Tíminn - 22.09.1968, Blaðsíða 9

Tíminn - 22.09.1968, Blaðsíða 9
SUNNUDAGUR 22. sept. 1968 TIMINN 9 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjórl: Kristján Benediktsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G Þorsteinsson Pulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Aug- lýsingastjóri: Stetngrímur Gíslason Ritstj.skrifstofur t Eddu- Húsinu símar 18300—18305 Skrifstofur: Bankastræt) 7 Af- greiðslusími 12323 Auglýsingasími: 19523 Aðrar skrifstofur, sími 18300 Askriftargjald kr 120.00 á mán Innanlands — t lausasölu kr 7 00 eint - Prentsmiðjan EGDA h f Nýtt líf í atvinnuveg- ina eina bjargráðið Samtal þeirra Eysteins Jónssonar og Gylfa Þ. Gísla- sonar 1 sjónvarpinu í fyrrakvöld vakti að vonum mikla athygli, og kom þar margt fram, sem skýrði fyrir mönn- um, hversu ægilegur sá vandi er, sem við er að etja, hverjar eru orsakir hans og hvað á milli ber um úrræði. Eysteinn Jónsson sagði að meginmáli skipti nú að gera ítarlega könnun á atvinnuhorfum og afkomu at- vinnuveganna og þetta ætti að gera í samvinnu við Alþýðusambandið og forsjármenn atvinnulífsins. Við þarfir þessara aðila yrði peningapólitík síðan miðuð, og þjóðin fengi þannig að vinna sig út úr vandanum en neyddist ekki til þess að draga allt í kreppuástand. Hann benti á, að eitt hið nauðsynlegasta væri að hag- ræða lausaskuldum, einkum sjávarútvegsins og land- búnaðar, 1 bærar byrðar og mundi hljótast af óbætanlegt tjón, ef það væri ekki gert eins fljótt og unnt er, því annars mundi mikilll þorri dugandi manna hrekjast frá þessum atvinnugreinum. Síðan yrði að taka upp nýja stefnu í atvinnumálum og veita atvinnuvegunum drengi- legan stuðning í fjárframlögum, hagræðingu og lækkun álaga, ganga beinlínis í það með öllum hugsanlegum ráð- um að lækka framleiðslukostnaðinn og endurskoða í þessu skyni hverja starfsgrein í miklu nánara samstarfi við atvinnustéttirnar en verið hefur. Þannig þarf að veita nýju blóði og nýja afli í burðar atvinnuvegina með öllu hugsanlegu móti, því að eftir getu þeirra fer efnahagsástandið. Eysteinn kvaðst telja, að þetta þyrfti að gera fyrst af öllu en síðan kæmi að því að athuga hvaða aðrar ráð- stafanir yrði að gera. Gylfi Þ. Gíslason kvaðst sammála ýmsu, sem Eysteinn hefði sagt um atvinnumálin en taldi að það væri ekki meginkjarni vandamálsins, sem við væri að etja, heldur hitt að þjóðin kæmist ekki hjá því að taka á sig mikla lífskjaraskerðingu, og hann teldi að grundvallaratriði stefnunnar í efnahagsmálum ættu að vera hin sörnu og þau hafa verið á undanförnum 6—7 árum. Gylfi sat því við sama gamia heygarðshornið, sömu ófarnaðarstefnuna, sem er samgróin þeim geigvænlega vanda, sem nú er við að etja. Kom þarna greinilega fram reginmunur þeirr ar stefnu, sem Framsóknarmenn telja raunhæfasta bjargarleið, eflingu atvinnulífsins með öllum ráðum, og „viðreisnarstefnunnar“, sem sér ekkert nema samdrátt- arráðstafanir í efnahagsmálum. Þá vakti það ekki síður athygli að Gylfi viðurkenndi, að ríkisstjórnin hefði fyrir löngu séð, hvað að fór en haldið að sér höndum í einhverjum gyllivonum um hækk andi verð og meiri afla. Gagnrýndi Eysteinn harðlega hve seint hefði verið við brugðizt, en fyrir bragðið er vandinn enn verri viðfangs og allar ráðstafanir þyngri og tilfinnanlegri fyrir þjóðina. í lokaorðum sínum lagði Eysteinn áherzlu á það, að menn sættu sig ekki við samdráttar- og kreppuleiðina í aðsteðjandi vanda heldur gerðu — hvar í flokki sem þeir stæðu — þá kröfu til þeirra, sem fyrir málum standa á vegum fólksins, að þeir gefi þjóðinni tækifæri til þess að vinna sig út úr vandanum, og að þeir jöfnuðu þeim byrðum, sem leggja verður á menn, réttlátlega nið ur. En meginmáli skipti ný stefna í atvinnumálum miðuð við endurreisn íslenzks atvinnulífs og stuðning við ís- lenzkt framtak. Ef menn stæðu nógu fast saman um þessi úrræði, yrðu þau ofan á. ........... |,,mi 1 JAMES RESTON: Nixon beinir máli sínu fyrst og fremst til „hins gleymda fólks" Svo nefnir hann hina nýju hljóðlátu millistétt velferðarríkisins. NIXON Washington 7. sept. HÖFUÐBORG Bandaríkj- anna var mjög fögur nú um helgina, stillt og kyrrlát. Hún er ósnortin af veðurhitanum í ágúst og stjórnmálaákefðinni í Miami Beach og Chicago. Borg- in er sjálf sem hin miklu verðlaun, bíður þess, að hún verði unnin, milli tveggja tíma- bila, þess, sem senn er runnið, og hins, sem ekki er enn haf- ið. Hún er kvenlegasta borg í heimi, síðasta stórborgin, sem er auðug af trjágróðri og í tengslum við náttúruna, og kann að bíða, eins og flestar konur. Washington hefur ærið lengi þurft að fást við tvíræðni lífs- ins og torræðni. Hún gerþekk- ir styrk og veikleika þeirra, sem til hennar biðla, hefur hlýtt á rök þeirra árum saman og fær ekkert sérlega nýstár- legt að heyra af vörum þeirra Nixons og Humphreys. ROOSEVELT komst hér til valda árið 1932 með því að höfða til „hins gleymda manns.“ Nixon keppir nú að forsetakjöri og höfðar til hins „gleymda fólks.“ Tæknin er hin sama og fyrr, en staðreynd irnar allt aðrar nú, og þarna er einmitt að finna aðal bragða beitinguna í forsetakosningun um 1968. „Hinn gleymdi maður“ átti í mjög miklum erfiðleikum i kosningunum árið 1932, og erf- iðleikar hans voru líkamlegs eðlis. Hann var atvinnulaus. Hann gat ekki séð fjölskyldu sinni fyrir mat og húsnæði. Efnahagskerfið hafði gengið úr skorðum. Roosevelt hélt fram, að stjórn samríkisins yrði að koma hinum .gleymda manni“ til hjálpar. og honum tókst ekki einungis að sigra I kosn- ingunum 1932 með þessum rökum, heldur hrukku þau Demokrataflokknum til valda í 28 ár af þeim þrjátíu og sex árum, sem liðin eni síðan. BARÁTTA Nixons fyrir „hinu gleymda fólki“ er allt annars eðlis en barátta Roose- velts í þágu „hins gleymda manns.“ Hinum gleymda manni frá fyrstu valdaárum Roosevelts hefur vegnað ákaf- lega vel. Hann hefir ekki ein- ungis fengið atvinnu að einum mannsaldri iiðnum, heldur er hann orðinn eignamaður. Hann hefur notið góðs af vel- ferðarríkinu og skipulagðri þró un efnahagslffsins, og nú er tiann fluttur úr fátækrahverf- um stórborganna og út í út- borgirnar. Satt að segja er hinn „gleymdi maður“ Roosevelts nú að einum mannsaldri liðnum, orðinn að hinu „gleymda fólki“ Nixons, svo mótsagnakennt sem Dað kann að virðast. Hinn mikli fjiöldi atvinnuleysingja á fyrstu valdaárum Roosevelts — þeir voru enn níu milljónir árið 1937 — hefur nú fasta atvinnu. Þeir hafa keypt sér hús, eru nú orðnir andsnúnir sköttum, sinnulausir um hina herskáu fátæklinga, hvíta og svarta, sem eftir hafa verið skildir og márgir hvérjir and- snúnir þeim og kröfum þeirra. BARÁTTU Nixons er allri beint að þessarri ‘,nýju stétt“ verkamanna, sem orðin er að miðstétt vegna velferðarríkis- ins og stefnunnar um skipu- lagningu efnahagslífsins, sem Republikanaflokkurinn hefur fundið Roosevelts til foráttu í meira en mannsaldur. Nixon veit fullvel, að enn er .gleymd- ur maður“ í fátækrahverfum stórborganna, bæði svartur og hvítur, en hann veit einnig, að nú er til ný miðstétt og miklu fjölmennari en áður, og hún er andsnúin kynþáttaó- eirðunum, kröfugöngunum í borgunum og mörgu því, sem leyft er eða líðst í bandarísku þjóðlífi um þessar mundir. Nixon hefur verið sakaður um að höfða til kynþátta- kreddumannanna í Súðurfylkj- unum, en það gerir hann ekki í raun og veru. Hann miðar baráttu sína við verkamennina, sem nutu góðs af hinni „nýju gjöf“ Roosevelts, sem flokkur hans var alla tíð andvígur Nixon segir, að verkamenn miðstéttanna, sem Roosevelt frelsaði, séu „hið gleymda fólk“, og við það er einkum bundin von hans um að komast í Hvíta húsið. Nixon gengur út frá því í baráttu sinni, að svertingjarn- ir. frjálslyndu menntamenn- irnir og frjálslyndu blöðin séu ekki í neinni snertingu við meirihluta kjósendanna, og þar kann hann að hafa á réttu að standa. ÞES'SI baráttuaðferð Nixons veldui Humphrev og samheri- um hans miklum áhyggjum Þeir hafa glatað hinum fornu bandamönnum sínum í háskól unum og meðal blaðamann- anna. Þeir njóta stuðnings leið toga verkalýðshreyfingarinnar, en þeir eru ekki vissir um fylgi hinna almennu kjósenda í verkalýðshreyfingunni. Þeir eiga Daley borgarstjóra í Chi- cago og George Meany hjá AFL—CIO að bandamönnum, en þar með er ekki sagt. að þeir eigi víst fylgi verkamanna eða hinna fátæku. sem kjör- fylgi Demokrataflokksins byggðist að verulegu leiti á á liðinni tíð. Demokratar eiga með öðrum orðum í nokkrum erfiðleikum. Þeir höfða enn til hins „gleymda manns“. rétt eins og árið 1932 væri ekki enn á enda, en Nixon höfðar til hins „gleymda fólks“. — hinna nýju miðstéttar-verkamanna og eignamanna miðstéttanna, sem voru atvinnulausir fylgjendur Roosevelts á fyrri hluta fjórða tugs aldannnar. WASHINGTON er gagntek- in af þessum umskiptum í stjórnmálunum, og furðar þo á þeim um leið. Hún fylgist með þvi, hvernig Republikana- flokkurinn hagnast á velferð- arríkinu og hinni skipulögðu efnanagsstefnu sem Taft og Nixon hafa ætíð barizt gegn. Hún heyrir Humphrey sakað- an um að vera íhaldssaman hermangara. enda þótt hún hafi þekkt hann sem frjáls- lyndan fylgismann afvopnunar. Þess vegna bíður borgin og undrast. Höfuðborgin hefur raunar kynnzt þessu áður á öðrum tímaskeiðum. Hun hefur áður heyrt allar hörmungaspárnar. sem nú ganga ljósum logum manna á meðal. Hún hefur áður orðið að sætta sig við að eiga verri kosta völ en að velja milli beirra Humnhrevs og Nix ons sem forseta. Þess vegna arkar nún sitt skeið af gamalli hefð, háðsk og vonglöð í senn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.