Tíminn - 25.10.1968, Blaðsíða 7

Tíminn - 25.10.1968, Blaðsíða 7
ilflBTCDAGCR 25. október 1968. TIMINN 7 Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. Framtvæmdastjórl: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði 6. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Auglýs- ingastjóri: Steingrímur Gíslason. Ritstjómarskrifstofur i Eddu- húsina, símar 18300—18305. Skrifstofur: Bankastræti 7. Af. greiðshisfmi: 12323. Auglýsingasími: 19523. Aðrar skrifstofur, sfml 18300. Askriftargjald kr. 130,00 á mán. lnnanlands. — f lausasölu kr. 8.00 eint. — Prentsmiðjan Edda h. f. ERLENT YFIRLIT / Nýnazisíar hafa ekki grætt á atburöunum í Tékkóslóvakíu Læknisþjónustan , Um þessar mundir mun vera gersamlega læknis- ' laust á öllu Ausfturlandi, og starfa þar nú engir fastir teeknar. Fieiri læknishéruð eru læknislaus úti á lands- ' byggðinni, og er hér um að ræða svo mikið og alvarlegt • vandamál, að fullkomið neyðarástand verður að telja, ■ og ber að haga ráðstöfunum eftir því. Hættulegast er / teeknisleysið, þegar vetur fer að, og samgöngur geta í' roeð öllu teppzt milli landshluta. • í fyrrahaust var heilbrigðismálaráðherra að því spurð- , ur, hvort ekki bæri að líta á læknisleysið sem fulikomið > neyðarástand, og hvort stjórnarvöld hefðu nokkrar ráð- • stafanir gert til þess að inna af heiidi neyðarþjónustu, , sem því hætfði. Hann kvað þá ekkert hafa verið hugsað fyrir því, nema að athuga og stuðla að fyrirgreiðslu . flugvéla og landhelgisgæzlu. Að sjálfsögðu er sjúkra- ; flugið afar mikilvægt, og varðskip geta hjálpað, þegar , í algera nauð rekur, en þetta er engan veginn nóg. Hörmulegt tjón hefur þegar hlotizt af því að samfélags- skyldunni um brýnustu heilbrigðisþjónustu í stórum byggðum og heilum landsfjórðungum hefur ekki verið gegnt af opinberri hálfu. Samfélagið og þeir menn, sem þjóðin hefur falið umsjá þessara mála, verða að líta miklu alvarlegri aug- um á þessi vandamál en gert hefur verið. Þeir verða að muna, að héraðslæknisþjónusta er alger lágmarkskrafa um heilzugæzlu hvar sem er á landinu, og verði henni ekki fullnægt með því að læknar fáist til fastrar setu í læknishéruðum, verður að grípa til hreinna slysavama- ráðstafana og líta á þörfina svipuðum augum og gert yrði, ef allt í einu væri orðið læknislaust á slysavarð- stofunni í höfuðstaðnum, eða ef e-cgir vitaverðir fengjust með eðlilegu móti. Nú fer enn vetur í hönd, og þá er t.d. allt Austurland læknislaust. Hér er ekki um annað að ræða en koma læknisþjónustu á þessa staði með neyðarráðstöfunum, sem t.d. væru í því fólgnar að greiða læknum tvöföld eða þreföld laun til tímabundinnar þjónustu úti á landi, ef þetta fæst ekki með öðrum ráðum, en einnig kemur fleira til greina eins og skiptivarzla lækna af sjúkra- húsum ríkisins, ef samkomulag næst um það, sérstakar ráðstafanir til flutninga o. fl. Þessi samfélags þjónusta er þess eðlis, að hana verður að leysa af hendi, hvað sem það kostar. Þess verður að krefjast, að heilbrigðisyfirvöld láti ekki einn veturinn líða enn án þess að gegna þessari laga- og siðferðisskyldu Jafnhliða þessu verður auðvitað að vinda bráðan bug að því, sem dregizt hefur allt of lengi, að endurskoða og breyta úreltu þjónustukerfi. Ungir læknar hafa haft lofsverða forgöngu um stofnun læknamiðstöðva og hafa þegar hafizt handa á nokkrum stöðum, án þess að hafa fengið nægan lagastuðning. Það er góðra gjalda vert, þótt fyrr hefði mátt vera, að heilbrigðismálaráðherra ber fram frumvarp 1 þessu skyni, en það leysir ekki neyðarvanda dagsins, t.d. á Austurlandi. Engu minni þörf er áð taka læknisþjónustukerfi þétt- býlisins til gaumgæfilegrar endurskoðunar og freista þess að þoka henni án bráðræðis úr úreltu og stöðnuðu formi í nútímaskipulag eins og það er að verða t.d. í Svlþjóð. Eitt mikilvægasta atriði þess er að koma sér- fræðiþiónustunni úr einkastofum smátt og smátt inn í velbúnar sjúkrahúsdeildir, þar sem samstarf færustu sérfræðinga á sér stað. Látill vafi er á því, að þetta staðnaða skipulag, á drjúgan þátt í því, að sérfræðingar okkar, sem læra erlendis, koma ekki heim. Enn er þó líklegt, aS þeir fái þingsæti í næstu kosningum. L UM SEINUSTU helgi fóru fram sveitar- og héraðsstjórn arkosningar í þremur fylkjum í Vestur-Þýzkalandi, eða í Hessen, Saar og Baden-Wurt temberg. Veruleg athygli beind ist að þessum kosningum, því að þetta voru seinustu kosning ar í Vestur-Þýzkalandi fyrir þingkosningarnar, sem eiga að fara fram næsta haust. Að vísu er talið, að sveitar- og héraðsstjórnarkosningar gefi ekki eins glögga vísbendingu um afstöðu kjósenda til aðal- flokkanna og kosningar til fylkisþinganna, en nokkrar þeirra fóru fram fyrr á þessu ári. f sveitar- og héraðsstjórn- arkosningum gætir meira ým- issa heimasjónarmiða og af- stöðu til ýmissa staðbundinna mála en í kosningum til fylkis þinga eða sambandsþingsins í Bonn. M.ö.o. flokkssjónarmiða gætir minna í sveitar- og hér- aðsstjómarkosningum. ATHYGLIN, sem beindist að umræddum kosningum, stafaði ekki sízt af því, að mönnum lék forvitni á að vita, hvort atburðirnir í Tékkóslóvakíu hefðu orðið vatn á myllu flokks nýnazista, sem eru Und- ir forustu von Taddens. Ýmsir töldu það ekki ólíkleg við- brögð hægri sinnaðra kjósenda. Að vísu hafði þetta ekki orðið reyndin í nýloknum sveitar- og héraðsstjórnarkosningum, sem fóru fram í Neðra-Saxlandi fyr ir nokkrum vikum. Þar höfðu nýnazistar tapað verulega frá því í fylkiskosningunum, eða fengið rúm 5% greiddra at- kvæða í stað rúmlega 7% áð- ur. Niðurstaðan í kosningunum, sem fóru fram síðastliðinn sunnudag, urðu á svipaða leið. í Hessen fengu nýnazistar 5,2% greiddra atkvæða í stað 7,9% greiddra atkvæða í fylkiskosn- ingunum 1966. í Baden-Wurtt- emburg eru endanlegar tölur enn ekki fyrir hendi og verða það tæpast fyrr en eftir nokkra daga, því að kosningakerfið þar er mjög flókið. Þó virðist ljóst, að nýnazistar hafa ekki fengið þar öllu meira en rúmlega 5% greiddra atkvæða, en þeir fengu nær 10% greiddra at- kvæða í fylkiskosningunum, sem fóru þar fram síðastliðið vor. f Saar fengu nýnazistar nú 5,2% greiddra atkvæða en þegar þeir buðu þar seinast fram, sem var 1965, fengu þeir 1,9% atkv. ÞÆR skýringar fylgja yfir- leitt þessum tölum, að ekki sé óeðlilegt, þótt fylgi nýnaz- ista komi ekki eins greinilega í ljós í sveitar- og héraðsstjórn arkosningum og í kosningum til fylkisþinga eða sambands- . þingsins. En þrátt fyrir þenn- an fyrirvara, benda þó framan greind úrslit til þess, að ný- nazistar hafi ekki neitt grætt Adolf von Thadden. á atburðunum í Tékkóslóvakíu. Viðbrögð kjósenda hafi þvert á móti orðið þau að fylkja sér fastar um stóru flokkanna, sem hafi hvatt almenning til ró- semi. Þeir hafi að vísu lagt aukna áherzlu á traustari varn ir, en þó jafnframt boðað, að þeir vildu halda opnum öllum samningaleiðum til austurs og koma í veg fyrir endurnýjun kalda stríðsins, ef hægt væri. En þótt nýnazistar hafi ekki fengið þá fylkisaukningu, sem margir óttuðust, benda áður- nefndar tölur til þess, að þeir muni eiga fulltrúa á þinginu £ Bonn eftir kosningarnar næsta haust. Til þess þurfa þeir að fá 5% greiddra at- kvæða og þeir hafa verið ofan við það mark í öllum framan- greindum kosningum. Því til viðbótar kemur svo það, að því er almennt spáð, að þeir muni spjara sig betur í þing- kosningunum en sveitar- og héraðsstjórnarkosningum. Þess vegna vara margir við því, að hætt verði að reikna með nýnaz istum, þótt þeim gengi ekki betur nú. Það muni styrkja þá verulega, ef þeir ná fót- festu á sambandsþinginu í Bonn, og sitthvað gæti orðið vatn á myllu þeirra, og þó sennilega ekkert meira en ef atvinnuleysi ykíst I landinu. Því verður ekki neitað, að nýnazistar haga sér á margan hátt klóklega. Þeir reyna að hafa sem lýðræðislegastan svip á starfsemi sinni, enda eiga þeir yfir höfði, að stjórnar skrárdómstóll ríkisins dæmi flokk þeirra ólöglegan, ef hægt verði að úrskurða hann einræðis- sinnaðan. Nýlega leystu þeir upp flokksdeild sína í Vestur- Berlín, en áður hafði borgar- stjórinn snúið sér til hernáms- veldanna, sem fara með yfir- stjórn borgarinnar, og óskuðu eftir, að hún yrði úrskurðuð ólögleg. Til þess að komast hjá úrskurði um þetta, sem síðan hefði getað orðið fyrir- mynd að úrskurði stjórnar- skrárdómstólsins vestur- þýzka, ákváðu nýnazistar að verða fyrri til og leysa flokks deildina upp. í ÖLLUM framangreindum sveitar- og héraðsstjórnarkosn- ingum bætti kristilegi flokkur- inn heldur fylgi sitt, jafnaðar- menn töpuðu, en frjálslyndir héldu í horfinu. Eins og er, virðist því góðar kosningahorf ur hjá kristilegum demókröt- um, en heldur slæmar hjá jafnaðarmönnum. En að sjálf- sögðu getur þetta enn breytzt, því að nær ellefu mánuðir eru eftir til þingkosninganna. Eink um gæti það breytt þessu, ef Brandt yrði eitthvað ágengt í utanríkismálum og ef til vill hafa einhver slík spor verið stiginn, þegar hann og Groml- kó ræddust við í New York á dögunum. Þ. Þ. .

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.