Tíminn - 26.10.1968, Blaðsíða 4

Tíminn - 26.10.1968, Blaðsíða 4
r Á föstudaginn í síðustu viku var meðal annars sjónvarpsefnis skemmtiþáttur frá finnska sjón- : varpinu, og nefndist hann „Vel- ; 'kominn Herra forseti“. Var þessi , þáttur að því leyti ólíkur öðrum I norrænum skemmtiþáttum, sem í Islenzka sjónvarpið hefur sýnt, áð hann var bráðskemmtilegur. j Hugmyndin var mjög góð, og j grín gert að ýmsum tilburðum í í samlbandi við heimsóknir erlendra i stórmenna. Ef þessi þáttur er i dæmigerður um finnska skemmti- '• þætti, ætti islenzka sjónvarpið i vissulega að hafa meiri samskipti í við það finnska en verið- hefur. i Sjónvarpið hefur undanfarið sýnt i á laugardögum og miðvikudögum imyndir frá Ólympíuleikjunum. OÞótt þeir, sem eitthvað fylgjast með leikunum, viti fyrir úrslitin í þeim keppnum, sem þar eru sýnd ar, þá er mjög gaman að sjá Iþessa Ólympíuþætti, en einn þeirra faefst klukkan 15 í dag. Annar þáttur í nýja brezka gam- anmyndaflokknum „Grannarnir11 var síðastliðinn laugardag, og var sá þáttur mun betri en fyrsti þátt urinn og á köflum mjög skemmti- legur. Verði áframhaldið svipað, jnunu margir vafalaust eiga góða hlátursstund á laugardagskvöidum á næstunni. Eftir fréttir á sunnudaginn var þátturinn „Saltvík“ og fjalláði hann um bæinn Saltvík á Kjalar- nesi, þar sem Æskulýðsráð Reykja víkur hyggst búa út almennan útivistarstað fyrir Reykvíkinga og helgarskemmtistað fyrir unglinga. Var þessi þáttur að allri gerð og efni með því ömurlegasta, sem sýnt hefur verið í sjónvarpinu af innlendu efni. Er sýningu þessar- ar illa gerðu myndar lauk voru flestir orðnir dauðþreyttir á að horfa á súrheysturn Saltvíkur og hlusta á loftkastalabyggingu þess, sem við var rætt. Lítið hefur áður í þessum þætti verið minnzt á brezku kvikmynda þættina, sem undanfarið hafa ver ið sýndir á sunnudagskvöldum. Þættir þessir eru gerðir eftir smá sögum Guy de Maupassant, og reyndar einnig eftir atriðum úr skáldsögum hans, t. d. úr „Bel Ami“. Eru þættir þessir með bezta efni sjónvarpsins, enda eru raunsæislýsingum Maupassants á persónum, hvötum þeirra og þjóð félagsaðstæðum mjög vel fyrirkom ið. En Maupassant, sem svo snilld- Isfyree Daw Porter sem Irene (til vinstri) og June Barry sem June í 5. Jjsattinum í „Saga Forsyte-ættarinnar“. Næsti þáttur í framhaldskvikmynd- fB»i verður á mánudagskvöld. arlega ritaði um raunveruleika ást arinnar, lifði stutt og óhamingju- samt líf. Hann varð aðeins 43 ára gamall og þjáðist, er líða tók á ævina, af ótta við geðveiki. Sá ótti var ekki ástæðulaus. Lífsleið inn og dauðsóttinn börðust um í huga hans og geðveikin nálgaðist óðfluga. Eftir misheppnaða sjálfs niorðstilraun í janúar 1892 var hann settur á geðveikrahæli, og þar andaðist hánn einu og hálfu ári síðar. En á 10 ára ritferli sínum veitti Maupassant heiminum mörg snilld arverkin, og það er vert að minn ast mannsins, þegar horft er á kvikmyndaþættina, sem byggðir eru á verkum hans. Þátturinn á mánudagskvöldið um „Framtíðarhorfur í Færeyjum“ var að mörgu leyti góður. Þar voru skýrð viðhorf hinna ýmsu aðila til framtíðar eyjanna og þá m. a. til áframhaldandi tengsla við Danmörku í núverandi mynd. Aft ur á móti voru það mistök að ætla, að allir íslendingar geti skil ið færeyskt talmál. Mun því við talið í þessum þætti við fær eyska stjórnvísindamanninn hafa farið fyrir ofan garð og neðan hjá flestum. Þriðji þáttur „Sögu Forysteætt arinnar“ var á mánudagskvöldið, og er nú nokkur skriður kominn á gang sögunnar. Þátturinn Munir og minjar á þriðjudaginn, en þar kynnti frú Elsa E. Guðjónsson gamla ís- lenzka krosssauminn, var mjög fróðlegur og skemmtilegur, eins og við var að búast. Þátturinn um Brasilíu var einn ig fróðlegur, þótt hann væri reynd ar gerður fyrir allnokkru, og t. d. aðrir ráðamenn sagðir þar við völd en nú ráða ríkjum í því landi. Var þetta síðasti þátturinn um Suður-Ameríkuriki, en þeir voru sex talsins, sem sjónvarpið hefur sýnt undanfarið. Eru þess ar myndir mjög góðar, og er von- andd að sjónvarpið eigi eftir að sýna fleiri slíkar fræðandi og skemmtilegar myndir um önnur lönd, og færa þannig fjarlæga heima til almennings í landinu. Þriðji þátturinn af sex um Melissu var á þriðjudagskvöldið,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.