Tíminn - 10.09.1968, Blaðsíða 5

Tíminn - 10.09.1968, Blaðsíða 5
ÞREÐJUDAGUR 10. september 1968. TÍMINN Fróðlegt að fá skýringu Móri skrifar: „Vegir forsjónarinar reynast oft einföldum almúgamanni tor ráðnir og yfirskilvitlegir, hvort sem þeir liggja á sviði eilífðar eða landsmála. Stefna núverandi stjórnar hefur og oft á tíðum verið margslungin og loftkennd, og í yfirlýsingum landsfeðra hef ur verið að finna djúphugsaðan symbólisma, sem alltorvelt er að ráða fram úr. Þessu til sönn unar skal bent á atriði eitt, sem SKIPAÚTCtRB RÍKISINS M.s. Blikur fer austur um land í hring- ferð 16. þ.m. Vörumóttaka þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag til Hornafjarðar, Breiðdalsvíkur, Stöðvarfjarðar, Fáskrúðsfjarðar, Reyðarfjarð- ar, Eskifjarðar, Niorðfjarðar, Mjóafjarðar, Seyðisfjarðar, — Borgarfjarðar Vopnafjarðar, Bakkafjarðar, Þórsihafnar, Rauf arhafnar, Kópaskers, Húsavík- ur, Akureyrar,_ Siglufjarðar, Norðurfjarðar ísafjarðar, Bol- ungavikur, Súgandafjarðar, — Flateyrar, Þingeyrar, Biidu- dals, Tálknafjarðar og Patreks- fjarðar. óneitanlega hlýtur að teljast furðulegt. í leiðara aðalmál- gagns ríkisstjórnarinar, Mbl. er því lýst yfir, að engu skipti málflutningur kommúnista, því þeir hafi aldrei borið hags muni íslenzks þjóðfélags fyrir brjósti. Jafnframt er skorað á Framsóknarmenn að líta öðru vísi á málin. En í sama blaði gefur að líta, að ríkisstjórnin hefji nú viðræður við stjórnar andstöðuna um það, hvernig þjóðarhagsmunum skuli bezt borgið. Hverju gegnir það, að stjórnin hyggst nú m. a. móta stefnu sína af mönnum sem vinna vísvitandi gegn þjóðar- hagsmunum, niðurrifsöflum þjóðfélagsins? Ætla þeir að hafa viðhorf kommúnista sem víti til varnaðar, eða vinnur stjórnin að sama markmiði og kommúnistar og vill kveðja þá til samstarfs um þessa þróun Vörnbílar - Þimgavinnuvélar Höfum mikið úrval af vöru bílurn og öðrum þunga- vinnutækjum. Látið okkur sjá um söluna. Bíla- og búvélasalan v/Miklatorg. Sími 23136, - heima 24109 mála. Ætlast þeir þá væntan- lega til þess af Framsóknar- mönnum að þeir breyti stefnu sinni til samræmis við þessa göfugu samsteypu Moskvu- og Engeyjarvalds. Væri fróðlegt að heyra skýr ingu á þessu í stjórnarmálgagn inu. Bréfi svarað Þá er grein frá Benedikt Gíslasyni frá Hofteigi. „Landfari sæll! Ég þarf að svara bréfi utan af landi, en svarið snertir á- burðarmálið fræga og þar með alla þjóð og er á þessa leið og vil ég biðja þig að flytja. Það var litlu eftir að farið var að nota kjarnann til áburðar, sem kúadauðinn fór að herja á bænd ur. Auðséð var að hér var ný- lunda á ferð. Sjúkdómurinn var kalkleysi í æðaveggjum og sprungu æðarnar. Engin nýlunda hafði átt sér stað í búháttum nema notkun kjarnans. Þetta gaf strax þá grunsemd að kalk leysið í kjarnanum kæmi fram á fóðrinu og riði heilsu dýranna að fullu. Bændur vildu ekki heyra það, töldu kjarnann hinn bezta áburð, en hér byrjaði sú alda, sem síðan hefur yfir geng ið að sprauta kýrnar með allra handa meðölum, þar á meðal kalki. Engin vísindi voru til í landinu, eða kannske vísindaleg ur vUji, til að taka málið föst- um tökum í rannsóknum m. a. á afurðum kúnna fyrir heilsu fræðilega hlið málsins, fólksins vegna, sem afurðanna neytti. HEIMSFRÆGAR Ljósaperur 15—200 vött 220/230 volta jafnan fyrirlíggjandi. Biðjið verzlun yðar um EKCO ljósaperur og gerið sjálf verð- og gæðasamanburð. RAFTÆKJAVERZLUN ÍSLANDS H.F. Skólavörðustíg 3. — Sími 17971 — 17976. ★ JP-fnnréttlngar frá Jínl' Péturssyni, húsgagnaframleiSanda — auglýstar I sjónvarpi. Stllhreinarj sterkar og val um vKartegundir og haríplast. fram- leiðir einnig fataskápa. A3 aflokinni vlðtækri kðnnun teljum vlð, að staðlaðar hentl I flestar 2-5 herbergja Ibúðir. eins og þær eru byggðar nú. Kerfi okkar er þannig gert, að oftast má án aukakostnaðar, staðfæra innráttinguna þannig að hún henti. í ailar Ibúðir og hús. Allt þefta if Seljum. staðlaðar eldhús- innréttingar, það er fram- leiðum eidhúsinnréttingu og seljum rr.eS öilum. raftækjum og vaski. Verð kr. 61 000.00 - kr. 38.500,011 og kr. 73 000,00. innifalið I verðinu er eid- húsinnrétting, 5 cub/f. fs- skápur, eldasamstæða með tveii,i ofnum, grillofni og bakarofni, lofthreinsari með kolfilter, sinKi - a - matic uppþvottavél og vaskur, enn- fremur söluskattur- ★ Þér getið valið um inn- lenda framleiðslu á eldhús- um og erlenda framleiðslu. (Tielsa sem er stærsti eldhús- framleiðandi á meginlandi Evrópu.) ★ Einníg getum við smiðað innréttingar eftir teikningu og éskum kaupa.nda. ★ Þetta er eina tilraunin, að því er bezt verður vitað til að leysa öll • vandamál hús- byggjenda varðandi eldhúsið. ★ Fyrir 68.500,00, geta margir boðlð yður eldhúsinn- réttingu, en ekki er kunnugt um. að aðrir bjéði yður. eld- húsinnréttingu, með eldavél- arsamstæðu, viftu, vaski, uppþvottavél og ísskáp fyrir þetta verð- — Allt inni/alið meðal annars söluskattur kr. 4.800,00. SöluumboS fyrlr JP 3oop| -innréttingar. Umboðs- & heildverzlun Kirkjuhvoli ■ Reykjavik Símar: 21718,42137 Heilagur sem ind- verskar kýr Kjamann mátti ekki bera sök gjj um, frekar en kýr í Indlandi. ® Vísindamennirnir höfðu tekið á byrgð á honum, kalklausum, til íp áburðar. Það var stutt í það |s næsta, sem var nýlunda, ærnar jl fóru að fá doða um burð, og jjf drepast, ef ekki náðist í dýra- I lækni með sprautuna, sem hann var orðinn vanur að nota við kýrnar. Aldrei hafði slíkur sjúk dómur í sauðfé þekkzt í sögu landsins, en hvorki bændur né vísindamenn höfðu neitt við málið að athuga. Lömbin þurfti öll að sprauta á vorin, nýborin, annars biðu þau ekki eftir slát urhúsinu. Sprautan var orðin þarfasti þjónninn og til á hverj um bæ, eins og hesturinn jafn an hafði verið. Samt var hún ekki — að ég held — á landbún aðarsýningunni og áttu þó ef- laust allir gripir, sem þar voru sýndir, henni líf að launa. Kjarn anum var mokað á túnin, og dýralæknirinn og sprautan hafa aldrei haft frið. Samt var engin grein á því gjörð í sýningar- postillunni, hvað allt þetta kost ar bændur og er þetta þá eitt af framleiðslukostnaði bænda, sem hækkar afurðaverð, það veit ég að framleiðsla þessara lyfja hraðvex árlega. Ný veiki Nú segir bóndinn mér að komin sé upp ný veiki, og hann kallar hana „Túnveiki". Lömb. sem sækja á túnin með mæðr- 3 um sínum veikjast. Þau verða j| almáttlaus og drepast, en náist á í dýralækninn og sprautuna, |j geta lömbin sprottið upp og | haldið áfram að kroppa. Helgi á Hrafnkelsstöðúm sagði mér | að þar hefði hrútur, fullorðinn, „ orðið máttlaus á túni, en dýra- læknirinn kom til með spraut- una og hrútsi hélt lífi og lim- um. En frá Austurlandi er túnveikisnafnið komið — og ekki ofseint í orðabókina — svo þessi sjúkdómur mun nú þekkjast víðast um land, þótt hann fengi sitt snjalla nafn á Austurlandi. Ég get ekki svarað bóndanum á annan veg en leggja fyrir hann allt málið, því allt ber að sama brunni, botn- lausa hyldýpinu í kjarnaslys- inu. Þessi túnveiki er kalkskort ur í haga ag kannske mjólkinni líka, og bóndi á Austurlandi sagði mér að lömb mundu vera farin að drepast úr þessari veiki út um hagann. Það mundi þá vera fyrir kalkskort í mjólkinni og er allt í dauðanum af áhrif um kjarnans og væri bústofn bænda gjörfallinn, ef ekki væri dýralæknirinn og sprautan og bændur notuðu ekki innfluttan fóðurbæti, sem er eftir sýning arpostillunni 10 tonn á meðal bónda, og er eftir innflutnings skýrslu og framtalsskýrslum bænda á heyi, um þriðjungur af k vetrarfóðrinu. Svo eitrað virð B ist heyið af kjarnanum aðþessi | ofsanotkun á kjarnfóðri virðist 1 eigi duga til að leysa dýralækn |j inn og sprautuna af hólmi og virðist auðsætt að bústofn bænda lægi doðadauður, ef ekki væri sprautan. Heyrir þjóðin eða heyrir hún ekki? Þarf ekki að gera alls- herjar þjóðarátak til að bjarga bændum og þar með þjóðinni út úr kjarnavítisfaringnum? Og förum við neytendur ekki að gjalda varhuga við kjarnamatn um? — Og er nokkur furða þótt börnin drekki frekar kók en mjólk? Svo bið ég big að athuga það, Landfari sæll, að í grein minni í dálkum þínum 3. þ. m. féll niður orðið „súrt“ og • áað vera ammoníumsúrt nitrat. ■ 5 Á VlÐAVANG! Ömurleg úrræðaleysi Á það hefur stundum verið bent hér í blaðinu, að stjórnar- völdum verði að sjálfsögðu ekki kennt um minnkandi afla, harðæri eða lækkandi afurða- verð og markaðstregðu nema að sumu leyti óbeint, en ömur- legasti þátturinn í þeim mál- um er alger sofandaháttur og úiræðaleysi stjórnarvalda við að reyna að kióra í bakkann. Augljóst má vera, að markaðs hrunið fyrir íslenzkar afurðir er ekki í samræmi við almennt ástand á heimsmarkaðnum, held ur stafar það af því, að íslend ingar hafa orðið undir í sam- keppninni, þegar um þrengdist. Forsætisráðherrann vísar því alveg frá sér og stjórn sinni að vinna að sölu á hinum frjálsa markaði, síðast í Reykjavíkur- bréfi s. I. sunnudag, þar sem hann segir m. a. „Þá hafa þeir (þ. e. stjórnar andstæðingar) einnig fundið að því, að ríkisstjórnin skuli ekki hafa haft sig meira í frammi um markaðsöflun. Markaðir í Aust- ur-Evrópu hafa þó haldizt ein- ungis fyrir atbeina ríkisvaldsins. Annars staðar hafa útflytjendur sjálfir haft forystu um sölu afurða sinna og verður trauð- lega deilt um, að það sé heppi- legasta aðferðin.“ Þannig vísar forsætisráðherra málinu frá sér. Það er auðvitað rétt, að heppilegast er að út- flytjendur sjálfir hafi forystu um afurðasölu, þegar um eðli- legt ástand er að ræða. En eins og málin horfa nú við, gegnir öðru máli. Þegar slíkt hrun verður, á ríkisstjórnin að bregðast hart við og freista þess að snúa vörn í sókn með forystu, stuðningi og beinum til raunum til markaðsöflunar. Hér þarf meira atfylgi en hægt er að vænta af útflytjendum einum. Framsóknarmenn hafa hvað eftir annað reynt að knýja rík- isstjórnina til raunhæfra að- gerða og forystu í markaðsmál- um með tillögum á Alþingi, en þær tillögur hafa annað hvort verið svæfðar, og ein, sem sam- þykkt var, var alls ekki fram- kvæmd. Stjórnin hélt bara á- fram að sofa, meðan markaðirn ir hrundu — ekki einu sinni að hún léki á fiðlu. Það er þetta viljaleysi og dugleysi sem er ömurlegasta mynd vandræð- anna. Ráðstefnan, sem Is- lendingar vita ekki um Það verður auðvitað ekkert um það sagt, hvað unnizt hefðí við skipulega og öfluga for- ystu um markaðsleit áf hálfu stjórnarvalda, en með þvi hefði stjórnin gegnt skyldu, sem liggur henui á herðum og vafa lítið eitthvað unnizt, og hún hefði með því að berjast en gugna ekki firrt sig réttmætu ámæli. Dæmi Norðmanna, sem hafa gengið altl öðru vísi fram og af meiri manndómi, sýnir einnig að töluvert er hægt að vinna. Gott dæmi um þennan mun norskra og íslenzkra stjórn- valda er ráðstefna sú, sem sagt var frá hér í blaðinu á sunnud. eftir norsku fréttastofunni. Þar hefur af norskri hálfu verið haft frumkvæði um að efca til ráðstefnu í Bandaríkjunum til þess að reyna að koma á ai- þjóðlegu samstarfi um trygg- ara markaðsástand sfldnrafarða. En þá kemur í Jjós. að íslenzkir aðilar, meira að degjx ríkisðð- Framhald á bte. 16. ■HBH&SMmv. r.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.