Tíminn - 24.09.1968, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGXJR 24. sept. 1968.
ÍÞRÓTTIR TÍMINN ÍÞRÓTTIR
13
Lið HSH. Fremri röð: Þórður Ólafsson, Gylfi Scheving, Hilmar Ólafsson, Erlingur Kristjánsson og Egill Ross-
en. Aftari röð: Sig. Rúnar Elíasson, Guðmundur Ögmundsson, Ellert Krlstinsson, SlgurSur Jónsson, Birgir
Gunnarsson og Þorkell Jónsson. Vinstra megin stendur formaður HSH, Jónas Gestsson og fyrir aftan hann
Gunnar Gunnarsson, varamarkvörður. Hægra megin stendur Stefán Jóh. Stefánsson, form. knattspyrnudeildar.
Skagamenn unnu
á Akureyri 4:3
Síðasti stórleikurinn á Akur-
eyri á þessu sumri, nema HSH
og Völsungar leiki úrslitaleik
3. deildar þar, var leikinn á
sunnudaginn. Skagamenn, ný-
bakaSir meistarar í 2. deild,
léku gegn 1. deildar liði Akur-
eyrar og unnu 4:3. Höfðu
Skagamenn yfir um tíma 4:1,
en Akureyringar söxuðu á for
skotið á síðustu mínútunum.
— Vel gert, Skagamenn. Má
búast við svipaðri frammistöðu
næsta sumar?
AFTUR
Svíarnir voru
ekki sannfærandi
— unnu þó úrvalslið Vals, Víkings, Þróttar, ÍR og KR með 25:19.
Alf-Reykjavík. — Handboltinn
er byrjaður að rúlla aftur í höfuð
borginni. f gærkvöldi fengum við
að sjá sænsku meistarana Saab
leika gegn svokölluðu Reykjavíkur
úrvali, sem frekar hefði þó átt að
. kalla úrvalslið Vals, Víkings, KR
Þróttar og ÍR, því að núverandi
Reykjavíkurmeistarar áttu engan
fulltrúa í liðinu. En livað um það.
Þetta lið stóð sig furðanlega og
ógnaði sænsku meisturunum lengi
vel. Hins vegar sigldu Svíarnir
fram úr undir lokin og sigruðu
með 6 marka mun, 25:19.
Eru þetta sænsku meistararnir?
f hálfleik var þessi spurning á
vörum manna. Þá stóðu leikar 12:
10 Svíum í vil og fáum þótti lið
þeirra sannfærandi Liðið er greini
lega æfingalítið, enda er keppnin
í Svíþjóð ekki hafin. Reyndar er
um við á sama báti og Svíar í þess
um efnum. Liðið reyndi á alla
íund taktiskan leik með Sune Rol
sson (nr 4) og Lars — Göta
erson (7) sem beztu menn. Þá
•’yakti hinn 18 ára gamli risi, Björn
'Anderson, feikna athygli.
í Reykjavíkurliðinu var einka
framtakið í hávegum haft, enda
hefur enginn tími gefizt til sam
æfinga. Mest bar á þeim Jóni H.
Magnússyni, sem skoraði 5 mörk,
Karli Jóhannssyni, sem eintiig skor
aði 5 mörk og Ólafi Jónssyni, sem
skoraði 3 mörk. Stefán Sandholt
var mjög góður í vörn og sama
má segja um Þórarin Ólafsson,
sém einnig kom skemmtilega á ó-
vart í sókninni.
Um miðjan síðari hálfleik var
staðan jöfn 14:14 og þegar 12
mínútur voru eftir, stóð 16:15 Sví
unum í vil. Eftir það fór Reykja
víkurliðið úr sambandi — bæði
í vöm og sókn — og Svíarnir unnu
á snörpum endaspretti. En ég
er illa svikinn, ef FH og Fram
vinna sænsku meistarana ekki með
yfirburðum. — Björn Kristjánsson
og Óli Ólsen dæmdu vel.
KR-INGAR TÖP-
UÐU AFTUR 2:0
— voru óánægðir með búlgarska dómarann.
KR-ingar töpuðu síðari leik sín
um fyrir Olympíakos í Evrópubik
Llð Völsunga ásamt þjálfaranum, Vilhjálmi Pálssyni t. h. og form. knattspyrnudeildar. (Tímamyndir Gunnar)
Völsungar og HSH í 2. deild
— ísfirðingar leika í 3. deild á næsta ári. •
Alf-Reykjavík — Völsungar frá
Húsavík og HSH (Héraðssamband
Snæfells- og Hnappadalssýslu)
leika bæði í 2. deild á næsta ári.
Þessi tvö lið stóðu með pálmann
í höndunum, þegar fjögurra liða
keppninni var lokið á laugardag-
inn.
Völsungar léfcu fyrst gegn
Þrótti frá Neskaupstað og sigr-
uðu 5:2. Þar meS voru Völsungar
búnir að tryggja sig, höfðu hlotið
4 stig. En slagurinn, milli HSH
' og ísfirðinga, um hitt sætið, var
eftir. Það er óhætt að segja, að
• barizt hafi verið upp á líf og
dauða í þeim leik. Erlingur Kristj
ánsson,_ hinn gamalkunni línumað
ur úr íslandsmeistaraliði Fram í
handknattleik, skoraði 1:0 fyrir
HSH í fyrri hálfleik, eri seint í
síðari hálfleik tókst ísfirðingum
að jafna. Sóttu þeir mjög stíft
undir lokm, en Guðmundur Og-
mundsS'On, sem lék fyrir nokkrum
árum í Vals-vörninni, stóð eins
og klettur í vörninni og hindraði
ísfirðinga í að komast of nálægt
markinu. HSH-mönnunum nægði
jafntefli og þeir voru þreyttir, en
ánægðir, þegar þeir yfirgáfu völl
inn í ausandi rigningunni. En
hvað skyldu ísfirðingar hafa hugs
að? Björn Helgason er líklega eini
íslenzki knattspyrnumaðurinn, sem
hefur fengið að reyna það að
leika í öllum deildunum, 1. 2. og
nú 3. deild.
HSH og Völsungar verða að
leika aukaleik um sigurlaunin í
3. deild, þar sem liðin voru jöfn
að stigum. Fer sá leikur væntan
lega fram um næstu helgi
Lokastaðan varð þessi:
Völsungar 3 2 0 7 9:5 4
HSH
ísafjörður
Þróttur
arkeppninni 2:0, alveg eins og
fyrri leiknum. Síðari leikurinn fór
fram í Saloniki og var hann mun
lakari en fyrri leikurinn, sem fram
fór í hafnarborg Aþenu, Píreus,
að viðstöddum 25 þús. manns.
í fyrri leiknum skeði það, að
bæði mörkin, sem KR fékk á sig
voru skoruð eftir að leiktíma átti
að vera lokið, en vegna tafa bætti
dómarinn nokkrum mín. við, bæði
í fyrri og síðari hálfleik. Voru KR-
ingar fremur óánægðir með dóm
arann, sem var búlgarskur, og
dæmigerður heimadómari, að
sögn Guunars Felixssonar. Var
fyrra markið mjög vafasamt og
kemur það fram á mynd, sem
tekin var af leiknum. Bæði mörk
in í fyrri leiknum komu upp úr
hornspyrnum.
Eins og fyrr segir, var síðari leik
urinn mun lakari, og minni áhugi
á honum. Hafa áhorfendur verið
um 10—Í5 þúsund.
Til gamans má geta þess að
BBC. (brezka útvarpið) sagði i
kvöldfréttunum í gær, að Fram
Reykjavík hefði tapað fyrir Olym
píakos 2:0!! Enn rugla menn KR
og Fram saman í Evrópubikar-
kcppninni.
Ársþing Badmin-
tonsambandsins
Ársþing Badmintonsambands ís
lands verður háð fimtudaginn 31.
október n k. í Átthagasal Hótel
Sögu. Hefst það kl. 8 e. h.
Lyfti 410 kg.
Oskar Sigurpálsson
Björn Ingvarsson
Alf-Reykjavík. — Meistaramót
Ármanns í lyftingum var háð í
Tjamarbæ s. 1. laugardag að
viðstöddum 100—200 áhorfendum,
en áhugi á lyftingum hefur aukizt
mikið að undanförnu.
Að sjlálfsögðu beindist athyglin
aðallega að Óskari Sigurpálssyni,
Olympíufara, en hann keppir í
milliþungavigt. Óskar lyfti sam
tals 410 kg en fslandsmetið er
437.5 kg Litlu munaði, að Óskari
tækist að lyfta 420 kg en aðstaða
i Tjarnarbæ er ekki góð, og má
vera, að það hafi sett strik í
reikninginn. Annar í þessum
flokki varð Sveinn Sigurjónsson,
lyfti samtals 325 kg.
í þungavigt hafði Björn Ingvars
son yfirburði. Hann lyfti samtals
367.5 kg, en metið í þessum flokki
er 375 kg. Var Björn ekki langt
frá að hnekkja þvi meti. Annar
varð Bogi Sigurðsson, lyfti sam-
tals 277,5 kg.
í léttþungavigt sigraði Júlíus
Best, lyfti samtals 280 kg. Guð-
mundi Sigurðssyni mistókst í sín
um tilraunum og var dæmdur úr
leik.
í millivigt sigraði Brynjar Gunn
arsson, lyfti 265 kg.
í