Tíminn - 17.07.1968, Blaðsíða 8

Tíminn - 17.07.1968, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 17. júlí 1968. 8 TIMINN >að er svo gaman að sulla // leirnum // w I Rætt við Kolbrúnu Sveinsdóttur Kiarval, er opnað hefur keramik- sýningu í Unuhúsi Kolbrún Kiarval — Eg fékk þessa bakteríu, þeg- ar ég var 9 ára. Þá bjuggum við á Grundarstígnum, þar sem Myndlistarskólinn var til húsa, og þar kenndi Gestur Þorgríms- son keramík. Á kvöldin fengum við krakkarnir svo að leika okk- ur í leirnum, og mér fannst svo gaanan að því, að ég ákvað þá þegar, hvað ég ætlaði að verða, þegar ég væri orðin stór, segir Kolbrún Kjarval, sem er 23 ára gömul og hefur nýlega lokið námi í leirkerasmíði. Hún er fremur lágvaxin, ljós- hærð og kvikleg, og þegar við hittum hana er hún að undirbúa leirkerasýningu í Unuhúsi. Hún hefur greinilega lítið fyrir því að troðfylla salinn af listmunum sín- um, sem eru af ýmsum toga en bera glögglega með sér lista- mannshandbragð þessarar ungu stúlku. Þarna eru skálar, diskar, ölsett, tesett, og allskyns fígúrur úr brenndum leir. Kolbrún hefur ekki tölu að öllum þessum hlut- um, en þeir eru líkast til vel á þriðja hundrað talsins. — Hvað hefur það tekið þig langan tíma, að gera þetta allt. — Ég vann langmest af þessu í vetur. Ég var snemma ákveðin í að halda sýningu, að námi mínu loknu, svo að ég lagði kapp á að gera sem mest, svo |tð ég gæti boðið upp á talsverða fjölbreytni. — Á hvaða skóla lærðir þú? — Hann heitir Edinborough College of Art, og ég var þar í tvö ár. Áður hafði ég verið í Dan- mörku, og unnið á leirkeraverk- stæði, svo að ég hafði nokkra undirstöðu, þegar ég kom út í námið. Annars er þetta fjögurra ára skóli, en ég var þarna á sér- stökum samningi, svo að ég gat lokið þessu á tveimur árum. Auk þess að vera í keramikdeildinni, lagði ég talsverða stund á módel- teikningar, og eins var ég við nám í myndvefnaði í vetur, svona rétt til að hvíla mig á keramik- inu. — Hafa fleiri íslendingar num- ið við þennan skóla? — Við vorum þarna fjögur í vetur, ég, Jóhannes bróðir minn, en hann lagði stund á arkitektúr, Leifur Breiðfjörð, sem var í steindri glervinnu, og Gunn- steinn Gíslason í veggskreytingu. Áður hafa nokkrir íslendingar stundað þarna nám, og á næst- unni verður komið á föstu sam- bandi milli Myndlista- og Hand- íðaskólans hér heima og þessa skóla, og það verður líklega í því formi, að skozki skólinn tek- ur á móti íslenzkum listnemum gegn sérstökum samningi. — Nú hefði maður haldið, að Skotar væru býsna rólegir í tíð- inni, og ekkert alltof fljótir að tileinka sér nýjungar á listasvið inu. — Þeir standa sjálfsagt ekkert mjög framarlega á sviði lista, en síðustu tíu árin hefur orðið vart mikilla framfara. Þeir eiga hins vegar nokkuð góða skóla, og sá, sem ég var á, er talinn annar bezti listaskóli í Bretlandi, eink- um hvað varðar keramik og aðr- ar slíkar sérgreinar, en í málara- list stendur hann ekki mjög framarlega. - Ég er mjög ánægð með þá kennslu, sem ég naut, og skólinn er ákaflega frjáls og skemmtilegur. Skotar eru líka mesta prýðisfólk, séinteknir, en vinfastir, dálítið sérkennilegir og þetta eru ekki eintómar gaman- sögur um nízkuna þeirra, heldur talsverður sannleikur líka. — Hvað um skemmtanalíf í Ed inborg? — Það er fremur fáskrúðugt, a.m.k. á yfirborðinu. Öllum opin- berum stöðum er lokað kl. 10 á kvöldin, og allt er lokað, meira að segja bíó á sunnudögum. Þá hópast allir í kirkju. En meðal stúdenta og nemenda yfirleitt er mikið og skemmtilegt félagslíf, sem maður kemst náttúrlega ekki yfir að sinna að öllu leyti í ströngu námi. — Já, það má nú sannarlega sjá á öllum þessum gripum, að þú hefur ekki setið auðum hönd- um, eða gleymt þér um of í félags lífinu. — Til þess er nú leikurinn gerður að læra og vinna, og ég hef reynt að hafa sem allra mest gaman af þessari námsdvöl, þótt maður hafi nú auðvitað skemmt sér líka. Núna, þegar ég er búin að koma mér fyrir hérna heima, og setja á stofn verkstæði, er íétlunin að fara að vinna af krafti en svo síðar meir. langar mig til að fara utan aftur, eitthvað ann- að, og kynna mér nýjungar í tækni og sköpun. Maður er aldrei full- numa í þessari grein fremur en öðrum listgreinum. — Nú eru sjálfsagt margir, sem álíta keramik ekki list, held- ur aðeins iðnað. — Það fer nú eftir því, hvernig á það er litið. Um list er varla að ræða, þegar þetta er stundað eins og hver önnur fjöldafram- leiðsla, en vissulega getur kera- mik verið list, meira að segja mjög góð list. En áður en raun- veruleg listsköpun kemur til sög- unnar, þarf leirkerasmiðurinn að hafa tæknina á valdi sínu, og eins verður hann að hafa ríka til- finningu fyrir efninu. Ég mundi segja, að það taki tólk u.þ.b. heilt ár að ná ''aldi á leirnum og gera sér grein fyrir samsetn- ingu hans og þeim möguleikum, sem hann býr yfir. ^ —■ Hvernig verður keramik til? — Fyrst er hluturinn renndur á sérstökum rennibekk eða hlað- inn upp, og stundum hvort tveggja. Það getur tekið talsverð- an tíma, en fer að sjálfsögðu eft- ir því, hvernig hluturinn er í gerð. Þá er hann látinn þorna, og síðan fer fyrsta brennsla fram. Eftir þá brennslu er glerungur settur á, oftast með skreytingu, og síðan er hluturinn brenndur aftur við 1300 gráður á Celsíus. — Hvers konar litir eru notað- ir-við skreytingu hlutanna? — Það eru sérstakir litir. mjög flóknir að samsetningu, duft- kenndir, ef þeir eru látnir sam- an við glerungsblönduna, áður en hluturinn er brenndur. — Er hægt að pota íslenzkan leir við keramik? — Já, það er víst hægt, en það þarf að vinna hann vel áður, því að hann er mjög brennisteins- mettaður. Ég hef notað enskan leir, og, ætla að halda mig við hann, þégar ég fer að vinna sjálf- stætt, að minnsta kosti fyrst í stað. — Er þetta ekki óttalegt sull og sóðavinna? spyr ég. Kolbrún lítur á mig undr- andi, og skellir svo upp úr. — Kannski, en mér finnst svo agalega gaman að vera blaut á höndunum. Ég er farin að sakna þess hræðilega að hafa engan leir til að sulla í núna, en það stend ur nú til bóta, þegar sýningunni er lokið. / — Er ekki keramikið mikið í tízku um pessar mundir? — Jú, mjög svo. það er mikið að aukast að fólk leggi stund á þetta eiginlega hvar sem er í heiminum. Keramik hlutir, sem hafa notagildi, eru nú mikið í tízku, og eins færist það í vöxt, að leirkerasmiðir búi til grófar skúptúrfígúrur. Ég hef til þessa haldið mig mest að hlutum, sem hægt er að nota á einhvern hátt, búsáhöldum, blómavösum, ösku- bökkum og öðru þess háttar. — Einhvers staðar heyrði ég nú, að það væri alls ekki óhætt að borða úr keramikílátum, því að þau væru geislavirk. — Hvaða dauðans vitleysa. Þessir hlutir eru brenndir við 1300 gráður, svo að það kemur ekki til. Þá væru allir hlutir geislavirkir, og ekki óhætt að borða úr neinu. Þetta er alveg eins hart og postulín, og fólki ekkert hættara að drekka kaffi úr keramikkrús heldur en postu- línsbolla. — Hefurðu selt eitthvað af þessum hlutum þínum? — Ekki svo mikið ennþá. Mér bauðst það úti í Edinborg, en ég vildi koma með sem flest heim á þessa sýningu. Ég hef hins veg- ar komizt í samband við verzlun þar úti, og mun í framtíðinni ýmislegt til sölu. Annars ætla ég að vinna hérna heima, a.m.k. í náinni framtíð, og ég geri ráð fyr ir, að minn aðalmarkaður verði hér. Og þá látum við staðar numið að sinni. þökkum þessari ungu listakonu spjallið og óskum henni gengis of frama í framtíðinni. gþe. Gúmmívinnustofan h.f. Skipholti 35 — Símar 31055 og 30688 r\ rp^n SKARTGRIPIR Modelskartgripur er gjöf sem ekki gleymist. — - SIGMAR & PÁLMI - Hverfisgötu 16 a. Sími 21355 og Laugav. .70. Simi 24910 | VELJUM [SLENZKT(J^)íSLENZKAN IÐNAÐ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.