Vísir - 06.06.1977, Side 11
VISIR
Mánudagur 6. júni 1977.
af þessum sökum sé að minnsta
kosti 500—1000 milljónir króna á
ári á núgildandi verðlagi, en dýr-
ari er þó rafhitunarreikningurinn
allur og er vafasamt að hann
verði nokkurntima gerður upp i
krónum og aurum.
Framleiðslan settá 1/5
af kostnaðarverði
Þetta húshitunar — disilraf-
magn er að sjálfsögðu selt langt
undir k o s t n a ð a r v e r ð i
(frarhleiðsla -(- dreifing), á 1/5
eða minna að þvi er sumir telja.
Þetta verður til þess að
framleiðsla raforku til húshitunar
tekur á sig hinar fáránlegustu
myndir þar sem ástandið er eins
og hér hefur verið lýst. Það liggur
til dæmis i augum uppi að það
borgar sig fyrir raforku-
framleiðandann að gefa
húseigendum oliu til hitunar
endurgjaldslaust fremur en
kaupa þrefalt magn til að keyra
disilraforku inná þilofna þeirra,
en liklega þykir ekki viðeigandi
að Rafmagnsveitur rikisins reki
slika oliutombólu, svo hin leiðin
er semsagt farin. Reikninginn fær
svo Alþingi einu sinni á ári.
Hitun með afgangsorku
önnur aðferð til að hita upp
með rafmagni er sú, að gera ráð
fyrir að hitunin geti farið fram
með þeirri afgangsorku sem
hverju sinni er til á rafkerfinu og
afhendingin sé möguleg án sér-
stakra styrkinga á dreifikerfinu.
Hér þarf þó að fara að með mikilli
gát, þvi að þegar búið er að
byggja hús án miðstöðvarketils
þarf húsið að fá sina hitun hvort
sem afgangsorka er til eða ekki
og ef siðar kemur i ljós að dreifi-
kerfið þarf styrkingar við samt
sem áður, þá verður að
framkvæma hana. Samt sem
áður er það á þessum velli sem
rafhitunarsérfræðingar leiða
fram hesta sina þegar sanna á
hvað rafhitun er ódýr.
R-Ohitaveitur
Langmerkasta framlagið af þvi
tagi er vafalaust hugmyndin um
hinar svokölluðu R-0 hitaveitur
(rafmagns-oliu), en um rekstur
þeirra hefur Jóhannes Zoega,
hitaveitustjóri i Reykjavik ritað
merka grein i Timarit Verk-
fræðingafélags íslands (nr. 1
1976). Slikar hitaveitur komast
hj'á allri forgangsorkunotkun ein-
faldlega með þvi að eiga tiltæka
svartoliukatla sem varaafl.
Samkvæmt áætlun hans þarf oliu-
notkunin i slikum hitaveitum ekki
að vera nema um 10% að meðal-
tali, sem er töluverð framför frá
300% i disilrafmagninu. Raforku-
dreifingin verður lika miklu
minna vandamál með þessu lagi,
en auðvitað þarf þar á móti að
leggja hitaveitukerfi, svo að þessi
lausn passar ekki nema fyrir
þéttbýlisstaði. En það er mikil
spurning hvort ekki borgar sig að
Jónas Elíassonskrifar
um húshitun með
raforku og segir að
aukning hennar eigi
rœtur að rekja til
þeirra pólitísku ótaka
sem staðið hafa um
orkusölu til stóriðju
leggja slikt kerfi bara til að
komast frá gasoliuhitun yfir á
svartoliuhitun, að minnsta kosti
hefur það viða verið gert i ná-
grannalöndunum. Oliukosthaður
til húsnitunar hér á landi yrði
ekki nema brot af þvi sem hann
nú er ef þessháttar hitaveitukerfi
yrði lögð i þéttbýlisstaðina. En ef
til vill er hið athyglisverðasta við
þennan möguleika það, að þar
sem hann reynist hagkvæmur
verða algjör endaskipti á hita-
veitumálunum. Þar borgar sig að
byrja á fjarhitakerfinu og leggja
ekki út i jarðhitaleit með borun-
um fyrr en kerfið er komið i
rekstur, i stað þess að byrja á á-
hættusömum borunum og leggja
ekki fjarhitakerfi nema þær beri
árangur. Hitt borgar sig vegna
þess að tilvera hitaveitukerfis i
rekstri gerir jarðhitafund marg-
falt verðmætari.
Hvers vegna?
Hversvegna hefur rafhitunar-
málið snúist svona i höndum okk-
ar? Orsakirnar eru væntanlega
margar og rafhitun sem slik er
ekkert ný af nálinni. Hún hefur
hinsvegar verið fremur litil hér á
landi þar til á seinni árum. Aukn-
inguna má svo rekja til þeirra
pólitisku átaka sem á sinum
tima áttu sér stað um orkusölu til
stóriðju, þar sem andstæðingar
stóriðjunnar tefldu húshituninni
fram sem mótvægi stóriðjunnar i
orkunýtingarlegu tilliti. En eins
og allir vita þá er nýting
innlendra orkulinda búin að vera
á stefnuskrám samanlagðra
stjórnmálaflokka frá vinstri til
hægri um alllangt skeið.
Það er hinsvegar álitamál
hvort stjórnmálamennirnir hafa
nokkurntima gert sér grein fyrir
þeim háa dreifingarkostnaði sem
fylgir þvi að leggja rafhitun i
hvert hús, en hann er fyllilega
sambærilegur við hitaveitulögn.
Þvi var byrjað á rafhituninni án
þess að dæmið væri gert upp,
tæknilega eða fjárhagslega og án
þess að hagkvæmni hinna ýmsu
valkosta væri að fullu könnuð.
Ekki langttil jafnað
á Kröflutimum
Það sem fyrst og fremst ýtti á
eftir þessari þróun var svo oliu-
kreppan og verðhækkanir oliu i
kjölfar hennar. Auðvitað hefur
það verið meiningin að fylgja raf-
hituninni eftir með aukinni raf-
orkuöflun frá vatnsorkuverum,
en þegar til átti að taka höfðu raf-
orkuverin hækkað næstum þvi
meira en olian vegna vaxtahækk-
unarinnar á hinum erlenda lána-
markaði sem lika fylgdi i kjölfar
oliukreppunnar. Þvi virðast
menn hafa heykst á
virkjanabyggingunni og af-
leiðingin er svo sú sem að framan
var lýst, rafhitunin er orðin ein
mesta handvömm islenskra orku-
mála og er þá ekki langt til jafnað
á vorum Kröflutimum. Þetta er
eitt skýrasta dæmið um það
hvernig stjórnmálamenn villast i
frumskógi tækninnar, óafvitandi
og i bestu meiningu.
Væntanlega verður þessu öllu
kippt i lag þótt enginn viti hvenær
eða hvernig. Byggðalinan mun
væntanlega laga ástandið tölu-
vert þó að áhöld séu um að hve
miklu leyti dreifikerfin á Norður-
og Austurlandi þola þann flutn-
ing. En sjálfskáparvitin eru erfið
viðureignar eins og best sást fyrir
nokkru þegar nýskipaður for-
stjóri Rafmagnsveitna rikisins
ætlaði að stöðva frekari rafhitun
en fékk samstundis skipun frá
Iðnaðarráðuneytinu um að halda
henni áfram, skipun sem i raun
og veru þýðir: Fleiri disilvélar,
meiri oliu. Að minnsta kosti
meðan málin standa eins og nú.
SAGA NORRÆNNA MANNA
mynd, sem hún hefur tekið á sig á
undanförnum áratugum, skortir
tilfinnanlega kjölfestu, sem
skólar og aðrar ámóta stofnanir
gætu veitt henni smám saman. Er
þá einkum höfð i huga kennsla i
hinni sameiginlegu sögu nor-
rænna manna, sem er mikil að
vöxtum, en hefur ekki verið tekin
saman i þeirri veru, að hún geti
þjónað sem samnefnari fyrir
Norðurlönd. Hvert land fyrir sig á
aðsjálfsögðu sina eigin
sögu. Þar mætast ekki veg-
ir, enda er tiltölulega skammt
siðan hinar einstöku Norður-
landaþjóðir stóðu I sjálfstæðis-
baráttu sin i milli. En það má
geta nærri hvort mikið af sögu
þessara þjóða er ekki sameigin-
leg, þar sem um langvinn yfirráð
hefur verið að ræða.
ÞEGARTIL
GILDVERK
tslendingar hafa margt til sögu
norrænna manna að leggja, eink-
um i upphafi, eða frá vikinga-
timanum og fram til 1262. Ritun
Sögu Islands, sem nú stendur yfir
og ætlað er að komi öll út innan
fárra ára, er í raun fyrsta átakið i
gerð heillegrar sögu landsins frá
upphafi byggðar. Ákveðin timabil
i þeirri sögu hafa ekki áður verið
tekin til meðferðar á borð við það,
sem nú er gert. Að ritun Islands-
sögunnar lokinni stöndum við
betur að vigi en áður við að meta
hlutdeild okkar i hinni samnor-
rænu sögu. En auðvitað eru þegar
til gild verk, skrifuð af Islending-
um, sem verða vart talin annað
en hluti af norrænu sögunni.
SAGANÞARF AÐ
NOTASTSEMAL-
MENNT LESTRAREFNI
Norðmenn, danir og sviar hafa
gefið út sinar sögur, þótt með
mismunandi hætti sé. Yfirleitt
takmarkast þessi sagnagerð öll
að mestu við land og þjóð, en læt-
ur hina sameiginlegu sögu liggja
milli hluta, eða kannski varla
hægt að ætlast til þess að t.d. við
eða aðrar norðurlandaþjóðir för-
um að blanda öðrum aðilum en
þeim, sem koma beint við málið, i
sögu sina. Þannig er engin von til
þess að saga norrænna manna
verði rituð nema til þess verði
sérstaklega stofnað.
Saga norrænna manna þarf
ekki að verða margra binda verk,
og raunar er hægt að hugsa sér
hana ritaða á ýmsum stigum og
til margvislegra nota. Auðvelt
ætti að vera að gera útdrátt úr
henni til kennslu i skólum á
Norðurlöndum til að efla þá til-
finningu, að um nokkra heild sé
að ræða þar sem Norðurlöndin
eru, og jafnframt og kannski fyrst
og fremst ber að gera söguna
þannig úr garði að hún geti notast
sem almennt lestrarefni. Með þvi
móti mundi fólk kynnast þvi sem
sameinar Norðurlönd og hafa á
hraðbergi svör við spurningum
um ástæður fyrir þeirri nánu
samvinnu, sem nú hefur verið
tekin upp.
FRÁ SLÉSVIK
TILTHULE
Auðvitað eru ekki allar norður-
landaþjóðir skyldar. Finnar eru
sér á parti, svo og grænlending-
ar. En saga norrænna manna
hlýtur einnig að ná til þeirra,
vegna þess að hér er ekki einung-
is um sameiginlega sögu þjóða að
ræða heldur einnig hina landa-
fræðilegu sögu og þar hljóta
mörkin að liggja. Við teljum okk-
ur hafa margt fengið frá irum og
gott ef helstu einkenni okkar eru
ekki irsk frekar en norsk. Þá er
uppi sögn um að við séum
flökkuþjóð og gamlir málaliðar,
sem ekki stönsuðu i Noregi degi
lengur en nauðsyn krafði eftir að
Haraldur hárfagri hafði lagt
landið undir sig. Allt getur þetta
verið satt og rétt. En frá Slésvik i
suðri til Thule i norðri teljast nor-
rænir menn búa, og saga þeirra
byggist á slikum mörkum en ekki
á kenningum um kynblöndun, eða
kjarna þeirra, sem fæðast 'ljós-
hærðir.
BREYTINGAR
IVÆNDUM
Norræn samvinna hefur legið
undir ámæli fyrir veislur og
varaþjónustu. Ekki er þetta
ámæli alls kostar rétt. Norræn
samvinna hefur margt gott látið
af sér leiða og við megum vera
sérlega minnugir þess hvernig
norðurlandaþjóðir brugðust við
áfallinu i Vestmannaeyjum. En
nú virðist sem þessi samvinna
eigi nokkrar breytingar i vænd-
um. Vegalengdir hafa minnkað
vegna bættra samgangna og auk-
in kynni hafa fært menn nær
hverju öðrum. Norðurlandaráð er
enn ungt á mælikvarða rikjasam-
vinnu. Það er þvi vel við hæfi að
hefja undirbúning ritunar sögu
norrænna manna áður en lengra
■ er haldið.
IÞG
Þá er uppi sögn um að við séum flökkuþjóð og gamlir málaliðar, sem ekki
stönsuðu i Noregi degi lengur en nauðsyn krafði eftir að Haraldur hárfagri
hafði lagt land undir sig.