.
Er dómstóll KKÍ
óstqrfhœfur?
Áfrýjun IR-inga vegna leiks þeirra gegn KR í
Reykjavíkurmótinu hefur enn ekki verið tekin fyrir
Hin heimsfræga skíöa-
kona Annemaría Proell-
Moser hefur nú sótt um
leyfi til að hefja keppni á
ný.
Proell hætti keppni eftir
keppnistímabilið 1974-1975/
en það ár sigraði hún í
keppninni um Heimsbikar-
inn í fimmta skiptið. Hún
er án efa besta skiðakona
sem uppi hefur verið# enda
talar árangur hennar skýr-
ustu máli i því sambandi.
þú játar
Þegar hún hætti keppni 1975 var
hún algjörlega ósigrandi, og i
keppninni um Heimsbikarínn þá,
var engin sem gat ógnaö sigri
hennar — hún var i algjörum sér-
flokki.
En fær hún aö keppa aftur sem
áhugamaður? Þaö er ekki alveg
vist. Talsmaöur alþjóöa skiða-
sambandsins hefur sagt aö þaö
geti oröiö erfitt fyrir skiöasam-
bandiö aö veita henni keppnis-
leyfi sem áhugamanni, og ástæð-
an er sú aö Pröell kom fram i
sjónvarpsauglýsingum. Þar aug-
lýsti hún sápur og púður, og nú er
það stóra spurningin hvort það
verður til þess aö hún fær ekki
réttindi sin sem áhugamanneskja
á skiðum. Já, þaö má segja aö
vegur áhugamannsins sé vand-
rataður, enda ekki fjölmennt á
þeim vegi viða út um heim ef
grannt er skoðað.
Vissulega væri það mörgum
fagnaðarefni ef Pröell hæfi
keppni aftur, þvi hún var geysi-
lega vinsæl skiöakona meöan hún
var i keppni, enda i algjörum sér-
flokki hvað getu snerti. En þaö
mun aö öllum likindum skýrast á
næstu dögum hvort hún fær aö
keppa i Heimsbikarkeppninni —
eða hvort sápan og púðriö verða
henni aö falli!
gk • —
œtla að
komast til
Argentínu
Sovéska landsliöiö I knatt-
spyrnu er nú aö hefja langa og
stranga keppnisferö sem tekur
þrjá mánuöi. Fariö veröur til
italiu og Suður-Ameriku og er
keppnisferð þessi hugsuö sem
undirbúningur liösins fyrir und-
ankeppni heimsmeistarakeppn-
innar.
Sovétmenn eru meö grikkjum
og ungverjum i riöli og leika þeir
sinn f yrsta leik viö grikki 24. a pril
nk. Fyrir þann leik mun landsliö-
iö leika nokkra „upphitunar”-
leiki viö itölsk félög og önnur liö i
janúar og mars —og er greinilegt
aö sovétmenn ætla einskis aö láta
ófreistaö til aö koma liði sinu i
lokakeppnina i Argentinu 1978.
—BB
Þeir fengu
að svitna!
Júgóslavneski körfuknattleiks-
þjálfarinn Vladan Markovich,
stjórnaöi fyrstu landsliösæfing-
unni sl. sunnudag, og var fróölegt
aö fylgjast meö henni.
Mikil forföll voru á æfingunni,
aðeins 10 leikmenn mættu á hana,
en þeir sem komu fengu heldur
betur að svitna. Voru þeir sumir
hverjir orönir svo þreyttir undir
lokin aö þeir voru farnir aö kalla
á þá sem fylgdust meö til að biöja
þá að segja Markovish aö æfingin
væri búin!
En það var greinilegt aö þaö
var fær maður sem hélt um
stjórnvölinn á þessari æfingu.
Markovish var mjög haröur viö
landsliösmenn okkar á æfingunni,
og ef mistök áttu sér stað fengu
leikmenn að heyra hans skoöun á
þeim umbúöalaust. gk—.
Kærumál IR-inga gegn
KR í Reykjavíkurmótinu í
körfuknattleik er enn óút-
kljáð. Sem kunnugt er tap-
aði IR kærunni hjá dómstól
Körfuknattleiksráðs
Reykjavíkur, en þeir á-
frýjuðu til dómstóls KKI.
Þar er málið enn, og er
ekki Ijóst hvenær áfrýjun
IR-inga verður tekin fyrir,
eða hverjirmunu koma til
með að dæma i málinu.
Af þremur mönnum sem„skipa
dómstól KKI, veröa tveir aö vikja
þegar þetta mál verður tekiö
fyrir, Kristbjörn Albertsson sem
dæmdi KR sigur i umræddum leik
KR og IR, og Kristinn Stefánsson,
sem víkur vegna þess aö hann er
KR-ingur.
Þá er aöeins einn aöalmaöur
eftir I dómstólnum, Hilmár Haf-
steinsson úr Njarövik. — Þegar
þetta lá ljóst fyrir var ákveöiö aö
kalla til varamenn, en þá kom i
ljós að Guðmundur Þorsteinsson
er einhverra hluta vegna kjörinn
varamaður fyrir tvo aðalmenn,
en auk hans er Birkir Þorkelsson
varamaður.
Varla greiöir Guömundur tvö
atkvæöi i þessu máli, og allt eins
er liklegt aö hann taki ekki þátt i
afgreiðslu málsins. Hann átti
nefnilega sæti i dómstól Körfu-
knattleiksráðs Reykjavlkur sem
afgreiddi málið á dögunum, og
Guðmundur segir sjálfur að hon-
um þyki ekki rétt að hann fjalli
um málið aftur.
En hvað á þá að gera? — Um
það voru þeir menn sem við leit-
uðum til ekki sammála, en þaö
þarf að koma þessari kæru frá —
þvi fyrr, þvi betra. gk—.
Lasse Viren sem sigraöi I 5000 metra og 10.000 metra hlaupunum á
Ólympluleikunum I Munchen 1972 og I Montreal 1976 hefur veriö kosinn
iþróttamaöur ársins i heimalandi sinu, Finnlandi. A myndinni er Viren
meö gullverölaunin frá Munchen og Montreal.
Hvernig ætlar þú aö^
hafa liðið gegn Lexborough|[
' á laugardaginn? Veröur j
Booker meö?
A fundi meö leik ( Miðvallarleikmenn]
mönnum Milford þeirra eru þeir bestu
fyrir leikinn gegn f deildarkeppninni,
_Lexboiough....-----j þess vegna veröum
aöhafaj
gæturá ]
BOLTON ÁFRAM í
DEILDARBIKARNUM
Bolton sigraöi Swansea I Deildarbikarinn
fjóröu umferö enska deildarbik- Bolton_Swansea 5:1
arsins I gærkvöldi og leikur þvl 3.deild
annaö hvort gegn Brighton eöa Gillingham — Grimsby 1:1
Derby County á útivelli I næstu Northampton — Peter-
umferö. Leikurinn fór fram á borough 2:2
heimavelli Bolton Burnden Portsmouth — Chester 2:1
Park og höföu héimamenn SheffWed — Roterham 1:3
mikla yfirburöi skoruöu fimm shrewsbury — Mansfield 0:0
mörk gegn einu. Swindon — C Palace 1:1
Nokkrir leikir fóru fram i Walsall —Oxford 2:2
Englandi i gærkvöldi og uröu
helstu úrslit þessi: