Tíminn - 19.10.1968, Síða 5
Gunnar Gunnarsson
þótt hún væri löng. í dag sýnir
sjónvarpið langa mynd frá Ólymp-
fuleikjunum, þar sem metaregnið
hefur undanfarið verið með ein-
dæmum, og í næstu viku verða
Ólympíuleikarnir tvisvar á dag-
skrá, á miðvikudaginn og laugar-
daginn.
í sjónvarpinu á morgun, sunnu-
dag, er m. a. þáttur um Saltvík
á Kjalarnesi, sem á að verða al-
mennur útivistarstaður fyrir.Reyk
víkinga og skemmtistaður fyrir
unglinga uní helgar. í þættinum
er lýst hinni fyrirhuguðu starf-
semi í Saltvík.
Síðar um kvöldið er svo seinni
hluti myndarinnar um Michelang
elo, og er vonandi að betur takist
til um gerð og flutning textans en
síðasta sunnudag.
íslenzkir sjónvarpsmenn fóru
í heimsókn tii Færeyja í sumar og
ræddu þar við ýmsa forystumenn
Færeyinga um sjálfstæðismál
þeirra og önnur þjóðmál, og verð-
ur þáttur um þessa heimsókn sem
nefnist Framtíðarhorfur í Fær-
eyjum, á mánudagskvöld, að lokn-
um fréttum.
Fjölbreytt dagskrá er á þriðju-
dag. Eftir fréttir verður þáttur-
inn Munir og minjar og kallast að
þessu sinni „Með silfurbjarta
nál . . .”, sem er tilvitnun úr
kvæði Stefáns Ólafssonar, en þar
kynnir frú Elsa E. Guðjónsson
gamla íslenzka krosssauminn.
Verður þessi þáttur áreiðanlega
mjög fróðlegur, því að frú Elsa
er alira manna fróðust um íslenzk-
an útsaum og vefnað. Fyrir nokkr-
um árum kom út eftir hana ís-
ienzk sjónabók, þar sem kynntar
eru gamlar íslenzkar útsaums-
gerðir og komið á framfæri ein-
földum, íslenzkum útsaumsmunstr
um í nútímabúningi. Áhugi ís-
lenzkra húsmæðra á gamia, íst-
lenzka útsaumnum hefur undan-
farið aukizt mjög og sérstaklega
fyrir gamla íslenzka krosssaumn-
um, sem einnig er oft nefndur
fléttusaumur.
Þetta sama kvöld sjáum við
kafla úr ýmsum þekktustu
söngleikjum kvikmyndanna í þætt
inum Hollywood og stjörnurnar.
Á föstudaginn hefst nýr þáttur
í sjónvarpinu, „Bókaskápurinn“.
Verður þar spjallað við Gunnar
Gunnarsson í tilefni af því, að nær
hálf öld er liðin frá því Saga
Borgarættarinnar var kvikmynduð
og verða sýndir kaflar úr kvik-
myndinni.
Gunnar Gunnarsson, sem fædd-
ist á Valþjófsstað í Fljótsdal 1889,
fór 18 ára gamall til Danmerkur
og þar kom þessi fyrsta skáldsaga
hans út, „Af Borgslægtens Hist-
orie“, árin 1912 og 1914. Hún kom
fljótlega, eða 1920, út á ensku,
og nefndist þá eftir einni eftir-
minnilegustu persónunni, Gesti
eineygða. Var Saga Borgarættar-
innar metsölubók á Norðurlönd-
um og vinsæl víða um lönd.
Þetta var fyrsta íslenzka skáld-
sagan, sem gerð var kvikmynd ett-
ir. Var hún að hluta t.il gerð á ís-
landi. Verður vissulega forvitni-
legt að hlusta á skáldið og sjá
kafia úr kvikmy r.dinni um Sögu
Borgarættarinnar. Helgi Sæmunds-
son sér um þennan þátt.
Af efni sjónvarpsins á laugar-
daginn þykir rétt að minna á
„Sekvens fyrir segulband. dans-
ara og ljós“ eftir Magnús Blöndal
Jóhannsson, en Ingibjörg Björns-
dóttir gerði dansana.
Síðast á dagskránni þetta kvöld-
ið er síðan „Brúðkaup Fígarós“,
gamanleikrit í fimm þáttum eftir
franska snillinginn Pierre-Agustin
Caron de Beumarchais, sem var
uppi á 18. öld. Hann er þekktur
fyrir tvö gamanleikrit sín — Rak
arann í Sevilla. sem sýn var 1773,
og Brúðkaup Figarós, sem var sett
á svið 1784, en þessi leikrit eru
talin mestu gamanleikrit 18. ald-
arinnar. í leikritunum, einkum því
sem sjónvarpið sýnir á laugardag-
inn, er ráðist harkalega gegn aðli
þess tíma, er Beumarchais lifði
á, og er fullyrt, að með skrifum
sínum hafi -þessi fjörugi og
ákveðni Frakki verið einn af boð-
berum frönsku stjórnarbyltingar-
innar, sem kom nokkrum árum eft
ir að Brúðkaup Fígarós var svið-
sett. í einkalífi sínu tókst Beaum
archais illa til, hann tók þátt í
áhættusömum viðskiptum og fjár
festingu, sem áttu að gera hann
ríkan. En það fór á annan veg,
Beaumarchais varð í lokin öreigi.
Anna K. Brynjúlfsdóttir.
í frumskógum Brazilíu eru enn viltir Inílíánaþjóðflokkar, sítn aldrei hafa séð
hvíta mcnn. Þáttur um Brazilíu verð ir á þriðjudagskvi h'i