Vísir - 24.03.1977, Page 19

Vísir - 24.03.1977, Page 19
AVx { * Útvarpsleikritið klukkan 20.05: „Látalæti” eftir franska höfundinn Eugéne Labiche: heitir útvarpsleikritið i kvöld. Þýðandi er Hólmfriður Gunnarsdöttir, en leikstjóri er Rúrik Haraldsson. 1 stærstu hlutverkunum eru Ævar Kvar- an, Guðrún Stephensen, Stein- dór Hjörleifsson og Margrét ólafsdóttir. Flutningur leiksins tekur um það bil klukkustund. Þetta er franskur gamanleik- ur i hefðbundnum stfl. Emme- line, dóttir Malingear-hjónanna, er hrifin af Fréderic syni Rati- nois bakara og vill giftast hon- um. Fjölskyldurnar vilja ekki láta sitt eftir liggja og þykjast hvor annarri flnni og örlátari á heimanmundinn. Þetta verður að hreinum skrlpaleik, þar sem Franskur ##™W I Ulw 11 gomanleikur raunverulegar tilfinningar elsk- endanna gleymast I allri yfir- borðsmennskunni. Eugéne Labiche fæddist I Paris árið 1815. Hann var sonur auðugs iöjuhölds, stundaöi nám I lögfræöi, og aflaði sér fyrst frægöar með leikritinu „La cu- vette d’eau” árið 1837. Labiche hefur verið kallaður meistari Boulevard-leikjanna. Alls samdi hann um 100 gamanleiki þar sem hann hendir góðlátlegt gaman að veikleika mannsins. Honum var einkar lagið að syna borgarastéttina I skoplegu ljósi. Þekktast leikrita hans mun vera „ltalskur stráhattur”, sem Þjóöleikhúsið sýndi veturinn 1967-68. Labiche varð félagi I Frönsku akademíunni áriö 1880. Hann lést I Paris árið 1888. „Látalæti” er fyrsta leikrit La- biche, sem útvarpið flytur. Ég horfði á umræðuþáttinn um grunnskólann á þriðjudag- inn og þótti hann nokkuð góður. Ég held að það megi gjarnan þakka sjónvarpinu fyrir þennan þátt og annan sem sýndur var ekki alls fyrir löngu um málefni grunnskólans, þvf að þar komu fram upplýsingar sem ég held að almenningi sé nauðsyn á að vita. Ég fór að velta fyrir mér eftir þennan þátt hvað sjónvarpið væri eiginlega ágætur miðill til að miðla fróöleik. En þvl miöur hefursjónvarpið ekki aðstöðu til þess að koma þvi á fót. En ég vona að þaö verði. Óhugnanlegar staðreyndir Nú, ég sá dálitið úr reykinga- þættinum, og þar komu fram ákaflega óhugnanlegar stað- reyndir. Maður þarf þvi miður að hleypa i sig dálitlum kjarki til að horfa á þá og maður fer ósjálfráttað velta fyrirsér gildi áróöursgegn tóbaksreykingum. Ég held að hann þurfi að vera miklu meiri og miklu samfelld- ari. Áróðurinn þarf að vera minnsta kosti jafnmikill og sá áróöur sem framleiöendur tó- baksins standa fyrir, og meiri, vegna þess að áhrif reykinga eru allt I kringum okkur, þvi margir reykja. Ef þetta væri hægt tel ég að árangurinn yröi mun betri en ef teknar eru þess- ar skorpur, þó ég sé alls ekki að draga úr gildi þeirra. Brúðurnar alltaf jafh ágætar Miövikudagur og föstudagur féllu alveg úr hjá mér, svo ég gat þvi miður ekki horft á prúöuleikarana I þetta sinn. Annars horfi ég alltaf á þá ef ég get, og finnst þeir óhemju skemmtilegir. Þarna eru sagðir góðir brandarar og gert grin aö skemmtanaiðnaðinum, og svona fjölmiölaiðnaði. Ég hef alltaf haft gaman af brúðum og mér finnst Þrándur Thoroddsen þýða þetta mjög vel. Gestirnir I þessum þáttum eru nú misjafn- ir, en brúðurnar alltaf jafn ágætar. Annar þáttur sem ég get alltaf hlegið aö er Hótel Tindastóll, dýrlega vitlaus. En þátturinn núna á laugardaginn var ekki alveg eins skemmtileg- ur og margir hinna hafa verið. Ég horfi yfirleitt ekki á bló- myndir þær sem eru I sjónvarp- SÉÐ ÚR SJÓNVARPSSTÓLNUM „Prúðuleikorarnir óhemju skemmtilegir" Svava Jakobsdóttir rœðir um dagskróna inu, nema ég hafi grun um að myndin sé góð, eða þá aö ég er svo þreytt aö ég nenni ekki að gera neitt annað. Van Gogh og ameriska Ég horfði á myndina um Van Gogh á laugardagskvöldið, og býst við að hún njóti sin betur i kvikmyndahúsi á breiðtjaldi og I litum, en I sjónvarpi. Myndin var ágæt, nema hvað það trufl- aði mig nú svolitið að heyra Van Gogh tala amerisku. Þegar ég var að horfa á þessa mynd kom upp I hugann mjög skemmtileg endurminning. Eg hef nú aöeins einu sinni á ævinni komið til Parlsar, fyrir mörg- um, mörgum árum. Ég var viö nám I Oxford i Englandi og fór til Parisar bæði til að sjá borg- ina og heimsækja bekkjarsystur mlna og vinkonu, Vigdlsi Finn- bogadóttur. Hún gat náttúru- lega ekki verið með mér á hver jum degi þvi hún var sjálf I námi en hún útbjó mig á hverj- um degi með stundatöflu. Svo gekk ég af stað með þessa stundatöflu Vigdisar og kort af borginni. Eitt af þvl sem hún sendi mig til að skoða var im- pressionista safnið. Og það verður mér alveg ógleymanleg heimsókn, að sjá allar þessar myndir svona dýrlega fallegar, samankomnar á einum staö. Það var gaman að rifja þetta upp þó ég sæi þær ekki I litum I kvikmyndinni. íslenska bændamenningin Ég horfi alltaf'á þáttinn tlr einu í annaö og mér finnst stjórnendum þáttarins hafa tek- ist vel til við að velja efni sem höfðar til, að ég held, mjög margra. Bæði fólks á misjöfnu aldursskeiði og með misjöfn áhugamál. Þau eru oft með skemmtileg viðtöl eins og til dæmis viðtalið við Einar Bolla- son, sem ég held að hljóti að hafa vakið alla til umhugsunar. Viðtalið viö gamla bóndann var lika ákaflega skemmtilegt. Þaö var búiö að lýsa þvl að þau byggju þarna við engin nútlma- þægindi og allt væri mjög fornt. Þaö var því ákaflega sláandi og segir sina sögu um islenska bændamenningu gegnum aldir, aö þaö fyrsta sem maöur rak augun I voru bókahillur bak við gamla manninn. Mér virtist aö þarna værieiginlega haldiö uppi merki menningar og lista and- spænis þessum ofboöslega tæknihraöa sem gengur yfir okkur hin. Af hverju ekki á bakinu? Á sunnudaginn horfði ég á Húsbændur og hjú. Ég hef nú ekki séð alla þættina, en að þvi að ég get best dæmt virðist mér þeirsýna aðþetta sé nokkuð góö aldarfarslýsing. Það er sýnt inn I hætti fólks, eins og þeir voru og eru kannski sumsstaöar enn i Bretlandi. Þetta eru náttúru- lega llfshættir sem okkur er kannski ógerningur að skilja til fulls. 1 sambandi við stéttaaf- stöðu, þrátt fyrir það jafnræði sem manni virðist nú rikja I Bretlandi, get ég sagt þér eina smásögu, sem kom einu sinni fyrir mig út I Bretlandi. Ég var á gangi út á götu með eng- lendingi og sá tilsýndar gamla konu, bogna, sem bar poka á bakinu. Mér virtist það vera kolapoki. Mér brá við þessa sýn og sagði: „Hörmung er aö sjá þessa gömlu konu með poka á bakinu.” Englendingurinn leit á mig og sagöi: ,,Af hverju, er ekki auðveldast fyrir hana að bera hann á bakinu?” And- spænis svona hugsunarhætti er ekki auövelt að byggja upp stéttleysi og jafnræöi. Skákmennirnir Ég vil svo bara enda þetta með þvi að þakka skákmönnun- um fyrirdaglega heimsókn. Það hefur veriö ákaflega skemmti- legtað horfa á þá. Það var þing- fundur á mánudagskvöldið þannig aö ég gat ekkert horft á sjónvarpiö þá. Mig hefði hins- vegar langaö til að sjá myndir Haraldar og tónlist Jóns viö Þrymskviðu aftur. —GA 14.30 Hugsum um þaö, — sjöundi þáttur Andrea Þórðardóttir og GIsli Helga- son ræða við unga konu, sem segir frá reynslu sinni sem áfengisneytandi. 15.00 Miðdegistónleikar leikur Strengjakvartett I C- dúr op. 61. eftir Dvorák. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veöurfregnir). 16.40 öryggismál byggingar- iðnaðarins Sigursveinn Helgi Jóhannesson málara- meistari flytur siðara erindi sitt: Leiðin fram á viö. 17. 30Lagið mitt Anne-Marie Markan kynnir dskalög barna innan tólf ára aldurs. 19 35 Daglegt mál. Helgi J. Halldórsson flytur þáttinn. 19.40 Einsöngur i útvarpssal: Guðrún A. Slmonar syngur Islensk og erlend lög. Guð- rún A. Kristinsdóttir leikur á pianó. 20.05 Leikrit: „Látalæti” eftir Eugéne Labiche 21.05 „Sumarnætur” op. 7 eft- ir Hector Berlioz Yvonne Minton syngur með Sinfónluhljómsveit útvarps- ins I Stuttgart. Stjórnandi: Elgar Howarth. — Frá út- varpinu I Stuttgart. 21.40 „Bréf til Þýskalands” eftir Hermann Hcsse, Haraldur ólafsson lektor les þýðingu sina. 22.00 Fréttir. 22.15 Veöurfregnir. Lestur Passiusálma (40) 22.25 Kvöldsagan: „Sögukafl- ar af sjálfum mér” eftir Matthfas Jochumsson Gils Guðmundsson les úr sjálfs- ævisögu hans og bréfum (12). 22.45 Hljómplöturabb. Þorsteins Hannessonar. 23.35 Fréttir. Einvlgi Horts og Spasskýs: Jón Þ. Þór rekur 12. skák. Dagskrárlok um kl. 23.55.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.