Tíminn - 27.10.1968, Síða 2
2
TIMiNN
SUNNUDAGUR 27. október 1968.
SKAGFIRÐINGAR
SAUÐÁRKRÓKSBÚAR
FYRIRLIGGJANDI:
BLAUPUNKT OG PHILIPS
SJÓNVARPSTÆKI
MARGAR GERÐIR
BLAUPUNKT
PHILIPS
Veitum staðgreiðsluafslátt
Einnig góða afborgunarskilmála
KAUPFÉLAG SKAGFIRÐINGA
Byggingavörudeild — Sauðárkróki
Hagstæðustu verð.
Greiðsluskilmálar.
Verndið verkefni
íslenzkra handa.
FJÖLIÐJAN HF.
Sími 21195
21915
Ægisgötu 7 Rvk.
Erlingur Bertelsson
héraSsdómslögmaður.
Kirkjutorgi 6,
sími 1-55-45.
TRÚLOFUNARHRINGAR
Fljót afgreiðsla
Sendum gegn póstkröfu.
GUÐM. ÞORSTEINSSON
gullsmiður
Bankastræti 12.
Hemlaviðgerðir
Rennum bremsuskálar. —
slipum bremsudælur.
Mrrmm á bremsubnrða og
aðrar almennar viðeerðÍT
HEMLASTILLING H.F.
Súðarvogi 14 Sími 30135
HARÐVIÐAR
ÚTIHURÐIR
TRÉSMIÐJA
Þ. SKÚLASONAR
Nýbýlavegi 6
Kópavogi
sími 4 01 75
ÞÁTTUR klRKJUNNAR
■í. f
MYNDIN
Stundum predikar þögnin
betur en presturinn í kirkj-
unni.
Það eru stundum myndir og
búnaður helgidómsins, sem
grípa hug og hjarta sterkari
tökum en orð.
Einkum eru það altaristöfl-
ur hinna fornu kirkna, sem
gagntaka hugann. Þar eru
dæmisögur Krists og frásagnir
guðspjallanna sagðar á máli
listamannsins, svo að þær
verða næstum þættir úr lífi
dagsins í dag, verða algildar
lífsmyndir kynslóð fram af
kynslóð.
Þanmig er t.d. sagan um
„glataða soninn.“ Hún er al-
geng í svo mörgum framsetn-
ingum, þar sem hver listamað-
ur leggur megináherzlu á það,
sem honum verður hjarta
næst.
Ferðalangur, sem víða hafði
komið segir frá því, að í lít-
illi kirkju á vesturströnd Sví-
þjóðar hafi hann séð eina slíka
mynd, sem orðið hafi dýrmæt-
asta minning sumarsins.
Hann var þar við guðsþjón-
ustu í sumarleyfi sínu á fögr-
um sunnudagsmorgni.
Myndin sem varð svona.
minnistæð gat heitið: „Týndi
sonurinn kemur heim.“
Hann er aumlegur útlits
þessi ungi maður eftir langa
og erfiða ferð. Klæðnaður hans
tötrar ‘Y,mum bakfoka hefur
haan v.<'rað frá se. Hjá hon-
um liggur gönga-.tafurinn, sem
hann hafði stuðzt við á langri
göngu. Og á stafinn var skorið
eitt orð: Pabbi.
Á listilegan hátt hafði mál-
aranum tekizt að gera mynd
föðurins sem föður og frels-
ara í senn. Þessi vera beygir
sig yfir soninn og tekur hann
í faðm sér.
En það, sem hreif ferða-
manninn mest var sá þáttur
myndarinnar, sem mótaður var
í miðdepil hennar. En þar var
stigi frá himni til jarðar, Jak
obsstiginn frægi úr draumi út
lagans. Það mátti hugsa sér,
að sjálfur Guð hefði gengið
niður þennan stiga til að taka
á móti unga manninum.
Messan sjálf var mjög falleg
en myndin varð samt mesta
predikunin á sinn sérstæða
hátt.
Þessi stigi flutti þann boð
skap, að enginn hefur sokkið
svo djúpt eða villzt svo langt,
að Guð geti ekki fundið hann.
Frá himni sínum stígur hann
táknlega talað, niður öll þrep-
in og bíður síns barns, ef það
snýr við heim.
Einu sinni bjó þessi sonur,
sem barn við föðurkné, með
bróður sínum heima. En hann
þoldi ekki eftirlætið. Hann óx
að hroka og sjálfsbirgingsskap.
Gerði sífellt meiri og meiri
kröfur til allra nema sjálfs
sín, og þó heimtaði hann mest
af foreldrum sínum. Og að síð-
ustu fannst honum svo leiðin-
legt heima. Hann vildi burt —
burt til brosandi óskalanda,
þar sem hægt var að lifa í
öllum vellystingum og prakt
heimslífsins, öllu því sem auð-
ur og æska geta veitt
„Maður verður svo sannarlega
ekki alltaf einhver pabbadreng
ur og mömmubarn," hugsaði
hann. „Maður verður að sjá
sig um í veröldinni. komast
burt af heimahaug."
Kannski hefur barnatrúin
sína þýðingu, í hana getur full
orðinn maður með viðhorf
heimsmannsins ekki alltaf
haldið. Lífið gerir sínar kröf-
ur. Ekki g etur maður alltaf
verið barn og gert eins og
heimskir foreldrar ætlast til.
Bezt að vera sjálfstæður mað-
ur, án þess að pabbi og mamma
séu að skipta sér af öllu.“
Þannig hugsaði hann oft og
talaði, meðan hann var heima
og fyrst eftir að hann fór. —
En nú stendur hann þarna
aumur og niðurlútur, allslaus
og titrandi í tuskunum sínum
og biður fyrirgefningar á allri
frekjunni og ásökunum þeim
sem hann hafði látið yfir
foreldrana dynja.
Og sannarlega getur faðir-
inn gleymt því öllu í gleðinni
yfir drengnum, sem hann hef-
ur úr helju heimt.-----
Þessi mynd þarpa í litlu
kirkjunni varð þannig dýrmæt
asta minning frá liðnu sumri.
Kannske átti hún eitthvert sér
stakt bergmál í hjarta hans og
hug, einhverja snertingu við
hans eigin örlög og lífsreynslu.
Hver er sá, sem ekki þekk-
ir eitthvað til sögu týnda son-
arins af eigin raun?
Og er ekki öll hin ráðvillta,
uppreisnargjarna æska heims-
ins í dag einhvep hluti af
mynd hans, þar sem þráin eft
ir Guði, þráin eftir fegri og
fullkomnari veröld kemur
fram í öskrum og hópgöngum
óttaslegins æskulýðs, sem á
hrylling atóms- og vetnis-
sprengna yfir höfði sér, af því
að Guð gleymdist á hrokaöfr
mannsins til að ná óræðum
öflum í hendur óvita.
Hálfmeðvituð skelfing tryll-
ir æskuna til átaka, sem verða
lítt til gagns og lítið annað
en fálm drukknandi og hjálp-
arvana vesalinga, sem hafa
farið í hafið af brotnum far-
kosti prjáls og nautna.
Og æskunnar eina von er
hinn frelsandi máttur kærleik
ans, sterkari öllum atómöflum.
sá kraftur. sem táknaður er á
myndunum af föðurnum góða,
sem sagt var um:
„Sá leitar til þín, sem finnur
og týnir engri sál.“
„Enginn kraftur er kærleik-
anum æðri“. Það er í raun-
iani kjarni kristinnar trúar.
Allt annað eru misjafnlega fal
legar umbúðir. Á þennan mik-
ilsverða sannleika getur hin
hljóða predikan altaristöflunn
ar í litlu kirkjunni minnt.
En hún ætti líka að minna
foreldra nútímans á að gefa
framtíðinni fegri og friðvæn-
legri heim þar sem kynþátta-
misrétti og kúgun væri úr sög-
unni og feðurnir ættu hinu
frelsandi mátt góðleikans til
að veita sonum og dætrum ör-
yggi og frið án innibyrgðs ótta
við helsprengjur haturs og
hefnda.
Gefa æskunni heim bræðra-
lags og frelsis, þar sem Guð
mætti sem góður faðir stíga
niður af .himni sínum í draum
sýn unga fólksins og ganga
um í kvöldbænum eins og
hann gerði í skáldlegri sýn
hins fyrsta manns, sem orti
um hann óð sinn, barnslegt
og eilíft ljóð sígildrar sköpun-
arsögu hins góða föður.
Árelíus Nielsson.
i