Tíminn - 22.09.1968, Blaðsíða 16

Tíminn - 22.09.1968, Blaðsíða 16
Drukknum bílstjórum fjölgar! OÓ-Reykjavík, laugardag. Ölvun við akslur færist mjög í aukaua í Reykjavik og líður ekki sá sólarhringur að ekki séu teknir fieiri og færri bílstjórar drukknir undir stýri ökutækja sinna. S. 1. uótt handtók lögreglan sex drukkna ökumenn, og enn fleiri voru teknir sem grunaðir eru um að hafa verið undir áfcngisáhrif um akandi bflum sinum. Síðustu vikurnar hefur ölvuðum ökumönnum fjölgað svo að til vandræða horfir. Til dæmis voru teknir sjö slíkir gripir mánudags kvöld nokkurt fyrir skömmu. Stundum lenda þessir drukknu Framhald á bls. 15, ijj! tLJSSli! L - Úr Skeiðaréttum, sem voru á föstudaginn. Verið er að reka safnið inn í almeniiinginn og allir fylgjast með af áhuga. (Tímainynd—Kári). 1.7 milljón dregin sundur í skilaréttum á þessu hausti OÓ-Reykjavík, föstudag. Smölun afrétta hefst víðast hvar um þessa helgi og um miðja næstu viku verður slátrun hafin af fullum krafti. Sums staðar er byrjað að rétta og einstaka sláturhús eru tékin til starfa og slátrun hafin. Þar sem afurðaverðið er enn ekki ákveðið er nýja kjötið fryst og er þess ekki að vænta á markað fyrr en ákveðið er hvert verðið verður. Áætlað er að í haust verði slátrað um 860 þúsund fjár, sem er svipað og í fyrra. Gera má ráð fyrir að svipaður fjöldi sauðfjár verði settur á í vetur svo að nú ér göngur hefjast er sauðfjáreign íslenzkra bænda rúmlega 1.700.000, ein milljón og sjö hundruð þúsund, og geta þeir, sem áhuga hafa, dundað við að reikna út á hve mörgum fótum sauðfé gengur til rétta. Tala sauðfjár sem sett var á haustið 1966, sem náttúrlega er sarna tala og var á gjöf í árs- byrjun 1967. var 848.042 fjár. í fyrrahaust var slátrað í slát- urhúsum 859.791 klnd. Þar af voru dilkar 783.567, en full- orðið fé 76.224. Heildarmagn kjötsins sem barst tfl sláturhús- anna var rúmlega 12.6 milljón kíló. Samkvæmt bráðabirgðaáætl- un Framleiðsluráðs landbúnað- arins verður slátrað heldur meira í haust en í fyrra, en þó mun ekki skakka miklu frá fyrrgreindum tölum um fjölda sláturfjár í haust eða kjöt- magmi í fyrra var meðalfallþungi dilka 14.13 kíló. Þær tölur sem þegar hafa fengizt um fall- þunga þeirra dilka sem siátrað hefur verið í haust benda til að hann sé sum staðar betri en i fyrra, en heldur lakari annars staðar. Það getur farið eftir veðunfarl í haust hvort meðal- falllþunginn verður betri í ár. Verði tíð góð geta dilkar enn bætt við þunga siinn, en annars kann svo að fara að þeir léttist frá því sem nú er. Gert er ráð fyrir að svipaður fjöldi sauðfjár verði settur á í vetur og á fyrra ári. Þótt hey- skaparhorfur hafi verið slæm ar í vor og fram eftir sumri vegna kalskemmda. kulda og þurrka, rættist svo úr að sé yfir heildina litið er heyfengur heldur betri í haust en í me$- ári og sums staðar ágætur. Eins og sagt hefur verið frá hér í blaðinu er jafnvel meira fram boð á heyi en eftirspurn og þvi ekki ástæða fyrir bændur að skerða bústofn siren vegna fóðurskorts. Hitt er annað mál að það er dýrt að kaupa hey og þeir bændur sem tryggt hafa sér hey fyrir veturinn eiga eftir að greiða það og bíða þesis að opinberir aðilar ákveði hvort þeir fái fjárhagsaðstoð til heykaupa og hve mikla. Áætlað er að í haust verði slátrað rúmlega 170 þúsund fjár í sláturhúsum Sláturfélags Suðurlands, sem verður þá heldur meira en í fyrra. en þá var slátrað hjá félaginu 168 þúsund fjár. f sláturhúsum KEA verður slátrað um 50 þúsund fjár, sem er aðeins mirnna en í' fyrra, Bændur f Eyjafirði setja að öfl um líkindum fleira fé á í haust en á fyrra ári. Heyskapur er í góðu meðallagi og því eðli- legt að fleira verði sett á en ella. Slátrun fyrir norðan hófst 17. sept. si. en bændur eru í göngum þessa dagana og verð ur yfirleitt réttað eftir helg- ina. Nokkrar birgðir eru til í land inu af dilkakjöti og er af þeim sökum ekki hætta á kjötleysi í náinni framtíð, þótt nýja kjöt ið sé ekki komið á markað. Hins vegar verður sennilega ekki langt að bíða þess að farið verði að selja nýja stótrið. Stéttarsamband bænda hetfur lilkynnt að þan,n 25. septem- ber n.k. ákveði bændur sjálfir afurðaverðið Settu ekki upp vettlinga í fjallferðinni KJ-Reykjavík. Fjallmenn á afrétti Flóa- og Skeiðamanna fengu afburða gott veður í fjallferðinni að þessu sinni. Til marks um veð Framhald á bls. 15.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.