Tíminn - 24.09.1968, Blaðsíða 6
TIMINN
ÞRIBJUÐAGUR 24. se»t. 1938.
FISKIRÆKT í ÁM OG VÖTNUM ER
Hið nýja
Seint í sn.mar sneri Tíminn sér til Jakobs Hafsteins yngra, sem stundar nú nám í vatna-
fiskalíffræði við háskólann í Umeá í Svíþjóð. Spurði blaðið hann ýmislegra spurninga varð-
andi námið og viðhorfið til fiskeldismála, bæði hér heima og erlendis. Jakob Hafstein yngri
hefur stundað laxveiði, svo að segja frá barnsaldri, og það í einni erfiðustu en jafnframt
faliegustu veiðiá landsins, Laxá í Aðaldal. Ræktun ferskfisks er nú mjög á döfinni, og
mönnum er smám saman að skiljast, að í því efni er margt ónumið. Það sýnir og þennan
vaxandi áhuga, að ungur maður eins og Jakob Hafstein skuli fara utan til náms í þessum
fræðum. Okkur mun ekki veita af starfskröftum slíkra mann á næstu áratugum, og von-
andi fer þeim fjölgandi, sem leggja þessa þýðingarmiklu námsgrein fyrir sig. Þótt lax-
eldi sé kornið á sæmilegan rekspöl, þá er margt eftir ógert, svo sem ræktun fisks í stöðu-
vötnum, og auk þess verður óhjákvæmilega um að ræða stöðugt viðhald. Segja má að
fiskiræktin sé síðasta stóra landnámið, og það fer v§l á því að ungir menn hafi þar hönd
í bagga, og komi með lærdómi sínum til liðs við áhugamennina.
| Hvað erfcu búinn að vera lengi
i í Svíþjóð?
' Ég fór til Svíþjóðar í septem-
' ber 1967 og lá þá leið mín fyrst
til Laxforskningsinsitiutet á Álv
karleön skammt frá Gavle, sem
er ein af stærstu og fullkomn-
usbu klakkynbótaeldis- og rann-
sóknarstöðvum Svía, varðandi lax
fiskrannsóknir. Þetta var mér af-
ar þýðingarmikið og ánægjuleg-
ur forleikur að háskólanámi mínu
í Umeá í vatnafiskalíffræði. Fyrst
og fremst kynntist ég dálítið
verklegum rannsóknum og at-
höfnum fræðimanna þar í landi
á þessu sviði. Var við laxakreist-
ingar, fylgdist með starfi þeirra
um kynbætur á laxi, var látinn
vinna á rannsóknarstofum og yfir
leitt mætti miklum skilningi og
fyrirgreiðslu. í annan stað var
þessi dvöl mín á Alvkarleön mjög
þýðingarmikil með hliðsjón af því
að komast dálítið inn í sænsk-
una áður en háskólanámið hófst
og loks í þriðja lagi var dvöl mín
nokkurs konar forspil að því verk
lega námi, sem ég er staðráðinn
í að afla mér um skipulag, rekst-
ur og starf í klak- og eldisstöðv-
um, eftir að háskólanámi lýkur.
Ég tel, að slíkt sé grundvallarat-
riði að því, að maður geti gert
verulegt gagn hér heima í fram-
tíðinni. Visindalærdómur og há-
skólanám er hvergi nærri nóg í
þessum efnum. Verklega námið
er ekki þýðingarminna og okkur
skortir menn á því sviði, því að
verkefnin eru hér „í hverri sveit“
að mínum dómi, og það þarf að
hagnýta þau. Ég hóf svo háskóla-
námið við háskólann í Umeá strax
upp úr áramótum, undir leiðsögn
ágætustu fræðimanna og þar lík-
ar mér dvölin afar vel og hygg
gott til framtíðarinnar.
Hvað er aðallega fengizt við á
þeim stað, þar sem námið fer
fram?
Eins og gefur að skilja um há-
skólanám, er eingöngu um bólc-
legt nám að ræða, með míkró-
skópískum rannsóknarstof-um. Það
er gert ráð fyrir því að þetta nám
taki 3—4 ár. Að því loknu er svo
hægt að taka fyrir verklegt nám,
sem á að vera hægt að ljúka á 2
árum. Eins og ég gat um áðan, er
það ætlun mín að Ijúka slíku
námi í Sviþjóð líka, og vonandi
tekst þetta.
Hver er meðalstærð á laxinum
í Noregi og Svíþjóð?
Ég get ekki svarað þessari
spurningu þinni til hlítar, er ekki
nógu fróður i þessum efnum
Hins vegar er mér kunnugt um
það, að í einni frægustu laxveiðiá
Noregs, Alta-ánni, rniin meðal-
þyngdin )áta nærri að vera um
20 pund. í Tana ánni er meðal-
þyngdin eitthvað hærri, enda um
miklu meira fljót að ræða, en aft
ur á móti mun meðalþyngdin
vera dálítið lægri í Lærdals-ánni,
en þessar þrjár ár eru af mörg-
um taldar einna eftinsóttustu lax
veiðiár Noregs. í Sviþjóð hygg ég
Jakob Hafstein
að t. d. Dalaálven muni meðal-
þyngdin vera svipuð þeirri, sem
er í Alta í Noregi. Af þessu sérðu
að í stóránum í þessum tveim ná-
grannalöndum okkar er meðal-
þyngd laxanna miklu hærri en í
okkar ám. Má sjálfsagt ætla, að
stærð ánna ráði allmiklu í þess-
um efnum. Og hafi maður í huga
laxveiðiárnar okkar, þá liggur
held ég ljóst fyrir, að meðal-
þyngd íslenzka laxins er mest í
stærstu ánum, eins og til dæmis
í Soginu og í Laxá í Aðaldal. Við
þurfum að sjálfsögðu að leggja
aðaláherzlu á það í framtíðinni,
að varðveita og auka til muna
þessa stóru, sterku og verðmiklu
laxastofna. Önnur stefna væri nei
kvæð og í algeru ósamræmi við
stefnu annarra þjóða. sem lengst
eru komnar í laxfiskarækt.
Nú, en hafa þá Svíar ástundað
sérstakar kynbætur á laxi og þá
með hvaða árangri?
Já, Svíar hafa lagt mikla rækt
við kynbæturnár og þeir búast við
miklum árangri í þessum efnum,
senn hvað liður Aðbúnaðurinn á
Laxeldis- og laxrannsóknai’stöðv-
um Svía er mjög góður og full-
kominn. enda kostaður bæði af
ríkinu og rafmagnsveitunum, sem
afls njóta og vinna úr fallvötn-
unum. Ég mundi ætla, að Svíar
væru komnir einna lengst ann-
arra þjóða þessum rannsóknum,
ásamt Bandaríkjamönnum og
þeir leggja alveg geysimikla á-
herzlu á framgang þessara mála.
Þeir reyna að kynbæta laxin,
fyrst og fremst með það fyrir aug
um að geta alið upp sterkan,
hraustan og vænan laxastofn, því
að í slflcu felast að sjálfsögðu mest
þjóðarverðmæti samhliða því að
þjóna þrá og löngun sportveiði-
mannsins, því að „okkur dreym
ir alla um þann stóra“, ekki satt?
Hér má heldur ekki gleyma því,
að Svíar leggja þunga áherzlu á
að finna og ala upp snemmgeng-
inn laxastofn. Stóri laxinn gengur
líka þar, eins og hér alltaf fyrst.
Hvaða áherzlu leggja Svlarnir
á vatn og fæðu í klak- og eldis-
stöðvunum?
Grundvallaratriði er að þeirra
dómi það, að vatnið sé gott, að
í því séu engin þau efni, er skað-
að geta hrogn, eða ungfiska og
svo að sjálfsögðu, að alltaf sé fyr-
ir hendi yfrið nóg vatn og eng
in hætta á að það þverri eða að
til vatnsskorts geti bomið. Þeir
nota aðallega þurrfóður og Svíar
eru framarlega, ef ekki fremstir
þjóða J því að framleiða þetta
fiskafóður, einkum Evos fóðrið
Þeir gera líka tilraunir með fram
leiðslu blautfóðurs, en hvernig
þau mál standa nú, er mér ekki
kunnugt um
f hvaða stærðir ala Svíar laxa-
seyðin, áður en þeim er sleppt í
árnar?
Ég veit ekki til þess að Svíar
sleppi nokkru, sem nemur af kvið
pokaseyðum í áraar eða vötnin
Þeir leggja aðaláherzluna á að
ala seyðin upp í sjógöngustærð.
þ. e. niðurgönguseiði, eins og við
köllum þau hér oft á tíðum. Rann
sóknir hafa sýnt, að endurheimt
þessara seiða í fullvaxna laxa er
bezt. Einnig leggja þeir mikla á-
herzlu á sumarlin seiði og af
kynbættum laxi virðist árangur-
inn af endurheimtun þessara
seiða fara batnandi. Hér er líka
mikið í húfi fyrir Svía, því að
þeir þurfa að geta haft við hinni
gífurlegu veiði á laxinum í sjón
um við strendur landsins, en þar
er um 85% af laxinum veiddur,
sem fæst í Svíþjóð. Ef Svíar gætu
ekki unnið á móti þessari geig
vænlegu netaveiði í sjónum, með
ræktun og eldi. er fyrirsjáanlegt
að laxinn mundi ganga til þurrð
ar í Svíþióð og að lokum hverfa
Jakob V. Hafsfein jr. við gamla veiSiheimilið á Laxamýri með „gæðalax"
úr Brúarhyl.
Hvernig standa laxeldismálin
hjá okkur í ljósi þeirra vinnu-
bragða, sem þú hefur kynnzt í
Svíþjóð í þessum efnum?
Ég verð að játa það hreinlega,
að til þess að svara þessari surn
ingu tæmandi, er ég hvergi nærri
nógu fróður en í þessum efnum,
hvorki um laxeldismálin hér né í
Svíþjóð. Það hefur verið skrifað
töluvert um þessi mál hjá okkur
síðustu árin, og hefi ég að sjálf-
sögðu fylgzt allvel með þeim skrif
um. Þetta virðast vera ákaflega við
kvæm mál hjá okkur — og sann-
ast sagna skil ég ekki hvers vegna
svo ætti að vera. En áhuginn er
greinilega vaknaður um þessi þýð
ingarmiklu mál hér heima. Merk-
asta áfangann nú upp á' síðkastið
álft ég stofnun Félags áhuga-
manna um fiskrækt. í þeim fé-
lagshópi þekki ég marga ágætis
menn, sem eru brennandi í áhug
anum á skynsamlegum fram-
gangi og þróun þesara mála og
er það vel. Við getum slegið þvi
föstu, að Svíar eru meðal fremstu
þjóða í þessum málum. Þess
vegna hlýtur samanburður við þá
að verða óhagstæður fyrir okkur.
En af þeim getum við líka lært
margt og mikið. Hins vegar held
ég, að ekki sé ósanngjarnt að
segja, að klak, eldi og kynbætur
á laxi og silungi sé á byrjunar-
stigi hjá okkur, ef miðað er við
ýmsar aðrar þjóðir. Þessar þjóðir
hafa áratuga reynslu fram yfir
okkur, sem við ættum að hag-
nýta okkur miklu betur en gert
hefur verið. En mikilvægi þessara
mála er nú sem betur fer greini-
lega að opna augun á ráðamönn-
um þjóðarinnar og þeim, sem
veiðihlunnindin eiga — bændun-
um — og sannast sagna álít ég,
að blaðaskrif undanfarinna ár
hafi í þessum efnum leitt gott af
sér.
„Snemma beygSist krókurinn"
Hvað segir þú svo um kynbæt-
ur á íslenzka laxinum? Er hæg
að kynbæta hann?
Vissulega er hægt að kynbæta
íslenzka laxinn. Ég veit hins veg-
ar ekki til þess, að neinar rann-
sóknir eða tilraunir hafi enn
verið gerðar í þá átt. Það er mik-
il furða, að slíkt skuli ekki enn
hafa átt sér stað hér hjá okkur.
Þetta er raunar ekki annað en
rétta náttúrunni svolitla hjálpar
hönd, gera henni léttara fyrir í
verki sínu, svo að sterkari, stærri
og öflugri stofnar verði ráðandi.
í þeim felast mestu verðmætin,
sérstaklega ef við miðum við mark
aðsmöguleika erlendis fyrir slíka
útflutningsframleiðslu. Smálax-
inn, sem sumir nefna hinu
skemmtilega ,skopheiti“ — stór
smálax — er illseljanlegur á er-
lendan markað, nema þá á mjög
lágu verði. líku og er á silungi..
Þetta gera m.a. reykingarmögu-
leikarnir eins og þú sennilega
veizt.
Um mismunandi kyn á íslenzka
iaxinum beld ég að sé varla og
alls ekki að ræða. Allur íslenzki
laxinn er af sama kyni — salmo
salar — en kynstofnarnir eru
geysimargir og misjafnir að gæð
03 um, bæði að þvi er varðar stærð
áhuglnn fyrir fiskræktinnl vaknaði 0g sv0 styrkleika
í veiSiferðum I Laxá i Aðaldal.
Grundvöllurinn sem margar
Rætt við Jakob Hafstein yngra um fiskrækt og framtíð hennar