Tíminn - 20.09.1968, Page 7

Tíminn - 20.09.1968, Page 7
FÖSTUDAGUR 20. sept. 1968 TÍMINN 7 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Fraiakvaemdastjóri: Kristján Benediktsson Ritstjórar: Þórartnn Þórarlnsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason ok Indriði G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjómar: Tómas Karisson. Aug- lýsingastjóri: Steingrimur Gíslason Ritstj.skrifstofur I Eddu- húsinu, simar 18300—18305 Skrifstofur: Bankastræti 7. Af- greiðslusími: 12323. Auglýsingasimi: 19523 Aðrar skrifstofur, sími 18300 Áskriftargjald kr. 120.00 á mán innanlands — I lausasölu kr. 7.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h. f. Norðurlönd hafna kommúnismanum Það er nú bersýnilegt, að Komm'únistatflokkurinn í Svlþjóð mun fara sömu leiðina og bræðraflokkar hans í Noregi og Svíþjóð. Þar eiga þeir ekki lengur neina fulltrúa á þingi og startfa aðeins sem litlir sértrúar- söfnuðir. Kommúnistafloikkurinn í Svíþjóð, sem einu sinni hafði 18 þingmenn, hefur nú ekki nema þrjá eftir, og fyrirsjáanlegt virðist, að hann missi þá í næstu þing- kosningum, sem fara fram 1970. Þá verður kosið sam- kvæmt nýjum kosningalögum og fær þá enginn flokkur þingsæti, nema hann fái 4% greiddra atkvæða eða fái þingmann kosinn í kjördæmi. Nú fengu kommúnistar ekki nema 3,1% greiddra atkvæða .Bf nú hefði verið kosið samkvæmt hinum nýju kosningalögum hefðu kommúnistar ekki fengið neinn þingmann kosinn. Það varð sænsku kommúnistunum ekki neitt til bjarg- ar, að þeir afneituðu árás Rússa á Tékkóslóvakíu. Þeir afneituðu nefnilega ekki sjáltfri orsök innrásarinnar, sem er að finna í hinu kommúníska skipulagi, er grundvallast á alræði eins flokks. Innrásin var gerð til að verja og vernda þetta einræðiskerfi. Meðan kommúnistar afneit- uðu ekki þessu einræðiskerfi, gagnar þeim lítið að for- dæma einstakar árásir Rússa. Þótt kommúnistar tapi tölunni sem þingtflokkur í Sví- þjóð, virðast engar líkur á, að þar rísi upp nýr róttækur vinstri flokkur, líkt og orðið hefur í Noregi og Danmörku. Fordæmin frá Noregi og Danmörku hvetja ekki til þess. Sosíalíski þjóðflokkurinn í Noregi hefur ekki hlotið nema tvö þingæti, og nú virðist vera að rísa óeining í flokknum, sem geti leitti til hruns hans. í Danmörku hefur flokkur Aksels Larsens þegar klofnað í þrennt og er þessum flokksbrotum fremur spáð tapi en ávinningi í næstu kosningum. Stjórnmálaþróunin 1 þessum löndum færist óðum í þá átt, að kjósendur skipti sér 1 tvær meginfylkingar, þar sem Sosialdemo'kratar eru annars vegar og hinir svo nefndu borgaralegu flokkar hins vegar. Við hlið þessara veggja stóru fylkinga virðast litlir flokkar eiga erfitt upp dráttar, einkum þó, ef þeir skipa sér langt til hægri eða vinstri. Kommúnistar eiga bersýnilega enga framtíð í þessum löndum, nema sem örhtlir sértrúaröfnuðir, sem ekki eiga fulltrúa á þingi. Svo eindregið hafna Norðmenn Danir og Svíar kommúnismanum. Enn eru Finnar og íslendingar ekki komnir eins langt í þessari þróun, en að því hlýtur að koma fyrr en varir. Omælanlegt tjón Iðja, félag verksmiðjufólks á Akureyri, hefur mótmælt harðlega 20% innflutningsskattinum nýja.-í sömu álykt- un bendir félagið á þá staðreynd, að þurrð gjaldeyris- varasjóðsins sé-afleiðing þeirrar stjórnarstefnu að „leyfa eftirhtslausan innflutning fullunninnar iðnaðarvöru. Hefur sú ráðstöfun valdið íslenzkum iðnaði ómælanlegu tjóni, jafnframt því, sem hún hefur valdið atvinnumissi mörg hundruð karla og Jcvenna við iðnaðarstörf“. Það sést glöggt nú, að hyggilegra hefur verið að fara að ráðum Helga Bergs og verja nokkrum hluta gjald- eyrisvarasjóðsins til að efla íslenzkan iðnað í stað þess að flytja inn erlendan iðnvarning til að draga úr atvinnu í landinu. CHESTER BOWLES: Bandaríkjamenn veröa aö skipu- leggja notkun þjððarteknanna Hverfa verður frá skipulagsleysi nítjándu aldarinnar og tryggja for- gangsrétt þeirrar fjárfestingar og eyðslu, sem á mestan rétt á sér. ÉG er nýkominn úr heim- sókn til Bandaríkjanna og að henni afstaðinni hefi ég ekki mestar áihyggjur af kynþátta- ofbeldinu, stúdentamótmælun- um, uppdráttarsýki stórborg- anna eða jafnvel hinum sárs- aukafullu erfiðleikum okkar f Vietnam, heldur hinu, hve margir leiðtogar eiga erfitt með að ná tökum á meginþátt um þeirra lagfæringa, sem gera verður á'ður en að unnt verð- ur að reisa rönd við þessum efiðleikum. Ég heyrði að vísu hreysti- tegt, almennt skraf um þörf á „endurmótun" bandarísks þjóðfélags, en rakst á uggvæn- lega fáa einstaklinga, sem gera sér grein fyrir þeim grundvall arbreytingum, sem gera verður til þess að unnt reynist að ná þeim markmiðum, bæði heima fyrir og erlendis, sem greini- legum meirihluta Bandarikja- manna virðist óhjákvœmilegt að ná. Meðal hinna skýrustu og herskáustu leiðtoga æsku- manna eru þeir meira að segja tiltölulega fáir, sem hafa gert sér grein fyrir, hvað þurfi í raun og veru að gera til þess að móta þann nýja heim, sem þeir þrá þó áf öllu hjarta. BIGI Bandaríkjamönnum að auðnast að ná þeim nýju mark miðum, sem menntaðir félagar beggja stjórnmálaflokkanna við urkenna, verða þeir að gera sér grein fyrir umfangi og til- gangi þjóðarauðsins í gersam lega nýju ljósi. Við verðum fyrst að bera saman þjóðartekjur og megin svið opinberra þarfa og einka krafna, og síðan að ákveða for gang sumra þessara sviða af fullri raunsæi. Að lokum verð um við svo að beita sköttum og öðrum tiltækum ráðum til þess að sjó um, að fjórfesting hins opinbera og einkaaðila samræmist þessum forgangi að svo miklu leyti sem mögu- iegt er. Chester Bowles er í hópi kunnustu stjórnmálamanna Bandaríkjanna. Hann gegndi ýmsum mikilvægum trúnað- arstörfum í stjórnartfð Boosevelts og Trumans, varð síðar ríkisstjóri, og sendiherra í Indlandi 1951 —1953. Þegar Kennedy varð forseti 1961, gerði hann Bowles að aðstoðarutanríkis ráðherra. Seinustu árin hef ur Bowles verið sendiherra Bandaríkjanna í Indlandi. Bowles hefur ritað margar bækur og blaðagreinar um stjórnmál. Eftirfarandi grein skrifaði hann að tU- mælum New York Times, og birtist hún þar fyrir skömmu. ÞINGHÚSIÐ f WASHINGTON Ég er ekki að mæla með nýrri gerð „skriðandi sósíal- isma“ eða lýðæsandi átaki við að „vinda“ þó ríku. Ég er að mæla með ákveðinni, rökréttri viðlieitni til að þoka einka- stofnunum og stofnunum hins opinbera af raunsæi í áttina að hinum nýju markmiðum, bæði heima fyrir og erlendis. Ég er ekki þeirrar skoðun- ar, að við getum náð þessum markmiðum með smávægileg- um sjónhverfingum á hinum viðurkenndu fjártoagsáætlun- um okkar eða að sneiða ofur- Htið af á einum stað og bæta við á öðrum. Við þurfum á að halda nýjum skilningi, jafnvel nýjum stofnunum, sem geri okkur kleift að skynja þjóð- legar forgangskröfur i nýju Ijósi. Fyrsta skrefið er nýtt, strangt mat á dreifingu þeirra gífurlegu tekna, sem bandarisk ir stjórnendur, bændur og verkamenn afla á ári hverju. Við þurfum með öðrum orðum að endursko'ða af fullri hag- sýni til'gang þess, sem þjóðar- tekjunum er nú varið r.il. Orðið gæti táknrænt skref í þessa átt að skipa efnatoags- ráð þjóðarinnar, sem forsetinn tilnefndi menn í samkvæmt lögum, sem þingið samþykkti. f þessu ráði ættu að eiga sæti úrvals menn og konur, sem forsetinn veldi með samþykki þingsins, og vœnu fulltrúar ýmissa hagsmuna og sviða í bandarísku þtjóðllfi. Róðið þyrfti að hafa á að skipa ágæt- um hagfræðingum og vísinda- mönnum í stjórnmálum og þj óðfélagsfræðum. ÞETTA ráð ætti að sjó um opinberar umræður í upphafi hvers árs. Umræðurnar þyrftu að standa yfir í nokkra mán- uði, nota ætrti sjónvarp, útvavp og fréttaþjónustu blaða í eins ríkum mœli og við verður kom- ið. Ráðið kveddi á sinn fumd ýmiss konar menn, sem væru fulltrúar þeirra, sem. kröfur gerðu til hluta af vergum. þjóðartekjum, — framleiðend- ur neyzluvara, yfirvöld varnar mála, talsmenn heilsugæzlu, yfirvöld húsnæðismála, um- sjónarmenn með framkvæmd- um erlendis og því um likt. Ráðinu ætti samkvæmt lög- um að vera skylt að leggja fyrir forsetann, til dæmis 1. septemtoer ár hvert, áætlun um heildareyðslu þjóðarinnar, mið að við áætlaðar þjóðartekjur næsta ár og skýrar tillögur um úthlutun þessarar tekna eða dreifingu. FORSETINN gengi frá frum varpi að hinum árlegu fjór- lögum og legði fyrir þingið, Framhald á bls. 11.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.