Vísir - 31.03.1977, Side 5
visnt
c
A*
■v
i 5
D
Mörkín urðu fímm
gegn Luxemborg!
— Ensko liðið byrjoði illa en bjargaði andfitinu með fjórum
mörkum ó 20 mínútum í siðari hálfleik
„Ég hef ekki verið ánægður
með þrjá siðustu leiki okkar hér á
Wembley, en i kvöld hef ég yfir
engu aö kvarta” sagði Don Revie,
einvaldur enska landsliðsins i
knattspyrnu, eftir að liö hans
hafði sigrað Luxemborg 5:0 i
öðrum riðli undankeppni heims-
meistarakeppninnar á Wembley
leikvanginum i Lundúnum i gær-
kvöldi. „Með smáheppni hefðum
við getað skorað helmingi fleiri
mörk” sagði Revie.
Enska liðið byrjaði vel og eftir
aðeins niu minútna leik hafði
Kevin Keegan náö forystunni með
fallegu skallamarki. En eftir það
gekk hvorki né rak og i hálfleik
ákvað Revie að setja Paul Mar-
iner inná fyrir Joe Royle 1 von um
betri árangur.
Við þessa breytingu lifnaði
heldur betur yfir enska liðinu sem
skoraði fjögur mörk á 20 min-
útum i siðari hálfleik. Fyrst
skoraði Trevor Francic á 58.
minútu, sjö minútum seinna bætti
Ray Kennedy þriðja markinu við
— og þrem minútum siöar skoraði
Mick Channon fjórða markið með
frar unnu frakka
með marki Brady!
Staðan i 5. evrópuriðli for-
keppni HM I knattspyrnu er nú
galopin eftir að trland sigraði
Frakkland með einu marki gegn
engu I Dublin í gærkvöldi. Frakk-
ar eru með forustuna í riðlinum,
en búlgarir hafa tapað fæstum
stigum.
Það var Arsenal-leikmaöurinn
Liam Brady sem skoraði eina
mark leiksins i gærkvöldi. Hann
fékk boltann eftir aukaspyrnu
Johnny Giles sem lék sinn 48.
landsleik fyrir trland (nýtt met)
átti mjög góðan leik á miðjunni,
og var auk þess nærri þvi að
skora sjálfur. Þrumuskot hans af
35 metra færi small i þverslánni,
og Don Givens sem náði „frákast-
inu” skallaði.hárfint yfir.
Frakkarnir þyngdu sókn sina er
á siðari hálfleikinn leið, en þeir
komust litt áleiöis gegn sterkri
vörn Iranna. Þó fengu þeir gott
tækifæri á 70. minútu eftir slæm
varnarmistök Mick Mulligan, en
David Leary tókst þá aö afstýra
hættunni á siðustu stundu.
Siðustu minútur leiksins press-
uðu frakkarnir mjög stift og
reyndu allt sem þeir gátu til að
jafna metin — án árangurs.
Nokkur harka hljóp þá f leikinn og
voru tveir leikmenn bókaöir,
franski varnarmaðurinn Patrick
Rio fyrir gróft brot á Don Givens
og irinn Gerry Daly fyrir mót-
mæli við dómarann.
Staðan i riðlinum er nú þessi:
Frakkland 3 1 1 1 4:3 3
Irland 2 1 0 1 1:2 2
Búlgaria 1 0 1 0 2:2 1
Valsmenn meistarar
Valsmenn hafa tryggt sér sig-
urinn f meistarakeppni knatt-
spyrnusambandsins, en þeir sigr-
uöu Fram I gærkvöldi á Melavell-
inum með tveimur mörkum gegn
einu. Valur á eftir að leika einn
leik i keppninni, en má tapa hon-
um. Valsmenn eru öruggir I efsta
sætinu.
Aðstæður til að leika I gær-
kvöldi voru afar slæmar, rok og
kuldi, og voru leikmenn dúðaðir I
siðbuxur, vettlinga og húfur. Val-
ur lék undan vindinum i fyrri
hálfleik og skoraði þá eitt mark.
Hermann Gunnarsson afgreiddi
boltann I netið á 20. minútu eftir
að hann barst til hans af varnar-
mönnum Fram.
Strax á 3. minútu slðari hálf-
leiksins bætti Ingi Björn ööru
marki við fyrir Val. Hann átti
skalla á mark Fram sem Arni
Stefánsson varði en hélt ekki bolt-
anum og Ingi Björn afgreiddi
hann i markið.
Mark Fram skoraði Sumarliði
Guðbjartsson. Arni Stefánsson
sparkaði langt út, boltinn barst
yfir varnarmenn Vals og Sumar-
liöi geystist að markinu og skor-
aði.
skalla eftir hornspyrnu.
Vitaspyrna var svo dæmd á
Luxemborg þegar Channon var
hindraður innan vitateigs þegar
tiu minútur voru til leiksloka og
hann skoraði sjálfur örugglega úr
vitaspyrnunni.
Einum leikmanni úr liði
Luxemborg — Gilbert Dresch var
visað af leikvelli þegar nokkrar
minútur voru eftir af leiknum
fyrir siendurtekin brot á
Channon.
„Ég var ekki allskostar
ánægður með fyrri hálfleikinn, en
við héldum okkar striki I siðari
hálfleik og luxemborgararnir
voru heppnir að fá ekki á sig fleiri
mörk” sagöi Revie ennfremur.
„1 heild er ég ánægður meö þenn-
an leik og nú geta úrslit riðilsins
ráðist að miklu leyti eftir þvi
hvernig Itölum gengur gegn
finnum.”
Staðan i öðrum riðlinum er nú
þessi:
England 4 3 0 1 11:4 6
Italia 2 2 0 0 6:1 4
Finnland 3 0 0 3 2:16 0
Derby-leikmaöurinn Leighton James átti stórleik með Wales gegn
evrópumeisturum tékka I gærkvöldi. Hann var upphaflega ekki valinn I
liðið, en kom inni það á slöustu stundu og skoraöi tvö mörk i leiknum.
Evrópumeistararnir
töpuðu í Wrexham!
Walesbúar unnu óvæntan sigur
gegn evrópumeisturum tékka i
. sjöunda riðli heimsmeistara-
keppninnar i knattspyrnu I
Wrexham i gærkvöidi. Fæstir
áttu von á að Wales ætti nokkra
möguleika i leiknum, og ekki slst
þar sem besti sóknarmaður
þeirra, John Toshack, var meidd-
ur og gat ekki leikiö með. En
welska liöið lét það ekki á sig fá
og sigraði verðskuldað 3:0. Þar
með er staöan I riðlinum orðin
„galopin” þvl að nú hafa öll liðin
tapað leik.
Það var Derby. leikmaðurinn
Leighton James sem var maður-
inn á bak viö sigur Wales. Hann
var i fyrstu ekki einu sinni valinn
I liðið, en var settur inn á siðustu
stundu vegna meiðsla annars
leikmanns. James skoraði fyrsta
markið á 27. minútu eftir auka-
spyrnu með þvi aö skjóta skáskoti
á tékkneska markiö sem sigldi yf-
ir markvörðinn i hornið fjær.
Tékkarnir áttu nokkur skyndi-
upphlaup I leiknum sem sköpuðu
oft hættu, en Dai Davis I markinu
átti skinandi leik og varði nokkr-
um sinnum mjög vel.
Welska liðið jók svo forystuna á
65. minútu þegar tékkunum mis-
tókst hrapallega i rangstöðu
„taktik” sinni og nýliðinn Nick
Deacy bætti öðru markinu við.
Tiu mínútum siðar skoraði James
svo þriðja markiö eftir aö hann
hafði fengið stungubolta innfyrir
vörn tékkanna.
Staðan i sjöunda riölinum er nú
Wales 2 10 13/12
Tékkóslóvakia 2 1 0 1 2:3 2
Skotland 2 1 0 1 1:2 2
RANGERS I URSLIT
Glasgow Rangers tryggði sér
rétt til aö ieika til úrslita I skosku
bikarkeppninni i gærkvöldi þegar
liðið sigraði Hearts á Hampden
Park með 2:0. Liðiö á að mæta
annaðhvort Ceitic eða Dundee i
úrslitaleiknum sem fram fer 21.
mai i vor.
Tveir leikir voru háðir i skosku
úrvalsdeildinni I gærkvöldi,
Hibernian og Celtic gerðu jafn-
tefli 1:1, og jafntefli varð einnig
hjá Partick Thisle og Motherwell
0:0.
Einn leikur var háður I ensku
deildarkeppninni, Chesterfield
sigraöi Port Vale með 4 mörkum
gegn engu.
KR-ingar eru reiðir!
„Þaö má alveg hafa það eftir
mér, að ég ætia ekki að koma
nálægt neinu starfi fyrir þessa
menn” sagði Kristinn Stefáns-
son i KR þegar við ræddum viö
hann I gær. Astæðan er sú að
Kristinn er mjög óánægður með
þá ákvörðun stjórnar KKt að
veita njarövikingum silfurverð-
launin 11. deildinni, en þar urðu
KR og UMFN jöfn að stigum.
Engar reglur eru til um það
hvaö gera á I þessu tilfelli. Sú
staða hefur komið upp séu tvö
liö efst og jöfn þá skal fara fram
úrslitaleikur. Alita KR-ingar að
sú regla hljóti að gilda einnig
þegar tvö liö verða jöfn i 2.-3.
sæti.
Eftir leik UMFN og KR i
Njarövlk kom Bogi Þorsteins-
son sem er formaður UMFN og
stjórnarmaður hjá Körfuknatt-
leikssambandinu, til KR-inga og
spurði þá hvenær væri hægt að
leika aukaleikinn, hvort það
væri ekki hægt sem allra fyrst.
KR-ingar vissu því ekki annaö
en að það ætti að fara fram
aukaleikur, fyrren njarðviking-
arnir voru kallaðir upp til að
veita verðlaunum sinum við-
töku á lokahófi KKl á laugar-
dagskvöldiö.
Tóku KR-ingar þessu mjög
illa, og munaði litlu að þeir yfir-
gæfu samkomuna. Kristinn Ste-
fánsson hefur i kjölfar þessa til-
kynnt aö hann dragi sig til baka
úr öllum störfum á vegum KKt.
Hann ætli að visu aö vera áfram
með unglingalandsiiöiö fram yf-
ir leikina við englendinga hér I
næsta mánuði, en sfðan geri
hann ekki meira fyrir þessa
stjórnarmenn KKt. Kristinn
hefur setiö I landsliðsnefnd og i
dómstól K.K.t. einnig.
Steinn Sveinsson fram-
kv.stjóri KKl, sagði að þaö hefði
veriö ákveðið á föstudagskvöld
að hafa þetta svona. Farið hefði
veriö I rcglur FIBA um þetta
mál, en þar stendur aö inn-
byrðis leikir ráöi, veröi tvö liö
jöfn I mótum. Eftir þessum
reglum hefur hinsvegar aldrei
verið fariö varðandi verölauna-
sæti hérlendis áöur.
gk.
HljSBYGGEJNDUR-Einangrunarplast
Afgreiðum einangrunarplast á
Stór-Reykjavíkursvæðið frá
mánudegi-föstudags.
Afhendum vöruna á byggingar-
staö, viðskiptamönnum
að kostnaðarlausu.
Hagkvæmt verö
og greiðsluskilmálar
viö flestra hæfi
BoraarpEastll t
■«rqar«e»I [ftÍmi 93-7370
kvUd •« betgcrslail »3-7355