Vísir - 06.04.1977, Blaðsíða 20

Vísir - 06.04.1977, Blaðsíða 20
VISIR Mi&vikudagur 6. apríl 1977. ——■ " ¥ 1 ——— Lík sfoitianns- ins fundið Lik sjómannsins sem sakn- aö var I Vestmannaeyjum, fannst i höfninni þar I gær- morgun. Maöurinn hét Kjart- an Sveinn Pálsson og átti lög- heimili aö Úthaga 12 á Sel- fossi. Hann lætur eftir sig eiginkonuog þrjú börn. Kjart- an Sveinn var vélstjóri á Mb. Gunnari Jónssyni VE. —EA Firíkur Ketilsson: Vill opinbera rannsókn á upphafi þang- œvintýrisins Já þaö er rétt, ég hyggst fara fram á þaö aö opinber rannsókn fari fram á þvi hvernig þetta ævintýri fór af staö sagöi Eirfkur Ketilsson, heildsali einn af hluthöfum I þörungavinnslunni í samtali við VIsi I morgun. „Þaö hlýtur að vera eitt- hvað bogiö við þetta allt sam- an” sagöi Eirikur, en vildi ekki gefa nánari skiringar. —GA ENN VEX UPPLAGOG STÆRÐ SÍMA- SKRÁRINNAR Upplag nýrrar simaskrár sem kemur út eftir páska er 98 þúsund eintök og eru ekki aör- ar bækur gefnar út I svo stóru upplagi hérlendis. Þá hefur skráin gildnaö um 32 siöur frá i fyrra og er nú 672 blaösiður aö lengd. Afhending skrárinnar hefst þriðjudaginn 12. april og þann 1. mai eiga simnotendur um land allt aö vera búnir aö fá skrá i hendur, en þann dag tekur hún gildi. Er þegar fariö aö dreifa nýju bókinni til staöa utan höfuðborgarsvæöisins. Afhendingarstaöur i Reykja- vik veröur auglýstur i dag- blööunum. Ritstjóri þessarar mestu lesnu bókar landsins er Haf- steinn Þorsteinsson simstjóri og er sjö til átta manna starfs- liö sem vinnur viö gerö hand- rita til prentunar. — SG DAS í stríði við sjónvarpið Hefur dregið til baka litsjónvarpsauglýsingu sem ekki fœst birt i litum Sjónvarpiö hefur neitaö aö taka til birtingar litaauglýsingu frá Happdrætti DAS nema meö þvi skilyröi aö liturinn veröi þurrka&ur burt i útsendingu. Happdrættiö hefur þvi ákve&iö aö afpanta auglýsingatima sina hjá sjónvarpinu yfir páskadag- ana meöan rætt ver&ur hvernig skuli bregöast við ákvöröun sjónvarpsins. Nýtt happdrættisár er aö hef j- ast hjá DAS og I desember var farið að ræða um hvernig haga skyldi sjónvarpsauglýsingum af þvi tilefni. Þá mun Baldvin Jónsson forstjóri DAS hafa komiö meö þá uppástungu aö láta gera sjónvarpsauglýsingar i litum. Gisli Gestsson hjá Viösjá, sem gerir sjónvarpsauglýsingar fyr- ir DAS ræddi þessa uppástungu viö Pétur Guöfinnsson fram- kvæmdastjóra sjónvarps og kveöst Gisli hafa fengiö já- kvæöar undirtektir. Áttu þeir saman fund aftur siðar og taldi Gisli þá að afstaöa Péturs væri óbreytt. Auglýsingin var siðan tekin á litfilmu og færö yfir á myndsegulband erlendis, en sjónvarpið getur ekki sýnt kvik- myndir i litum beint af filmunni þar sem tæki vantar til þess. Þegar óskar er eft-ir aö þessi litaauglýsing veröi sýnd af myndsegulbandi hjá sjónvarp- inu er þvi neitaö en eftir mikil fundarhöld bauöst sjónvarpiö til að sýna hana með skilyröi aö þurrka litinn út i sýningu. Gisli Gestsson sagöi i samtali við Visi aö þetta væri ekkert annað en kúgun og auglýsing sem tekin væri i litum missti gildi sitt í svart/hvitu. Þar sem sjónvarpið sendi út i lit væri ó- skiljanlegt aö auglýsendur sem enn væru með sfnar litlausu aug lýsingar gætu ráöiö yfir sjón- varpinu, en allt virtist benda til aö þeir réöu þessari ákvöröun. Pétur Guðfinnsson fram- kvæmdastjóri sagöi i morgun aö samkvæmt tæknilegri reglugerö ætti að skila auglýsingum á 16mm filmu en ekki á myndseg- ulbandi. Það væri spurning hvort breyta ætti út af þessari reglu. Á næsta ári yröi væntan- lega hægt að sýna litfilmur, en ekki væri þó búiö aö ákveöa tækjakaup til þess. —SG r--- a m ■ , Dr. Gunnar Thoroddsen, æfir sig á orgeliö i Neskirkju Visismynd Jens. Lék fyrst opinberlega í Kolbeinsstaðakirkju og nú situr dr. Gunnar Thoroddsen við orgelið og œfir fyrir flutning á eigin verki „Jú, ég hef reyndar einu sinni á&ur leikið á orgel i kirkju”, sagöi Gunnar Thoroddsen, félagsmálará&herra, þegar viö hittum hann á æfingu i Nes- kirkju i gær. „En þá lék ég ekki neitt eftir sjálfan mig, þvi það var almenn guösþjónusta.” Gunnar leikur eigiö lag viö Kvöldbæn eftir Steingrim Thor- steinsson, á tuttugu ára viglsu- afmæli kirkjunnar, sem er hinn fjórtánda þessa mánaðar. Frumraun hans við kirkju- orgel var fyrir mörgum árum: „Ég var þá þingmaöur snæfell- inga og var við guösþjónustu i Kolbeinsstaöakirkju I Hnappa- dalssýslu. Þaö atvikaöist þann- ig aö organistinn var veikur og presturinn baö mig um aö hlaupa i skaröiö, sem ég auövit- aö geröi.” ,,Já, ég hef samið nokkur lög, sjálfum mér til ánægju, en aldrei flutt neitt opinberlega fyrr en nú á vigluhátiöinni.” Efnisskrá veröur fjölbreytt á kvöldvökunni sem sóknarr.cfnd og safnaðarfélög Neskirkju halda i tilefni afmælisins. Auk Gunnars verður þar annar ráö- herra, Ólafur Jóhannesson, sem flytur aöalræöu kvöldsins. Þá veröur kirkjukórinn auö- vitað til staöar, svo og strengja- sveit, blásarakvintett og Guö- rún Asmundsdóttir, leikkona, sem les upp. — ÓT. Sigölduvirkjun hefur orku- framleiðslu um póskana Sigölduvirkjun veröur tengd inn á rafveitukerfiö á morgun. Prófanir á hinum ýmsu hlutum virkjunarinnar hafa staöiö yfir nú i nokkurn tima e&a um þaö bil tvær vikur. Þaö er eins og gefur aö skilja mikiö fyrirtæki aö tengja öll þessi flóknu tæki og allt veröur aö prófa mjög ná- kvæmlega, bæöi meö og án afls. Blaöiö haföi samband við Jó- hannes Nordal, stjórnarfor- mannlandsvirkjunar.I morgun, og kvað hann prófanir hafa gengið mjög vel. Taldi hann augljóst að virkjunin yrði sett i gang alveg á næstu dögum, en vildi ekki staöfesta aö þaö yröi á morgun. Samkvæmt heimildum blaös- ins er búiö að tengja Sigöldu- virkjun inn á kerfiö til reynslu, og mun raforkuframleiösla formlega hefjast á morgun.GA AA-menn kynna starfsemi sína Afmælisdagur AA samtak- anna á tslandi er á föstudag- inn Ianga og af þvi tilefni halda samtökin opinn fund i félagsheimiii Langholtssafn- aöar þann dag klukkan 20.30. Þar gefst öllum, sem áhuga hafa á, tækifæri til þess aö kynnast starfi samtakanna og fyrirkomulagi funda þeirra. Jafnframt veröur þetta kynningarfundur fyrir félaga hinna ýmsu deilda samtak- anna þar sem þeim gefst tæki- færi til þessaöauka tengslsin.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.