Tíminn - 27.10.1968, Side 1

Tíminn - 27.10.1968, Side 1
UERK RÐ UIHRH Byggjum geðdeildir. Menntum starfsfólk. STEFNUMÚT í GEIMNUM? NTB-Moskvu, laugardag. Sovézkir geimvísindamenn skutu í morgun kl. 8,34 að ísl. tíma mönnuðu geimfari á braut umhverfis jörðu. Geimfarinu — Sojus 3. — stjórnar Georgij Beregovi, ofursti gamalreynd ur reynsluflugmaður, og ber heiðurstitilinn Hetja Sovétrikj anna. Þetta er fyrsta mannaða geimför Sovétmanna síðan 23. apríl 1967, þegar Vladimir Komarov var skotið upp í Sojus 2. í lok hinnar 25 tíma Framhald á bls. 14 !'XW}R{WSW.S,S5í : • .. .•:• •: :'•:•:•:•.• KJ-Reykjavík, laugardag Fyrir nokkru síðan hófu ís- lenzkir aðalverktakar, fram- kvæmdir við fyrstahluta hins fyrirhugaða Vesturlandsveg- ar. Er hér um að ræða 900 metra spotta, frá vegamótum Rofabæjar og Vesturlandsveg ar, að Höfðabakka. Vegurinn verður fj’órar akrein- ar, alls fjórtán metra breiður, og er áætlað að malbika þennan spotta i byrjun næsta sumars. Þangað til verða vegfarendur lík- lega að fara bráðabirgðaveg, sem gerður hefur verið norðan við yegarstæði nýja vegarins. Nýi vegurinn liggur í beina stefnu, og verður sprengdur niður allt að þrjá metra í hæðardragið, sem þarna er. Þessi vegarspotti hefur oft ver- ið mjög slæmur yfirferðar og erfitt að halda honum við, og núna eítir að umferð jókst þarna mikið með tilkomu Árbæjarhverf- isins, hefur vegagerðin orðið enn brýnni. Enn versnar „flöskuhálsinn“ Þetta er, eins og áður er sagt, byrjunin á nýja Vesturlandsveg- inum, en lega han,s upp að Korpu hefur verið ákveðin. Fer nýi veg- urinn ekki minna en níu sinnum yfir þann gamla á þeim stutta kafla, og verður því að sjálfsögðu bæði beinn og breiður. Með til- komu þessa nýja vegar, má búast við að Elliðaárbrýrnar verði enn meiri ..flöskuháls", en þær eru núna. en engar loka ákvarðanir munu enn hafa verið teknar um byggingu nýrrar brúar. Myndin var tekin á dögunum af framkvæmdum við 900 metra vegarspott-ann á milli Rofabæjar og Höfðabakka. Myndin er tekin efst í Ártúns- brekkunni og er bráðabirgðavegurinn til vinstri, en til Hægri sézt hvar verið e að gafa veginn niður í hæðardraglð. (Ljósmynd—GE) Brunar verða stærri og tíðari með hverju árinu FB-Reykjavík, laugardag Tryggingafélögin hafa nú mikl- ar áhyggjur af hinum tíðu brun- um, sem orðið hafa að undanförnu en segja má ,að síðustu vikurnar hafi borizt fréttir af bruna á hverjum degi.Áliyggjurnar eru sízt minni, þar sem oft kcmur í ljós, að brunarnir stafa af trassa- skap og vanrækslu. Einn trygg- ingamaðurinn sagði í viðtali við blaðið: — Þrátt fyrir gott slökkvi- HEIMSSYNINGIN I JAPAN 1970 Birt hafa verið úrslit samkeppni um frágnng á hinni someiginlegu sýningu Norðurlandanna á heimssýningunni í Japan 1970. Fyrir valinu urðu Jesper Tögern, arkitekt, Danmörku og fylgir hér mynd af lausn hans. lið virðast brunar verða stærri og stærri, eftir því sem árin líða, og gleypa meira upp af iðgjaldatekj- um tryggingafélaganna, sem fást við þessar tryggingar. Ásgeir Ólafsson hjó Brunabóta- félaginu sagði okkur, að mikið af hiinum tíðu brunum undanfarið hefðu lent á félagi hans. Hann sagðist ekki hafa endanlegar tölur um brunatjón á árinu, en þó væri vitað nú þegar, að brunnið hefur fyrir 22 til 23 milljónir króna. Þetta er 2—3 milljónum meira en allt árið í fyrra, en þá eru u-nd anskildir brunar í Reykjavík, en þeir gerðu 20 milljónir í viðbót. Er þar aðallega um að ræða Borgarskálabrunann og Iðnaðar- bankabrunann, sem félagið var með í endurtryggingu. Þessir tveir bruuar á síðasta ári, au-k brunans í Aðalstræti 9, voru mestu brun- ar síðustu árin, og því er þetta ár cbentugt til samanburðar. Þá sagði Ásgeir: — Við, sem er- um í tryggingum, höfum áhyggjur af því, hvað brunar eru tíðir, og ekki sízt af því að við vitum, að l>etta er mikið fyrir trassaskap og vanrækslu, svo maður nefni nú ekki hitt. sem er fyrir beinar or- sakir manna. Tryggingarfélögin öll hafa áhuga á að skerpa eftirlit með ýmsum þessum hlutum, sem þau telja aðal orsökina t. d. rnf- Framhald á bls i4. Ingstad og fleiri hingað OO-Reykjavík, laugardag. Helge Ingstad og eiginkona hans Anne Stine koma til Is- lands í byrjun næsta mánaðar og heldur Helge Ingstad tvo fyrirlestra í Norræna húsinu um búsetu norrænna manna í Am- eríku á fyrri öldum. Um miðj an næsta mánuð verður opnuð í Norræna húsinu sýning á bók um sem gefnar hafa verið út á Norðurlöndum á þessu ári. í sambandi við sýninguna munu þekktir norrænir höfundar halda fyrirlestra. Helge Ingstad og frú eru ný komin frá Nýfundalandi, en þar unnu þau að uppgreftri húsa við L'Anse Aux Meadows en það er kunnara en frá þurfi að segja að hjónin hafa mörg undanfarin ár unnið að forn- Framhald á bls. 14.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.