Tíminn - 20.09.1968, Side 3

Tíminn - 20.09.1968, Side 3
\ FÖSTUDAGUR 20. sept. 1968 TÍMINN Hajek lætui af embætti Jiri Hajek Talning atkvæðaseðla í sam- . keppni sem fram fór á vegum út- gefanda Hátíðarljóða 1968, Sverr is Kristinssonar, hefur farið fram. Atkvæðaseðlunum í samkeppn- inni var safnað í pósthólf, en full- trúi borgarfógeta tók atkvæðaseðl anna þar og hafði umsjón með atkvæðatalningu. Skilyrði til verðlaunaveitingar voru þau að 50% kaupenda bók arinnar væru þeirrar skoðunar að eitthvert kvæði væri vert 10 þús. kr. verðlauna. Sala bókarinnar varð minni en útlit var fyrir mið- að við sölu 2—3 fyrstu dagana. RÍKARÐUR JÓNSSON ÁTTATÍU ÁRA NTB-Prag, fimmtudag. Utanríkisráðherra Tékkósló- vakíu, Jiri Hajek, hefur látið af embætti að eigin ósk, að því er Ceteka, hin opinbera tékkneska fréttastofa, skýrði frá í dag, Ilaj- ek, sem er 55 ára að aldri, á að hafa beðið Svoboda, forseta, bréflega um að leysa sig þegar í stað frá starfi. Ludvik Svoboda, forseti, hefur farið þess á leit við Af bókini seldust um 600 ein- tök. Merkjasala Menningar og minn ingarsjóðs kvenna, verður á morg- un, laugardaginn 21. september. Sjóðurinn er stofnaður með dán- argjöf Bríetar Bjarnhéðinsdóttur að upphæð 2.000.00 kr. Tilgangur lians er að styrkja efnalitlar kon ur til náms, vísinda og ritstarfa. Styrkveiting úr sjóðnum fór fyrsta sinn fram árið 1946, en alls hafa nú rúmlega 200 konur hlotið þessa styrki. Sjóðurinn veitir viðtöku dánar og minningargjöfum og eru aðal- æviágriþ þeirra, sem minnzt er skráð í Æviminningabókina, sem Oldrich Cernik, forsætisráðherra að hann bæti á sig störfum utan- ríkisráðherra. Af frásögn frétta- stofunnar Var ekki ráðið, hvort Ceraik er ætlað að fara með störf utanríkisráðherra um stundarsak ir eða til frambúðar. Jiri Hajek, hefur orðið fyrir hörðum árásum af hálfu Sovét- manna, og var almennt búizt við afsögn haiis. Hajek var sem kunn ugt er staddur f Júgóslavfu er land hans var hernumið, hann sneri ekki strax heim, heldur hélt til aðalstöðva Sameinuðu Þjóð- anna og talaði máli þjóðar sinn- ar frammi fyrir Öryggisráðinu. Hvað eftir annað hefur Moskva gagnrýnt Hajek fyrir þetta athæfi og málgagn Sovétstjórnarinnar. Izestjia, ásakaði hann fyrir að hafa unnið í þágu nazista í seinni heimstyrjöldinni, og fullyrti að hann væri nú málsvari „endur skoðunar- og gagnbyltingarafla". sjóðurinn gefur út. Nú eru kom- in út af henni þrjú bindi. Samkvæmt skipulagsskrá sjóðs- ins skal mikill hluti af tekjum hans leggjast við höfuðstól, og kemur því eigi til árlegra styrk- veitinga. Það er því að sjálfsögðu mikilsvert að merkjasalan gangi sem bezt, því að hverju sinni ber ast margar umsóknir frá ungum og efnilegum námskonum, sem vissulega eru styrks maklegar. Merkin verða á morgun af- greidd í öllum barnaskólum borg j arinnar frá kl. 1 og eru einnig I seld víða út um iand. 10 ÞÚSIIND TIL STYRKTAR HEYRNARDAUFUM BÖRNUM Framhald á bls. 11. Merkjasala Mennangar- og minningarsjóðs kvenna Rikarður Jónsson, myndhöggv- ari, er áttræður í dag. Ríkarður hefur mótað mörg hundruð mannamyndir og gert myndskurð arverk í kirkjur og opinberar byggingar um land allt. Munir þeir sem hann hefur skorið í tré eru fjölmargra einstaklinga, stofnana og félaga, enda er Rík- arður einn afkastamesti og fjöl- hæfasti listamaður þjóðarinnar. Ríkarður Jónsson er fæddur 20 sept. 1888 í Tungu í Fáskrúðs firði. Hann nam myndskurð hjá Stefáni Eiríksyni og dráttlist hjá Þórarni Þorlákssyni. Erlendis stundaði hann m.a. nám hjá 'Ein- ari Jónssyni myndhöggvara og við Konunglega listháskólann. Golfkeppni EJ-Reykjavík, miðvikudag. Starfsmenn Loftleiða á ís- landi hafa fengið tilboð um að senda tveggja manna lið til þátttöku í lokakeppni „Third Annual Airline Golf Tourna- ment“, eða þriðju golfkeppni flugfélaga, sem haldin verður í Palm Springs í Kaliforníu í Bandaríkjunum dagana 24,— 26. september næstkomandi. Kom tilboðið frá Air Trans- port World, sem stendur að flugfélaga keppninni, ^og American Air- lines, sem einnig stendur að keppninni að þessu sinni. Var tilboðinu að sjálfsögðu tekið. Var því haldin sérstök golf keppni á Hvaleyrarvelli golf- klúbbsins Keilir 1. og 2. sept- ember, og voru sigurvegarar Daníel Pétursson, flugmað ur og Sigurjón Jónsson, sigl- ingarfræðingur, og verða þeir sendir til keppninnar í Palm Springs. Nýjar forskriftarbækur eftir Marinó L. Stefánsson Ríkisútgáfa námsbóka er að gefa út skrifbókaflokk handa barnaskólanemendum eftir Marinó L. Stefánsson, kenn- ara. í flokknum verða a.m.k. 6 hefti. Tvö þeirra, 1. og 4. hefti, komu út á s.l. ári, en 2 og 2. hefti eru nýkomin út. Hvert hefti er 32 bls. 21x14,5 sm. að stærð. Ráðgert er að 5. og 6. hefti komi út á næsta ári, og verði 24 síður hvort og e.t.v. í stærra broti. Fyrstu heftin þrjú eru öll ætluð til þes að skrifa í, nema um þriðjungur 3. heftis, sem er með forskt'ift til að skrifa eft- ir í aðra bók. Síðari heftin þrjú verða eingöngu með verk efnum til að skrifa eftir í aðr- ar bækur. Heftin eru öll mynd skreytt af Halldóri Péturssyni listmálara. Prentun annaðist Litbrá hf. íslandsalmanakið 1969 íslandsalmanakið 1969 er komið út og flytur að venju margvíslegan fróðleik. Auk dagatalsins eru í ritinu stjörnu fræðilegar upplýsingar s.s. um sólargang á ýmsum stöðum á landinu, flóð og fjöru, myrkva reikistjörnur, gervitungl o. fl. Að öðru efni má nefna veður- farstöflur, vegalengdaskrá og yfirlit um mælieiningar. Hið íslenzka Þjóðvinafélag gefur almanakið út á vegum Bókaútgáfu Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins. Prófess- or Trausti Einarsson og dr. Þorsteinn Sæmundsson sáu um útgáfuna. Minningarsjóður Olavs Brunborgs stud. oecon. Úr minningarsjóði Ólavs Brumborg verður slenzkum stúdent eða kandídat veittur styrkur á*ð 1969 til náms við norskan háskóla. Styrkurinn er að þessu siðni 3000 norskar krónur. Umsókn ir skulu sendar skrifstofu Há- skóla íslands fyrir 15. október n.k. Æskilegt er, að umsækj endur sendi með umsókn skil ríki um námsferil sin og á- stundun. Hvíldar þjálfun FB-Reykjavík, fimtudag. _ Komin er út hjá ísafold bæklingur, sem nefnist Hvíld- arþjálfun, ævingabók eftir pró fessor J. H. Schultz tauga lækni í Berlín. Yngvi Jóhann- esson þýddi bókina með leyfi höfundar. í formála segir Yngvi, að aðferð sú, sem bækl ingurinn fjallar um hafi getið sér góðan orðstír og sé hún notuð í vaxandi mæli af tauga læknum og. öðrum. Er það margra mál, að hún tekur að ýmsu leyti fram öðrum aðferð um til tauga- og vöðvaslökun- ar. Þýðandinn segir ennfremur að ráð sé fyrir því gert, að aðferðin sé lærð undir eftir’ liti læknis, því aðferðin sé svo áhrifarík, að ekki sé talið ráð- legt, að hver sem er æfi hana eftirlitslaust. Sé einnig hætta á að þá verði æfingarnar ár- angurslítið kák, sem veldur vonbrigðum, ef leiðbeiningum læknis sé ekki fylgt. Nýir samningar Hinn 16. þ.m. var undirrit- aður í Varsjá ''viðskiptasamn- ingur milli íslands og Póllands fyrir árið 1969. Er hinn nýi samningur í megin atriðum samhljóða núgildandi samn ingi. Utanríkisráðuneytið, Reykjavík, 17. september 1968 Laust prestakall FB-Reykjavík, fimmtudag. Auglýst hefur verið laust til umsóknar Möðruvallapresta kall í Eyjafjarðarprófastsdæmi og rennur umsóknarfrestur- inn út 14. október næstkom- andi. Það er gull.. . „Það er gull í hlíðinni ofan við bæinn þinn heima“ þessi boðskapur var fluttur konu, ættaðri úr Önundarfirði, fyrir nokkrum árum á sambands fundi í Vesturbænum. Síðan þetta var hefur verið rannsak- að eftir þremur leiðum sem allar virðast benda á hinn rétta stað. Þar sem mér láð- ist að skrifa hjá mér nafn kon unnar óska ég nú eftir, að hún hafi samband við mig, svo hægt verði að rannsaka þetta á réttum stað. Sigfús Elíasson, Grundar- stíg 2, Reykjavrk. Verð á rækju A fundi Verðlagsráðs sjávar útvegsins í dag var ákveðið eft irfarandi lágmarksverð á rækju er gildir frá 16. sept- ember til 31. desember 1968. Rækja (óskelflett) í vinnslu hæfu ástandi, og ekki smærri en svo, að 350 stykki fari í hvert kg. pr. kg. . . kr. 8.50. Verðið er miðað við, að selj- andi skili rækjunni á flutnings tæki við hlið veiðiskips Reykjavík, 17. september 1968 Verðlagsráð Sjávarútvegsins. Verð á síld Á fundi yfirnefndar Verð- lagsráðs sjávarútvegsins í morgun varð samkomulag um eftirfarandi lágmarksverð á sfld til frystingar veiddri á Suður- og Vesturlandssvæði, þ. e. frá Hornafirði vestur um að Rit, tímablilið 1. september til 31. desember 1968. A. Stórsfld (3 til 6 stk. í kg) með minnst 14% heilfitu og óflokkuð síld (beitusfld), hvert kg. kr. 1.87 B. Önnur síld, nýtt til fryst ingar, hvert kg. kr. 1.36. í yfirnefndinni áttu sæti: Jónas H Haralz, sem var oddamaður nefndarinnar, Björgvin Ólafsson og Eyjólfur ísfeld Eyjólfson fulltrúar sfld arkaupenda og Ingimar Einars son og Jón Sigurðsson, fulltrú- ar síldarselj.enda. Reykjavfk, 18. september 1968 Verðlagsráð Sjávarútvegsins.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.