Vísir - 24.03.1977, Síða 5

Vísir - 24.03.1977, Síða 5
5 vísm Fimmtudagur 24. mars 1977 Jón Hálfdónarson skrifar frá skákmótinu í Þýskalandi: Þaö kemur kynlega fyrir sjónir, að annar fridagurinn fellur á laugardag þegar al- menningur á fri og að mótiö byrjará sunnud. en ekkilaugar- degi. Um helgar var múg- ur og margmenni á mótinu, en dags daglega voru áhorfendur um-100 talsins. Það voru þvi greinilega margir sem vildu Uta meistarana augum og ýmsir úr þeim hópi hefðu án efa komið aftur ef aðbúnaður heföi verið betri. Litill fréttaflutningur 1 þýskum f jölmiðlum var litill sem enginn fréttaflutningur frá mótinu, enda var enginn frétta- stjóri á mótinu og þeim frétta- mönnum sem fylgdust með þvi litið hjálpað og frekar gert lifið leitt. Nú stendur skáklif með miklum blóma vlöa i Þýska- landi og framkvæmd olympiu- mótsins i Siegen 1970 var mjög vel af hendi leyst og lofuð af keppendum. Þess vegna er það undarlegt hvað illa var staðiö að mótinu i Bad Lauterberg. Ég tel ástæðuna vera þá, að þeir menn sem hafa komist til valda I þýska skáksambandínu séu ekki stórhuga og ekki vandanum vaxnir. Eins verður að hafa það i huga, að Bad Lauterberg er litill bær og þvi fáir skákmenn á staðnum til að taka þátt i framkvæmd mótsins. Eftir að hafa kynnst formanni skákfélagsins i Bad Lauterberg er mér til efs að hann kunni mannganginn. Þó má segja forystumönnum staðarins þaö til hróss, aö þeir fengu héraðsstjórn og bæjar- stjórn i Bad Lauterberg til að leggja fram 70 þúsund mörk eða um sex milljónir islenskra króna til mótsins. Þaö er lika noj. Karpov er litill vexti og ljúfmannlegur i framkomu. Það vekur athygli áhorfenda hve oft hann horfir á andstæöing sinn yfir skákborðinu. Hann fylgist gaumgæfilega með svipbrigð- um andstæðingsins og les ef- laust úr þeim hvort hann er taugaóstyrkur eða hvernig hon- um list á stöðuna og dregur af þvi sinar ályktanir. Meðalaldur kandidat- anna um fertugt Meöalaldur kandidatanna átta sem nú heyja keppni er um fertugt og þó lengi lifi I gömlum glæðum er ekki sennilegt að þar næsti áskorandi komi úr þeim hópi. Ef litiö er til þeirra stór- meistara sem eru á aldur við heimsmeistarann og náð hafa athyglisverðum árangri koma upp nöfnin Ulf Anderson frá Svi- þjóð, Jan Timman frá Hollandi, Eugene Torre frá Filipseyjum, Tony Miles frá Englandi, Oleg Romanishin frá Sovétrikjunum og svo náttúrulega Mecking. Fjórir þeirra ofantöldu tóku þátt I mótinu i Bad Lauterberg. Robert Hubner veröur lika að teljai þessum hópþóég efist um að hann sæki svo langt fram, en um það hef ég fjallað áður. Hubner tefldi fyrstu umferöirn- ar i mótinu af leikgleði, en veiktist siðan af inflúensu og gerði þá mörg skyndijafntefli. Siðan tapaði hann tveimur skákum i siöari hlutanum. Ulf Andersson býr sennilega yfir of litilli sköpunargáfu eða gleði til að ná upp á hæstu tinda. Skákstillhans er þurr og þungur og likist ekki fléttutafli hálf- nafna hans Anderssen. Anders- son virtist ekki haldinn mikilli keppnisgleði i Bad Lauterberg og samdi oft um jafntefli i ótefldum stöðum. Hann varö jafntefliskóngur mótsins, gerði 14 jafntefli. Torre er mjög mistækur og sannreyndist það hér nú sem fýrr. Tony Miles er yngstur ofangreindra skákmanna, • aö- eins 21 árs að aldri og hann varð fyrsti stórmeistari Englands. Miles varð um miöju er mótinu var lokið, en ég hef þá trú aö hann nái langt þegar hann öðl- ast meiri reynslu. Jan Timman varð i ööru sæti I mótinu og er i svipinn greinilega sterkastur þeirra ungu manna sem hér tefldu. Hann vann fimm skákir i röö og tryggði sér annaö sætið með jafntefli i tveimur siðustu umferðunum. Timman teflir alltaf ótrauður til sigurs og ef hann leggur af óþarfa bjartsýni, mér er næst að kalla þaö kæru- leysi, verður hann heimsmeist- araefni. Friðrik féll fyrir Geru- sel Friðrik Ólafsson tefldi marg- ar góðar og skemmtilegar skák- ir á mótinu og átti góöa mögu- leika á efstu sætunum þar til hann féll fyrir Gerusel 113. um- ferð. Það er eins og létt og lipur taflmennska Friðriks biti ekki á minni spámenn. Þetta tap batt enda á vonir Friðriks og þaö var aðdáunarvert hvað hann tók þvi með miklu jafnaðargeði. Englendingurinn Keene tók ágætansprettum mittmótið, en tapaði siðan fyrir Gerusel og fékk það svo mikið á hann aö hann náði sér ekki i þeim um- ferðum sem eftir voru. Ég hef það eftir Friðrik, aö amerikan- ar kalli menn eins og Gerusel „spoiler” þvi þeir snú-við rétt- látum úrslitum móta. Csom, Sosonko, Liberzon og Gligoric náðu þeim árangri sem viö var að búast eftir skákstig- um þeirra. Aðdáunarverð var hin ágæta frammistaða Fur- mans.hinsaldna þjálfara Karp- ovs. Heimamennirnir Wocken- fuss og Gerusel sóttu mjög i sig veörið þegar á mótiö leiö, en Herman brotnaði niður. Hann byrjaði vel og állt leit út fyrir aö hann næði alþjóðlegum meistaratitili, en tapaöi mörg- um siðustu skákunum. Lýkur hér með frásögnum af mönnum og málefnum i Bad Lauterberg og séu þeir ekki dánir þá lifa þeir enn. JónHálfdánarson hefurskrifaðskemmtilegar fréttir af skákmótinv i Bad Lauterberg fyrir VIsi. Jón er búsettur I Göttingen þar sem hann er prófessor við háskólann. Þessi mynd var tekin af Joni og einu barna hans I siðustu heimsókn fjölskyldunnar hingað tii iands. ástæðan fyrir þvi að þetta af- mælsimót er haldið i Bad Lauterberg en ekki i einhverri stórborganna, þar sem fram- kvæmdin heföi vissulega farið betur fram. Ég átti tal við fyrirmann Ur héraðsstjórninni um daginn og hann var dapur yfir þvi hve litið birtist i f jölmiölum um mótið og var reiður þeim mótsstjórnend- um. Ég gat glatt hann með þvi að segja honum, að itarlega væri greint frá mótinu I Júgó- slavlu, Hoilandi og á Islandi. Um leiö vil ég koma þvi á fram- færi, að Bad Lauterberg er fallegur bær og umhverfið fag- urt eins og allur þjóðgarðurinn Harzf jöll. Karpov traustur! sessi Svo við snúum okkur aftur að mótinu þá sigraði heimsmeist- arinn Karpov örugglega og sýndi jafnbesta taflmennsku allra keppenda. Hann komst aö- eins einu sinni i taphættu og það varskákinvið Csom. Ég held að það veröi ekki auðvelt neinum þeirra skákmanna sem nú hey ja kandidataeinvigin, að velta honum Ur sessi. Þá þurfa þeir aö minnsta kosti að fækka afleikjunum, en heimsmeistar- inn leikur vart af sér. Karpov er þrautseigur varnarskákmaður og lunkinn i endatöflum. Svo vitnað sé i Kortsnoj, þá er hann mjög sterkur skákmaður en ekki snillingur eins og Fischer. Kortsnoj taldi sovéska skák- sambandiö draga mjög taum Karpovs i lokaeinviginu i sið- ustu heimsmeistarakeppni, enda væri hann skapaöur úr rússneskri moldu og úr öreiga- stétt, en ekki gyðingur af menntamönnum eins og Korts- Alþjóðaskákmótinu i Bad Lauterberg, sem haldið er i tilefni hundrað ára afmælis þýska skáksambands- ins, er nú lokið. í júli 1877 komu menn viða að úr Þýskalandi sam- an i Leipzig til að fagna þvi, að 50 ár voru liðin frá þvi að skákjöfurinn Adolf Andersen hóf skákferil sinn. Setja þarf reglur um alþjóðamót Ýmsar deilur voru þá uppi milli skákfélaga Þýskalands Til að minnast þessa merka afmælis á vegleg- an hátt, fékk þýska skáksam- bandið marga sterkustu skák- menn heims til að taka þátt i hátiðamóti i Bad Lauterberg,en þvi miður var skipulag mótsins ekki með glæsibrag og varð mótið þvi ekki eins litrikt og annars hefði orðið. Þaö er sennilegt, að hátiöa- mótið 1877 hafi verið haldið með svipuðum hætti og mótið núna i Bad Lauterberg. Þannig hefur 100 ára reynsla komiö aö litlu gagni. Eini votturinn um tækni nútimans á skákstað hér var sjónvarpsvél sem sýndi stöðu einnar skákar. Ég veit ekki hvort sýningarborð voru I notk- un 1877, en stjórnendur mótsins núna virtust að minnsta kosti ekki þekkja til þeirra. Það er kominn timi til að alþjóðaskáksam bandið setji reglur um alþjóöaskákmót og þær kröfur sem þarf að uppfylla um aðbúnað og mótshald. Það ætti að vera sjálfsagður hlutur, að allar skákir sem tefldar eru séu sýndar á sýningaborðum og umhugsunartimi og þeir leikir, sem hafa verið leiknir, skrifaðir á þar til gerðar töflur, en fleira kom til. 1 Bad Lauterberg áttu keppendur aðeins tvo fridaga meðan mótið stóð yfir. Það hóst á sunnudegi, fridagur var á laugardegi, og siðan voru tefld- ar átta umferðir i striklotu en siðari fridagurinn var dagurinn fyrir siðustu umferð. Þaö þarf ekki að orðlengja það, að hér var gengið hart að keppendum og þvi ekki að undra að margar skákir úr hverri umferð enduðu fljótlega i jafntefli. Ég er þeirrar skoöunar, aö at- vinnumenn I skák tefli ekki að- eins fyrir sjálfa sig heldur lika til aö skemmta áhorfendum þeim sem tefla upp skákirnar. Undir ofangreindum kringum- stæöum er varla hægt að krefj- ast þess að keppendur sýni lit- rika taflmennsku. f .... < Það verður enginn leikur að velta Karpov úr sessi ......... -þótt hann sé ekki snillingur eins og Fischer

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.