Vísir - 16.04.1977, Blaðsíða 3
VISIR Laugardagur 16. april 1977
3
Víð erum oð rétta úr kútnum
viðskiptahallann, en þó er of snemmt að kœtast
— Gœtum rétt
Viðskiptahalli siðasta árs var
minni miðað viö þjóöarfram-
ieiðsiu en spáð haföi veriö. Ef
við höidum vexti þjóðarútgjaldí
innan við 6 prósent I ár, ætti
ckkert að vera i vegi fyrir þvi að
við náum hallalausum viöskipt-
um við önnur iönd.
Þessar upplýsingar komu
fram i ræðu sem Jón Sigurðsson
forstjóri Þjóðhagsstofnunar
flutti á fundi Félags viðskipta-
fræðinga og hagfræðinga i
fyrrakvöld.
Jón sagði að þróun viðskipta-
kjara hefði farið batnandi. Mikil
loðnuveiði og góðar gæftir hefðu
vakið bjartari vonir, þó hann
varaði við þvi að gera of mikið
úr þessum búhnykk.
„Ef vel gengur getum við ef
til vill aukið loðnuaflann um 150
til 200 þúsund tonn, en það bætir
tveimur og hálfum til þremur
milljörðum króna við útflutning
á árinu”, sagði Jón Sigurðsson i
ræðu sinni.
Viöskiptakjörin betri
Jón sagði að verö á hráefni
væri framleiðendum hagstætt
og ætti það aö koma okkur sem
framleiðum svo mikinn fisk til
góða. Einnig sagði hann að
framboð á sojabaunum og öðru
eróffóðri væri litið og verö á þvi
frekari hátt. Það gæti þvi haft
hagstæð áhrif á verð fisks og
loönumjöis.
„Siöan sagöi Jóh: „Þessar
hoFfur og sérstök könnun á ein-
stökum þáttum islensks útflutn-
ings og innflutningsverðlags
bendir til að á árinu 1977 veröi
viðskiptakjörin islendingum um
eða yfir 7 prósent hagstæðari en
þau urðu að meöaltali 1976. I
þessari spá felst að miili áranna
1976 og 1977 hækki innflutnings-
verð i erlendri mynt um 6 til 7
prósent, en útflutningsverð á
sama mælikvarða um 15 pró-
sent. Af hækkun útflutnings-
verðs mega þegar teljast fram
komin um 12 til 13 prósent þann-
ig að i spánni ætti ekki aö vera
teflt á tæpasta vað”.
—RKP.
fulLsaddan á
ólagablettinum
ÁJsalaði ser
lóöinni - og
erfiöleikunum
linnti strax
g heffengiö
»n dóm, sem
átti skiliö”
Sfi—'TSSSt
”Kæri mig
ekkert um
meöaumkun
lilenzkl ungmonni'
Ӄg er
moróingi”
Þannig tókst honum aó
smygla miklu magni af hassi
N
óhoppum temí<
>irL\ >rA',h,,n>
SAMUEL segir fra
heimsókn sinni i
"Bjórkjallarann"
Morðsagan
úr
borginni
Sýningum á kvikmyndinni
Morðsögu, eftir Reyni Odds-
son, fer nú að fækka i Reykja-
vik. Siðustu sýningar á henni i
Stjörnubíói verða nú um helg-
ina. Rúmlega þrjátiu þúsund
manns hafa séð myndina á
sýningum i Rcykjavik.
Morðsaga var frumsýnd i
Bióhöllinni á Akranesi á mið-
vikudaginn og á fimmtudag-
inn i næstu viku hefjast
sýningar i Nýja biói á Akur-
eyri. Eftir það fer myndin vitt
og breitt um landið.
Morðsaga gæti gengið nokk-
uð lengur i Reykjavik, ef
Reynir ætti sjálfur húsið sem
myndin er sýnd i. En svo er
ekki og leigan sem hann greið-
ir er það há aö tap er af mynd-
inni nema sætanýting sé góð.
Hann hefur þvi ekki efni á að
láta hana „dóla” fyrir hálfu
húsi, eins og kvikmyndahúsin
gera oft sjálf. —ÓT
Islensk verktakafyrirtœki:
CETA EKKI KEPPT VIÐ ERLEND FYRIR
TÆKI VEGNA FORRÉTTINDA ÞEIRRA
Inniend og erlend fyrirtæki
búa við mikinn aðstöðumun i
sambandi við útboð til stór-
framkvæmda innanlands, svo
sem við tslenska Alféiagið og
Máimblendiféiagið. Veldur
þessi aðstööumunur þvi að is-
lcnsku fyrirtækin eru engan
veginn samkeppnisfær á þessu
sviði.
Guðjón Tómasson hagræðing-
aráðunautur hjá Sambandi
málm- og skipasmiða sagði I
samtali við Visi að iðnaðarráð-
herra, fjármálaráðherra og for-
mönnum iðnaðarnefnda Alþing-
is hefði verið gerö bréflega
grein fyrir ástæðum þessa að-
stöðumunar og farið fram á að
samkeppnisgrundvöllur Is-
lenskra málmiðnaðarfyrirtækja
verði tryggður þegar i stað.
Bréf þetta er dagsett 3. mars
1977 og hefur ekkert svar borist
enn.
Erlend fyrirtæki losna
við gjöldin
Alþingi hefur sett sérstök lög
um ýmsar stórframkvæmdir,
þar sem þær eru undanþegnar
aðflutningsgjöldum, vörugjaldi
og söluskatti á innfluttar vörur.
Innlendir framleiðendur sem
vildu bjóða i smiði hluta eöa
’ búnaðar til þessara aðila verða
hins vegar að greiða aðflutn-
ingsgjöld að fullu af aöföngum
sinum.
Hvað snertir söluskattinn
verða innlendir framleiðendur
að reikna öll sin tilboð með 20%
söluskatti, þar sem ekki er um
að ræða beinan innflutning til
þessarar ákveðnu fram-
kvæmdar.
• Sagðist Guðjón vita um fjöld-
ann allan af verkum sem heföi
verið haifnað af þessum sökum
einum. Má nefna sem dæmi
ákveðið tilboð Islenskra aðila
sem nam rúmum 10 milljónum
krúna án söluskatts. Þvi var
hafnað en i staðinn tekið tilboði
frá Þýskalandi sem nam um
11,9 milljónum króna, en þá
bættist jú enginn söluskattur
við.
Köngulóarvefur
, Þá gerir það islenskum fyrir-
tækjum erfitt fyrir að ef tilboðs-
verk eru fjármögnuð gegnum
erlenda lánasjóði, virðist sá
misskilningur rlkjandi að ekki
megi brjóta tilboðsverkinniðUTÍ
þær einingastærðir sem búast
má við að íslensk fyrirtæki ráði
við.
I þessu sambandi sagði Guð-
jón að þeir aöilar sem meta eiga
tilboðin séu i flestum tilfellum
útlendingar sem litla eða enga
þekkingu hafi á „þvi köngulóar-
neti sem islensk fyrirtæki eru
umlukt i slfkri samkeppni sem
þessari”.
Um þessar mundir er verið að
bjóða út verk i málmiðnaði fyrir
tugi milljarða hjá bæði ISAL og
Málmblendifélaginu og telja
forsvarsmenn islenskra málm-
iðnaðarfyrirtækja sig hafa litla
möguleika á að taka þátt i kapp-
hlaupinu um þau verkefni.
—SJ
Ljósmœður
selja merki
Ljósmæðrafélag Reykjavfkur
hefur undanfarin ár verið með ár-
lega merkjasölu og verður
merkjasöludagur þessa árs, i
dag. Stefna Ljósmæðrafélagsins
er að gefa til framfara og liknar-
mála og hefur það frá þvf það var
stofnað fyrir 35 árum stundað öfl-
uga starfsemi.
Merkin aö þessu sinni veröa af-
hent i eftirtöidum skólum. Alfta-
mýrarskóla, Ar bæ ja rskóla,
Breiöholtsskóla, Fellaskóla,
Langholtsskóla og Vogaskóla.
—EKG
Sölubörn Visis:
Nú bjóðum við í bíó
1
Vfsir hyggst efna til bfósýninga fyrir þau fjölmörgu blaöburðar- og
sölubörn sem af miklum dugnaöi hjálpa til við að dreifa biaðinu tii
iesenda.
Sýningar vcrða I Laugarásbiói annan hvern laugardag og veröur
sú fyrsta i dag kl. 1. Sýnd verður kvikmyndin Harry. Frigg með Paul
Newman i aðaihlutverki. Aðgöngumiðarnir veröa sendir heim til
blaðburðarbarnanna, en sölubörnin fá þá afhcnta um lcið og þau
gera upp á afgreiöslunni.
—SJ
Áskriftar-
síminn er:
2 30 60
SAMÚEL
APRÍL
Þýskur sjómaður var fluttur
með þyrlu varnarl iðsins til
Reykjavikur laust fyrir kvöidmat
i gærkvöldi.
Sjómaðurinn hafði fengiö inn-
vortis blæðingar um borð f skipi
sinu, Walter Herwig, þar sem það
var statt 260 sjómflur suð-vestur
af Garðsskaga.
Þaö var iaust fyrir hádegi að
Slysavarnarféiagi tslands barst
tilkvnning um hinn veika sjó-
mann. Var sagt að iæknir sem
væri um borð þyrfti að fá blóö til
að gefa hinum veika manni og
jafnvelkoma honum á sjúkrahús.
Þrátt fyrir vont veður og siæmt
skyggni tókst vel að flytja mann-
inn um borö i þyrluna.
Myndina tók Loftur við komuna
til Reykjavikurflugvallar. —EKG