Vísir - 24.03.1977, Side 10
10
VÍSIR
Ctgefandi: Keykjaprcnt hf. . i
Framkvæmdastjóri:DavfÖ Guðmundsson
Hitstjórar:Dorsteinn Pálsson dbm. |
ólafur Ragnarsson
Uitstjórnarfulltrúi: Bragi GuBmufidsson.f Fréttastjóri erlendra frétta:GuftmundurPétursson. Umsjón
meö helgarblaöi: Arni Þórarinsson. Blaöamenn: Edda Andrésdóttir, Einar Guöfinnsson, Elfas Snælantí
Jónsson, Finnbogi Hermannsson, Guöjón Amgrfmsson, Kjartan L. Pálsson, öli Tynes, Sigurveig
Jónsdóttir, Sæmundur GuÖvinsson, iþróttir: Björn Blöndal, Gylfi Kristjánsson. Akureyrarritstjórn:
Anders Hansen. Utlitsteiknun: Jón Oskar Hafsteinsson og Magnúr Olafsson. Ljósmyndir: Jens Alex-
andersson, Loftur Asgeirsson, Auglýsingastjóri: Þorsteinn Fr. SigurÖsson. Dreifingarstjóri: Siguröur
R. Pétursson.
Auglýsingar: Siöumúla 8. Slmar 11660, 86611. Askriftargjald kr. 1100 á mánuöi innanlands.
Afgreiösla: liverfisgata 44. Simi 86611 * Verö I lausasölu kr. 60 eintakiö.
Ritstjórn: Siöumúla 14. Slmi 86611, 7 ifnur Prentun: Blaöaprent hf.
Akureyri. Slmi 96-19806.
Mannréttindin
kaffœra
einrœðisstjórnina
Kosningaúrslitin á Indlandi eru merkileg fyrir
margra hluta sakirog þau eru fagnaöarefni, sem vert
er íhugunar. Þau eru veruleg upplyfting fyrir lýð-
ræðisöf lin í heiminum# er óneitanlega hafa átt í vök að
verjast. Og þau eru til marks um, að það er engan veg-
inn auðvelt að bæla frelsið niður, þar sem mannrétt-
indi hafa á annað borð fest rætur.
Það var mikið áfall, þegar Indira Gandhi svipti þjóð
sína i einni skyndingu lýðræðislegum grundvallarrétt-
indum. Valdatakan var ekki aðeins ofríki gagnvart
borgurum Indlands og fordæmanleg fyrir þær sakir,
hún var ekki síður niðurdrepandi fyrir lýðræðisöf lin í
heiminum. Indland er næst f jölmennasta ríki veraldar
og það skiptir því máli fyrir aðra, hvernig því er
stjórnað.
Lýðræði er undantekningarstjórnarfar í okkar
heimi. Ríki öðlast sjálfstæði, en frjálsum borgurum
f jölgarekki aðsama skapi. Að þessu leyti stóð Indland
eins og eitt út af fyrir sig i sínum heimshluta. Það var
stór klettur í hinum stóra heimi.
Menn undruðust oft, hvernig unnt var að viðhalda
frjálsum stjórnarháttum á Indlandi, þar sem alþýðu-
menntun er af jafn skornum skammti og raun ber
vitni. Kjarni málsins er þó sá, að mannréttindi hafa í
gegnum aldirnar verið I hávegum höfð á Indlandi,
tjáningarfrelsið hefur verið eitt af eðliseinkennum
þjóðfélagsins. -
Þegar einræðisstjórn hefur nú verið brotin á bak
aftur, kemur í Ijós, að tjáningarfrelsið var of rótgró-
inn þáttur í lífi þjóðarinnar til þess að ofríkisstjórn
gæti þrifist þar til lengdar. Endurheimt lýðræðis í Ind-
landi á þvi ekkert skylt við breska arfleifð í landinu.
Því verður ekki haldið fram með rökum, að bretar
hafi sáð frækorni sjálfstæðis og borgaralegra mann-
réttinda á Indlandi. Þeir eðlisþættir þjóðfélagsins eru
miklum mun eldri.
Af þessu má draga þann lærdóm, að borgaraleg
mannréttindi verða ekki með öllu hunsuð, þar sem þau
hafa á annað borð fest rætur. Við höfum að vísu ekki
mörg dæmi þess, að borgarar hafi endurheimt sjálf-
stæði sitt, eftir að hafa einu sinni misst það. Það átti
sér þó stað í Grikklandi og hefur verið að gerast í
Portúgal og á Spáni.
Stjórnarfarslegt sjálfstæði þjóða með lýðræðisleg-
um stjórnarháttum er fallvalt, ef mannréttindin eru
ekki grundvallarþáttur i þjóðlífinu. Á sama hátt er
lýðræðið sterkt, þar sem tjáningarfrelsið er eðlislægt.
Það sýna umskiptin á Indlandi.
Á þessum vetri hefur risið upp hreyfing í þágu
mannréttinda, sem gengið hefur þvert á öll landa-
mæri og á ef til vill fyrst og fremst upptök sín hinum
megin járntjaldsins. Augu manna hafa opnast fyrir
þeirri staðreynd, að hugmyndir um bætta sambúð
ríkja, sem búa við ólíka stjórnarhætti, eru út í bláinn,
nema menn taki mannréttindabaráttuna inn í mynd-
ina.
Það sem máli skiptir er að vinna að framgangi
borgaralegra mannréttinda án nokkurs tillits til
landamæra. Menn sætta sig ekki lengur við heims-
valdapólitík þar sem hagsmunum er skákað fram og
til baka í því skyni að tryggja bætta sambúð, ef
gleyma á þeim frumrétti borgaranna að fá að tjá hug
sinn allan.
Kosningaúrsiitin á Indlandi ættu að verða mönnum
áminning um að herða mannréttindabaráttuna og ís-
lendingar eiga að leggja sittaf mörkum í þeim efnum.
Fimmtudagur 24. mars 1977
vism
flokksins beriast um flokkinn i islenzkri póli-
Kí>cca** - - * >---**' ^ f i j. . • . t «#
siiiiMq niTi irra
roour
t>aö er réft h>* *'
rviatthias Johannessen,
Styrmir Gunnarsson
Ti
Eitt sérkenni fslenskra stjórn-
mála er, aö allir stjómmála-
flokkar hafa starfaO einhvern
tfma saman i rikisstjórn. Þrátt
fyrir þetta er íslenskum stjórn-
málamönnum ekki sama meö
hverjum þeir vinna og um langt
skeiö hafa þróast i stjórnmála-
flokkunum ákveðnar skoðanir
um óskasamstarfsaöila. Þessar
skoöanir hafa ekki verið byggö-
ar á þeim málefnagrundvelli,
sem flokkarnir telja sig starfa
á, eins og flestir myndu búast
viö, heldur mótast þær af mati á
þvi hvers konar samstarf sé llk-
legt til aö skapa sterka rlkis-
stjórn. Rfkjandi mat á þessu er
aö sterk rikisstjórn þurfi aö eiga
traust Itök annars vegar i rikis-
bákninu og fjármálalffi, hins
vegar I verkalýöshreyfingunni.
t óskasamstarfi þarf þvi aö vera
einn borgaralegur flokkur, sem
hefur þaö fyrrnefnda, og verka-
lýösflokkur. 1 raun hefur
Alþýðubandalagiö og Framsókn
hyllsttilsamstarfs á annan bóg-
inn, en Sjálfstæöisflokkur og
Alþýðuflokkur á hinn. Meö
þessum hætti hefur myndast
óformlegt fyrirkomulag tveggja
valkosta um stjórnarmyndanir.
Samstarf Sjálfstæöisflokks og
Framsóknar I núverandi rlkis-
stjórn er aö sönnu undantekning
frá þessari reglu, enda er þaö
einkennandi, aö frá upphafi
þess samstarfs hefur þaö marg-
oft verið tekiö skýrt fram af
beggja hálfu aö samstarf þeirra
sé neyðarúrræði og báöir kysu
aöra samstarfsaðila frekar.
Störfin i rikisstjórninni hafa og
gengiö eftir þessu.
[Brestir i bygging-
lunni
NU upp á siökastið er eins og
[ brestir séu aö koma i þessa
'byggingu. Þannig hefur dregiö
mjög úr áhuga almennra
I flokksmanna I Alþýðubandalag-
Gröndal. Nú um skeiö hefur for-
maöurinn varla mátt láta svo
orö frá sér fara i Alþýðublaöinu,
aö Morgunblaöiö sæi ekki
ástæöu til aö svara honum og
andmæla sérstaklega.
Byltingaráform?
NU nýlega kastaði tólfunum.
Þá var þvf haldiö fram á slðum
Morgunblaösins, aö forystu-
menn Alþýöuflokksins ynnu nú
aö þvi aö koma af staö pólitisk-
um verkföllum gegn vilja vinn-
andi fólks i þeim illa og eigin-
gjarna tilgangi aö velta rfkis-
stjórninni Ur veldisstólum og
setjast i þá sjálfir. Þennan ljóta
leik heföu forystumenn Alþýöu-
flokksins einnig leikiö i vinnu-
deilunum á siöasta ári, en sem
betur fer mistekist aö ná mark-
miöum sínum. Þessu var
auövitaö harkalega mótmælt i
Alþýðublaðinu og hlutust af
nokkur óvægin oröaskipti.
1 kjölfar þessa birti
Morgunblaöið s.l. sunnudag
Reykjavikurbréf, sem aö mestu
leyti fjallaöi um formann
( Síðdegisþqnkqr ]
n
Finnur Torfi
Stefánsson skrifar
• ■ v
sig af þessum illa grun býöur
blaðíö honum aö svara tveim
spurningum. I fyrsta lagi |
„hvort einhverjir jafnaöar-
menn vilji byltingu að dómi for-1
manns Alþýöuflokksins?” og i
ööru lagi „hvort hann telji að
einhverjir jafnaöarmenn séu |
ólýöræöislegir?”
Ólýðræðislegt framboð
Þegar Morgunblaöiö hefurl
þannig sýnt Alþýöuflokksmönn-1
um fram á, aö Morgunblaöiö,
Sjálfstæöisflokkurinn og fs-
lenska rikisvaldiö sé grundvall-
aöá jafnaöarstefnu og ennfrem-1
ur aö Benedikt Gröndal sé aö
likindum kommúnisti, vikur
blaöiö aö innanflokksvandamál-
um Alþýöuflokksins. Er sér-l
staklega rætt um vandamál ,,i|
sambandi við framboö flokksins
fyrir vestan”, en eins og menn
vita er vesturland kjördæmi |
Benedikts Gröndal.
Ekki býöur Morgunblaöiö I
fram neina aöstoö viö lausn
þessara vandamála að sinni, en
gefur i skyn aö Benedikt kunni |
aö beita einhverjum fanta-
brögðum. Lætur Morgunblaöiö i I
Ijós þá frómu ósk aö mál þessi
veröi „leyst á lýöræðislegan
hátt”.
Ekki er auövelt aö sjá skýr- j
ingar á þvi hvers vegna
Morgunblaöið leggur nú fæö á
Benedikt Gröndal. Sennilega
veröur aö kenna um duttlung-
um stjórnmáianna. Augljóster,
að blaöiö hyggst grafa undan
Gröndal innan eigin flokks,
jafnvel aö koma i veg fyrir
framboö hans við næstu kosn-
ingar. Ekki hefur verið kunnugt
um nein vandamál tengd fram-
boöi Alþýöuflokksins „fyrir
vestan” fyrr, en Morgunblaöiö
hyggst augljóslega búa þau til.
Ný viðhorf
Reykjavikurbréf Morgun-I
Mólgagn ríkisvaldsins
og Benedikt Grðndal
inu á samvinnu viö Framsókn-
arflokkinn, einkum eftir aö
uppvist varö um þau miklu
áhrif, sem fjármálamenn hafa
innan flokksins. Þyngra á
metunum viröist þó vega þaö
uppgjör, sem nú fer fram milli
Morgunblaösins, málgagns
Sjálfstæöisflokksins og einnig
rikisvaldsins á Islandi um nær
samfellt 30 ára skeiö og Bene-
dikts Gröndal, formanns
Alþýðuflokksins.
Iönir blaöalesendur munu
hafa veitt þvi athygli aö undan-
farnar vikur og mánuöi hafa
breyst mjög viöhorf
Morgunblaösins til Alþýöu-
flokksins. Aöur ræddi
Morgunblaöið oftast um störf
Alþýöuflokksins af tiltölulegri
sanngirni. Nú er kominn nýr
tónn og mun hryssingslegri. Þaö
er ennfremur athyglisvert, aö
Morgunblaöið beinir ekki spjót-
um sínum beint að Alþýöu-
flokknum sjálfum, eins og
venjulegast er i stjórnmáladeil-
um, heldur hefur langt i einelti
formann flokksins, Bened-ikt
Alþýðuflokksins, Benedikt
Gröndal. Reykjavikurbréfinu
var augljóslega ætlaö aö hafa
áhrif fyrst og fremst á flokks-
bræöur Benedikts f Alþýöu-
flokknum og skilmerkilega
gefiö i skyn, aö enda þótt
Morgunblaöiö aöhylltist frjáls-
hyggju og ihaldsstefnu, þá berj-
ist þaö fyrir blönduöu hagkerfi
og áætlunarbúskap líka.
Ennfremur að Morgunblaöiö
sé hjartanlega sammála
Anthony Crossland, nýlátnum
breskum sósialista, um flest
grundvallaratriöi stjórnmál-
anna.
Kommúnistinn
Benedikt?
Eftir aö hafa sakaö formann-
inn um aö fara „óvarlega með
orö” og vera meö „órökstuddar
fullyröingar” kemst blaöiö aö
kjarna málsins. Morgunblaöiö
er ekki grunlaust um aö Bene-
dikt Gröndal sé kommúnisti. Til
þess aö sýna fyllstu sanngirni og
gefa Benedikt kost á aö hreinsa
blaðsins sýnir vel hve
mikið vatn hefur runniö til
sjávar siöan Viöreisnarstjórnin
sat viö völd. Ekki aöeins hefur j
Alþýðuflokkurinn breytt mjög
um svip, heldur Sjálfstæðis-1
flokkurinn einnig.
Þar halda nú aörir og ööruvisi
menn um stjórnvölinn en var á
viöreisnarárunum. A þeim tima
var greiöur samgangur milli
Alþýöuflokks og Sjálfstæöis-1
flokks. Ritstjórar Morgunblaös-
ins höföu þá oft rika tilfinningu [
fyrirþvi hvernig menn hugsuðu
i Alþýöuflokknum og gátu meö
lagni haft ýmis áhrif á gerðir
manna þar. Þessi timi er nú
liöinn og er Reykjavikurbréf j
Morgunblaösins gott dæmi þar
um. Þaö ereinkumi tvennu sem
Morgunblaöinu skjátlast um
Alþýöuflokkinn. í fyrsta lagi aö
efast um, að Benedikt Gröndal
njóti óskoraös trausts og fylgis.
I öðru lagi aö halda, aö enn sé
hægt aö hræöa islenska jafn-
aöarmenn meö kommagrýl-
unni.