Vísir - 03.04.1977, Blaðsíða 7
7
yisnt
CiiiSunnudagur S. apríl
1977.
Guðni Þóröarson
Sunna og Mallorca. Nofnin
fara eiginlega saman i hugum
manna. En „landvinningar”
Sunnu eru þó mun fleiri og skrif-
stofan er nú aö taka upp ýmsar
stórbrotnar nýjungar.
Sunna er nú aö taka upp feröir
til Kanarieyja og Mallorca allt
áriö. Kynna Kanarieyjar sem
sumardvalarstaö og Mallorca
sem vetrardvalarstað. Og þetta
hefur ýmsar athyglisverðar
verölækkanir i för með sér, að
sögn Guðna Þórðarsonar.
Sunna er með lang umfangs-
mesta prógramið af öllum
ferðaskrifstofunum. Hún heldur
i sumar uppi leiguflugi til fimm
sólskinsstaða. Þaö eru
Mallorca, Costa Brava, Costa
del Sol, Kanarieyjar og Grikk-
land. Og feröaskrifstofan er
með eigin skrifstofur og farar-
stjóra á öllum þessum stöðum.
En vikjum fyrst að ,,árs-
dvalarstöðunum,” og Guðni
hefur orðið:
„Hvaö Kanarieyjar snertir
erum við búnir að leigja fbúðir
þar á Ensku ströndinni, allt
árið. Með þessum leigu-
samningi lækkar einingarverðið
og við látum þessa lækkun koma
fram i sumarferðunum, meöan
við erum að kynna Kanarieyjar
sem sumardvalarstað. Og þar
geta menn gert mjög góð kaup.
Þriggja vikna dvöl á Kanarieyj-
um i sumar kostar um það bil
það sama og tveggja vikna dvöl
á Spáni.”
,,0g Kanarieyjar eru
ekki siðri til sumardvalar, en
vetrar. Hitinn er þar jafn og fer
aldrei yfir þrjátiu og fimm stig.
Það er það allra heitasta, yfir
heitasta tfma dagsins, en
meðalhitinn er auðvitað mun
lægri.”
Sérlega ódýrt fyrir eftir-
launafólk
„Svipaður háttur var hafður á
Mallorca. Þar er búið að gera
árs leigusamning og það lækkar
leiguverð á einingu. Þetta kem-
ur fram i vetrarfargjöldunum
sem verða mjög lág.”
„Þá höfum viö mikinn áhuga
á aö efna til sérstaklega ódýrra
ferða fyrir fullorðiö fólk, sem er
komiö á eftirlaun. Við viljum
gefa þvi kost á aö dvelja lang-
dvölum á Mallorca yfir vetur-
inn, og eins ódýrt og hægt er.
Við höfum ráðið til starfa Ast-
hildi Pétursdóttur félagsmála-
fulltrúa i Kópavogi. Hún verður
viðtals einu sinni i viku og til
hennar geta leitað einstaklingar
og félagasamtök, til að fá
nánari upplýsingar.’”
„Til undirbúnings þessu erum
við þegar búnir að ráða islensk-
an lækni og hjúkrunarkonu, sem
veraða á Mallorca frá október-
lokum.”
„1 vetur bjóðum við eina 6-7
vikna ferð frá 30. október til 18.
desember og aðra frá janúar-
byrjun og út mars, eða þá
helming þess timabils. Við er-
um búnir að fá styrki frá
spönskum aðilum til að halda
dvalarkostnaði gamla fólksins
niðri”. Með þessu og þegar
dvalartiminn er orðinn svona
langur, nægja ellilaunin fyrir
dvalarkostnaði.
Sunna hætt að svekkja
landsfeður
„En heldur þú ekki að gjald-
eyrisyfirvöld hafi eitthvað við
þetta að athuga?”
„Ég vona ekki. Á hinum
Norðurlöndunum þykir það
sjálfsagt að þegar fólk er sest á
helgan stein, sé beint nokkrum
sólargeislum inn i lif þess. Þetta
þykir svo sjálfsagt, aö
tryggingastofnanir styrkja
gamalt fólk til sólarlanda-
Þeir, sem fara til Grikklands fá „kokkteii” af fortið og nútið,
sem hvergi er höfugri.
L
ALLT ÁRIÐ TIL
MALLORCA OG
KANARÍEYJA
sunna lengir ferðir og lœkkar verð#
rabbað við guðna þórðarson
dvalar, með beinum fjárfram-
lögum.”
,Ég á bágt með að trúa aö
stjórnvöld hér setji þessu fólki
stólinn fyrir dyrnar. Ég held aö
sjónarmiðið hljóti að vera það
að menn fagni þessu.”
tslendingar hafa auðvitað
áður komið til Grikklands en nú
er i fyrsta skipti tekið upp beint
flug þangað. Sunna býður upp á
hótel og ibúðir i baðstrandabæj-
um 15-25 kilómetra frá Aþenu,
en einnig er hægt að dvelja á
hóteli eða I smáhýsahverfi á
einni Krit. íslenskir fararstjór-
ar Sunnu eru á báðum stöðun-
um.
Meöan Air Viking var við lýði,
hélt Sunna uppi ódýrustu
ferðum sem þekkst hafa til
Kaupmannahafnar og er reynd-
ar búin að hafa þar skrifstofu i
mörg ár. Sunna býður ennþá
upp á ódýrustu Kaupmanna-
hafnarferðirnar.ódýrari en
Norræna félagið, að sögn
Guðna. Hinsvegar er leiguflugið
úr sögunni.
„Það má segja að aðstand-
endur Sunnu séu búnir að fá nóg
af þvi að baka sér f jandskap r
landsfeðra fyrir að útvega fólki'
sem ódýrasta ferðir. Það verða
þvi engar leiguflugferöir til
Danmerkur.”
Borgum meira fyrir flug-
tímann
„Reyndar er það nú svo að
ferðaskrifstofurnar geta haldið
verðinu niðri, ÞRATT FYRIR
fluggjöldin, en ekki vegna
þeirra. Fyrir islenskar ferða-
skrifstofur er flugkostnaöur
meiri en á hinum norðurlöndun-
um. Við borgum meira fyrir
flugtimann en þeir gera og veit
ég að það gleður landsfeöur.
Hinsvegar er álagning og
kostnaður ferðaskrifstofanna
hér minni og þessvegna eru til
dæmis Kanarieyjaferðir okkar
ekki dýrari en ferðir frá Osló
eða Stokkhólmi”.
„Fyrir tilstilli ferðaskrifstof-
anna er Spánn ennþá ódýrasta
ferðamannalandið, að heim-
sækja frá Islandi. Feröirnar
hafa hækkað ótrúlega litið i
verði og ekki fylgt öðrum
hækkunum. Sem dæmi um það
má nefna að það þarf færri daga
nú til að vinna fyrir sólarlanda-
ferð en 1970-1971.”
—ÓT
Friiö byrjar um leið og
komið er ó Hótel Loffleiðir
■ Notalegur bar. Hárgreiðslu-, snyrti-
II og rakarastofur.
Í Morgunkaffi í ró og næði. Ekkert
•: basl með töskur og leigubíla
snemma morguns - héðan er haldið
beint á ílugvöllinn.
Þeir sem eru að fara utan bæta
heilum degi við fríið með því að
gista hjá okkur-eina hótelinu með
sundlaug og sauna baði.
Veitingar í Blómasal alla daga.
Hótel Loftleiðir er heill heimur út
af fjrrir sig.
HÓTEL
LOFTLEIÐIR Sími 22322