Tíminn - 27.10.1968, Qupperneq 7

Tíminn - 27.10.1968, Qupperneq 7
StJNNWDAGUR 27. október 1968. 7 TÍMINN Fram til orrustu á frummál- inu POPIOLY. I Leikstjóri: Andrej Wajda Handrit: Aleksander Scibor- Rylski byggð á sögu eftir Stefan Zeromski. Kvikmyndari: Jerzy Lipman, tónlist: Andrej Markowski Pólsk frá 1964. Sýningarstaður: Hátskólabíó, íslenkur texti. Árið 1794 gerði Thaddeus Kosciosko herdhöfðingi mis- heppnaða uppreisn eftir aðra skiptingu Póllands 1783, sem þá var skipt milli Rússa og Prússa. Hann fór seinna til Ameríku og barðist þar í frcl.s- Isstríði Bajidarí'k.janna. 1795 var Póllandi skipt á ný í þriðja skiptið, og nú milli Rússa, Prússa og Asuturríkismanna og landið þurrkað gersamlega út af landabréfinu. Þetta mikla söguljóð Wadja fjallar um árin eftir þetta og skýrir hvers vegna pólskir föð- urlandsvinir trúðu orðum Napóleons um frjálsræði Pól- landi til handa. Fram til orrustu segir frá tveimur vinum Rafal (Daniel Olbryehski) og Christopher (Boguslaw Kierc) þeir eru skólabræður og mjög ólíkir að upplagi. Rafal er ofurhugi, hug- rafckur og karimannlegur, stekkur á hest af jafnsléttu, ást hans er heit og blind. Christopher er fágáðri maður og berst jafnan með ugg í brjósti. Kvikmyndin byrjar að rekja sögu Rafals en hann fer til Warsjár með Gintult prinsi (Piotr Wysicki). En eftir pró- gramminu að dæma er klippt úr stór hluti myndarinnar sem segir frá atburðum sem gerast eftir að Rafal berst við úlfana og þangað til hann reynir að stela kossi frá Elísabetu syst- ur Gintults (Beata Tyskiew-r ic). En þar kemur tæringar- veikur bróðir Rafals við sögu og skýrt frá af hverju Gintult tekur Rafal að sér. Vonandi fá 'kvikmyndahúsgestir Sikýringu á því hvers vegna myndin er sýnd hérna svo stórlega skert. • Stíll Wadja er mjög persónu legur, hann er sterkur í mynd- byggingu og miskunnarlaus og þó ljóðrænn á stundum. Hon- um er mjög lagið að gera á- hrifamikil atriði, sem ekki gleymast, þrjú eru í þessari mynd. Fyrsta: þegar Prússarn ir misþyrma bóndanum og leiða hann burt í fjötrum, þá kemur Rafal þeysandi og stenzt Daniel Olbrychski í hlutverki Rafals Olbrvchskis í Podioly stór- fenglegri kvikmynd cftir Wadja, sem af óskiljanlegum ástæðum er sýnd klippt hér. ekki þögult ásökunar augnaráð betlarans en æpir „ég gat ekk- ert gert.“ í kofa ferjumanns- ins verður konunni skyndilega Ijóst hvers vegna þessir fínu herrar bera í hana gull, það atriði er frábæriega vel unnið. Á Spáni situr bóndinn þögull og maular eitraða hafrana en gætir þess að barnið borði þá ckki. „Stríðið gefur , hetjunum tækifæri til að myrða og nauðga," segir Wyganowski (Jan Nowicki) liðsforingi við Ohristopher á Spáni þegar hann hefur komit að því að Korsíkumaðurinn er bara einn harðstjórinn enn og hef- ur svikið loforð sín við Pól- verja sem börðust undir merkj um hans. Það eina sem skelfir her- mennina er að sjá að vitfirr- ingarnir eru ekki hræddir við þá, en samlíking Wadja við brjálæðinga sést þegar orrust- an við Somosierra er sýnd, riddarar flengríða í hóp öskr- andi méð brugðna branda og cira engu kviku. Þegar fyrsta stórmynd Wad- ja var sýnd 1954 „Kynslóð“ sem er fyrsta myndin í þrí- leiknum Kynslóð—Jarðgöng— Aska og demantar, sem allar fjalla um seinni heimsstyrjöld- ina, varð strax ljóst að hér var kvikmyndahöfundur .sem vænta má mikils af. Hann hef ur ekki brugðizt því áliti enn, túlkun hans á hetju og hinum stórkostlega harmleik hennar lætur honum vel, og hinn frá- bæri Jerzy Lipman með kvik- myndavélina á mikinn þátt i frábærri gerð mynda hans. Tónlist Markowski er sparlega notuð og vel gerð, undir- strikar enn yfirgnæfir ekki. Atlas Film í Duisburg lánar úr þær pólsku mypdir sem Há- skólabíó hefur sýnt undanfar- ið „Faraó“ eftir Jary Kawa-1 erowic og þessa, þýkur texti er talaður inn á myndina og skemmir upprunasvipinn á herini. Samt megum við vera þakklát fyrir að fá að sjá smá- sýnishorn af hinni miklu kvik- myndalist Pólverja sem borið hefur hróður þeirra víða um lönd, ef við fengjum að sjá myndirnar óskertar. P.L. VIKING SNJÓHJÓLBARÐARNIR fást hjá okkur. Allar stærðir með eða án snjónagla. Sendum um allt land gegn póstkröfu. Hjólbarðavinnustofan opin alla daga kl. 7.30 tiJ kl. 22.00. Gúmmlvinnustofan h/f Skipholti 35 — Sími 31055 — Reykjavík. KEA KEA AKUREYRI SÆNGURVERAEFNI damask, hvítt og mislitt léreft, einlitt, rósótt LAKAEFNI hvítt og mislitt 120 — 140 — og 200 cm breitt DRALON SÆNGUR 3 stærðir DRALON KODDAR 3 stærðir HANDKLÆÐI DISKAÞURRKUDREGILL Góðar vörur. Sanngjarnt verð Sendum gegn póstkröfu. Kaupfélag Eyfirðinga Vefnaðarvörudeild, Akureyri Sími: (96) 21400 CORONA SKÓLARITVÉLIN, sem endist ydur tevílangt. SKRIFSTOFUTÆKNI Áruuíla 3, sími 38 900. Sprautun - Lökkun • Alsprautum og blettum allar gerðir af bflum. • Sprautum einnig heimilistæki, ísskápa, þvotta- vélar, frystikistur og fleira í hvaða lit sem er. VÖNDUÐ OG ODÝR VINNA. STIRNIR s.f. — Dugguvogi 11. (Inngangur frá Kænuvogi). — Sími 33895.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.