Vísir - 23.12.1976, Blaðsíða 11

Vísir - 23.12.1976, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 23. desember 1976 15 Spil Muggs gefin út í annað sinn Þessar dagana stendur yfir gluggasýning á málverkum Haraidar Sigurjónssonar að Hverfisgötu 45, Hafnarfirði. A sýningunni eru blóma- og landslagsmyndir ásamt myndum úr atvinnulifinu. Myndirnar eru máiaðar á sfðustu fjórum árum. Spilin, sem Guðmundur Thorsteinsson, Muggur, teikn- aði fyrir meira en hálfri öld, hafa nú verið gefin út i annað sinn. 1 fréttatilkynningu til blaðs- ins segir, að þessi spil hafi fyrst verið gefin út árið 1922 og þá selst fljótlega upp. Þessi fyrsta útgáfa hefur ýmis sér- kenni, sem gera það að verk- um, að engin hætta er á að henni verði ruglað saman við aðra útgáfuna. í fréttinni segir, að hluti af fyrstu sendingu, sem borist hafi, hafi verið gefinn Rauöa krossi islands, sem muni selja spilin í verslunum sinum á sjúkrahúsum, en annars er aðalútsölustaður Frimerkja- miðstöðin við Skólavörðustig. Halldór Pétursson, kaupmaður i Jónsvali með fullar hendur af gullfallegri rjúpu. Ljósm. Jens „Fólk virðist eiga nóg af peningum" — segir Holldór í Jónsvali „Jólasalan hefur gengið mjög vel, og það virðist vera nóg til af peningum”, sagði Halldór Pétursson i versluninni Jónsval við Blönduhlið er við inntum hann eftir hvernig jólasalan gengi I ár. Sagði Halldór að visu að svo virtist sem sala á hangikjöti væri minni en oft áður, en ekki væri um að ræða minnkandi sölu á öðrum vörum. Jónsval hefur haft þann hátt á, að senda matarþakka til islendinga erlendis, og einnig þar hefur verið mikið að gera að sögn Halldórs. Halldór sagðist enn hafa rjúp- ur á boðstólum, og kvaðst hann yf irleitt setja þær fremur seint á markaðinn, en það brygðist ekki, að þær seldust yfirleitt upp. „Það sem einna helst vantar á jólaborðið að þessu sinni, er svinakjöt, en mjög litið er til af þvi á landinu núna” sagði Hall- dór i Jónsvali að lokum. —AH Þorlákur R. Halldórsson listmálari. Mynd: Jens Þorlókur R. Halldórsson með Mólverka- sýningu BÓKA OG RITFANGAVERSLUN ARNARVAL ARNARBAKKA 2 Breiðholti BÆKUR RITFÖNG LEIKFÖNG LJÓSMYNDAVÖRUR - LEIKFÖNG Þorlákur R. Halldórsson list- málari hefur opnað málverka- sýningu i málverkasalnum á horni Klapparstigs og Lauga- vegs. Á sýningunni, sem er sölusýn- ing, eru milli 30 og 40 myndir, flestar málaðar á siðastliðnu ári. Myndirnar eru bæði olfumál- verk og pastelmyndir, og eru það einkum myndir af gömlum hús- um, sjávarstemningu og lands- lagf; Er meðal annars að sjá myndir úr landslagi i Grafningi og austan úr Landeyjum. Sem fyrr segir verður sýningin opin fram til jóla, opnar klukkan 14, og fylgir siðan opnunartima verslana. —AH Gleðileg jól SðfiAHÚSIO LAUGAVEGI178.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.