Vísir - 07.01.1977, Blaðsíða 13

Vísir - 07.01.1977, Blaðsíða 13
- ■ v""s:S: ':nc^:.'^.; - ■■; ;?■<?: ... Þœr keppa í bruni í dag Heimsbikarkeppni kvenna á skföum heldur áfram i dag, og verður þá keppt i bruni I Pfronten i V-Þýskalandi, og er það 4. brun- keppnin að þessu sinni. Á æfingu i gær fyrir keppnina náði Birgitte Habersatter frá Austurriki bestum tima. Hún var með 0,05 sek. betri tima en iandi hennar, Annemarie Moser, en þessar tvær eru álitnar bestu brunkonur heimsins i dag. gk —• Island ó tals- verða möguleika Ef við getum sent okkar sterkasta lið I Evrópukeppnina i körfuknattleik I vor, en hún fer fram i Engiandi, þá ættu að vera ein- hverjir möguleikar á að islenska liðinu tækist að komast áfram i keppninni, upp úr C keppninni og i B keppnina. Riðillinn sem island er i er skipaður Eng- landi, Austurriki, Portúgal og islandi, en hinn riðillinn i keppninni er skipaður Skot- landi, Danmörku, trlandi og Luxemborg og virðist þvi vera til muna auðveldari. Sigurvegararnir i riðlunum leika siðan til úrslita, og það lið sem sigrar fer i B-keppnina i Finnlandi eða i Sviþjóð. gk-. í borðtennis Hið árlega Arnarmót fer fram i Laugar- dalshöllinni laugardaginn 15. janúar kl. 16.00. Mótið verður punktamót og verður keppt uin Aruarbikarinn i 2. flokki, en einnig verður keppt i 3. flokki. Til upplýsingar skal eftirfarandi látið fylgja: Þessir menn eru nú komnir upp I 2. flokk. punktar 1. Gunnar Þ. Einnbjörnsson, Örninn 30 2. Jón Sigurðsson, UMFK. 21 3. Stefán S. Konráðsson, Gerpla 10 4. Hjálmtýr Hafsteinsson, K.R. 6 5. Hjálmar Aðalsteinsson, K.R. 5 6. Björgvin Jóhannesson, Gerpla 3 7. Tómas Guðjónsson, K.R. 2 8. Ragnar Ragnarsson, örninn 9. Einar O. Ólafsson, örninn 10. ólafur H. Ólafsson, öRninn 11. Siglivatur Karlsson, Gerpla 12. Sveinbjörn Arnarsson, örninn. Nú i haust hafa 5nýir menn unnið sig upp i 2. flokk og hafa fæstir þeirra unnið til stiga i þeim flokki ennþá. Nýstárlegt happdrœtti hjá HSÍ Handknattleikssamband Islands er komið af stað með nýstárlegt ferðahappdrætti, ætlað til fjáröflunar þeirra vegna hins kostnaðar- sama undirbúnings landsliðsins fyrir H.M. i Austurriki. Happdrætti þetta er með þvi sniði, að dreg- iðer alls 10 sinnum, i hvert skipti um glæsi- lega feröavinninga fyrir tvo. Hver miöi kost- ar 400 krónur, og gildir i öll skipti sem dregið er, án endurnýjunar. Þannig kostar hver miði í raun 40 krónur. t fyrsta skipti var dregið á aðfangadag, og þá um ferð til Kanarieyja fyrir tvo. Næst verður dregið 20. janúar n.k., en síöan mjög ört, þannig að happdrættinu verður lokið í byrjun mars. Það er von forráöamanna H.S.Í., aö þetta girnilega og óvenjulega happdrætti fái góðar viötökur, jafnt velunnara handknattleiksins sem almennings. Á skrifstofu H.S.t. sími 85422 má fá allar upplýsingar um happdrættið, sölustaði og annað. Föstudagur 7. janúar 1977 vism vism Föstudagur 7. janúar 1977 Úmsjón; Björn piöndai og Gylfi Kristjánsson 13 Allir þeir bestu meðal þótttakenda dalshöllinni i kvöld, en þá fer fram pressuleikur i handknatt- ieik. Nokkrir pressuleikir hafa verið leiknir i haust, og hefur landsliðið sigrað i þeim eftir harða baráttu, og verður fróðlegt að sjá hvort „vamarkarlaliði” fréttamanna tekst að breyta þar einhverju um i kvöld. Það gerir leikinn i kvöld sér- staklega athyglisverðan að þeir Ólafur Jónsson og Axel Axelsson leika nú með landsliðinu, en þeir hafa æft með þvi að undanförnu. örugglega styrkja þeir liðið mjög, en fröðlegt verður að sjá hvernig þeir falla inn i hópinn. Lið landsliðsnefndar er að öðru leyti skipað mikið til sömu leik- mönnum og léku landsleikina við dani isiðasta mánuði, en i pressu- liðinu er nokkrir leikmenn sem ekki hafa áður leikið i þvi. Má þar nefna menn eins og Sigurð Gisla- son ÍR og Konráð Jónsson Þrótti. Þá eru i liðinu margir reyndir leikmenn eins og Bjarni Jónsson, Páll Björgvinsson sem leikur nú með eftir nokkurt hlé og Sigur- bergur Sigsteinsson. En annars verða liðin þannig skipuð i kvöld: Landsliðið Ólafur Benediktsson Val Gunnar Einarsson Haukum Jón Karlsson Val ólafur Einarsson Vikingi Bjarni Guðmundsson Val Geir Hallsteinsson FH Viðar Simonarson FH Þórarinn Ragnarsson FH Viggó Sigurðsson Vikingi Björgvin Björgvinsson Vikingi Ágúst Svavarsson IR Ólafur Jónsson Dankersen Axel Axelsson Dankersen. Þeir geta haldið ól-leikana Bertil Neuman, blaðafulltrúi ólympiunefndarinnar sem sá um vetrarleikana i Innsbruck á siðasta ári, sagði i viðtali fyrir stuttu að það væri ekkert þvi til fyrirstöðu að Innsbruck gæti haldið leikana aftur 1980 ef fram á það yrði farið. Neuman, sagði aö þessi um- mæli sin hefðu verið rangtúlkuð. Hann hefði einungis átt við að ekkert væri þvi til fyrirstöðu tæknilega séð að Innsbruck gæti haldið leikana en það mætti ekki skilja þessi ummæli svo að Inns- bruck væri tilbúin að halda leik- ana aftur. Jochen Danneberg varð sigur- vegari i alþjóðlegu skíðastökk- keppninni sem lauk i Austurriki i gær, en keppni þessi fór fram i fjórum áföngum víðsvegar um Evrópu. Danneberg hlaut alls 918,5 stig i keppninni, en til þess að tryggja sé sigurinn varð hann að stökkva mjög glæsilega i siðari umferð- inni i gær. Eftir fyrri umferðina hafði Walter Steiner frá Sviss náð forustunni með 96 metra stökki, en Danneberg sýndi i siðara stökki sinu að hann er geysilega sterkurþessa dagana, og þá tókst honum einum að stökkva yfir 100 metra.stökk hans mældist 102,5 metra. En þráttfyrir þetta mikla stökk náði Danneberg ekki sigri i gær, heldur sigraði Steinar með 220,4 stig. Annar varð Karl Schnabl frá Austurrikimeð 217 stig og Danne- berg þriðji með 215.7 stig. En úrslitin i keppninni samtals urðu þessi: Danneberg A-Þýskal. 918,5 SteinerSviss 911.7 Henry Glass A-Þýskal. 892,4 Anton Innauer Austurr. 876.0 Harald Duschek A-Þýskal. 875,8 Tomas Meisinger A-Þýskal. 845.7 Karl Schnabl Austurr. 844.7 Reynold Bachler Austurr. 828.8 Aldred Pungg Austurr. 827.1 Alios Lipburger Austurr. 816.4 gk—• Best fœr ekki að fara burt! Það er aldrei hljótt þar sem George Best er annars vegar, og þótt hann standi sjálfur ekki bein- linis I deilum, þá verða bara aðrir til að deila um hann. Nýjar deilur hafa nú blossað upp á milli Fulham og Alan Har- dak, ritara ensku deildarkeppn- innar. Heyrst hefur að Fulham hafi áhuga á að losna við Best, sem hafur ekki gengið vel upp á siðkastið, og á nú yfir höfði sér keppnisbann vegna brottrekstrar af velli o.fl. Sporting í efsta sœti I gærkvöldi voru leiknir þrir leikir i 1. deildar keppninni i Portúgal, og urðu úrslit þeirra þau að Beira og Benfica gerðu jafntefli 2:2, Protimonense vann Warzim 2:1 og Sporting vann Academico 2:0. Sporting hefur nú forystu i 1. deildarkeppninni með 23 stig, og virðistsem sigri liðsins verði ekki ógnað, þvi næsta lið sem er Ben- fica hefur 17 stig. I þriðja sæti kemur Portó meö 16 stig og Setu- bal hefur 15. gk—• 1 bréfi til framkvæmdastjóra Fulham, segir Alan Hardak: „Að yðar sögn hefur félag yðar selt marga „ársmiða” eingöngu vegna þessa leikmanns, og e.t.v. vegna eins annars. Það væri þvi i hæsta máta ósanngjarnt að gefa Best leyfi til þess að snúa til Bandarikjanna þegar keppnis- timabilið er aðeins hálfnað. Slikt gæti haft mjög alvarlegar afleiö- ingar, bæði fyrir deildarkeppn- ina og eins fyrir félag yðar”. Eins og fram kemur i bréfinu, þá hefur Best mikinn hug á að snúa til Bandarikjanna á ný, en þar er hann samningsbundinn við félagið Aztecs. Keppnin þar hefst i april, og félagið hefur sótt um írestun á fyrstu leikjunum til að fækka þeim leikjum sem það verður að vera án Best. Þetta mál ætti að skýrast betur næstu daga, en ekki kæmi það á óvart þótt George Best færi sinu fram og léti sig , ,hverfa’ — hann hefur áður gert það, þessi snill- ingur, sem óumdeilanlega er meðal fremstu knattspyrnu- manna sem lengi hafa verið uppi, enaðsama skapi mjög umdeildur vegna ýmissa uppátækja sinna. gk-- Einstæðingurinn Framherjinn WiIIie Blackmore sem Milford hefur keypt fyrir háa peninga upphæð byrjrekkivel hjá sinifnÉja félag.i , eftir tvo si jemáleiki óg ntrildi vió sina i líOinu er hann settúr’úi og settur i varanoio. ástæöu til þessidag, Bili. © Bulls «9 Frá upphafi leiksins er Blackmore i essinu sinu og sýnir framúr skarandi leiíT.TTT ÍPtJHvilikt! Hvermg tor hann' l Y»—eigintega ao pessu : / er meðfæddur TT hæfileiki. Bill. i [annaðhvórt hefur þú hann 1 1 |eða ekki. | Pressuliðið! Kristján Sigmundsson Þróttí Örn Guðmundsson IR Árni Indriðason Gróttu Bjarni Jónsson Þrótti Sigurb. Sigsteinsson Fram Sigurður Gislason 1R Trausti Þorbergsson Þrótti Páll Björgvinsson Víkingi Hörður Sigmarsson Haukum Konráð Jónsson Þrótti Þorb. Aðalsteinsson Vikingi Steindór Gunnarsson Val Jón P. Jönsson Val Leikurinn i kvöld hefst kl. 20.30, og liðin mætast siðan á ný á sunnudagskvöld. gk—• ari Guðmundssyni, en þeir eru i : og miklir keppnismenn báðir sama þyngdarflokki, afar jafnir j tveir. gk-. Sveitakeppni Júdósambands tslands verður haldin i íþrótta- húsi Kennaraskólans n.k. sunnu- dag, og hefst kl. 14. Keppni þessi hefur til þessa farið fram að hausti til, en er nú færð fram vegna Evrópubikar- keppni meistaraliða sem fer fram fyrri hluta árs. Þessi keppni er ts- landsmeistaramót, og öðlast sigursveitin rétt til að taka þátt i Evrópukeppninni sem fer fram á vegum Júdósambands Evrópu. Það verður þvi til mikils að vinna fyrir sigurvegarana á sunnudag- inn. Um áramótin gekk i gildi ný þyngdarflokkaskipting i júdó. Þyngdarflokkunum verður fjölg- að úr fimm i sjö, og er skiptingin þessi: Undir 60 kg — 60 til 65 kg — 65 til 71 — 71 til 78 — 78 til 86 kg — 86 til 95 kg, yfir 95 kg. Að sögn Eysteins Þorvalds- sonar, formanns Júdósambands íslands, bendir margt til þess að þessi breytta flokkaskipting ætti að geta gert mótið mun skemmti- legra en ella, en sveit JFR hefur sigrað i keppninni 3 sl. ár. I keppninni á sunnudaginn verður i fyrsta skipti keppt i öllum þessum þyngdarflokkum hér á landi— og má búast við fjörugri og spenn- andi keppni. Sérstaklega verður gaman að fylgjast með þeim Halldóri Guðbjörnssyni og Gunn- Kjörinu lýst í Hver verður kjörinn iþrótta- maður ársius á tslandi fyrir árið 1976?. — Svarið við þessari spurn- ingu fæst í dag, en þá munu Sam- lök iþróttafréttamanna tilkynna val sitt á iþróttamanni ársins. Þetta er i 21. skipti sem kjör þetta fer fram, og oftast hafa lrjálsiþróttamenn unnið til titils þessa, eða 10 sinnum alls. Sund- menn hafa þrivegis verið kjörnir og sömuleiðis handknattleiks- menn, körfuknattleiksmaður einu sinni, og knattspyrnumenn þri- vegis þrjú siðustu árin. verður dag! Margir velta þvi örugglega fyr- ir sér hver muni hreppa þennan eftirsótta titil i dag, og hafa margir verið nefndir i þvi sain- bandi. En hver hreppir hnossið? — Svarið viö þeirri spurningu fæst i dag, og við munum skýra frá þvi i blaöinu á morgun hver hefur orðið fyrir valinu sem ÍÞRÓTTAM AÐUR ARSINS 1976. Núverandi handhafi bikarsins sem er veittur þeim er flest at- kvæði fær er Jóhannes Eðvalds- son. Þaö má búast við fjörugri og skemmtilegri viðureign i Laugar- tslandsmótið I sveitakeppni f júdó fer fram á sunnudaginn og verður það örugglega hörkukeppni því að sú sveit sem sigrar fær rétt til að taka þátt í Evrópubikarkeppni meistaraliða i júdó. Þrjú slðastliðin ár hefur Júdófélag Reykjavlkur hlotið sigur f þessari keppni. Myndina tók Einar á einu af júdómótum vetrarins. Skfðastökk er tignarleg íþrótt þegar stokkiðer af meiriháttar stökkpöllum. Þessi mynd er tekin f keppni i bænum Garmisch-Partenkirchen í Vestur-Þýskalandi fyrir skömmu — og er engu likara en skiða- maðurinn svifi hátt yfir bænum. Risastökkið nœgði hjá Danneberg — „Pressuleikur" í handbolta í Höllinni í kvöld og á sunnudagskvöldið — Ólafur og Axel leika með landsliðinu — Sveitakeppni Júdósambands íslands fer fram um helgina — sigurvegararnir fá rétt til að keppa s Evrópukeppninni Þaðfýsir ef til vill marga að sjá þá Ólaf H. Jónsson og Axel Axelsson á fjölum Laugardalshallarinnar aftur, en þeir leika með landsliðinu gegn „pressuliðinu” I kvöld. Myndin er frá leik FH gegn vestur-þýska liðinu Dankersen, en með þvi Iiði leika þeir Axel og ólafur. Ljósmynd Einar. Hvað gerir „pressan" nú gegn landsliðinu?

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.