Vísir - 31.03.1977, Qupperneq 20

Vísir - 31.03.1977, Qupperneq 20
VlSIR Fimmtudagur 31. mars 1977. Þingfundir hef jast ó ný 13. apríl Fundir alþingis hefjast aö nýju miövikudaginn 13. april næstkomandi, en þingmenn fóru i páskaleyfi i gær. Páskaleyfi þingmenna er óvenju snemma á ferðinni aö þessu sinni, og mun ástæðan m.a. vera sú, aö nokkrir þing- menn sitja fund Norðurlanda- ráð.s, sem hófst i Helsingfors i morgun. — ESJ Slasaðist í órekstri á Akureyri Arekstur varð á Akureyri i gærdag rétt eftir klukkan eitt. Slasaðist farþegi i öðrum bilnum og var hann fluttur á sjúkrahúsið. bað var fólksbill og vörubill sem lentu saman á mótum Hörgárbrautar og Undirhliðar. Bilarnir munu ekki vera mjög mikið skemmdir eftir. — EA Fyrsti sóttafundurinn: Rœddu vinnu- brögð í kjara- viðrœðunum Fyrsti reglulegi samninga- fundurinn i kjaradeilu Alþýöu- sambands islands og vinnu- veitenda var haldinn i gær á vegum sáttasemjara aö Hótel Loftleiöum, og veröur næsti fundur á morgun. A fyrsta fundinum var rætt um vi.'inubrögö f sambandi viö samn.ngaviöræöurnar, en ekki efnisatriöi framkominna krafna. — ESJ Guðmundarmálið: Einn hinna ákœrðu dregur játningu sína til baka Akæra rikissaksóknara á hendur þeim aöilum, sem játaö hafa á sig aðild aö moröi Guömundar Einars- sonar og Geirfinns Einars- sonar er nú til meöferöar hjá Sakadómi Reykjavikur og stendur dómsrannsókn enn yfir. Einn þeirra, sem hlut eiga aö máli, hefur fyrir réttinum eins og sakir standa dregiö til baka fyrri játningu sina um aö hann hafi veriö viöstaddur, þegar Guömundur Einarsson var myrtur og tekiö þátt I þeim verknaöi. Ekki er talið aö þessi nýi framburöur breyti framgangi málsins, enda hefur framburöur annarra aöila ekki breyst. — SG - f Eddofilm hyggst reisa kvikmyndaver í Reykiavík Edda film hefur sent borgar- stjórn umsókn um lóö til aö reisa sér kvikmyndavcr og sýn- ingarhús og ætlar á næstu árum aö gera alvarlegt átak í kvik- myndamálum. 1 því sambandi er nú t.d. Hrafn Gunnlaugsson, aö semja handritaö nýrri kvik- mynd. Forstööumenn Edda film, leggja á þaö áherslu að þetta sé áfangamál og uppbygging muni taka mörg ár, en hinsvegar sé mikill áhugi á að koma þvi á rekspöl, og aö félagið veröi virkur aöili i kvikmyndagerö. „Stjórn félagsins er nýbúin aö halda fund og þaö er mikill á- hugi á aö vekja það af löngum þyrnirósarsvefni”, sagði Aibert Guðmundsson i viötali viö Visi. „Við höfum fullan hug á þvi að kvikmyndagerð hljóti sinn rétta sess hér á landi og þaö virðist heldur vera að vakna skilningur á þvi að kvikmynda- gerö er nauðsynlegur liður i menningariifi þjóða. Edda film er gamalt og gott fyrirtæki sem hefur unniö brautryöjenda starf, og við væntum góðs af framhaldinu”. Indriði G. Þorsteinsson, formaður stjórnar Edda-film, sagöi að bjartara væri nú yfir kvikmyndagerö en oft áöur. Ungir menn heföu lært til þess- ara hluta og margir unnið gott starf. Hinsvegar væri ekki hægt að starfa fyrir alvöru meðan félag- ið væri nánast I lausu lofti og ætti sér engan samastað og þvi heföi nú verið ákveðiö aö hyggja aö framkvæmdum. „Þetta er áfangamál og tekur sjálfsagt langan tlma. En það er mikið atriöi að komast undir þak og svona félag þarf að hafa aðstöðu til kvikmyndunar innan dyra. Þaö er einnig eölilegt að það eigi kvikmyndasýninga- hús”, sagði Indriði. baö hefur verið langt á milli kvikmynda hjá Edda-film, en þær eru þrjár talsins, unnar i samvinnu við erlenda aðila. Myndirnar þrjár eru Salka Valka, 79 af stöðinni og Rauöa skikkjan. Indriði sagði að handritiö sem Hrafnynniað, væri frumsamið. Stefnt væri að þvi að kvikmynd upp úr þvi yröi fyrir almennan markað. —ÓT I MORGUN 1 I "g w illl Ji-n • fa r ~Jm 't\ * ■ /.tÉfcígf:’-J* WKm Einn glæsilegasti veitingasalur borgarinnar veröur opnaöur á niundu hæö Hótels Esju siðdegis á morgun i þvi húsnæði, sem áöur var nýtt fyrir bar og kaffiteriu. Þessi salur mun taka hátt i hundrað manns, og eiga gestir þar að geta notið fyrsta flokks veitinga og útsýnis. Myndin var tekin i nýja veit- ingasalnum i morgun. Þá var verið að leggja siðustu hönd á undirbúning fyrir opnun salarins. T.v. er Steindór ólafsson, hótelstjóri, en t.h. Leifur Gislason, byggingafræðingur. — Ljósmynd Jens Yfirvofandi neyðar- óstandi oflétt Hjúkrunarfrœðingar fresta aðgerðum „Við erum mjög ánægðir yfir þvi aö þessi vandi er leystur. Nú veröa allir aö vona aö þeir samningar takist sem allir geta sætt sig viö”, sagöi Haukur Benediktsson fram- kvæmdastjóri Borgarspital- ans i samtali viö Visi i morgun. Hjúkrunarfræðingar hafa frestað framkvæmd uppsagna fram yfir gildistöku sérkjara- samnings Hjúkrunarfélags ís- lands og fjármálaráðu- neytisins og Reykjavikur- borgar. Hjúkrunarfræðingarnir segjast hafa tekið þessa ákvöröun þar sem ljóst væri að stjórnvöld ætli ekki aö taka tillit til þess neyðarástands sem fyrirsjáanlegt var á sjúkrahúsum borgarinnar. Ætla þær þvi aö biða og sjá hverjar efndir verði á þeim loforöum sem þeim bárust skriflega frá fjármálaráö- herra og borgarstjóra um að mál þeirra hljóti sérstaka meðferð i komandi samning- um. — SJ HÚSVÍKINGUM SEM HORFÐU Á JARÐSKJÁLFTANN BRÁ HELDUR I BRÚN: Rafmagnslaust varð í mestu hrínunni Þeim hefur sennilega ekki öll- um oröið um sel bfógestum á Húsavfk sem horföu á Jarö- skjálftann, þegaralltí einu varö rafmagnslaust fhúsinu. Þaö var I fyrrakvöld sem kvikmyndin Earthquake eöa Jaröskjálftinn var sýnd þar. Gekk allt vel til aö byrja rrteö, en rétt i þann mund sem mestu jaröskjálftahrinunni var aö ljúka i kvikmyndinni meö til- heyrandi hávaða og látum, varð snögglega rafmagnslaust I hús- inu. Það er ekki ótrúlegt aö mörg- um hafi brugðið illilega. Fólk stóð upp og fór fram úr biósaln- um, og komst þá aö raun um að rafmagnslaust var I öllum bæn- um. Varð einhver bilun og biðu biógestir bara rólegir eftir þvi að sýning gæti hafist aftur, sem og varð og þá án truflana.-EA SKÝRSLA ÞÖRUNGAVINNSLUNEFNDARINNAR: 125 milljóna tap Ef rekstri Þörungavinnslunn- ar verður haldiö áfram, mun tapiö sennilega nema minnst 125 milljónum króna á þessu ári og næsta, aö mati þeirrar nefndar, sem kannaö hefur framtlðar- möguleika fyrirtækisins. Eins og Visir skýrði frá i gær, hefur nefndin fyrir nokkru skilað áliti, og mælir hún einna helst með þvi, að starfsemi verksmiðjunnar verði hætt, en jafnframt þvi verði kannaðir möguleikar á að „finna nýja tækni við þangskurð”, þar sem vonina um, að hægt veröi aö endurreisa fyrirtækið, sé helst hægt að binda við þann mögu- leika. Rikisstjórnin hefur þegar tekið skýrsluna til umræðu, en ekki afgreiöslu. Þaö er rikis- stjórnin, sem endanlega mun ákveða, hvort rekstrinum verði hætt, eða starfseminni haldið einhverju formi, þrátt fyrir það tugmilljóna tap, sem nefndin bendir á, at hljóti að verða á slikum rekstri. — ESJ Fleiri ferðir í Breiðholt Breiöholtsbúar eiga I vændum aukna þjónustu hjá Strætis- vögnum Reykjavíkur i sumar. Er veriö aö ganga frá breyting- um á feröum vagnanna I Breiö- holtshverfiö þessa dagana, en reiknaö er meö aö hiö nýja leiöarkerfi taki gildi I júni n.k. Hugmyndin er að fjölga ferð- um á leið 13—Breiðholt/ Lækjartorg þannig að ferðir verða á hálftíma fresti allan daginn. Mun þetta verða eins- konar hraðferð eins og áður var hjá SVR. Þá er fyrirhugaðað samræma ferðir á leið 12, 14 og 15. Verður akstursleiðum breitt og ferðir lagfræðar á þann veg aö þjón- ustan við Breiöholtsbúa verður enn betri en áður. —klp

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.