Tíminn - 24.09.1968, Blaðsíða 9

Tíminn - 24.09.1968, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 24. sept. 1968. TIMINN mmm Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURiNN Framkvsemdastjóri: Kristján Benediktsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og indriði G. Þorsteinsson FuIItnii ritstjórnar- Tómas Karlsson Aug- lýsingastjóri: Steingrtmur Gíslason Ritstj.skrifstofui > Eddu- búsinu. símar ' 18300—18305 Skrifstofur: Bankastræt) 7 Af- greiðslusími: 12323 Auglýsingasimi: 19523 Aðrar skrifstofur, sími 18300 Askriftargjald kr 120.00 á mán innanlands — í lausasölu kr 7.00 eint - Prentsmiðjan EDDA b t. Skorað á Gylfa Alþýðublaðið skýrir frá því s.l. sunnudag, að á fundi í Alþýðuflokksfélagi Reykjavíkur hafi nýlega verið sam- þykkt einróma ályktun, þar sem hvatt er til ráðstafana, er geti hindrað atvinnuleysi, og í því sambandi bent á þá leið, að dregið verði stórlega úr innflutningi á vör- um, sem hægt er að framleiða í landinu sjálfu. Alþýðu- blaðið segir að ályktunin hafi hljóðað á þessa leið: „Fundur í fulltrúaráði Alþýðuflokksins og Alþýðu- flokksfélagi Reykjavikur, haldinn í Iðnó mánudaginn 16. september 1968, skorar á ráðherra Alþýðuflok'ts- ins að beita sér nú þegar fyrir hvers konar þeim ráð- stöfunum, sem tiltækar eru, er gætu orðið til þess að hindra að til atvinnuleysis komi á næsta vetri. í því sambandi vill fundurinn benda á þá leið að draga stórlega úr innflutningi vara, sem unnt er að fram- leiða á hagkvæman hátt í landinu sjálfu. Telur fund- urinn eins og ástandið er í atvinnumálum, að ríkis- stjórninni beri að efla íslenzkan iðnað svo sem frekast Sérstök ástæða er til þess að fagna þessari tillögu, sem boðar vonandi heilbrigð sinnaskipti í íslenzkum stjórnmálum. Það er nefnilega einn af ráðherrum Al- þýðuflokksins, Gylfi Þ. Gíslason, er hefur sem viðskipta- málaráðherra beitt sér öllum öðrum frernur fyrir þeirri óheillastefnu, að verja gjaldeyristekjum góðærisins til ótakmarkaðs innflutnings á hvers konar iðnaðarvörum, með þeim afleiðingum, að fjöldi innlendra iðnaðar- fyrirtækja hefur ýmist orðið að gefast upp eða að draga stórlega saman seglin. Það atvinnuleysi sem nú blasir framundan, á ekki sízt rætur að rekja til þessarar óheilla stefnu, en jafnhliða er hún ein meginorsök þess, að búið er að eyða öllum gjaldeyristekjum góðærisins og safna stórfelldum skuldum að auki. í ágætri grein eftir Stefán Jónsson, prentsmiðju- stjóra, sem nýlega birtist hér í blaðinu, voru nefnd fjöl- mörg dæmi um stórfelld skakkaföll lánastofnana vegna þess, að þær höfðu lánáð iðnfyrirtækjum verulegt fé til uppbyggingar, en þetta fjármagn kom aldrei að til- ætluðum notum, þvi að áður en fyrirtækin voru nægi- lega undir það búin að mæta erlendri samkeppni var að frumkvæði viðskiptamálaráðherrans og félaga hans steypt yfir lándið stórfelldu flóði erlendra iðnaðarvara og oft beitt undirboðum meðan verið var að yfirbuga íslenzku fyrirtækin. Vegna þessa hafa ekki aðeins ein- staklingar, fyrirtæki og lánastofnanir orðið fyrir miklu tjóni, heldur hafa hundruð og jafnvel þúsundir manna misst atvinnu sína af þessari ástæðu. Þessa öfugþróun verður að stöðva. Ef við eigum að rífa þjóðina upp úr óreiðu- og skuldafeninu, sem hún er að festast í, verður að breyta um stefnu. Það verður að gæta vel hins gamla málsháttar, sem Ólafur Jó- hannesson minnti svo vel á, þegar hann tók við for- mennsku Framsóknarflokksins, að hollur er heimafeng- inn baggi. Það verður alltaf bezti og drýgsti gjaldeyris- sjóðurinn, þegar á reynir. Þess vegna ber að fagna áðurnefndri ályktun Alþýðu- flokksfélags Reykjavíku". Þess verður að vænta, að viðskiptamálaráðherrann taki þessa áskorun flokks- bræðra sinna til greina og horfið verði frá þeirri óheilla stefnu, sem fylgt hefur verið í þessum efnum undanfarin ár Með því væri stigið mikilvægt spor til að tryggja næga atvinnu og hagstæð viðskipti við útlönd. Gísli Guðmundsson, alþm. AFÍSVOR um kominn í héraði. Og þar kom landnámsstjórinn, sem nú er að láta af embætti eftir meira en 40 ára starf að ræktunar- málum, og hafði áður víða farið á þessu vori. Það áraði ekki til að stofna nýbýli. En hann mun, eigi að síður, hafa talið sig hafa að nógu að hyggja, eins og á stóð. Þrír fjórðu hlutar af túnum lands manna, eins og þau eru að flatarmáli hafa orðið til síðan hann, ungur og áhugasamur, tók til starfa hjá Búnaðarfé- lagi ísiands. Komu hans á þessa fundi og það sem hann lagði þar tii mála, geyma menn í minni og þakka. Þarna tóku margir bændur til máls. Þeir voru sammála um. að ekki væ(ri um annað að ræða en að þrauka á jörðun- um. í trú á betri tíma og í trausti þess, að framkvæmd yrði löggjöf sú, er mælir fyrir um bjargráð af hálfu þjóð- félagsins, er óvenjulegt tjón ber að höndum af náttúruvöld- um. Og hví skyldu menn ekki vænta þess. að vísindi og reynsla skapi ráð við kalinu, eins og gamaveikinni, sem einu sinni var í þann veginn að leggja heilar sveitir í eyði? í ellefu hundruð ár og leng- ur hefur sprottið gras á ís- landi. Og þegar sumarið loks- ins kom. um miðjan júlí á Norðausturlaudi, var spretta yfirleitt hröð á því landi, sem sprottið gat. í kalsveitunum hefur mikið af nýju landi ver- ið brotið eða fuilunnið á þessu sumri. Á því sviði er enn sótt fram. Nú á haustnóttum ligg- ur það svo fyrir, að úr héruð- um. sem ekki urðu mjög fyrir barðinu á kalinu, hefur mikið hey verið lagt af mörkum og flutt til bænda í kalsveitunum, hvorttveggja að ég hygg, án verulegrar greiðslutryggingar. Þjóðfélagsleg nauðsyn krafðist þess, að það yrði i tæka tíð af hendi látið og við því tekið. Alkunna er, að bjargráða- ákvarðanir ríkisvalds eru stund um seint á ferð, þótt um síðir komi fram. og að vilyrðum verður að treysta. er svo stend ur á. Áföllin eru mörg, þegar slíkt ber að sem hér hefur verið minnzt á. En máltæki segir að fátt sé svo með öllu illt, að ekki boði nokkuð gott. Werkir viðburðir í framfarasögu síð- ari tíma hafa stundum gerzt er hart var í ári. Á hafísárun- um um 1880 festi samvinnu- hreyfingin rætur á Norður- landi. Á hafísárinu 1918 gerð- ust íslendingar fullvalda þjóð. Ef þjóðfélaginu tækist nú á þessu ísaárj að gera ráðstafan- ir því til tryggingar, að aldrei framar þurfi að verða skortur brýnustu nauðsynja fyrir menn og málleysingja, af því að haf- ís loki siglingaleiðum, væri nokkurt afrek unnið. Og ef það tækist einnig að skjóta fótum undir þá rannsókn á tún kalinu, sem að gagni kæmi, mætti líka minnast þess. Framhald á bls. 15. Af ýmsum ástæðum stendur mér nú glöggt fyrir hugskots- sjónum sólskinsdagurinn 24. mai og flugferðin þann dag yfir austanvert Norðurland á heim leið frá Reykjavík. Á Eyja- firði glitti í jakahrönglið utan við Hrísey. Um mikinn hluta Skjálfanda og Öxarfjarðarflóa lá ísbreiðan órofin að sjá, þó að sums staðar inn- fjarða sæi í auðan sjó. Úti fyrir Sléttu virtist ísinn hafa þokast lítið eitt frá landi, en þó varla siglandi þá leið. Flog ið var lágt yfir innanverðan Þistiifjörð fullan af ís, nema hvað sums staðar sáust lón í freranum, dauðakyrr sem stöðuvötn. Vélbátarnir á Þórs- höfn áður inni frosnir vikum saman, voru þá að byrja á því, þótt eigi. væri hættulaust, að smeygja sér út á milli jak anna, til fanga þar, sem eyður urðu í ísnum. Vikuna fyrir hvítasunnu var löngum bjart- viðri og hlýtt um hádaginn, en stundum frost um nætur. Á morgnana. er út var komið, blasti við dag eftir dag, hin sama sýn: Auð jörð að mestu á láglendinu, á mótum lands og sjávar bláhvít rönd, sem breikkaði og mjókkaði eftir sjávarföllum, og síðan, allt út í sjóndeildarhringinn, hvítföl klakabreiðan. Ég man vel frosta veturinn 1918. þegar ég var á 15. ári. Þá kom ísinn upp úr. áramótum og fór af Þistilfirði eftir nokkrar vikur. Nú urðu menn að reyna hafísvor eftir hafísvetur. Um mánaðamótin maí—júní hvarf ísinn á skömm um tíma af þeim slóðum, en sums staðar var hann lengur við land sem kunnugt er. Þegar hér var komið, voru víst ýmsir farnir að gera sér grein fyrir því og minnast þess feginsamlega, að „lands- ins forni fjandi“ hafði s.L vet ur hagað sér líkt og þeir kon- ungar gerðu fyrrum, sem sögðu hver öðrum stríð á hend ur með brúklegum fyrirvara. Hann hafði sýnt sig um miðj- an vetur og lokað leiðum urn stund, síðan horfið frá um skeið og lagzt að landi á ný. Þannig vannst ráðrúm til að koma vörubirgðum á hafnir. Þar mátti ekki miklu muna — en það er hægt að gera sér í hugarlund, hvað skeð hefði ef skipaleiðir þær, sem hér er um að ræða. hefðu verið ófær ar allan tímann frá þorrakomu til maíloka, og auðvitað getur það gerzt, þegar ísinn er í nám unda við landið. En nú tókst að treina nauman heyforða frá rýru grasári langt fram á sum ar, með því að nota, án þess að horfa í kostnað, aðflutt kjarnfóður í meira mæli en nokkru sinni fyrr. Þannig lán aðist að koma búpeningi svo vel fram sem raun ber vitni um — á gróðurlausu vori. Þar sem ég hafði helzt spurn ir af, varð yfirleitt ekki um teljandi túnbeit að ræða fyrir lambfé, en á hana hefur verið treyst i seinni tíð. Þegar út- haginn fór að sýna á sér lífs mark, lét hinn ræktaði gróður enn á sér standa. Illur grun- ur, sem legið hafði í lofti, varð að kaldri staðreynd, Veturinn hafði á köflum verið mjög Gísli Guðmundsson frostharður og jarðklakinn því óvenjulegur. Og það sem verra var talið; Bleytuhríðar og skammvinnir hlákublotar höfðu einnig, öðrum þræði, sett svip á tíðarfarið. Svellalög urðu á s.l. vetri meiri en menn muna til að áður hafi verið. Þetta þótti ekki boða gott. Á sínum tíma kom svo í Ijós það, sem menn höfðu óttazt, að meira og minna af hinum blundandi gróðri nýræktanna hafði verið að deyja undir klakanum. Það var ömurlegt að sjá nýræktar tún, sem sums staðar taka yfir tugi hektara hvert, og miklar !vonir hafa vérið bundnar við, hvítna upp ) stað þess að grænka, þegar jörð þornaði. Sú sýn vakti spurningar, sein ekki var auðvelt að svara: Áttu menn að bera dýran áburð á þessi tún? Og hvað um fóður handa þcim búpeningi á næsta hausti, sem nú loks var með ærnum kostnaði fram geng- inn? Dagana 25. og 28. júní var ég staddur á tveim bændafund um, sem fjölluðu um þann mikla vanda, sem hér var upp kominn og virtist vera almenn- ur f heilli sýslu og raunar víð- ar á landinu, eftir því sem fréttir hermdu. Ungur búnaðar kandídat, sem lagt hefiir stund á rannsókn frostkals erlend- is, hafði þá verið á ferð um héraðið til að skoða hin dauðu tún. Hann hafði tekið sér fyrir hendur að safna jarðvegssýnis- hornum úr öllum túnum í tveim hreppum, og fyrir at- beina hans er nú hafinn all yfirgripsmikil samanburðartil- raun á einu hinna kölnu túna. Hann talaði um allt að. 80% kal á stórum svæðum. og mun það ekki hafa reynzt ofmælt. Nýræktir á öðru ári litu skárst út og gömlu túnkragarnir kringum bæina. Þessi ungi fræðimaður vildi fátt fullyrða um orsakir og úrræði, kvaðst sjálfur þurfa að spyrja margs og á margan hátt, áður en hann gæti leiðbeint öðrum. Ræða hans féll mörgum vel í geð. Þarna mætti búnaðarráðunaut ur sýslunnar, vaskur maður og ódeigur. til skrafs og ráðagerða um það við bændur, hvernig nú skyldi við bregðast um sinn, bóndi sjálfur og af bænd ÞRIÐJUDAGSGREININ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.