Vísir - 11.12.1976, Síða 10

Vísir - 11.12.1976, Síða 10
10 Laugardagur 11. desember 1976 VTSIR VISIR Ctgefandi: Keykjaprent hf. Franikvæmdastjóri: DavIOGuOmi ndsson. Hitstjórar : Þorsteinn Paisson. ábm. ólafur Ragnarsson Kitstjórnarfulltriii: Bragi Guöjpiundsson.'Fréttastjórl erlendra frétta: GuBmundur Pétursson. Um- sjón meB helgarblaBi: Arni Þórarinsson. BlaBamenn: Edda Andrésdóttir, Einar K. GuBfinnsson, GuBjón Arngrlmsson, Kjartan L. Pálsson, óli Tynes, Rafn Jónsson, Sigurveig Jónsdóttir. Akur- eyrarritstjórn: Anders Hansen. Iþróttir: Björn Blöndal, Gylfi Kristjánsson. Ctlitsteiknun: Jón ósk- ar Hafsteinsson, Þórarinn J. Magnússon. Ljótmyndir: Jens Alexandersson, Loftur Asgeirsson. Auglýsingastjóri: Þorsteinn Fr. SigurBsson. Dreifingarstjóri: SigurBur R. Pétursson. Auglýsingar: Hverfisgata 44.SImar 11660,86611 AfgreiBtla: Hverfltgata 44. Slml 86611 Ritstjóm: SIBumúla 14.SImi86611, 7llnur Akureyri. Slmi 96-19806 Askriftargjald kr. 1100 á mánuBi innaniands. VerB I lausasölu kr. 60 eintakiB. Prentun: BlaBaprent hf. Gríman breytir engu Samningar við norska stórfyrirtækið Eikem um járnblendiverksmiðju í Hvaifirði virðast nú vera komnir á lokastig. Menn eru að sjálfsögðu ekki á eitt sáttir við stóriðjusamstarf af þessu tagi við útlend- inga. En flestir gera sér þó Ijóst, að það hefur opnað möguleika á stórvirkjunum og um leið tryggt lægra raforkuverð til almennings en ella hefði orðið. Stóriðjusamstarf við útlendinga hófst i tíð viðreisn- arstjórnarinnar og markaði þáttaskil I atvinnusögu landsmanna. Vinstri stjórnin hélt áfram á þessari braut með samningaviðræðum við bandaríska risa- fyrirtækið Union Carbide. Ástæðan var enn sem fyrr orkusöluhagsmunir okkar. Til þess að réttlæta samstarf af þessu tagi setti vinstri stjórnin fram þá kenningu, að það væri I alla staði eðlilegt, ef íslendingar væru sjálfir meirihluta- aðilar að slíkum fyrirtækjum. Orkuyfirvöld í núver- andi ríkisstjórn gleyptu við þessari hugmynd. Hún er talin vera þjóðernislegri. Vitaskuld er mikils um það vert, að stjórnvöld séu á öllum tímum á verði um fjárhagslegt sjálfstæði þjóðarinnar. En f þessu tilviki gildir einu, hvort við höfum meirihluta eða ekki. Raunveruleg yfirráð eru ávallt i höndum erlenda samstarfsaðilans. Það eru erlendu samstarfsaðilarnir, sem ráða yfir allri tæknilegri þekkingu, sem til þarf í hverju tilviki. Þeir ráða einnig sölukerfinu. Sá aðili, sem ekki hefur itök á þessum sviðum, hefur eðlilega lítil áhrif, hvort sem hann á meirihluta í fyrirtækinu eða ekki. Skýrt dæmi hér að lútandi er atriði í væntanlegum orkusölusamningi Járnblendifélagsins og Landsvirkj- unar, sem Vísir upplýsti fyrir tveimur dögum. Á síðasta stigi samningaviðræðnanna um endurreisn fyrirtækisins fékk norski samstarfsaðilinn því fram- gengt, að í orkusölusamninginn yrði sett ákvæði, er kvæði á um neitunarvald minnihlutans varðandi breytingar á samningunum. Slíkt ákvæði var ekki I samningnum við Union Car- bide. En ef til vill breytir þetta ekki miklu því að við hefðum sjálfsagt aldrei komið slíkum breytingum fram í krafti meirihlutavalds, þar sem samstarfsaðil- inn hefur bæði tögl og hagldir að því er varðar grund- vallaratriði I rekstri fyrirtækisins eins og t.a.m. þekk- inguna og sölukerfið. Þetta dæmi sýnir Ijóslega, hversu barnaleg meiri- hlutastefnan er í raun og veru. Hún er einhvers konar gríma fyrir þá stjórnmálamenn, sem skilja nauðsyn þessa samstarfs, en þora ekki að horfast í augu við raunveruleikann. Union Carbide ævintýrið, sem byrjaði I tíð fyrri rikisstjórnar, sýnir á hinn bóginn að við verðum að fara variega I þessum efnum. Með samningunum við norska fyrirtækið hefur Járnblendifélagið í raun réttri verið endurreist. Það er merkilegt afrek. En auðvitað var það álitamál, hvort hætta átti við verk- smiðjuna, þegar Union Carbide dró sig út úr fyrir- tækinu. Ljóst er að frestun framkvæmda hefur það í för með sér, að Sigölduvirkjun nýtist ekki nema að hálfu næstu þrjú ár. Af leiðingin hlýtur að verða hærra orku- verð til almennings en ella hefði orðið. Við það er að sjálfsögðu ekki unnt að ráða eins og málum er komið. Og bótagreiðslurnar frá Union Carbide jafna vissu- lega metin að nokkru leyti. Mestu máli skiptir, að stjórnmálamenn átti sig á því i eitt skipti fyrir öll, að samstarf af þessu tagi snýst ekki um meirihlutaaðild heldur orkusölu. íslendingum gefin brjóstmynd eftir Sigurjón Ólafsson Listasafni tslands var i gær afhent brjóstmynd eftir Sigurjón Ólafsson af islands- vininum og prestinum Finni Tulinius. Forseti tslands dr. Kristján Eldjárn, afhenti mynd- ina, fyrir hönd gefandans, sem er sr. Finnur sjálfur. Kristján Eldjárn sagöi viö þaB tækifæri aö gefandinn heföi taliö aö vel færi á þvi aö myndin yröi á Þjóöminjasafninu eöa annars staöar i byggingunni. Gjöf þessi væri merkileg fyrir tveggja hluta sakir. Gefandinn væri aö hálfu leyti islendingur og aö hálfu leyti dani og þó hann heföi starfaö i Danmörku heföi hann alltaf sýnt mikla ræktarsemi i garð tslands. Hann heföi áöur gefiö hingað gjafir og eins heföi hann ætið veriö reiöubúinn aö taka málstað islendinga þegar á þurfti að halda. 1 annan stað væri myndin merkileg vegna listamannsins sem gerði hana, Sigurjóns Ólafssonar myndhöggvara. Forstöðumaður Listasafns- ins, dr. Selma Jónsdóttir veitti þakkaöi forseta milligönguna i siöan myndinni. viötöku og þessú máli. —sj Sigurbjörn Einarsson, biskup, Sigurjón ólafsson, myndhöggv- ari, Vilhjálmur Hjálmarsson, menntamálaráöherra, Selma Jónsdóttir og Kristján Eldjárn viö mynd Sigurjóns af Finni Tuiinius. Ljósm. LA Gagnrýnendur sýna Val '76 „Það eru mörg sjónarmið á feröinni i samtiöinni og þessi sýning teljum viö aö þeki flest þau viöhorf sem fram hafa komiö á árinu, allt frá Jóhannesi Geir tii Magnúsar Pálssonar,” sögöu myndlistar- gagnrýnendur dagblaöanna pegar þeir sýndu biaðamanni Visis sýningu þá sem þeir efna til og opnuö veröur i dag, iaugardag, kl. 3, aö Kjarvals- stööum. Myndlistargagnrýnendur völdu i sameiningu verk 16 lista- manna á þessa sýningu, sem gefið hefur verið nafnið Val ’76, Þessir listamenn hafa allir sýnt á árinu, annaö hvort á samsýn- ingum eða einkasýningum. Aðeins yfirlitssýningar voru teknar út úr valinu. Verkin á sýningunni eru um 70 og er elsti listamaðurinn sem þarna kemur við sögu um sjötugt, Sigurjón Ólafsson, en sá yngsti rúmlega tvitugur. Gagn- rýnendurnir eru 5 og völdu þeir verkin þannig aö þeir greiddu atkvæðium listamennina og eru aðeins þeir meö sem hlutu 4 atkvæði eða fleiri. Aöeins einn listamannanna sem leitaö var til sá sér ekki fært að taka þátt i sýningunni. Eitt verkanna komst ekki fyrir i sýningarsalnum og er þvi á ganginum viö dyrnar. Fer ekki illa á þvi, þar sem verkiö höfðar beint til þeirra sem aö sýningunni standa. Þaö er eftir Kristján Daviðsson og heitir: Gagnrýnandinn hefur fjögur augu og sex putta. Sýningin veröur opin til 21. desember. —SJ Þessir völdu myndirnar: ólafur Kvaran, Jónas Guömundsson, Aöalsteinn Ingóifsson og Valtýr Pétursson. A myndina vantar Braga Asgeirsson. Ljósm.JA íslenskir listamenn samfagna Ólafi Jóhanni og Atla Heimi Bandalag islenskra lista- manna hefur gefiö út mynt- sláttu úr gulli, silfri og bronsi i tilefni af bókmennta- og tónlist- arverölaunum Noröurlandaráös til ólafs Jóhanns Sigurössonar rithöfundar og Atla Heimis Sveinssonar tónskálds. Formaöur bandalagsins, Thor Vilhjálmsson, afhenti I gær listamönnunum eintök af mynt- inni og sagði við það tækifæri aö meö þessu vildu félagar þeirra sýna i verki aö þeir samfögnuðu þeim i sigri þeirra um leiö og þeir fögnuöu þvi aö Islendingar heföu i fyrsta skipti hlotiö þessa viöurkenningu. Jafnframt sagöi hann aö bandalagið vildi með þessari út- gáfu reyna aö renna stoöum undir fjárhag bandalagsins, en hann er mjög bágborinn. „Vegna þess. að peningarnir eru of litlir til þess að rúma svona stór andlit valdi hönnuö- urinn, Snorri Sveinn Friöriks- son, aö hafa á þeim eins konar alfa og omega sem tákn listar þeirra ólafs Jóhanns og Atla Heimis. Þaö eru tónkvisl og bókarkjölur. Einnig eru á pen- ingunum eiginhandaráritanir þeirra,” sagöi Thor. Peningarnir eru gefnir út i litlu upplagi, og er útgáfan tölu- sett, 40 gullpeningar, 300 silf- urpeningar og 400 bronspening- ar. Gullpeningarnir kosta 50 þúsund krónur stykkið, silfur- peningarnir 12 þúsund krónur og bronspeningarnir 5 þúsund krónur. Allur ágóði af sölu pening- anna rennur til bandalagsins, en stærsta verkefni þess nú er út- vegun húsnæöis fyrir starfsem- ina og aö koma upp listdreifing- armiöstöð. Þess má geta aö flautukonsert Atla Heimis, sem hann hlaut verðlaunin fyrir, kemur út á hljómplötu á næstunni. — SJ Thor Vilhjálmsson afhendir Atia Heimi minnispeningasett nr. 21, en það er afmælisdagur tónskáidsins. Ljósm.AA

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.