Vísir - 19.02.1977, Blaðsíða 11

Vísir - 19.02.1977, Blaðsíða 11
vism Laugardagur 19. febrúar 1977 í FYLGD MEÐ JESÚ Þegar Jesús Kristur lagði upp ihina siðustu för sina til Jerúsa- lem urðu þáttaskil i lifi hans. Hann hafði aðeins starfað i 3 ár, hann hafði komið af stað and- legri hreyfingu og eignast dálit- inn hóp trúrra lærisveina, en margir fleiri höfðu kynnst kenn- ingu hans, og hjá mörgum höfðu vaknað vonir um, að hér væri kominn sá andlegi leiðtogi, sem spámennirnir höfðu talaö um að koma myndi, og leiða þjóðina inn á nýjar brautir andlegs samfélags við Guð. Messiasarvonir Gyðinga voru að visu mjög blandaðar verald- legum vonum valds og gæða, en i boðskap Jesú var það guðs- traustið og kærleiksþjónustan, sem mestu máli skipti. Þetta getum vér lesið i ræðum Jesú og dæmisögum og öllum orðum hans og þetta endurspeglast sið- an i orðum lærisveina hans, eins og Nýja-testamentið greinir frá. Lúkasarguðspjall segir frá þessum þáttaskilum i lifi Jesú með þessum orðum: „En hann tók þá tólf til sin og mælti við þá: Sjá, vér förum upp til Jerúsalem, og mun þá allt, sem skrifað er af spámönnunum, koma fram við mannssoninn.” Með þessari ferð segir frá Pislargöngu Jesú, sem endaði með krossfestingu hans og dauða. En einmitt þessi þáttur i ævi hans hefur verið hug- leiðingarefni kristinna manna á öllum öldum. Sr. óskar J. Þorláksson fyrrv. dómprófastur. II. Sunnudagurinn i föstuinngang bendir oss til föstutimans. Yfir þessu timabili I ævi Frelsara vors er ákveðinn alvörublær. Pislarganga Jesú var lærisvein- um hans minnisstæð, eins og frásagnir Nýja testamentisins bera með sér. Oft hafa menn spurt sjálfa sig, hversvegna Jesú Kristur hafi orðið að ganga i gegnum þessa reynslu, og guð- fræðingar og hugsuðir liðinna rikissjóð né til heilla almenn- ingi. (Or erindi Haralds Ólafssonar lektors á Skálholtsráöstefnu). Andleg heilsugæzla Sú beina og óbeina andlega heilsugæzla, sem kirkjan lætur i té, þau fyrirbyggjandi áhrif og jákvæða þroskahvöt, sem hún veitir með helgihaldi sinu og safnaðarllfi, ristir dýpra og sætir meiru frá sjónarmiði almennrar velferðar en margar þær ytri ráðstafanir góðar og gagnlegar, sem sjálfsagðastar þykja I velferðarþjóöfélagi nútimans. Mætti þjóðin skilja það betur. Mættum vér, bræöur, sjá þaö heilum augum og með bjartri þakklátri gleði. (Miðurlag á ræðu biskups við setningu prestastefnu 1976). Fórnfýsi kristniboðsvina Blaðið Bjarmi skýrir frá þvi, aö árið 1976 hafi 11.624.164,- krónur safnast til kristniboðs hér á landi. Af þvi komu tæpl. 2,5 milj. krónur inn i desember- mánuöi. . Fagna ég þér Hjarta bæði og húsið mitt heimili veri, Jesú, þitt, hjá mér þigg hvild hentuga, þó þú komir með krossinn þinn, kom þú blessaöur til min inn, fagna ég þér fegins huga. (P.s. 10) alda hafa reynt að útskýra trúarlegt gildi þjáninga hans og dauða. En engin ein allsherjar skýring fullnægir öllum mönn- um. Lif Jesú og kenning, dauði hans og upprisa myndar eina heild. Hann er Frelsari vor og Drottinn, hann býður öllum að koma til sin, þó að vér förum ekki öll sömu leiðir i trúarlegri afstöðu vorri til hans. Vér viljum vera i fylgd með honum, þegar hann flutti ræður sinar og dæmisögur. Vér vilj- um vera i fylgd með honum, þegar hann læknaði sjúka og þjáða, huggaði sorgmædda og gaf hinum vonsviknu nýja von. Vér viljum fylgja honum á pislargöngu hans, og sjá vort eigið lif i þvi ljósi, sem pislar- sagan bregður upp fyrir oss. Og i upphafi föstunnar viljum vér segja með Hallgr. Péturs- syni: „Krossferli að, fylgja þinum fýsir mig Jesú kær, væg þú veikleika minum, þó verði ég álengdar fjær, þá trú og þor vill þrotna, þrengir að neyðin vönd, reis þú við reyrinn brotna og rétt mér þina hönd.” (Ps. II) III. Róðukross frá Fannardal I Norðfirði. Passiusálmar Hallgrims hafa lengi mótað föstuhugsanir is- lensku þjóðarinnar, og þó að vér getum ekki að öllu leyti aðhyllst guðfræðiskoöanir hans, þá hafa engir komist lengra i trúarlegri einlægni og siðferðilegri alvöru en hann. I fylgd vorri með Jesú á föst- unni hljóta þessar hugsanir að vakna hjá oss: hvernig getum vér mennirnir tileinkað oss þann frelsandi boðskap um trú og kærleiksþjónustu, sem Krist- ur hefur flutt oss, svo að hann verði lifandi afl I lifi voru. Fórn og kærleiksþjónusta eru Þitt orð er Ekki bið ég, að þú takir þá úr heiminum heldur aö þú varð- veitir þá frá illu.... Helga þú þá með sannleikanum. Þitt orð er sannleikur. Jóh. 17.15,17. Verkamenn og verðbólga Þaö er ekki oft, að dagblööin i Reykjavlk taki stólræður prest- anna til birtingar. Út af þessu brá þó nýlega, þegar Alþýðu- blaðið prentaði ræöu sr. Ragnars Fjalars Lárussonar i Hallgrimskirkju á 1. sd. i niu vikna föstu. Textinn er „verkamenn i víngarði”. Úr henni er eftirfarandi kafli: „Auðvitað verða verkamenn að hefa mannsæmandi kjör. Hverjum nægir það nú til dags að vinna fyrir nauöþurftum einum saman og tæplega fyrir þeim? Er það nokkuð undarlegt þó að Islenzkur verkalýður t.d. krefjist bættra lifskjara, þar sem hin geigvænlega verðbólga brennir þegar i staðupp allar þær launabætur sem unnust við siðustu kjarasamninga?” ómetanlegt starf „Sú þjónusta, sem kirkjan veitir með henni (sálgæzlunni) er svo viðamikil, einkum I þétt- byli, aö væri hún reiknuö eftir töxtum annara hjálpar- og heil- brigðisstofnana, næmi það ósmáum upphæöum. Um þaö eru ekki til neinar beinar tölur, hve mörgum skilnuðum prestar afstýra. Þá er ekki heldur vitaö nákvæmlega um, hve margir það eru árlega, sem vegna fyrirgreiðslu og sálgæzlu presta, sleppa við aö fara á hæli eöa lenda i vandræðum. Mér viröist að hér sé unnið starf, sem enginn leið er að meta, hvorki er varðar sparnað fyrir Þessa mynd þekkja allir reykvíkingar: Kórinn i Dómkirkjunni meö skirnarfont Thorvaldscns fyrir miðju. engin úrelt hugtök i lifi nútim- ans, heldur nauðsynlegir þættir til endurnýjunar og blessunar lifsins. Það er ekki nóg að koma fram með kenningar og staðhæfingar i trúarefnum. Framtið kristin- dómsins byggist á þvi, hvernig oss tekst að lifa lifinu i kærleika og trúartrausti, svo að það megni að breyta lifsstefnu og félagslífi vor mannanna. Vel mættum vér minnast orða E. Ben. á þessum föstutima: „Skammvinna ævi þú verst i vök þitt verðmæti gegnum lifiðerfórnin.” Óskar J. Þorláksson Föstuinngangur 1 dag er sunnudagurinn á föstuinngang. Hugvekja Kirkjusiðunnar er helgaður honum. Þá vaknar sú spurning gjarnan I huga okkar hvernig við getum tileinkað okkur þann frelsandi boðskap kærleiks- þjónustunnar, sem Kristur flutti mönnunum svo að hann geti orðið vekjandi, starfandi kraftur I lffi okkar, eins og komist er aö orðið I föstuhugvekjunni. Hún er aö þessu sinni skrifuð af sr. Óskari J. Þorlákssyni fyrrv. dómprófasti. Eftir aldarfjórðungs starf við Dómkirkjuna var hann einn af kunnustu borgurum Reykjavikur. Þvi lauk, er hann náði aldurstakmarki opinberra starfsmanna á siðasta ári, og mun um alla framtfð verða gildur þáttur i sögu þessa aldna og virðulega helgidóms reykvikinga.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.