Tíminn - 17.07.1968, Blaðsíða 14

Tíminn - 17.07.1968, Blaðsíða 14
14 TIMINN MIÐVEKUDAGUR Yl. jfití 1968. ROLLUR Framhald af bls.16. fé inn í íbúðarhverfum, en það sjá allir, að er ekki staður fyrir búfénað. Fréttamaður Tímans sá í dag nokkrar rollur við blokk- irnar í Árbæjarhverfinu, og virt- ist ekki skorta á, að þær hefðu þar haga, en þær hljóta að vera íbúunum til leiðinda, enda mun sauðfjárhald vera bannað í íbúð- arhverfum. Ættu fjáreigendur eða aðrir þeir sem sjá eiga um gæzlu fjárins, að sjá sóma sinn í því að halda rollunum utan við íbúð- arhverfin. Girt hefur verið úr Grafarvogi og yfir í Heiðmörk vegna roll- anna, og sömuleiðis eru varð- menn á vegum í nágrenni borg- arinnar, en ekkert virðist duga, og sannast þar að sauðkindin ís- lenzka er þrá. Fyrir dyrum mun standa, að leggja niður allt sauð- fjárhald í borginni í haust,, og væri þá athugandi hvort fjár- bændur í Reykjavík vildu. ekki gefa hey til þeirra, sem eru hey- litlir, og hafa atvinnu af fjárbú- skap. Fyrir borgarrqðsfundi £ dag lá undirskriftalisti _ frá um hundrað húseigendum í Árbæjarhverfi, þar sem þeir lýsa óánægju sinni með ágangi sauðfjár á garða þeirra. 16 ÁRA unglingur, vanur sveita- vinnu, óskar eftir að kom- ast í sveit. Upplýsingar í síma 30587. STYRKUR Hinn 14. ágúst n. k. verður út- hlutað styrk úr Minningarsjóði dr. Rögnvalds Péturssonar til efl ingar íslenzkum fræðum. Það er tilgangur sjóðsins að styrkja kandí data í_ íslenzkum fræðum frá Há- skóla íslands, sem reyndir eru að áhuga, dugnaði og góðum hæfileik um, til framhaldsnáms og undir búnings frekari vísindastarfs. Að þessu sinni nemur styrkurinn 35. 000 krónum. Umsóknum um styrk úr sjóðnum skal skilað á skrif stofu Háskólans eigi síðar en 5. ágúst n. k. (Frá Háskóla íslands) TÓNVERKAMIÐSTÖÐ Framhald af bls. 3. þrisvar á ári hverju. Þau munu flytja fréttir af nýrri íslenzkri "tón list og tónskáldum og verða prent uð á íslenzku og ensku. Eitt slíkt fréttabréf er þegar komið út og hefur það að geyma, fyrir utan kynningu á starísemi íslenzkrar tónverkamiðstöðvar, frásögn af Norrænu tónlistarhátíðinni og Sin fóníu Karls O. Runólfssonar, grein um leikbústónlist O'g um- sögn um þátt ríkisútvarpsins: „Tónskáld miánaðariuis“. Auk þess er skrá yfir þau tónskáld sem þegar hafa falið íslenzkri tón- verkamiðstöð dreifingu verka sinna. Tónsikáldin eru þessi: Árni Bj'örnsson, Áskell Snorrason, Atli Helmir Sveinsson, Fjölnir Stefánisson, Gunnar Reynir Sveins son, Jón G. Asgeirsson, Jón Nor- dal, Jón Þórarinsson, Jórunn Við- ar, Karl Ó. Rúnóifsson, Leifur Þórarinsson, Magnús Blöndal Jó- hannsson, Páll ísólfsso'n., Páll Pampiohler Pálsson, Sigurður Þórðarson, Sigurlinni E. Hjorleifs son, Sigursveinn D. Kristinsson, S'kúli Halldórsson, Þórari.nn Jóns- son og Þorkell Sigurbjörnsson. Það mun vera ætlun íslenzkrar tónverkamiðstöðvar að gefa út á næsta vetri ítarlegt upplýsingarit um íslcnzka tónlist í bæklings- formi. Verður þar skrá yfir ís- lenzk tónverk, sem f'lutit hafa ver ið ásamt æviágripum tóniskáld- anna. Bæklingur þessi verður á íslenzku og ensku. ÞAKKARÁVÖRP Alúðar þakkir fyrir auðsýnda vináttu á 95 ára afmæli mínu, með heimsóknum, gjöfum og skeytum. Guð blessi ykkur öll. Ragnhildur Guðmundsdóttir, Haga, Hofnafirði. MaSurinn minn, faSir okkar og tengdafaðir Kristinn Bjarnason, frá Ási, Gnoðavog 20, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaglnn 19. þ. m. kl. 10,30 f. h. Þelr sem vildu minnast hins látna er bent á líknarstofnanlr. Guðfinna Árnadóttir, börn o§ tengda börn. Kærar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinsemd við fráfall 09 jarðarför Þorsteins J. Sigurðssonar, kaupmanns, Guðrúnargötu 8, Reykjavík, Sérstaklega viljum við þakka hjúkrunarfólkl Borgarspítalans vlð Barónsstfg. Þóranna Símonardóftir, Svanhildur Þorsteinsdóttir, Sylvía Þorsfeinsdóttir, Karl Lúðvíksson. SkemmtiferS með Esju til Vestmannaeyja Samband ungra Fram- sóknarmanna efnir til skemmtiferðar til Vest- mannaeyja helgina 20.— 21. júlí n.k. Farið verður með m.s. ESJU. Öllum er heimil þátttaka, en fjöldi farþega er takmarkaður við 150 og er því nauðsyn- legt, að þeir sem óska eftir að taka þátt í ferðinni, tryggi sér far hið fyrsta. Frá Reykjavík verður lagt af stað stundvíslega kl. 13,00, laugardaginn 20. júlí og siglt rakleiðis til Vestmannaeyja. Þangað verður komið um kl. 22,00 og verður kvöldið til frjálsrar ráðstöfunar. Klukkan níu á sunudagsmorgun verð- ur lagt af stað í skoðunarferð um Heimaey með kunnugum leiðsögumönnum. farið á söfn og farþegar fræddir um sögu Vestmannaeyja. Upp úr hádegi verður siglt tii Surtseyjar og í kring um hana Til Reykjavfk ur verður komið aftur seint á sunnudagskvöld Allur viður- gjörningur verður framreiddur um borð í Esjunni. Allar nánari upplýsingar um ferðina og far- miðapantanir og afgreiðsla eru á skrifstofu Sambands umgra Framsóknarmanna, Hringbraut 30, simi 24484. Enn einn „vinstri villu“ áreksturinn i * * s EKII-Reykjavík, þriðjudag. í síðustu viku urðu þrír harð ir árekstrar út á þjóðvegum lands ins vegna „vinstri villu“. Einn á Krísuvíkurvegi annar í Hvalfirði og sá þriðji skammt frá Bægisá í Öxnadal. Á tíunda tímanum í gær bættist 4. áreksturinn af þessu tagi við, þegar tvær fólksbifreið ir rákust harkalega saman á blind hæð. á Holtavörðuheiði í grennd við Fornahvamm. Ástæðan var sú að annar ökumaðurinn hélt sig vinstra megin á vegirium, en hinn ók réttu megin', Áreksturinn var svo harður að báðir bílarnir, sem eru af gerðinni Trabant og Skoda, eru í óökufæru ástandi. í annarri bifreiðinni voru þrír far þegar, en í hinni tveir. Við áreksturinn handleggsbrotnaði Sumarferð Framsóknar- félaganna í Reykjavík verður farin sunnudaginn 21. júlí n. k. Heimsóttar verða nýjar slóðir á Suðurlandi. Ferðin verður auglýst nánar í Tímanum á næstunni, en einnig gefur skrifstofa Framsóknarfélagana á Hringbraut 30 upplýs- ingar um ferðalagið, sími 24480. Leirmunasýning Leirmunasýning Kolbrúnar Kjar val í Unuhúsi við Veghúsastíg hefur verið mjög vel sótt, og um miðjan dag í gær (mánudag) höfðu um 500 gestir komið á sýn inguna. Sýning Kolbrúnar var opnuð síð ast liðinn föstudag og er opin frá tíu til tíu dag hvern fram til 30. þessa mánaðar. 250 munir eru á sýningunni og er nær helmingur þeirra þegar seldur. VELJUM ISLENZKT <H> fSLENZKAN IÐNAÐ SAMTÍÐIN hi8 vtnsæla heimilisblað allrar fjölskyldunnar flytut sögur. greinar &kopsögui. stiörnuspár, — kvennaþætti, skák- og bndgegreinar o.m.fl. 10 hefti á ári fyrir aðeins 150 kr | Nýi; áskr’tendú* fá þrjá A -cangs fyrlr 290 kr., sem S er alveg einstæt* kostaboð Póstsendið > dae eftirta-andi pöntunarseðil: Eg undirrit . . . . osfcs að perast áskrifandi að | SAM i’TÐlNNl oe send1 nár nræ*1 290 kr fyrir ár- gangana 1966. 1967 lúh,y v’r.samlegast sendið | þetta ábyrgðarbréfi eð& postávisun. NAFN ............................ HEIMILJ ...................... Utanaskriit okkar er SAM I1Ð1N Pósthóli 472, Reykiavík. kvenfarþegi og var hún flutt í sjúkrahús á Akranesi. Að öðru leyti urðu ekki slys á mönnum. Nú er runninn upp sá tími, sem lögregluyfirvöld töldu fyrir H- breytinguna að yrði einna hættu legastur, sökum þess að nú streym ir fólk út á þjóðvegina úr bæj unum ! sumarleyfi sitt. Menn eru orðnir vanir að aka hægra megin í bæjunum, enda eru þar merk ingar, umferðarmerki og ströng gæzla, sem knýr menn til þess að vera vei á verði og minnir sí- fellt á H-umferðina. Langkeyrslur út á þjóðvegum eru annars eðilis og þar er lítið sem minnir á breytinguna svo að oft vill sækja í gamla horfið eins og sést bezt á því, að 4 harðir „vinstri villu“ árekstrar skuli hafa orðið á vikutíma. Það er því ástæða til þess, að brýna fyr- ir ökumönnum sérstaka varúð á þjóðvegum, og það er einnig full ástæða til þess að beina því til lögregluyfirvalda, hvort ekki sé þörf á aukinni áróðursherferð næstu vikurnar með það fyrir aug um að koma í veg fyrir „vinstri villu“ á þjóðvegum. Sjónvarpstækin skila afburða hljóm og mynd FESTIVAL SEKSJON Þetta nýja Radionette-sjón- varpstæki fæst einnig meS FM-útvarpsbylgju. — Ákaf- lega næmt. — Me3 öryggis- læsingu. ÁRS ÁBYRGÐ Radionette-verzlunin Aðalstræti 18, sími 16995. eykur gagn og gleði

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.