Vísir - 16.04.1977, Blaðsíða 10
10
VISIR
VÍSIR
C'tgefundi:KeykJaprent hf
Framkvsemdastjóri: DavIÓ Guómundsson
Ritstjórar:Þorsteinn Pálsson ábm.
ólafur Ragnarsson
Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Gubmundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guömundar Pétursson. Um-
sjón með helgarblaói: Arni Þórarinsson. Blaðamenn: Edda Andrésdóttir, Einar K. Guðfinnsson,
Ellas Snæland Jónsson, Finnbogi Hermannsson, Guöjón Arngrimsson, Kjartan L. Pálsson, öli
Tynes, Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guövinsson. lþróttir: Björn Biöndal, Gylfi Kristjánsson.
Akureyrarritstjórn: Anders Hansen. Ctlitsteiknun: Jón óskar Hafsteinsson og Magnús Olafsson.
Ljósmyndir: Jens Alexandersson, Loftur Asgeirsson.
Sölustjóri: Páll Stefánsson. Auglýsingastjóri: Þorsteinn Fr. Sigurösson. Dreifingarstjóri: Siguröur
R. Pétursson.
Auglýsingar: Siöumúla 8. Slmar 11660. 86611. Askriítargjald kr. 1100 á mánuöi innanlands.
Afgreiösla: liverfisgata 44. Simi 86611. Verö I lausasölu kr. 60 eintakiö.
Ritstjórn: Siöumúla 14. Sfmi 86611, 7 Ifnur. Prentun: Blaöaprent hf.
Þeir fara
troðnar slóðir
Um þessar mundir beinist athygli manna eðlilega
öðru fremur að viðræðum launþega og vinnuveitenda
um nýja kjarasamnihga Þau átök hafa þegar fallið í
hefðbundinn farveg með dómsdagsspám á annan veg-
innog striðsyf irlýsingum á hinn. Og niðurstaðan verð-
ur svo væntanlega sú sama og venjulega.
i almennum umræðum um þessi efni hlaupa menn
gjarnan í kringum aðalatriðin eins og köttur um heit-
ann graut. Ástæðan er ugglaust sú/ að stjórnmála-
menn nota kjarasamninga í hinni f lokkspólitísku ref-
skák. Raunverulegir hagsmunir launþega hafa of oft
setið á hakanum í samningaviðræðum fyrir þá sök að
stjórnarandstaðan á hverjum tíma lætur sig það
mestu skipta/ hvort unnt er að koma skák á þá ríkis-
stjórn/ sem með völdin fer hverju sinni.
Það hefur komið glöggt fram að undanförnu, að
þeir sem á annað borð hafa tekið til máls um þessi
efni/ hafa með engu móti fengist til að ræða sömu
hlutina. Alþýðusambandið hefur sett fram þá grund-
vallarkröfu að lægstu laun verði hækkuð upp T 110
þúsund krónur á mánuði/ en önnur laun hlutfallslega
minna. Þessi launajöfnunarstefna er nauðsynleg við
rikjandi aðstæður.
öllum á að vera Ijóst/ að óhjákvæmilegt er að hækka
lægstu laun. Og i sjálfu sér væri full ástæða til að
berja bumbur, ef menn væru ekki reiðubúnir til þess.
Sannleikurinn er hins vegar sá, að í raun og veru snú-
ast samningarnir um allt aðrar kröfur, sem í f lestum
tilvikum hljóða upp á meiri almennar kauphækkanir
en Alþýðusambandið gerir ráð fyrir og aukin launa-
mismun.
útreikningar Kjararannsóknarnefndar, sem birtir
hafa verið, sýna einkar vel, að launþegafélögin ganga
í raun og veru þvert á grundvallarstefnu Alþýðusam-
bandsins að því er kröfugerð varðar. Hér eiga fyrst og
fremst hlut að máli Verkamannasambandið og ýmis
iðnaðarmannafélög.
Athyglisvert er, að þau launþegafélög sem nú setja
fram kröfur um aukinn launamismun, lúta í flestum
tilvikum stjórn manna, sem í öðrum tilvikum eru
þekktir fyrir að flytja hjartnæmar ræður um aukinn
jöfnuð t þjóðfélaginu. Þannig eru höfð endaskipti á
hlutunum, ef það mætti verða til þess að staðan í
flokkspólitísku refskákinni styrktist.
Hættan sem við stöndum frammi fyrir, er á hinn
bóginn sú, að kjarasamningarnir leiði til nýrrar verð-
bólguholskeflu eins og gerðist 1974. Þó að allir viti að
sú niðurstaða myndi fyrst og fremst koma niður á lág-
launafólki og ellilífeyrisþegum er hitt jafn Ijóst, að
staða ríkisstjórnarinnar myndi veikjast og stjórnar-
andstaðan ef Idist að sama skapi, nákvæmlega eins og
átti sér stað i kjölfar febrúarsamninganna fyrir
þremur árum. Eini munurinn er sá að þá voru hlut-
verkaskipti í pólitikinni nokkuð öðru vísi en nú er.
Þannig endurtekur sagan sig aftur og aftur.
Borgararnir eru á hinn bóginn orðnir þreyttir á þessu
sjónarspili og ekki síst þeir, sem verjast í vök gegn
verðbólgunni. Menn hefðu vænst þess, að reynsla
undangenginna ára hefði kennt þeim valdaaðilum,
sem hér eiga hlut að máli, að fara yrði nýjar leiðir til
þess að tryggja raunhæfar lifskjarabætur.
Eins og framvinda mála hefur verið er ekki að sjá
að samningamennirnir hyggi á aðrar leiðir en þær
troðnu. Og gallinn á kerfinu er sá, að þeir, sem raun-
verulega taka ákvarðanirnar bera ekki ábyrgð. Hinn
almenni borgari veit það eitt, að ný verðbólguhol-
skefla útilokar að hér þrífist heilbrigt þjóðlíf.
Til fermingarbarnanna
Meölagi eftir Sigurð Óskarsson
Kristur á þig kallar,
„kærleikur og mildi”
eru á hans skildi
eiliflega skráð
Hann tekur að sér
týnda
tvistraða og smáða,
halta, blinda, hrjáða,
heitir friði og náð.
Góður Guðs vors sonur
gefur þér að finna
i brjóstum barna sinna
birtu ljóss og lifs.
Hjá Drottni ljómar
ljósið,
lifið bjarmann teygar,
vist það eru veigar,
sem vekja eilift lif.
Hann vill þinn anda
auðga
með eigin kærleiks
eldi,
svo mildi af varmans
veldi
vaki i þinni sál.
Þorst. L. Jónsson.
Þorsteinn L. Jónsson.
Þessi Kirkjusiða er i máli og
myndum helguð fermingar-
börnunum mörgu, sem þessa
helgidaga ganga fram fyrir alt-
arið i helgidómum borgarinnar
og vinna þar sitt fermingarheit.
Og i fermingarsálmi æskulýðs-
leiðtogansalþekkta, sr. Friðriks
Friðrikssonar, stofnanda
KFUM og K er ungmennið á-
varpað á þennan hátt:
Fermingarbarn, til fylgdar
þig hann krefui
fegurstu kosti eilifs lifs
hann gefui
sakleysið verndar,
sorg i gleði breytir,
sigurinn veitir.
Anno Guðmundsdóttir leikkona 75 óra:
Heldur upp ú
ofmœlið
í gamolkunnu
hlutverki
Anna Guðmundsdóttir leik-
kona verður í gamalkunnu hlut-
verki i Þjóðleikhúsinu þriöju-
daginn 19. april. Þann dag á
leikkonan 75 ára afmæli og
hefur Þjóðleikhúsið af þvi tilefni
boöið henni að leika hlutvcrk
Vilborgar grasakonu i Gullna
hliðinu þá um kvöldiö.
Aður hefur Anna leikið þetta
hlutverk í þremur fyrri upp-
færslum Gullna hliðsins. Fyrst
hjá Leikfélagi Reykjavikur 1948
og siðan i báðum sviðsetningum
Þjóðleikhússins á verkinu 1951
og 1966, auk aukasýninga og
leikferöa til Norðurlanda.
Sýningin á þriðjudagskvöldið
er 39. sýning Gullna hliösins að
þessu sinni og hefur veriö upp-
selt á svo til allar sýningarnar.
Leikstjóri er Sveinn Einarsson
en hlutverk Kerlingar leikur
Guðrún Stephensen og Jón
bónda leikur Helgi Skúlason.
—SJ
Anna Guömundsdóttir.
Þessa árnaðarósk fengu
fermingarbörnin i Vestmanna-
eyjum frá kirkjunni sinni og
prestinum. Myndin minnir á út-
legöina eftir gosið og messað
var yfir eyjafólkinu i kirkju
Óháða safnaðarins i Reykjavik
og hin mikla ferming fór fram i
Skálholtskirkju.
Halldór Laxness veröur 75
ára, næstkomandi laugardag,
23. april. 1 tilefni af þvi gefur
danska forlagiö Gyldendal út
bók Halldórs 1 túninu heima i
danskri þýðingu. Kemur bókin
út i Danmörku daginn fyrir af-
mælið.
Þess má geta, að næsta
Helgarblað Visis verður helg-
að Halldóri á afmæiisdegin-
um. —AÞ