Vísir - 06.04.1977, Blaðsíða 11

Vísir - 06.04.1977, Blaðsíða 11
m vism Miðvikudagur 6. apríl 1977. Nú hljómi lofsöngslag Páskarnir eru sigurhátlð kristninnar, — þar er fagnað sigri lifsins yfir dauðanum. Sigurhetjan er Drottinn vor og frelsari Jesús Kristur, sem steig niður til heljar, en reis aftur upp frá dauðum, og gaf lærisveinum sinum vissu þess að þessi fram- vinda sem kölluð er dauði er i raun ganga frá lifinu tii lifsins. Með dauða sinum og upprisu gaf freisarinn mönnunum mögu- ieikann til eilifs samfélags við Guð, vann þeim fyrirgefning og frelsi. Þessi er boðskapur páskanna. En spyrjum nú: Hversu raun- sannur er viðburður páska- morguns i hugum vorum? Finnst oss, að þar sé haldið á lofti einhverjum þeim sannind- um, sem snerti lif vort frá degi til dags? — Vér höfum velflest, sem full- orðin erum orðið að sjá á bak kærum ástvinum, oft án nokkurs fyrirvara i hendur dauðans. Hrollköld staðreyndin hefur lamað þrek vort og byrgt oss sýn um stund. — Þá sækja á efasemdir, — þá sækja á spurningar um tilgang lifsins, — þá verða uppi i hugum vorum hugsanir um það, hvort tilver- unni sé stjórnað á einhvern veg, eða hvort allt sé tilviljun háð. 1 slikum aðstæðum geta sálir vorar orðið svo haldnar nagandi efa, að þær umlykist myrkri kviöa og vonleysis. Þá eru engir páskar i hjörtum vorum, þá virðist allt fjarlægt, sem boðar birtu og yl og huggun i harmi. — En einmitt þá reynir á hvort nokkur trú er til, — hvort i sál- um vorum rikir tóm og tilgangs- leysi eða hvort þar er einhver sú vitund vakandi sem kann að opna fyrir ljósinu. En þegar vér stöndum oss að bvi I sorginni og kvölinni, að vér beinum huga vorum f bæn til Guðs, — þá vitum vér að vér eigum von, -von, sem byggð'er á trú. Og vér megum raunar muna hér eina frásögn af at- burði páskamorguns, Maria stóð við gröfina, djúp sorg ríkti i sál hennar. Og hún grét. — En sá er hún syrgði var ekki fjar- ,,Nú hljómi lofsöngslag” er yfirskrift páskahugvekju kirkjusiðu VIsis að þessu sinni. Hún er skrifuð af sr. Jóni Þor- steinssyni i Grundarfirði. Sr. Jón er fæddúr 19. febrúar 1946. Foreldrar: Jófriður Jónsdótt- ir frá Ljárskógum og Þorsteinn Matthlasson frá Kaldrananesi. Sr. Jón lauk guðfræðiprófi vorið 1974 og hlaut vigslu til Set- bergsprestakalls 29. september sama ár.sem hann hefur þjónað siðan. Kona sr. Jóns er Sigriður Anna Þórðardóttir frá Siglu- firði. Þau eiga tvær dætur: Jó- frlöi önnu og Þorgeröi Sólveigu. lægur svo sem hún trúði.Hann stóð I garðinum og ávarpaði hana. Og þannig er það ávallt, — þar sem sorgin og neyðin er stærst, þar er huggunin hans og hjálpin næst. Já, — vér eigum von og trú vegna Krists. Þaö var Jesús Kristur, sem vann oss mönnum nýtt lif I Guði. Hann vann oss ekki aðeins vissu um lif að loknu þessu, með upprisu sinni. Koma Krists í þennan heim, gaf mönnum nýja vitund um tilgang jarðlifsins. Það er stundum haft á oröi að sá heimur sem vér byggjum sé slæmur. Vist er það rétt, en spyrjum þá, hvernig væri hann ef hvergi fyrirfyndust hin kristnu áhrif? Hvernig væri þessi veröld, ef enginn vissi að uppruna sinn á maðurinn i almáttugum Guði? Hvernig væri mannheimur, ef enginn ætti sannfæringu um það að Guð elskar sköpun sina og vill að allir verði hólpnir ef eng- inn þekkti hann Drottinn og frelsara, sem Guö sendi hrjáðum syndaheimi, honum til lifs og freísunar. Hvernig væri vor jarðlifsvettvangur ef ekki fengi þar að dafna náungakær- leikur og virðing fyrir margvis- legum trúarlegum verömætum. Hvernig væri heimur án Krists? Guði sé lof, að vér þurfum ekki að hugsa slika hugsun til enda, — Kristur er hinn sami, i dag og i gær og um aldir. Hinar myrku stundir jarðlifsins eiga ekki að verða til aö buga oss, heldur til þess að auka næmi vort á gildi þeirra verðmæta. sem vér eigum sem lærisveinar Krists. A sigurhátið kristninnar skul- um vér minnast þessa. Guð gefi yður öllum gleðilega páskahátið. Grundarfjörður — eða Grafarnes eins og þetta vaxandi þorp við fallega fjörðinn við norðanvert Snæfellsnes hét áður fyrr, já, Grundarfjörður mun einna kunnastur fyrir Kirkjufellið sitt, þvi að óneitanlega er það eitt sérkennilegasta fjall islenskra byggða. En grundfirðingar eiga ekki aðeins Kirkjufell heldur lika kirkju — nýtt og myndarlegt hús, sem þeir láta sér mjög annt um. Að byggingu hennar var unnið af fjöri og fórnfýsi allra þorpsbúa undir markvissri for- ustu þáverandi sóknarprests.sr. Magnúsar Guðmundssonar og konu hans, Áslaugar Sigur- björnsdóttur. Og hér lögðu Grundarfjarðarkirkia Predikunarstóll Grundar- fjarðarkirkju. Mynd i bók bls. 480. Grundarfjörður — Kirkjufellið I baksýn. margir hönd að verki, sumir langt að komnir, þvi að tvisvar sinnum starfaöi við þessa kirkjubyggingu vinnu- flokkur frá Alkirkjuráðinu. í honum var fólk frá mörgum Evrópulöndum og Bandarikjun- um. Þetta var sumurin 1960 og 1962 og var þá lokið við aö steypa upp kirkjuna. Siðan hélt byggingin áfram, en ekki var kirkjan vigö fyrr en 31. júli 1966. Var það mjög hátið- leg athöfn og voru þá skirð 5 börn. Kirkjan kostaði um 3 millj. krónur og meðal gjafa til hennar voru 12000 danskar krónur frá gömlum breið- firðingi I Kaupmannahöfn. Áður en Grundarfjarðar- kirkja reis af grunni haföi hún eignast sinn predikunarstól, þvi að haustið 1961 gáfu hjónin Anna Friðriksdóttir og Snæbjörn G. Jónsson predikunarstól, sem er hinn mesti kjörgripur. Stóllinn táknar skip, sem komið er I kyrran sjó, og minnir á þá lifhöfn, sem Grundarfjörð- ur er og hefur ávallt verið breið- firskum sjómönnum er þeir náðu þar landi I óveðrum. Á s.l. ári bárust kirkjunni ýmsar góðar gjafir. Þar ber fyrst aö nefna tvo glugga I kór- gaflinum. Annar er tákn kvöld- máltlðarinnar, en hinn er minn- ing um Þorlák biskup. Frum- myndirnar eru eftir Finn Jóns- son listmálara, en eftir þeim var unnið I Danmörku. Þessari gjöf fylgdu kr. 500.000, sem er stofnframlag i gluggasjóð til áframhaldandi gluggaskreyt- ingarl kirkjunni. Gefendur hafa kosiö að láta ekki nafna sinna getiö, og það ber að sjálfsögöu að virða. Undir gjafabréf er rit- að, „Gamall Eyrsveitungur og börn hans." Þa n n i g á Grundarfjarö- arkirkja að lita út þegar hún er fullbyggö. Áformaö er aö hefjast handaaö býggja þaö, sem á vantar næsta sumar. — (Teikning eftir sr. Jón Þor- steinsson). Allt fram á slöasta áratug var prestssetur og sóknarkirkja grund- firöinga aö Setbergi I Eyrarsveit. Þar er kirkju fyrst getiö um 1200, en sú, sem nú stendur þar, var reist 1892. Verið er aö gera á henni ýmsar endurbætur, og þótt sóknin hafi eignast nýja kirkju l Grund- arfiröi, mun Setbergskirkja enn um langan aldur prýöa þennan forna kirkjustaö. Þá ber einnig að geta um höföinglega peningagjöf, kr. 500 þús., sem Sigríöur, Aðalheiður, Þórunn og Karl, börn hjónanna Maríu Matthiasdóttur og Péturs Einarssonar,' gáfu til minningar um foreldra slna. Kirkjan I Grundarfiröi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.