Tíminn - 25.10.1968, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 25. október 1968.
TIMINN
3
Kreiner vi3 matargerð á Sögu,
(Tímamynd—GE)
Merkjasala Barnavinafél. Hafnarfjarðar
Fyrsta vetrardag mun Barna-
verndarfélag Hafnarfjarðar bjóða
Hafnfirðingum merki félagsins,
ásamt barnabókinni Sólhvörf. —
Merki og bækur félagsins verða
afhent sölubörnum í anddyri barna
skólanna kl. 1,00 laugardaginn
26. þ.m.
Barnaverndarfélag Hafnarfjarð-
ar er ekki fjársterkt félag, enda
ungt að árum og það alltaf verið
markmið þess að láta það af
höndum, sem inn hefur komið, í
þágu hafnfirzkra barna. Hefur fé-
lagið rétt ýmsum þeim stofnun-
um, sem vinna í þágu hafnfirzks
æiskufólks, hjálparhönd.
Aðalmál félagsins hefur þó ver
ið sumardvalarheimihð Glaumbær
og rekstur þess, í félagi við tvö
önnur félög. Sumardvalarheimil-
ið hefur verið rekið fyrir börn á
aldrinum 6 til 9 ára.
Háskólahátíðin
Háskólahátóð verður haldin
fyrsta vetrardag, laugardag 26.
okt., kl. 2 e.h. í Háskólabíói.
Þar leikur strengjahljóm-
sveit undir forystu Björns Ól-
afssonar. Háskólarektor, prófess
or Ármann > Snævarr, flytur
ræðu. Stúdentakórinn syngur,
undir stjórn Jóns Þórarinsson
ar tónskálds. Háskólarektor á-
varpar nýstúdenta, og vefta
þeir viðtöku háskólaborgara-
bréfum. Einn úr hópi nýstúd-
enta flytur stutt ávarp. For-
eldrar nýstúdenta eru vel-
komnir á háskólahátíðina.
Sinfóníutónleikar í kvöld
Næstu tónleikar Sinfóníu-
hljómsveitarinnar verða í dag
í Háskólabíói. Stjórnandi er
Sverre Bruland, aðalstjórn-
andi fyrra misserisins. Á efn-
isskránni er fyrst hið sér-
kennilega skemmtilega „Diver
timento fyrir strengjasveit",
eftir Béla Bartók, en það verk
hefur ekki verið flutt áður hér
lendis. Þá verður fluttur ann-
ar píanókonsert Beethovens.
Einleikari er ungi, bandaríski
píanóleikarinn, Peter Serkin,
sem vakti hér hrifningu
manna fyrir þremur árum, er
hann lék á tónleikum Tónlist-
arfélagsins. Tónleikunum lýk-
ur með annarri sinfóníu
Brahms.
Hunangsilmur
frumsýndur
Annað kvöld, laugard. 26.
október, verður frumsýning á
leiksviði Þjóðleikhússins á leik
ritinu Hunangsilmur, eftir
enska höfundinn Shelagh Del-
aney. Leikstjóri er Brian Mur-
phy. Leikendur eru Þóra Frið-
riksdóttir, Brynja Benedikts-
dóttir, Bessi Bjarnason, Gísli
Alfreðsson og Sigurður Skúla-
son. Leikmyndir eru eftir Unu
Collins. Hljóðfæraleikari er
Carl Billich.
Leikritið Hunangsilmur er
nútímaleikur og gerist í Man-
chester. Þýðandi leiksins er
Ásgeir Hjartarson.
Prestkosning í Möðruvalla-
prestakalli
Á sunnudag fer fram prests-
kosning í Möðruvalla-
prestakalli í Hörgárdal í Eyja-
firði. Einn umsækjandi er um
embættið, Þórhallur Höskulds-
son cand. theol., frá Skriðu í
Hörgárdal. — Blaðið hefur
fregnað, að milli 10—20 manns
úr prestakallinu, sem staddir
verða í Reykjavík og nágrenni
á kjördaginn, hafi leitað til
dómsmálaráðuneytisins og
spurzt fyrir um, hvort unnt
væri að greiða atkvæði utan
kjörstaðar, þar sem óhægt
væri um vik og kostnaðarsamt
að greiða atkvæði á kjörstað.
Þetta fólk hefur allt mikinn
áhuga á að umsækjandinn nái
lögmætri kosningu. Samkvæmt
lögum um prestskosningar er
með öllu óheimilt að greiða
atkvæði utan kjörstaðar í prest
kosningum. — Finnst ýmsum,
að full þörf sél á að breyta
þessum lögum.
Hreindýrakjét ©g ¥inar
valsar í Súlnasal
KJ—Reykjavík, fimmtudag.
— Við ætlum að höfða svo-
lítið til magans hér á Sögu á
næstunni, meira en venjulega,
og bjóða fólki upp á svolitla
nýbreytni í mat, sagði Kon-
ráð Guðmundsson hótelstjóri á
Sögu í dag, er hann kynnti fyr
ir blaðamönnum þær nýjungar
sem á döfunni eru.
— Við höfum fengið til okk
ar austurrískan matsvein Mart
isch Kreiner, sem hefur verið
við matargerð í mörgum lönd
um, og mun hann kynna okkar
þeirra landa matargerð hér.
Við nefnum þetta Þjóðkvöld, og
byrjum á heimalandi matsveins
ins Austurríki. Á föstudags-
og sunnudagskvöldum verða
þessi Þjóðkvöld í Súlnasalnum,
en annars miin Kreiner mat-
r'eiða daglega í Stjörnusalnum.
Á Þjóðakvöldunum mun hljóm
sveit hússins leika lög frá við
komandi löndum, og núna á
Austurríkiskvöldunum mun
Guðmundur Jónsson syngja lög
frá Austurríki, og spjalla að-
eins um landið þar sem hann
var í ár við söngnám. Matar
gestir á Þjóðkvöldum fá sér-
Framhald á bls. 10.
FJÁRÖFLUNARDA.GUR BARNAVERNDARFÉLAGANNA Á LAUGARDAG
Beðið er eftir ráðuneytisieyfi til að hefja
byggingu heimilis fyrir taugaveikluð börn
sjúkraihúsið í Fossvogi, en nauð-, ur allur framkvæmdur í þvotta-
synlegt er að heimili sem þetta húsi þess.
sé í nánd við fullkomið sjúkra-1 Byggingarnefnd heimilissjóðs-
hús, þannig, að hægt sé að fram-1 ins tók til starfa á s.l. vetri, og
kvæma, rannsóknir þar, og spara hefur hún nú gert lauslega áætl-
með því kostnað við heimilið un um byggingu heimilisins, en
sjálft. T.d. mun einnig verða feng ckki hefur enn verið fenginn arki
inn matur til heimilisins frá Borg tekt til þess að teikna heimilið,
arsjúkrahúsinu, og þvottur verð-1 H'ramhalo a bis. 10
Shadie Owens og Hljóm-
ar afgreiða í Karnabæ
FB-Reykjavík, fimmtudag.
Árlegur fjáröflunardagur Barna
verndarfélags Reykjavíkur verður
á laugardaginn, en þá verða að
vanda seld merki og bókin Sól-
hvörf. í dag lagði félagið 250
þúsund krónur í Hcimilissjóð
taugaveiklaðra barna, en frá sjóð
stofnuninnj hefur féivgið látið
mikið fé af höndum rakna til
sjóðsins, og um síðustu áramót
voru komin í hann tæplega 1,9
millj. kr. Fyrir sjóðsféð er ætl-
unin að byggja heimili fyrir tauga
veikluð börn, sem þurfa á vist
á slíku heimili að halda um lengri
eða skemmri tíma.
Sjóðurinn hefur fengið lóð und
ir heimilið í námunda við Borgar
Steingrímur sýnir
í Borgarnesi
JE-Borgarnesi, fimmtudag.
Steingrímur Sigurðsson list-
málari heldur um þessar mund
ir málverkasýningu á Hótel
Borgarnes. Verður sýningin op
in föstudag, laugardag og
sunnudag. Sýnir Steingrímur
30 myndir, sem allar eru ný-
legar. Margar þcirra eru mál-
aðar núna í haust á Þingvöll-
um.
Það er fátítt, að haldnar séu
málverkasýningar hér, og þar
til núna hefur ekki verið hald-
in málverkasýning • um langan
tíma.
Kvikmyndasýning
Germaníu
Kvikmyndasýningar Ger-
maníu hefjast að vanda með
vetri og verður haldið áfram
fram á vorið með venjulegum
hætti. Er fyrsta sýningin á
morgun, laugardag, og verða
þá sýndar frétta- og fræðslu-
myndir. fréttamyndirnar eru
frá því í maí og júní s.l., en
fræðslumyndirnar eru þrjár
talsins.
Fyrsta fræðslumyndin er
um uppgötvun geislavirkni.
Önnur fræðslumyndin er frá
Mittenwald í Efra-Bæjarlandi,
þar sem fiðlur hafa verið smíð-
aðar af mikilli kunnáttu öld-
um saman.
Síðasta fræðslumyndin er
frá Alpafjöllum og sýnir,
hvernig þrír menn klífa 500
metra háan hamarinn, sem rís
lóðrétt upp úr fjöllunum.
Kvikmyndasýningin er í
Nýja Bíói og hefst kl. 2 e.h.
börnum þó einungis í fylgd
úieð fullorðnum.
Karnabær, tízkuverzlun unga
fólksins, hefur ákveðið að inn-
leiða nýjung í reykvískum verzlun
armálum. Verður verzlunin opin
til kl. 4 sfðdegis á laugardögum.
Ér þcssi nýbreytni sniðin eftir
enskri fyi’irmynd, og sömuleiðis
mun sama fyrirkomulag verða
víða á Norðurlöndum. Þá eru
verzlanir ungs fólks opnar á laug
ardagseftirmiðdögum, og oftast
kynntar einhverjar nýjungar,
frægt fólk kemur í heimsókn og
afgreiðir það jafnvcl í sumum
verzlunum, ungt fólk hittist og
ræðir áhugamál sín og margt fl.
N.k. laugardag verður Karnabær
opinn til kl. 4, og verða þá textar
af nýjustu lögunum á boðstólum,
Hljómar, ásamt Shadie Owens
munu sjá um afgreiðslu að ein-
hverju leyti o.fl. Skólafólki svo
og öllu fólki, sem ekki vinnur
á laugardögum gefst nú tækifæri
á að verzla í ró og næði og þeir
sem vinna alla virka daga geta
nú notað frítíma sinn og verzlað
og skoðað.
LEIÐRÉTTING
Þau mistök urðu í blaðinu í
gær, að mynd, sem fylgdi við-
tölunum um atvinnuástandið á
Súgandafirð.i, var sögð af Fiski-
mjölsverksmiðjunni, en er reyndar
af fiskiðjuveri, sem Páll Friðberts
son er að reisa á staðnum.
Jóhannes Jóhannesson
heldur málverkasýningu
FB-Reykjavík, fimmtudag
Jóhannes Jótoannesson list-
málari opnar málverkasýningu
í Húisgagnaverzlun Reykjavík-
ur, Brautarholti 2, á laugar-
daginn kl. 3. Sýningin verður
síðan opin daglega frá kl. 2 til
10, til 3. nóvember n.k. Á sýn-
ingumnj. eru um 30 myndir.
Jóhannes hefur sex sinnum
áður haldið einkasýningar.
Hann hefur auk þess tekið þátt
í fjölmörgum samsýningum
bæði hérlendis og erlendis.
Myndin er af Jóhannesi við
eitt af málverkunum á sýning-
unni í Brautartoolti 2.
(Tímamynd GE