Tíminn - 27.10.1968, Qupperneq 5
SUNNUDAGUR 27. október 1968.
SAVANNA TRÍÓIÐ
SLÆR ENN í GEGN
Út er komin á vegum SG-
hljómplatna L.P. plata með
Savanna tríóinu, hér er um að
ræða 12 lög, hljóðrituð í Ster-
eo í London.
Það er orðið alllangt siðan
Savanna tríóið hætti að koma
fram í sviðsljósið, en nafnið
verður ávallt geymt í hugum
ifólksiins, tengt góðum minn-
ingum, enda er ferill þeirra
einstaklega glæsilegur, þeir
voru ávallt fulltrúar þess bezta,
sem völ var á í íslenzku
skemmtanalífi, hvort sem sviðs
ljósið beindist að þeim hér
heima eða erlendis.
I
Fyrstu tvær plöturnar, sem
þeir sungu inn á, voru gefnar
út af „íslenzkum tónum“ og
fengu frábærar móttökur, enda
þótti flutningur þeirra nýstár-
legur og um þei'ð þjóðlegur.
En nú gerðust þremenning-
arnir stórtækir og sungu inn
á sína fyrstu LP plötu, útgef-
andinn var Svavar Gests, sem
þá var nýbúinn að stofnsetja
isína eigin ihljómplötuútgáfu,
SG-hljómplötur.
Áfram hélt samvinna þeirra
Svavars og Savanna, og nú eru
LP plöturnar orðnar fjórar og
verða því miður ekki fleiri
Á þrem fyrstu LP plötunum
voru svo til eingöngu þjóðlög,
en á þessari nýútkomnu plötu
eru aðeins þrjú slík.
Textarnir eru svo fnábær-
lega vel gerðir, að þeir eru
hafnir yfir alla gagnrýni, enda
er hrein unun á að hlýða.
Meðal höfundanna eru líka
skáld, sem öll þjóðin þekkir,
en þar á ég við Davíð Stef-
ánsson, Stein Steinarr og Grím
Thomsen.
Þá er hlutur Sigurðar Þór-
arinssonar og Jóns Arnar Mar-
; inóssonar með afbrigðum góð-
ur, en þeir hafa ýmist frum-
samið textana eða snúið þeim
yfir á íslenzku. Textar Hin-
riks Bjarnasonar eru efnismikl
ir, vel oitir og á góðu máli.
Ekki má gleyma gamanvísun-
um tveim eftir Ingimund, þær
eru að vísu komnar til ára
sinna, en standa svo sannar-
lega ennþá fyrir sínu.
Flutningur Savanna tríósins
á þessum tólf lögum er í einu
orði sagt frábær. Þeir gæta.
þess í hvívetna, að beita rödd-
inni af innlifun í samræmi við
innihald textans, hvort sem
hann er dapurlegur eða fullur
af kátínu. í heild einkennist
túlkun þeirra af vandvirkni
ogöryggi.
í fimm iaganna syngur Þór-
ir Baldursson einsöng, og ger-
ir það með afbrigðum vel, og
sem einstaklingur er hann auð
heyrilega bezti söngmaðurinn
af þeim þremenningunum, bezt
tekst honum upp í lögunum
„Gestur" og „Á dökkumiðum“,
en þau eru reyndar bæði eftir
hann.
„Eitt sinn var ég ógiftur",
nefnist upþhafslag plötunnar,
það er leikandi létt, höfundur-
inn er Þórir Baldursson, Sig-
urður Þórarinsson samdi text-
ann, sem er bráðsmellinn. Þar
segir frá þvi, er piltur einn
hleypir háskalega þunhklæddu
fljóði inn til sín í versta kulda
og hrið. Meyjarkroppurinn var
kaldur, en ofnin sagði stopp,
afleiðingin var hjónaband og
organdi tvíburar.
„Barn“, þetta undurfallega
lag er eftir Ragnar Bjarnason,
ljóðið eir eftir Stein Steinarr,
og_ fellur einkar vel við lagið.
í fyrsta laginu skipti tríóið
söngnum á milli sín, en hér
er Þórir Baldursson í eldlín-
unni.
„Eirfkur formaður" er hress
andi lag í þjóðlagastil eftir
Þóri, og aftur hvílir söngurinn
mest á honum. Þetta kvæði
TÍMÍNN
Grims Thomsen fjallar um
gamlan sjóara, sem er orðinn
grettinn og gnár af ylgdu sjáv-
arróti.
„Suliram" er virkilega fal-
legt lag frá Indónesíu. Troels
Bentsen syngur, fyrst á frum-
málinu, síðan kemur ísl. þýð-
ing Jóns Arnar Marinóssonar,
og loks er endað á frummál-
inu, vögguljóðinu er lokið og
barnið vonandi sofnað.
„Gestur“, hér syngur Þórir
einsöng, en auðvitað aðstoða
hinir tveir hann eins og í öll-
um öðrum einsöngslögum Þór-
is, lagið er hans smíði og er
einkar fallegt. Lagið hefur
hann samið við ljóð eftir Davíð
Stefánsson og fjallar um
brostnar vonir og horfna æsku
drauma. „Sumir eru friðlausir
fæddir og flýja sín óskalönd“.
Næst hlýðum við á bráðfjör-
ugt, írskt þjóðlag, hér skiptast
þeir á að flytja smellinn texta
Jóns Arnar Marinóssonar.
„Teitur tinari" kom á bæinn
og við „ketil Kötu í koti gerði
sitt á hvað“, en þegar til kom,
varð lítið úr viðgerðinni á katl
inum, og hann lak sem fyrr,
er Teitur hélt af stað seint og
síðar meir, en þar með er ekki
sagt, að hann hafi verið að-
gerðai-laus.
„Ein ég fer um auða slóð“
er erlent, lítið lag, textinn er
eftir Hinrik Bjarnason, og fjall
ar um l£f flakkarans, sem spyr
sjáflan sig: „Ég ráfa um, en
hvert liggur leið“, Þórir syng-
ur.
Hinrik Bjarnason hefur
einnig samið næsta texta,
„Vindur blés“. Elskendur
verða að skilja, því hann verð-
ur að sækja fanga á fjarlæg
mið. í þessu fallega lagi mæð-
ir mest á Bimi Björnssyni.
Næsti texti er heldur betur
fjörugri, þar segir frá átján
ára yngismær, er „Nikkólína“
heitir, hún kemur til borgar-
innar ofan úr Mosfellssveit.
Saklaus sveitarmær, sem aldrei
fer seinna að sofa en níu og
hálf. Brátt tóku biðlarnir áð
streyma til hennar, og af ein-
tómri góðmennsku fengu þeir
allir koss og ósköp lítið meira,
og brátt tók mærin að þykkna
undir belti. Þetta er bráðfjör-
ugt, erlent alþýðulag, og ekki
er textinn síðri, en hann er
eftir Ingimund. Savanna tríó-
ið flytur þennan gamanbrag
eins vel og á verður kosið.
Á dökkumiðum er að finna
fallegt lag, eftir Þóri Baldurs-
son, sem hann syngur sjálfur.
Á dökkumiðum er áð inna
í fyrstu ljóðabók Davíðs Stef-
ánssonar, Svörtum fjöðrum.
Það fjallar um fiskimann, sem
alltaf kemur heim með full-
fermi, hvernig sem viðrar,
„Dimmt er á dökkumiðum,
djúpur og úfinn sær“.
„Yfir græði og grundu“ er
einkar fallegt, franskt þjóðlag,
textann gerði Sigurður Þórar-
insson, en hann fjallar um ör-
vinglan ástarsorgarinnar.
„Bílavísur" er kveðjulag Sav
anna tríósins á þessari plötu,
á sínum tíma -var þetta lag
landsfrægt í flutningi Bjarna
Björnssonar, svo og „Nikkó-
lína“. Lag og texti gneistar af
kátínu og fjöri, hér er um er-
lent alþýðulag, en Kristján
Linnet orti braginn undir höf-
undarnafninu „Ingimundur“.
Vigga stelst í ökuferð með kær
ástanum, en gamla múitter
„gengur" þau uppi, og það fer
ónotahrollur um skötuhjúin. f
þessum tveim síðustu lögum er
ekki um neinn sólósöng að
ræða. f Bilavísunum fær hver
sitt hlutverk, og piltarnir
kunna svo sannarlega að
bregða á leik.
Plötuumslagið er frumlegt
og um leið litríkt og skemmti-
legt. Eins og komið hefur
fram, voru lögin hljóðrituð í
Stereo í London. Allar útsetn-
ingar annaðist Þórir Baldurs-
son, þær eru ekki miklar í
vöfum, en vel unnar.
Benedikt Viggósson.
III
IIÍI
1«
iiÉS
ÍÉÍÍÍiÍÍ
ÍÍIÍll
fSÍSiíiíSiií
.
VU*ME*
iillliil
IÍÍ|i:
'
m&m
ULLARVERKSMIÐJAN GEFJUN
I