Vísir - 06.03.1977, Blaðsíða 8

Vísir - 06.03.1977, Blaðsíða 8
«v • • Gömlu göturnar kallast veitur, og enn má sjá Ieifar af gatnakerfi miöaldanna I gamla miöbænum. Þær hétu oft eftir merkum fbúum eöa atvinnurekstri t.d. Danielsveita, Apotekerveita, Klúbbveita - og jafnvel Pissveita. i veitunum bjuggu almúgamenn og handverksmenn- kaupmenn og betri borearar til- heyröu öörum og finni hverfum. Gömlu timburhúsin í Þróndheimi Sál til sölu... Þaö vakti mikla athygli, þegar sál og sjarmi aldamótanna voru boöin föl til kaups i fasteignaaug- lýsingu, ekki alls fyrir löngu. 1 ljös kom, aö þau voru i liki timb- urhtiss viö Vesturgötu i Reykja- vik. Og sumir uröu hissa þegar forystumenn borgarinnar komu saman á liönu sumri, til aö verö- launa fegursta einbýlishús Reykjavikur, og gamalt timbur- hús varö fyrir valinu. Timi hinna mannlegUj hlýju timburhúsa er greinilega kominn — nú skipta menn glaöir á villu i Garöabæ og skipstjórahúsi viö Stýrimanna- stig. Hin öra uppbygging nýrra I- búöarhverfa siöustu árin kallar á andstæöu sina-„nostalgian”, hin angurværa löngun eftir hinu liöna, er allsráöandi. Mér kom fyrrgreind auglýsing i hug þegar ég i byrjun þessa mánaöar dvaldi vikutima I Þrándheimi, sem lengi vel hét Niöarós, og var konungs- setur og erkibiskupsstóll Islend- inga um aldir. 1 Þrándheimi er nefnilega aö finna einhverjar merkustu timburbyggingar I Evrópu og óviöa hafa heil hverfi timburhúsa varöveist jafn vel og þar. Kaupangurinn i Þránd- heimi Ólafur konungur Tryggvason stofnsetti kaupang á bökkum Niö- ar áriö 997 og dvaldi þar tföum. A- in rennur I bugöu gegnum bæinn og gefur honum svip. Alkunn er frásögn Laxdælu af viöureign Ólafs konungs og Kjartans I ánni, þegar þeir kaffæröu hvor annan i þrfgang og vissi hvorugur deili á hinum, fyrr en upp var staöiö. Tókust þá meö þeim kærleikar og fór svo aö lokum, aö Kjartan lét konung skira sig og menn sina til kristinnar trúar. Ólafur helgi Haraldsson geröi svo Niöarós aö aösetri sinu og lét hann gera kirkju heilögum Klemensi, sæfar- endum til verndar. Eftir aö hann féll I orrustunni aö Stiklastööum 1030 var hann grafinn I Klemens- arkirkjunni. En snemma tóku undur aö gerast; lind spratt fram viö gröf hans og sjúkir uröu heilir meina sinna. Var lik hans nú grafiö upp og var þaö óskemmt; höföu hár þess og neglur vaxiö. Ólafur helgi var látinn i skrin eitt kostulegt og grafinn ööru sinni, og varö á örfáum áratugum viöfræg- ur dýrlingur. Dómkirkjan i Niðarósi Niöarós varö svo erkibiskups- stóll 1152-3 og þá hófst bygging Niöarósdómkirkju, einhverrar stórkostlegustu steinkirkju, sem reist hefur veriö I norðanveröri Evrópu. Þaö er ekki fyrr en langt Sunnudagur 6. mars 1977 VÍSIR VISIR ■Sunnudagur 6. mars 1977 INNAN STOKKS OG UTAN eftir Björn Björnsson, leikmyndateiknara Dómkirkjan I Niöarósi, veglegasta guöshús á Noröurlöndum. Myndirnar sýna glöggt aö kirkjan er reist á löngum tima, tvöhundruö ár skilja á millistiltegundanna. Erkibiskupar sátu i Niöarósi frá 1152 allt til siöa- skipta og reistu sér mikinn bústaö, Erkibiskupa- garöinn, rétt sunnanundir kirkjuveggnum. Lág- ar, rammgerar byggingar úr steini, sem lykja um ferhyrndan garö. Þar eru nú til húsa marg- visleg söfn og sýningarsalir. Gömiu bryggjuhúsin, pakkhús, sem standa úti ána, þau elstu eru frá 1681. Nú eru aöeins eftir 25 hús. suöur I álfu aö hennar likar fyr- irfinnast. Smiöi kirkjunnar tók aldir og sér þess glögg merki, stillinn er fjölbreytilegur, allt frá þungum, rómönskum hálfbogum til fingeröustu skreytinga i há gotneskum stil. Margir stór- brunar hafa herjað á kirkjuna en jafnan hefur hún veriö endur- reist. Mikil viögerð stendur nú yf- ir á vesturgaflinum og steinsmið- ir og myndhöggvarar eyöa æfi sinni viö mótun dýrlinga og helgra manna. Timburby ggingarnar Niöarós, sem smám saman fékk nafniö Þrándheimur, óx jafnt og þétt og um 1750 hófst tlmabil hinna miklu timburbygg- inga og stóö fram til 1840. Þá risa flest þau hús sem enn standa og setja svip á bæinn. Þau eru bæöi mörg og merk en þeirra stærst og frægast er Stiftsgaröurinn, stærsta timburhús á noröurlönd- um, 1500fermetrar aöflatarmáli, upphaflega einbýlishús, sem rik ekkjufrú lét reisa sér 1774-78, til aö storka öörum finum frúm bæjarins, sem allar bjuggu stór- mannlega. Stiftsgaröurinn er aö öllu skipulagi I ætt viö óöalsset'ur franskra aöalsmanna þessa tlma, meö marga dýrlega veislusali, og þegar Karl Jóhann var krýndur I Þrándheimi 1818 var húsiö fyrst notaö sem konungsbústaöur. Stiftsgaröurinn hefur svo verið fast aösetur noregskonunga I Þrándheimi slðan 1906. Einstæð byggingalist Eldurinn, hinn mikli vágestur timburbæjanna, hjó stór skörö I húsaraöir Þrándheims fyrr á öld- um. Eftir mikinn bæjárbruna 1681 lagöi frægur húsameistari, Cicignon, drög aö breyttum bygg- ingarháttum. Breiö stræti skyldu hefta útbreiðslu elds og múrvegg- ur skilja milli húsa, sem nú sneru langhlið aö götu. Erlendir húsa- meistarar fluttu meö sér stH- brigöi umheimsins og I samvinnu viö smiöi og handverksmenn staðarins varö til einstæö húsa- gerðarlisti tré. Einkenni barokks og nýklassikur blandast „snikkaragleöi” iönaöarmanna úr nærsveitunum og árangurinn er sannköiluö paradis timbur- húsaaödáenda. Hraðbrautir eða sjarmi Þrándheimur er þriðji stærsti bær Noregs meö 135.009ibúa. Nú;- ttminn heldur innreiö sina þar eins og annarsstaöar og mörg gömul hús hafa falliö fyrir slaghamri framkvæmdamanna. Nú stendur til að greiða fyrir bilaumferö og leggja hraöbrautir og 50 hús á ár- bakkanum eiga aö vikja. Ekki eru allir á eitt sáttir meö þaö, og til aö vekja almenning til vitundar um þann mikla menningararf, sem gömlu hverfin geyma, hefur leikhúsiö I Þrándheimi, Trönde- lag Teater, sett upp sýningu, sem fjallar um vegalöggjöf, hraö- brautir og afleiöingar þeirra; meöferö málsins i bæjarstjórn og sofandahátt hins almenna borg- ara. Sýningin hefur oröiö til þess aö upp er risin fjölmenn hreyfing, sem berst fyrir friöun „Bakka- byggöarinnar” I Þrándheimi, þar sem stórvirkar vinnuvélar biöa þess aö afmá af jöröinni minjar um einhverja sérstæöustu timb- urhúsabyggð, sem ennþá er uppi- standandi á noröurlöndum. Stiftsgaröurinn, bústaöur noregskonungs I Þrándheimi, stærsta timburhús á Noröurlöndum. Byggt til aö þjóna duttlungum rikrar ekkju, sem vildi eiga stærra hús en vinkonurnar. Ólafur meö góövini sinum, séra Ingólfi Astmarssyni, presti aö Mosfelli. Ljósm örn Óskarsson „Eftír þoð ákvað ég að lœra á bíl" „Ég er fæddur á Skeiðum eftir aldamót. Faðir minn var ættaður frá Skálholti og þar bjó afi. Móðir min var af Skeiðum, en afi hennar bjó i Bolholti i Rangár- þingi. Ég vann við bústörfin þar til ég varð nokkuð vaxinn en fékk þá vinnu við Skeiðaáveit- una 1918, eftir frosta- veturinn mikla. Þá var klaki lengi i jörðu, og við urðum að sprengja klakann með hökum og skóflum og járnköllum til þess að ná skurðin- um nógu djúpum. Þá voru ekki hlifðartæki til fótanna neinskonar fyrir hendi og maður var i sinum sokkum og Spjallað við Ólaf Ketilsson um rútur og þingmenn, vegagerð og fleira Texti: Guðjón Arngrimsson Myndir: Jóhann G. Einarsson kúskinnsskóm og kuldahrollur þekktist ekki i þá daga. Þá við unnum og við óbilgjörnu klöppina, boruðum við með handkrafti fyrri tima þrjá metra á dag. Mitt takmark i lifinu þá var eins og ætið að starfa við verkið af heilum hug og þá eins og ætið hafði ég þá hugsjón að standa að sumu með þvi sjónarmiði að menn þurfa að fylgja eftir sinum vinnufélögum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.