Tíminn - 19.10.1968, Blaðsíða 4

Tíminn - 19.10.1968, Blaðsíða 4
£etií HiÍ AjéhCarp mmaamammmmamamaaamaaaam^^mamamamammaaamaimmaammmamammammm S. 1. laugardagsk'völd var ágæt daigsikrá í sjónvarpinu. Það kvöld vaa- annar þátturinn „Á haust- kivöldi“, og var Jón Múli Árnason kynnir eins og í fyrri þættinum, en svo virðist, sem það sé eins konar trygging þess, að um góðan Iþátt sé að ræða. Mairgir skemmtikraftar komu þarna fram. Sérstaka athygli vakti Sigurður Rúnar Jónsson, Sigurðs- sonar hljómsveitarstjóra, sem einn- ig kom fram í þættinum ásamt hljómsveit sinni. Þótt Sigurður sé aðeins 18 ára að aldri, er hann fjölihæfur } jjómlistarmaður og sýndi það vel í þættinum, ekki sízt með fdðluleik sínum. Vafalaust minnast margir þess, er Sigurður söng aðalhlutverk í jólaóperunni Amahl, og næturgestirnir eftir Menotti, sem sýnd var í Tjarnar- bæ fyrir nokkrum árum á vegum IMusica Nova. Ási í Bæ vair skemmtilegur á sinn hátt og Ómar RagHársson sömuleiðis, er hann gerði grín áð varíhlutaþjónustu fyrir líkama firamtíðarmannsins. Helga Badhmann fór með kvæði Kamibans, Vikivaka, á hrífandi hátt og sýmir það, að upplestur kvæða á irétt á sér í sjónvarpimu, ef vel er farið með. Eftir Iþáttinn „Á haustkvöldi“ ikom sérlega athyglisverð og lær- dómsrík mynd um feimni barna og þá staðreynd, áð það ræður jniklu um framtíðariieill hvers ein staklings, hvernig aðbúnað hann fær á fyrstu æskuárum sínum. Ættu kennarar sérstaklega að í- huga það, er fram kom í myndinni, því að áhrif kennara á hvert það barn, er hamn fær í hendur, eru mdkil, bæði til góðs og ills, eftir því, hvernig á er haldið. Ný þáttur, Grannarnir, hóf göngu sína þetta sama kvöld. Þáttur þessi er brezkur, og verður væntanlega sýndur á hverj- um laugardegi á næstunni. Ekki er hægt að segja að fyrsti þátturinn hafi gefið góð fyrirheit um skemmtilegan þátt. Va-r þátt- urinn ósköp lítilfjörlegur og lítt skemmtilegur, þótt hægt væri að hlæja að brösum nágrannanna ein- staka sinnum. Annars er hugmynd in um samkeppni nágranna frem- ur útjöskuð núorðið. Síðast á dagskránni á laugardag inn var rússnesk kvikmynd, „Konan með hundinn", en þessi mynd er gerð eftir einni af sögum Ohekovs í tilefní af 100 ára afmæli hans árdð 1960. Var þessi mynd mjög góð, eins og reyndar mátti búast við. Mætti Sjónvarpið oftar sýna rússneskar myndir af þessu tagi. Ýmislegt hefur verið gott í dag- skrá sjónvarpsins þessá vikuna, en annað lélegt. Stundin okkar á sunnudaginn var fremur ednhæf, og vart verð- ur skilið til hvers verið er að sýna þar yfirþyrmandi leiðinleg- ar og lélegar danskar teiknimynd- ir. Skyldi maður ætla, að betri teiknimynddr væru á mairkaffiin- um. Myndsjá er nú aðeins aðra hvora wku i Sjórvarpinu Kom Ijóslega fram í Myndsjá á sunnudaginn, að með þessu fyrirkomulagi verður þátturinn mun fjölbreyttari og skemmtilegri. Myndin um Michelangelo var á dagskrá sunnudagsins, og olli miklum vonbrigðum hvað texta, gerð og flutning hans, snerti. Text inn var allur sundurlaus og veitti mun takmarkaðri upplýsingar en efni stóðu til. Flutningur textans var fyrir neðan allar hellur. Ætti vissulega að vera óþarfi' að bjóða sjónvarpsáhorfendum og —heyr- endum upp á slík vinnubrögð. Nýr þáttur, einkum fyrir ungl- inga, hóf göngu sína á mánudag- inn, og mun ætlunin að hafa fleiri slíka. Nefndist þátturinn „Opið hús“ og var um margt ágætur. Þarna kom fram ágæt unglinga- hljómsveit, Faxar, og ísfirzk stúlka, Sigríður Anna Gunnars- dóttir, sýndi góða leikni sína í akróbatík. Kynnir þáttarins á aft- ur á móti mikið ólært, honum tókst ekki einu sinni að halda hljóðnemanum það nálægt pví fólki, sem hann rabbaði við, að í því heyrðist. Annar þátllur „Sögu Forsyter ættarinnar" var þetta sama kvöld, og ber ekki á öðru en þarna sé ágætt skemmtiefni að ræða. Ingólfur Jónsson, landbúnaðar- málaráðherra, deildi við tvo blaða- menn, Kristján Bersa Ólafsson, ritstjóra Alþýðublaðsins, og Svav- ar Gestsson, blaðamann við Þjóð- viljann, uim_ landbúnaðarmál í þættinum „Á öndverðum meiði“ á þriðjudagskvöldið. Var sú um- ræða til lítils fróðleiks, Ingólfur taldi núverandi landbúnaðarstefnu rétta; andmælendur hans töldu hana ranga, og þar við sat. Sama kvöldið var fimmti þátt- urinn í þýzka myndaflokknum um Suður-Ameríkuríki. Fjallaði hánn um Venezuela og var mjög fróð- legur og skemmtilegur, eins og þessi myndaflokkur í heild, en síðasti þátturinn verður sýndur í næstu viku, Fjallar hann um Bras- ilíu, stærsta ríki Suður-Ameríku. Fyrsta dagskrá Sjónvarpsins hér um Ólympíuleikánna í Mexikó var á miðvikudagskvöldið, og var þá sýnd setningaraifchöfnin. Var gam- an að fylgjast með þeirri athöfn, Þáttur um Færeyjar verður á mánudagskvöld.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.